Morgunblaðið - 11.08.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON:
Josc Efrain Rios-Montt (í midjunni) gerir grein fyrir stjórnarbyltingunni á síðasta ári. Til hliðar við hann eru
herforlngjar sem hann svo ýtti til hliðar er hann tók sjálfur öll völd.
í kjölfar valdaráns:
Óvíst hvert stefnir í
stjórnarfari Guatemala
Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur verið gerð stjórnarbylting í
Mið-Ameríkurfkinu Guatemala. Var ólgan í þessum heimshluta mikil
fyrir og enn er verið að glíma við þá spurningu hvað bylting þessi kunni
að hafa í for með sér, hvernig hún hafí áhrif á stöðuna ef um slíkt verður
að ræða.
Forseti landsins var Efrain
Rios-Montt, en hann hafði
ekki verið lengi við völd. Valda-
ránið gekk nokkuð greiðlega
fyrir sig og litlu blóði var út-
hellt. Aðeins var vitað til þess að
tveir hermenn hafi látið lífið og
fáeinir hlutu minni háttar
meiðsli. Rios-Montt þráaðist
hins vegar talsvert við og hélt
furðu lengi út í forsetahöllinni
ásamt fáliðuðum flokki stuðn-
ingsmanna sinna. Loks gafst
hann þó upp og er þetta var ritað
var ekki vitað betur en að hann
væri heill á húfi. En í haldi var
hann.
Montt, eða Jose Efrain Rios-
Montt, eins og hann heitir fullu
nafni, birtist á sjónarsviðinu 22.
nóvember 1982, er hann stjórn-
aði valdaráni í heimalandi sinu
ásamt nokkrum öðrum herfor-
ingjum. í forsetastólnum sat
Fernando Romeo Lucas Garcia,
mikill hægrisinni. í fjóra mán-
uði veitti Montt þriggja manna
herforingjastjórn forstöðu, en
síðan leysti hann stjórnina upp
og stjórnaði einn. Fljótlega eftir
það hætti Bandaríkjastjórn und-
ir forsæti Jimmy Carter að selja
Guatemala vopn og varning á
þeim forsendum að mannrétt-
indi væru fótum troðin í landinu.
Tók stjórnarfar Montts æ meir á
sig hefðbundinn harðstjórasvip
og sjálfur vakti herforinginn at-
hygli fyrir furðuleg uppátæki.
Hann þótti að ýmsu leyti skrít-
inn fugl og trúarofstækismaður
var hann talinn. Hann er félagi í
öfgafullum sértrúarsöfnuði sem
heitir Orð Kaliforníu.
Þeir voru margir sem sættu
sig ekki við stjórnarhætti
Montts og tíu sinnum hristi
hann af sér tilraunir til valda-
ráns. Kröfurnar um að hann
efndi til kosninga og kæmi á lýð-
ræði í landinu gerðust þó æ há-
værari, svo háværar að hann sá
mæta vel að við svo búið mátti
ekki standa. Hann hafði áður
lýst yfir að þingkosningar
myndu fara fram í landinu 28.
júlí 1984, en nýlega færði hann
dagsetninguna fram, ákvað að 1.
júlí sama árs skyldi kosið til
)ings. 1. september sama ár
myndi svo lýðræði vera formlega
tekið upp. Snemma í júlí virtist
svo sem hann væri að stíga
fyrstu skrefin að afmá herríkið f
Guatemala, er hann vék frá
störfum 50 herforingjum sem
hann hafði skipað í meiri háttar
pólitísk embætti. En á móti lýsti
hann yfir neyðarástandi, skellti
á útgöngubanni og saumaði
mjög að mannréttindum og
prentfrelsi. Þá jók hann völd
lögreglunnar þannig að henni
var allt í einu heimilt að hand-
taka fólk og hafa í haldi án þess
að það hefði nokkuð til saka
unnið.
Valdhafinn nýi heitir Oscar
Humberto Meija, varnarmála-
ráðherra hins fráfarandi for-
seta. Orðsending frá honum var
lesin í flestum útvarpsstöðum
Guatemala í gær og þar kom
m.a. fram að valdaránið væri
ekki af pólitískum toga spunnið,
Montt hefði einfaldlega verið
ákaflega mistækur og óútreikn-
anlegur auk þess sem hann eyddi
allt of miklum tíma í trúmál sín
og reyndi að þvinga trúarofstæki
upp á þjóð sína í stað þess að
stjórna landinu. Þá kom fram að
það væri skoðun sín og stuðn-
ingsmanna sinna, að Montt hefði
leyft trúarhópi sínum að vaða
upp í Guatemala og slíkt væri
óþolandi. Meija er maður af öðru
sauðahúsi en Montt og hafa þeir
verið sagðir sem svart og hvítt.
Meija er stífari og meiri harð-
línumaður, en er hvorki öfga-
maður til vinstri né hægri. Hann
er sagður vera skoðanafastur
maður sem erfitt sé að rökræða
við séu skoðanir skiptar.
Guatemala og
Bandaríkin
Bandaríkin hafa löngum litið
á Guatemala sem nokkurs konar
hornstein Mið-Ameríku og hefur
það verið þeim mikið hjartans
mál að ólga sé þar sem minnst,
enda er landið nágrannaríki
Mexíkó og Bandaríkjamenn
myndu eflaust telja öryggi sitt í
hættu ef upp úr syði í Guate-
mala. Sambúðin stirðnaði veru-
lega í stjórnartíð Jimmy Carters
er Montt komst til valda í
Guatemala, en Ronald Reagan,
forseti BandaríKjanna, gerði sér
ferð til Guatemala á síðasta ári
til þess að dæma sjálfur. Er
heim kom var hann vinsamlegur
í garð Montts og sagði hann
hafðan fyrir rangri sök. Mann-
réttindabrot væru alls ekki dag-
legur viðburður eins og af hefði
verið látið og Montt væri á réttri
braut. Hann væri kannski dálít-
ið óútreiknanlegur, klaufskur og
mistækur á köflum, en hann
vildi vel og hefði komið mörgu
góðu til leiðar. En Bandaríkin
hafa smám saman gert minna úr
vináttunni, eftir því sem stjórn-
arfarið í Guatemala hefur verið
gagnrýnt meira. Hápunkti náði
það, er Páll páfi ávítaði Montt
alvarlega er sá síðarnefndi lét
taka nokkra fanga af lífi meðan
á heimsókn kirkjuleiðtogans f
Guatemala stóð. Páfi bað föng-
unum persónulega griða, en
Montt lét ekki segjast. Þá þótti
mörgum langt gengið.
Háttsettir embættismenn í
Bandaríkjunum hafa verið orð-
varir í kjölfar valdaránsins og
bent á að enn sé ekki ljóst hvort
Meija sé í raun hinn nýi vald-
hafi, eða hvort hann sé fjar-
stýrður af flokki valdamikilla
herforingja sem sjái sér hag í
því að starfa á bak við tjöldin
fyrst um sinn að minnsta kosti.
Embættismennirnir hafa sagt
að það yrði slæmt ef önnur öfga-
sinnuð hægri stjórn tæki við, en
gátu þess jafnframt að þeir ef-
uðu það stórlega. Þvert á móti
reiknuðu þeir með því að Meija
myndi vilja friðmælast við
Bandaríkin, þiggja af þeim efna-
hagsaðstoð og síðast en ekki síst
fá aftur vopnasendingarnar sín-
ar. Það myndi henta Bandaríkja-
stjórn af ástæðum sem þegar
hefur verið greint frá.
Og hafi Bandaríkin ekki áhuga
á stífri hægri stjórn í Guate-
mala, þarf vart að taka fram að
þeir hafa enn minni áhuga á
vinstri stjórn. Þeir myndu telja
það mun alvarlegra en vinstri
stjórnina í Nicaragua, sem grfð-
arlegur stýrr hefur staðið um.
Segja bandarískir embættis-
menn að vinstri stjórn í Guate-
mala myndi auka pólitíska
óreiðu í nágrannaríkinu Mexíkó
og þar með væri þetta orðið
þeirra mál, því Mexíkó á landa-
mæri að Bandaríkjunum.
Heimildir: AP, New
York Times o.fl.
Sumarbústaður —
Sumarbústaðaland
Óska eftir aö kaupa sumarbústaö eöa land undir
sumarbústað. Æskilegur staöur við Laugarvatn eöa í
Borgarfiröi.
Tilboö leggist inn hjá augld. Mbl. merkt: „G — 2246“.
ATHUGIÐ!
erum flutt að
Skúlatúni 4
5 vikna námskeið hefst mánudag 15. ágúst.
Kennslugreinar:
Leikfimi
(mjög gott kerfi) fyrir konur á öllum aldri.
Jassballett — Ballett
Nýir Ijósabekkir á staönum.
Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f.
hádegi og 17—19 e. hádegi.
Líkam»|>jál f u n
Hal lctt A»kola
E<l<lu Sclicvins;
SKULATUNI 4 — SIMAR 25620 og 76350
Sumarhus
og Tívolí
á sama stað
_ r“
'-»**-*% ,
23. og 30. ágúst
(Mögulegt að framlengja)
Bráðskemmtileg nýjung fyrir fjölskylduna sem vill stanslaust Tívolí-
fjör í sumarleyfinu án aukakostnaöar. Gist verður í sumarhúsum við
Pony Park, einn stærsta Tivolígarð Hollands. Innifalinn í verði
feröarinnar er frjáls aöganguraö öllum tækjum, leikjum og sýningum
i Pony Park og bilaleigubíll að auki!
Verðdæmi: 4 saman i húsi kr.10.600,- Barnaafsláttur kr. 4.000.-
Heildarverð fyrir 4ra manna fjölskyldu aöeins kr. 34.000.-
Innifallð: Flug til og frá Amsterdam, gisting i sumarhúsi og ókeypis
aögangur að Pony Park, bílaleigubíll af A-flokki (viku, ótakmarkaöur
kilómetrafjöldi, allar nauösynlegar tryggingar og söluskattur.
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 A 28899