Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 48
BÍLLINN
BlLASAlA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓFAVCX"1
Æ
____Lskriftar-
síminn er 830 33
FIMMTUDAGUR 4. AGÚST 1983
Refaskyttur með feng sinn
Refaskytturnar Helgi Bachmann (t.h.) og Ómar Runólfsson með fenginn, af ad minnsta kosti 37 lömbum. Viö leitina notuðu þeir fjóra sérþjálfaða
sem þeir náðu nýverið í Mosfellssveit. Þeir unnu fjórar fullorðnar tófur hunda og sést einn þeirra á myndinni. Sjá nánar á miðopnu.
og 8 yrðlinga. Við grenin í Borgarhólum og við Lyklafell fundu þeir leifar Morgunbiaðið/GBB.
Grindavík:
Uppsagnir á sjó og landi
og fólk að flytja á brott
— segir Eðvarð Júlíusson, forstjóri Hópsness
íslending-
arnir fundu
vélarnar á
jöklinum
Á ÞRIÐJUDAG hafði tekizt að finna
þrjár af þeim átta herflugvélum, sem
undanfariö hefur verið leitað að á
Grænlandsjökli. Þrír íslendingar,
þeir Helgi Björnsson, Jón Sveinsson
og Arngrímur Hermannsson, héldu
fyrir nokkru á Grænlandsjökul með
íssjá, sem notuð hefur verið við
rannsóknir á jöklum hérlendis. f
fyrradag komu þrjár vélanna í Ijós
og talið er að hinar vélarnar fimm
séu skammt undan, en vélunum var
lagt skammt hverri frá annarri, er
þeim var nauðlent á jöklinum á
styrjaldarárunum.
Heigi Jónsson, flugmaður, flutti
íslendingana þrjá og tæki þeirra
til Kúlúsúk fyrir nokkru og fékk
. fréttir um fund vélanna í gær. í
samtali við Morgunblaðið sagði
hann, að eftir að leitað hefði verið
á talsvert stóru svæði, hefði ís-
sjáin komið auga á vélarnar. Vél-
arnar eru á 25—30 metra dýpi í
jöklinum.
Á næstunni verður ráðist í að
grafa vélarnar upp með stórvirk-
um tækjum. Að sögn Helga Jóns-
sonar, flugmanns, viðrar oft vel á
jöklinum í ágúst og september.
Frá leitinni að flugvélunum á jöklin-
um.
„ÞAÐ stefnir hér allt í eymd og vol-
æði vegna aflahrestsins og í ofaná-
lag á nú að fremja enn einn stór-
þjófnaðinn í formi upptöku gengis-
munar. Samdráttur er verulegur orð-
inn hjá flestum fyrirtækjum og búið
að segja bæði sjómönnum og land-
mönnum upp í nokkrum mæli,“
sagði Eðvarð Júlíusson, forstjóri
Hópsness hf. í Grindavík, i samtali
við Morgunblaðið.
„Þessi upptaka gengismunar og
fyrirhuguð úthlutun af honum til
óarðbærra togara er hreinlega
fyrir neðan allar hellur og á hæp-
inn rétt á sér. Ætli það láti ekki
nærri að af saltfiskbirgðum okkar
verði teknar tvær milljónir króna,
sem henda á í togarahítina. Þarna
er skreiðin ekki með í dæminu. Nú
er ástandið þannig hér í Grinda-
vík, að flest fyrirtækin eru lokuð
og menn geta ekki borgað laun,
fasteignir lækka í verði og fólk er
að flytja í burtu. Ofan á þetta á að
hirða gengismuninn af okkur. Mér
skilst að hirða eigi um 150 millj-
ónir af saltfiskinum og megnið af
honum er af þessu svæði hér, ver-
tíðarsvæðinu. Ég er alveg gáttað-
ur á hugmyndum sjávarútvegs-
ráðherra vegna vanda saltfisk-
verkunarinnar, að hann skuli
leyfa sér að ýja að því að tekið
verði erlent lán til þess að borga í
verðjöfnunarsjóðinn. Verði geng-
ismunur tekinn af okkur á hann
auðvitað að fara í verðjöfnunar-
sjóð. Annað er ekki réttlætanlegt.
Ætli það láti ekki nærri að af
Reykjanessvæðinu verði hirtar um
60 milljónir í gengismun af salt-
fiski á sama tíma og vertíð hefur
að miklu leyti brugðizt á svæðinu.
í Þorlákshöfn er meira að segja
farið að selja báta af svæðinu út á
| land. Það er eins og á þessum
styrkjasvæðum sé hægt að gera
allt meðan hirt er af okkur," sagði
| Eðvarð Júlíusson.
Cirkus Arena:
Lítil aðsókn
„ÞETTA gæti gengið betur, kostn-
aðurinn er orðinn alltof mikill mið-
aö við aðsókn," sagði Jörundur
Guðmundsson umsjónarmaður
fyrir Cirkus Arena, f samtali við
Mbl í gær. „Ég veit ekki hvað það
er, en þessi ódýra og vandaða
skemmtun sem sirkusinn býður
upp á hefur ekki verið sótt sem
skyldi. Á þrjátíu og tvær sýningar
hafa aðeins komið á milli fimm og
sex þúsund manns.
En þeir sem hafa komið hafa
skemmt sér vel, og 10. ágúst fer
sirkusinn til Akureyrar og verð-
ur þar með átta sýningar, á
íþróttasvæði Þórs.
Þaðan heldur sirkusinn til
Færeyja , en á milli sjö og átta
þúsund manns komu á 14 sýn-
ingar hjá þeim þar í fyrra. Það
má því nærri geta að sirkusfólk-
ið er hissa yfir hvað þetta er
ólíkt hér, þó það láti yfirleitt vel
af dvölinni.
Það, sem ég hræddastur um,
er að erlendir listamenn hætti
að þora að leggja í þann gífur-
lega kostnað sem fylgir því að
koma hingað, þegar aðsókn
reynist svona léleg.“
Sverrir Hermannsson um raðsmfðaverkefnisskipin:
Ljóst að Akureyri
fær sín tvö skip
Stálvík smíðar væntanlega skip fyrir Hafrannsóknastofnun
„ÞAÐ LIGGUR alveg Ijóst fyrir að Akureyri fær sín tvö skip. Það kom á
daginn að þeir hafa lagaígildi á bak við sig og eru búnir að kaupa allt
efni.
Sannleikurinn er sá að þeir hafa þannig stöðu að það myndi annars
kosta málaferli en ég geri mér vonir um að unnt verði að koma einu
raðsmíðaverkefnisskipanna á Hafrannsóknastofnun, þannig að ekki
verði um aukningu í fiskiskipaflotanum að ræða,“ sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra er hann var spurður hvort niðurstaða hefði
fengist í raðsmíðaverkefnismálinn. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar-
innar átti Slippstöðin á Akureyri i ðeins að fá eitt skip, en hafði reiknað
með tveimur. Þess í stað fékkst þá leyfi til smíði eins skips á Seyðisfirði.
Sverrir sagði einnig að skip
Hafrannsóknastofnunar yrði
væntanlega raðsmíðaverkefnis-
skip Stálvíkur í Garðabæ, þar sem
Slippstöðin á Akureyri hefði þegar
samið um kaup efnis í sín skip.
Hinir tveir staðirnir sem fengu
heimild til raðsmíðaverkefnis
voru Akranes og Seyðisfjörður.
Sverrir hefur síðustu daga reynt
að ná Seyðisfjarðarskipinu úr
ríkisábyrgð, eins og raðsmíðaverk-
efnisskipin eru í, en fá þess í stað
fyrirgreiðslu í Fiskveiðasjóði. Um
þetta sagði hann: „Kaupandi er að
Seyðisfjarðarskipinu í Grindavík.
Landsbanki fslands er viðskipta-
aðili kaupandans, en hann átti
skip sem farið hefur í gegnum úr-
eldingu. Það var samþykkt í ríkis-
stjórninni að þetta skip hlyti
ríkisábyrgð, en best kynni ég við
að komast hjá því þar sem kaup-
andi er fyrir hendi og einnig er
þetta skip miklu minna en hin
raðsmíðaverkefnisskipin." Sverrir
sagði í lokin að honum hefðu engin
svör borist við málaleitunum sín-
um til Fiskveiðasjóðs.