Morgunblaðið - 11.08.1983, Page 22

Morgunblaðið - 11.08.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Gelli hvarf úr fangelsi í Sviss Þar sem dauðinn er daglegt brauð Sjúkraliðar vinna hér að því að flytja á brott lík konu nokkurrar, sem beið bana þegar um 20 eldflaugum var í gær skotið á flugvöllinn í Beirut í Líbanon. Árásin var gerð meðan á stóð enn einni hrinunni í átökum kristinna manna og drúsa í fjöllunum fyrir ofan borgina. Fleiri sagðir hafa fallið á Sri Lanka Genf, 10. ágÚKt. AP. LICIO Gelli, sem grunaður er um aðild að einu mesta stjórnmála- hneyksli á Ítalíu frá stríðslokura, hvarf í morgun úr klefa sínum í Dollon-fangelsinu í Genf. Fangelsisyfirvöld segja útilokað að Gelli hafi komist hjálparlaust á brott, og er talið að honum hafi verið rænt úr fangelsinu, þar sem í klefa hans fundust merki um átök, blóðblettir og sprauta. í morgun kom í ljós að stórt gat hafði verið klippt í öryggisgirð- ingu, sem umlykur fangelsið. Ekki uppgötvaðist hvarfið fyrr en vekja átti fangana klukkan sjö í morg- un, þá fannst í klefanum brúða, sem færð hafði verið í fangelsis- náttföt Gellis. Gelli var tekinn fastur í Sviss í fyrra þar sem hann TerðSði^t á argentínsku vegabréfi. Krafist hefur verið framsals hans til It- alíu, þar sem hans bíða réttarhöld vegna skjalafals, skattsvika, mútuþægni og samsæris. í júní sl. fannst einn félagi Gellis í „P2“-frímúrarastúkunni, Roberto Calvi, fyrrum bankastjóri Am- Suður-Afríka: Syntu 15 km leið í frelsið Jóhannesarborg, Suóur-Afríku, 9. ágúst. AP. RÚMENSKUR dýralæknir og fjöl- skylda hans syntu nú nýlega frá Mozambique til Suður-Afríku, 15 km leið í úfnum sjó, til þess að sleppa undan ófrelsi kommúnismans. Var frá þessu skýrt í Suður-Afríku í dag. The Johannesburg Star, sem flutti fréttina, sagði, að dýralækn- irinn hefði undirbúið flóttann í fimm ár og tekist að verða sér úti um starf í Mozambique, þar sem marxistar eru við völd. Þegar hann hafði unnið nægilega lengi til að eiga rétt á fríi fór hann með konu sína og tvo syni til borgarinnar Ponta do Oura á strönd Indlands- hafs og þar lagðist öll fjölskyldan til sunds. Fólkið synti með ströndinni, 15 km leið, og var illt í sjóinn allan tímann. Að lokum náði það aðfram- komið inn í Kosi-flóa i Suður- Afríku þar sem sportveiðimenn komu því til hjálpar. Að sögn The Johannesburg Star er von á til- kynningu frá innanríkisráðuneyt- inu um þetta mál. brosiano-banka, látinn í London, en dauðdagi hans þykir grunsam- legur. Stúkan starfaði ólöglega og gróf undan stjórnvöldum. Þegar upp komst um starfsemi stúkunn- ar varð það stjórn Arnaldo For- lanis að falli. Bettino Craxi forsætisráðherra sagði að flótti Gellis úr fangelsinu í Sviss færði heim sanninn um það, að „stórmeistarinn" hefði um sig net öflugra vina. Veöur víða um heim Akureyri 8 alskýjaó Amsterdam 25 skýjaó Aþana 33 heiðskirt Barcelona 27 hálfskýjað Berlin 27 heiðskírt BrUssei 28 heiðskýrt Chicago 26 rigning Deií 35 skýjað Frankfurt 29 heiðskírt Genf 28 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Hong Kong 33 heiðskírt Jerúsalem 26 skýjað Jóhannesarborg 11 heiðskfrt Kaupmannahöfn 28 heiðskírt Kairó 33 heiðskírt Lissabon 25 skýjað London 25 skýjað Los Angeles 34 skýjað Madríd 30 skýjað Malaga 30 heiðskfrt Miami 30 rigning Moskva 24 heiðskfrt New York 31 heiðskírt Osló 26 heiðskírt París 26 skýjað Pekíng 31 heiðskírt flio de Janeiro 26 heiðskfrt Róm 32 heíðskfrt San Francisko 25 heiðskfrt Stokkhólmur 29 heíðskfrt Tel Aviv 29 heiðskírt Tókíó 35 heiðskírt Vancouver 24 skýjað Vín 29 heiðskfrt Þórshöfn 12 súld Kólombó, 10. ágúst. AP. TILKYNNT var af opinberri hálfu í dag að 350 manns hefðu týnt lífi í átökum á eynni að undanfömu, eða fleiri en í fyrstu var talið, en hins vegar var neitað fullyrðingum heims- kirkjuráðsins um að um eitt þúsund tamílar hefðu fallið í átökunum. Talsmaður stjórnarinnar sagði að í tölunni væru „316 sakleysingj- ar“, flestir þeirra tamílar, sem menn úr röðum sínhala hefðu ráð- ið af dögum í átökum og uppþot- um, sem stóðu vikulangt. Hinir væru þjófar og skemmdarverka- menn úr röðum sínhala. Ofbeldisátök brutust út í kjölfar árása hryðjuverkamanna úr röð- um tamíla á stjórnarhermenn í borginni Jaffna á norðurhluta eyj- arinnar 23. júlí sl. Heimskirkjuráðið hélt því fram að eitt þúsund tamílar hefðu verið ráðnir af dögum í hafnarborginni Trincomalee á norðausturhlutan- um, en því hafa yfirvöld á Sri Lanka vísað á bug. Útgöngubann er enn í gildi, þótt 10 dagar séu frá því að mannvíg var unnið. Hermt er að allt sé með kyrrum kjörum, en ráðamenn hafa áhyggjur af aðgerðum tamíla í ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta Indlands. London, 10. ágúrt. AP. FJÓRIR grænfrióungar, búnir kaf- arabúningi, stukku í gær í veg fyrir flutningaskip og neyddu það til að tefja um stund, en það var á leið í Norðursjó raeð baneitruð úrgangs- efni. Talsmaður grænfriðunga sagði í dag, að atburðurinn hefði átt sér stað um 10 km undan Helgolandi, en þar hefði skip þeirra, Sirius, siglt fram á flutningaskipið, sem heitir Titan. Var það að flytja tit- Indira Gandhi átti í dag viðræð- ur við sérlegan sendimann Jayew- ardene forseta Sri Lanka, bróður hans, í Delhí í dag vegna átakanna á eynni. Var ekkert skýrt frá því sem þeim fór á milli, en viðræð- urnar sagðar „árangursríkar". anium dioxide og átti að kasta því í Norðursjóinn. Þegar áhöfnin á Titan sá grænfriðungana stökkva í sjóinn var reynt að stöðva skipið, en það tókst ekki og öslaði því skipið sjó- inn yfir mennina, en þó án þess að nokkur meiddist. Skipstjóranum varð hins vegar svo mikið um að hann sneri stafni til lands og hélt aftur til hafnar. London: Hindruðu losun úrgangsefna B-727 í notkun allt til aldamóta Boeing-flugvélaverksmiðjurnar hafa tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu einhverrar vinsælustu farþegaþotu heims, 727-flugvélar- innar, vegna minnkandi sölu. Pantanir hafa ekki borist lengi í þessa þotutegund. Sú fyrsta flaug 1963, en þegar framleiðslu lýkur á næsta ári verða þær orðnar 1.832. Alls hafa 1.817 verið smíðaðar og eru flestar þeirra enn fljúgandi og búist við að þær verði í notkun hjá flugfélögum um heim allan langt fram á næsta áratug. Flugfélag Is- lands keypti á sínum tíma tvær Boeing-727 þotur 1967 og ’68, og sú þriðja bættist við er Flugleiðir fengu eina vorið 1980. Eru þær all- ar enn starfræktar. Boeing tóku ákvörðun um að hefja smíði hinnar meðaldrægu farþegaþotu í desember 1960 og sú fyrsta flaug 1963 eða fyrir 20 árum. Ýmsir flugmenn urðu til að kalla þotuna flugvélina með hreyflana á röngum stað, þar sem hingað til áttu menn því að venjast að hreyflarnir væru und- ir vængjunum, en ekki á stélinu. Þessi þotutegund olli þátta- skilum og ruddi þotum nýja braut, m.a. þar serp hún notaði styttri brautir en þær sem fyrir voru, var með eigin landgöngu- stiga og rafstöð. Þurfti því minna umstang á ýmsum flug- völlum, þar sem hún leysti aðrar flugvélategundir af hólmi. Að sögn Boeing-flugvélaverk- smiðjanna hafa 727-þoturnar flutt 2,2 milljarða farþega frá byrjun. Fyrstu afbrigðin, 727- 100, fluttu 125 farþega, en síðan hefur verið teygt úr þeim, og sú lengsta, 727-200A, ber 189 far- þega. Síðasta farþegaþotan af þessari gerð var afhent í apríl sl. til US-Air, en aðeins er eftir að framleiða 15 vöruflutningavélar sem seldar hafa verið smápakka- flugfélaginu Federal Express. Verður smíði þeirrar síðustu lok- ið í ágúst að ári og hún afhent mánuði seinna. Lýkur þá merk- um kapítula í sögu flugsins. Boeing-727 þotan var hag- kvæmari og sparneytnari en aðr- ar í öndverðu, flaug hærra, hrað- ar og ódýrar en þær flugvélar sem hún leysti af hólmi. Hún hefur reynst mjög áreiðanleg og vinnuhestur hinn mesti. Flug- menn hafa sagt hana eins og sportbíl í hópi flugvéla, við- bragðsfljóta og lipra. Hins vegar hafa bæði Boeing-verksmiðjurn- ar og aðr.ir flugvélaframleiðend- ur komið fram með enn hag- kvæmari og sparneytnari þotur, sem nú hafa gert út af við 727-tegundina. Boeing-flugvélaverksmiðjurn- ar búast við að það verði þeirra eigin smíði, Boeing 757, sem leysi 727-þotuna af hólmi. Sú farþegaþota, sem komið hefur næst 727 að vinsældum, er DC-9 þota McDonnell Douglas verk- smiðjanna, en rúmlega 1200 þot- ur af þeirri tegund hafa séð dagsins ljós og enn sér ekki fyrir endann á framleiðslu hennar. Frá því að framleiðsla Boeing-727 þotunnar hófst eru tekjur verksmiðjunnar af henni orðnar í kringum 20 milljarðar dollara. Hefur „faðir" þotunnar, Jack Steiner, sagt að verksmiðj- urnar hafi átt í miklum erfið- leikum í lok sjötta áratugarins vegna kostnaðar við þróun og smíði 707-þotunnar, og flugfélög hafi átt í miklum erfiðleikum. Því hafi verið þörf fyrir minni, meðaldræga þotu, sem þyrfti styttri flugbrautir. Hún hefði þurft að hafa mikla yfirburði yf- ir aðrar flugvélar ef flugið hefði átt að rétta úr kútnum. Söguna þekktu síðan allir. Öryggi Boeing-727 þotunnar hefur þótt mikið, en er þó hvorki meira né minna en annarra þotutegunda. Að meðaltali hefur farist ein fyrir hverja milljón af flugtökum, sem þykir viðunandi. Eitt sögulegasta óhappið, sem 727-þotan átti aðild að, var þeg- ar flugvél frá TWA fór tvær þverveltur í 39 þúsund feta hæð og dýfði síðan stjórnlaus niður í 12 þúsund fet á nokkrum sek- úndum á rúmlega 1.000 kíló- metra hraða, sem er yfir hljóð- hraða í þessari hæð og við það hitastig sem þar er. Flugmenn- irnir náðu um síðir stjórn á þot- unni og lentu henni heilu og höldnu, eins og ekkert hefði í skorist. Er það sagt til marks um góða smíði flugvéla að þotan skyldi ekki hafa brotnað sundur í þessu óhappi vegna þess álags sem þá var á skrokk hennar og vængi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.