Morgunblaðið - 11.08.1983, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
25
fMwgttnlilgifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið.
Fjármál ríkisins
og framkvæmdir
í vegamálum
Aðhald og sparnaður eiga að
vera lykilorð í ríkisfjár-
málum, ekki sízt þegar kreppir
að, þjóðartekjur rýrna, við-
skiptahalli vex og erlendar
skuldir hrannast upp, eins og
hér hefur gerzt sl. þrjú ár. Fjár-
lög eiga ekki einungis að vera
ákvörðun Alþingis um skatt-
heimtu og útgjöld ríkissjóðs,
heldur jafnframt hagstjórnar-
tæki, sem beitt er markvisst í
þágu ákveðinna markmiða í
þjóðarbúskapnum. Hamla þarf
gegn sjálfvirkni í útgjöldum rík-
issjóðs. Árlega þarf að endur-
skoða frá grunni fjárveitingar
til ákveðinna verkefna og stofn-
ana. Bjóða þarf út í mun ríkari
mæli bæði framkvæmdir og
þjónustuverkefni. Draga þarf úr
millifærzlum ríkissjóðs af fram-
lögum til fjárfestingarlána-
sjóða. Færa þarf þau verkefni
sem hagkvæmt er til einkaaðila
og sveitarfélaga.
Það skiptir ekki síður miklu
máli, þegar þröngt er í búi, að
beina takmarkaðri fram-
kvæmdagetu að þeim verkefnum
sem mestan arð gefa. Verkefni,
sem fjölga störfum, auka þjóð-
artekjur og skila stofnkostnaði
aftur.fljótt og örugglega, til
þjóðarbúsins — og til nýrra
framkvæmda — eiga að hafa
forgang.
Ekki er hægt að horfa fram
hjá því, að á sviði vegamála bíða
úrlausnar einar arðbærustu
opinberar framkvæmdir, sem
völ er á, og jafnframt eru efst á
blaði sem félags- og byggðamál.
Vegakerfið er æðakerfi samfé-
lagsins, í vissum skilningi; teng-
ir saman atvinnustarfsemi vítt
um land — og eykur félagsleg og
menningarleg samskipti milli
landshluta og byggða.
Kostnaður við varanlega
vegagerð skilar sér undrafljótt í
minna vegaviðhaldi, minni við-
gerðarkostnaði — og lengri end-
ingu ökutækja — og minni benz-
íneyðslu. Það væri t.d. fróðlegt
að sjá tilgreindar í einni fram-
reiknaðri tölu þær milljónir,
sem ekið hefur verið, í formi
moldar og mulnings, í vegi
landsins sl. 20—30 ár, og fokið
þaðan í þurrviðri eða runnið
burt í regntíð, eftir mis-stutta '
gagnsemi.
Umferðarslys á íslandi eru
talin hafa kostað þjóðarbúið 200
m.kr. árið 1980, reiknað á verð-
lagi dagsins í dag, auk þess
skatts, sem þau tóku í meiðslum,
örkumlum og lífdögum einstakl-
inga. Hægt er með fyrirbyggj-
andi framkvæmdum, sem sumar
hverjar eru ekki fjárfrekar, að
færa þessa slysatíðni í umferð
mikið niður, þar sem slysatíðni
er mest.
Vegamálin eiga að vera for-
gangsverkefni. Ekki er bætandi
á erlend lán þegar eyðsla eða
óarðbærar framkvæmdir eiga í
hlut. Það er hinsvegar vel afsak-
anlegt að taka lán til vegvæð-
ingar landsins, eins og gert var
til rafvæðingar þess. Skattar,
sem teknir eru í margskonar
mynd af umferðinni eiga tví-
mælalaust að renna í mun ríkari
mæli beint til vegafram-
kvæmda.
ísland og
Svíþjóð
Utanríkisviðskiptaráðherra
Svíþjóðar, Mats Hellström,
kom í opinbera heimsókn til ís-
lands í gær í boði Matthíasar Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra.
Samskipti íslands og Svíþjóðar
hafa lengi verið mikil, bæði
menningarleg og viðskiptaleg,
og fjölþætt samstarf Norður-
landa á vegum Norðurlandaráðs
hefur undantekningarlítið verið
gagnlegt — og raunar vísbend-
ing um æskilegt form á sam-
starfi þjóða heims. Svíar hafa
að vísu kosið að fara aðra leið til
að tryggja varnaröryggi sitt en
Danir, Norðmenn og íslend-
ingar, sem eru aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu. Þeir hafa
byggt upp sterkar eigin her-
varnir, hergagnaiðnað og varn-
arstöðu. Á öðrum samskipta-
sviðum hafa Norðurlöndin verið
samstiga.
Á viðskiptasviði hefur þó hall-
að á Norðurlöndin, Danmörk,
Finnland, Noreg og Svíþjóð, í
viðskiptum við Islendinga. Þeir
hafa keypt mun minna af ís-
lenzkri framleiðslu en íslend-
ingar af þeirra. Á sl. ári fluttum
við inn vörur frá þessum lönd-
um fyrir 3.242 m.kr., á verðlagi
þess árs, en seldum þangað fyrir
459 m.kr. Árið 1982 keyptum við
vörur frá Svíþjóð fyrir 963 m.kr,
á verðlagi þess árs, en seldum
þangað fyrir 118 m.kr. Á fyrri
helmingi líðandi árs keyptum
við vörur frá Svíþjóð fyrir 779
m.kr. en seldum þangað fyrir
138 m.kr.
íslendingar fagna heimsókn
utanríkisviðskiptaráðherra Sví-
þjóðar og vonast til þess, að slík-
ar heimsóknir hafi einhvern
raunverulegan tilgang. Þeir
vilja gjarnan stuðla að sem
mestu og beztu samstarfi
bræðraþjóðanna á Norðurlönd-
um. En þeir minna á að verzlun-
arviðskipti milli. landanna
mættu gjarnan þokast nær jöfn-
uði en nú er.
Votviðri hamlar heyskap:
„Alvarlegt ástand
er víða um land“
— segir búnaðarmálastjóri
„ÁSTANDIÐ er víða á landinu
orðið mjög alvarlegt og hafa verið
óþurrkar bæði á Suður- og Vestur-
landi og allt norður á Strandir,“
sagði Jónas Jónsson, búnaðar-
málastjóri í samtali við Mbl., en
langvarandi kuldar og votviðri hef-
ur gert bændum erfitt fyrir við hey-
skap á mörgum stöðum á landinu.
Jónas kvað það misjafnt eftir
bæjum, hvað heyskapur væri
langt kominn, en vegna þess hve
voraði seint og hvað sumarið
hefur verið kalt, þá gengi víðast
hvar erfiðlega að heyja. Á Vest-
urlandi hefur verið samfellt
votviðri, að sögn Jónasar, og á
Ströndum væri jafnvel ekki
hægt að láta í vothey. Tún væru
víða ófær með öllu, um þessar
mundir, og sagði Jónas að það
tæki nokkra daga fyrir túnin að
jafna sig áður en hægt væri að
hugsa um slátt. Jónas sagðist þó
vona að ástandið færi að batna
og reiknaði hann með því að það
þyrfti um hálfs mánaðar sam-
felldan þurrk, til að bændur
næðu að bjarga megninu af heyi
í hús.
Jónas taldi þó ekki eins alvar-
legt ástand fyrir norðan og aust-
an, og vonandi færi veðrið að
batna annars staðar á landinu.
Hann sagði þó að ljóst væri að
fóðurgildi heysins hefði skaðast
og héldi fram sem horfði gæti
orðið eitthvað um niðurskurð á
fé í haust.
Hraðfrystihús SH:
8% framleiðsluaukning
fyrstu 7 mánuði ársins
FRAMLEIÐSLA frystihúsa innan
Sölumiðstöðvar hraþfrystihús-
anna fyrstu 7 mánuði þessa árs
var 8% meiri á hliðstæðu tímabili
í fyrra. Útflutningur þetta sama
tímabil var um 30.000 lestir.
Aukninguna má meðal annars
rekja til þess, að skreiðarfram-
leiðsla hefur nær alveg stöðvast
og saltfiskframleiðsla dregizt
saman.
Heildarframleiðslan þessa
mánuði varð 55.703 smálestir og
hefur orðið aukning í öllum
helztu framleiðslugreinunum.
Þá veldur það frystihúsunum
nokkrum vandræðum hve mikl-
ar birgðir af karfa þau sitja nú
uppi með vegna aukinnar veiði
og vinnslu svo og sölutregðu.
Þessa 7 fyrstu mánuði ársins
nam framleiðsla frystra þorsk-
afurða 17.340 lestum, sem er
13% aukning miðað við sama
tímabil í fyrra, af ýsu voru
framleiddar 7.298 lestir, sem er
4% aukning, af karfa 13.099
lestir, aukning 4%, af humri 366
lestir, aukning 35% og af ufsa
5.666 lestir, aukning 23%.
Rás gerð í veginn í Norðurárdal til að hleypa fram vatni, sem lónaði ofan við hann.
Morpinbl«*ií/ Gudjón.
Vegaskemmdir í Borgarfirði
VEGIR landsins fengu að kenna á
úrhellisnautn veðurguðanna fyrr f
vikunni, sem og íbúar þess, og hafði
Mbl. samband við Vegaeftirlit ríkis-
ins varðandi ástand vega eftir þessar
miklu rigningar.
Hjá Vegaeftirlitinu fékk Mbl.
þær upplýsingar að ástand vega
væri víðast gott, þrátt fyrir úr-
hellið sem gerði í vikunni, en þó
hefðu vegir í Borgarfirði orðið
einna verst úti. Ekki hafði Vega-
eftirlitið frétt af vegaskemmdum
annars staðar á landinu.
Að sögn Braga Jóhannssonar,
hjá Vegagerðinni í Borgarnesi,
urðu nokkrar skemmdir á vegum í
Borgarfirði, en allir væru þeir þó
færir bílum. Hann sagði að þegar
væri byrjað að fylla upp í holur
sem mynduðust á vegunum eftir
rigningarnar, og þeir væru komnir
á fullt að hefla. Taldi Bragi vegi
um Borgarfjörðinn orðna góða um
helgina.
Ellert Schram um lög um dómvexti:
Miður að lögin
hafa ekki náð
fram að
ÞANN 30. maí 1979 gengu í gildi lög
nr. 56 um dómvexti. Þar segir m.a:
„Dómari skal í dómi ákveöa eftir
kröfu aðila, að dæmdir vextir fyrir
tímabilið frá birtingardegi stefnu til
greiðsludags skuli vera jafn háir
hæstu innlánsvöxtum við innláns-
stofnanir eins og þeir eru ákveðnir
samkvæmt lögum á hverjum tíma,
þannig að sem fyllst tillit sé tekið til
varðveizlu á verðgildi fjármagns."
Svo sem skýrt var frá í Mbl. í gær,
hafnaði gerðardómur kröfum Magn-
úsar Leopoldssonar um greiðslu
vaxtavaxta á skaðabætur, sem hon-
um voru dæmdar fyrir að sitja að
ósekju 105 daga í gæzluvarðhaldi í
Geirfinnsmálinu svokallaða.
Lög nr. 56/1979 voru beinlínis
sett til þess að tryggja, að fjár-
hæðir sem mönnum eru dæmdar,
rýrnuðu ekki í verðbólgu. Flutn-
ingsmaður laganna um dómvexti
var Ellert B. Schram, alþingis-
maður. Mbl. sneri sér til Ellerts til
þess að fá álit hans á umræddu
máli.
„Ég flutti frumvarp til laga um
dómvexti — það er að dómkröfur
yrðu verðtryggðar þannig að van-
skilamenn og þeir, sem ber að
greiða bætur samkvæmt dómum,
hagnist ekki á þeim mikla drætti
sem jafnan hlýst af málarekstri.
Að menn sjái sér ekki hag i því að
draga að greiða réttmætar kröfur
vegna óðaverðbólgu.
Eg gat ekki heyrt annað en að
ganga
menn teldu þetta réttlætismál,-
bæði innan þings og utan — ekki
síst dómarar og lögfræðingar.
Þess vegna finnst mér miður, að
lögin hafa ekki komið til fram-
kvæmda eins og fyrir okkur vakti
á sínum tíma. Það á við mál
Magnúsar Leopoldssonar eins og
önnur mál, sem rekin eru fyrir
dómstólunum.
Ég vil ekki leggja mat á gerðar-
dóminn sem slikan. En mér finnst
að efnislega og siðferðilega beri
Magnúsi, eins og öllum öðrum, að
fá réttmæta vexti greidda á þá
fjárhæð, sem honum var dæmd
fyrir að sitja að ósekju í gæzlu-
varðhaldi," sagði Ellert B.
Schram.
Veðrið í
gær og í dag
í GÆR VAR víðast hvar hægviðri á
landinu, en yfirleitt sólarlaust. Þurrt
var um mest allt land og sólskin í
Skaftafellssýslum. Hæst komst hit-
inn í 17 stig á Kirkjubæjarklaustri,
en var 9 stig í Revkjavík og 8 á
Akureyri.
Spáin fyrir daginn í dag er svip-
uð, en þó verða smáskúrir á Vest-
urlandi, en þurrt að kalla viðast
annars staðar.
Norræna umferðarslysaþingið:
Brýnt að skipa neftid sem
kanni orsakir umferðarslysa
— sagði Hjördfs Þorsteinsdóttir í ávarpi
Þingi umferðarslysalækna var
áfram haldiö á þriðjudaginn að Hót-
el Esju. Kins og áður hefur komið
fram var félag umferðarslysalækna
stofnað í mars á þessu ári og eiga
aðild að því ýmis félög innan heil-
brigðisþjónustunnar og þeirra sem
að umferðarmálum starfa.
Á þriðjudag mætti hópur hafn-
firskra kvenna sem allar hafa
misst barn í umferðarslysi. Fyrir
þeirra hönd flutti Hjördís Þor-
steinsdóttir stutt ávarp þar sem
hún kom inn á það hversu hörmu-
legt það væri að missa hraust og
heilbrigð börn, full starfsorku og
lífsgleði í umferðarslysum. Hún
gat þess einnig að hér á landi væri
engin starfandi nefnd eða hópur
sem hefði það verkefni að rann-
saka sérstaklega hinar raunveru-
legu orsakir umferðarslysa eins og
til væri nefnd er starfaði að rann-
sókn sjóslysa. Taldi hún það vera
ákaflega brýnt að íslensk stjórn-
völd skipuðu nefnd er gæti til hlít-
ar kannað orsakir umferðarslysa.
Ólafur ólafsson, landlæknir og
formaður Umferðarlæknisfræði-
slysafélags íslands, sagði í samtali
við Mbl. að Hótel Esju í gær, að
lögreglan kannaði öll umferðar-
slys og gerði um þau skýrslu.
Hann sagði að nú þegar væri á
vegum landlæknisembættisins
farið að vinna að könnunum á
slysavöldum í umferð. Byrjað
hefði verið á því að kanna hvað
helst orsakaði slys á gangandi
vegfarendum og einnig hverjir
væru helstu orsakir vél- og reið-
hjóiaslysa. Þá sagði ólafur að
landlæknisembættið hefði látið
kanna helstu orsakir slysa í bif-
reiðum og það stæði til að láta
rannsaka það enn frekar og þá
með aðstoð Umferðarlæknisfræði-
slysafélagsins. Hann sagðist
fagna þessu framlagi hafnfirsku
kvennanna og sagði að öll aðstoð
yrði vel þegin. Ólafur sagði að lok-
um að allar þessar kannanir hefðu
verið gerðar í samvinnu við lög-
regluna og benti hann á að það
væri mjög mikilvægt að hafa gott
samscarf við hana við gerð kann-
ana sem þessara.
Meðal þess sem var á dagskrá
þingsins á þriðjudaginn var erindi
Guðrúnar R. Briem, þjóðfélags-
fræðings, um niðurstöður könnun-
ar sem hún gerði á þeim slysum
sem lögreglan í Reykjavík skráði á
árunum 1981 og 1982, þar sem
gangandi vegfarendur áttu í hlut.
Það kom fram í erindi Guðrúnar
að á þessum árum hefðu 240 slas-
ast í umferðaróhöppum og sjö lát-
ið lífið. Helmingur hinna slösuðu
var yngri en 20 ára og nær helm-
ingur ökumanna sem áttu þátt í
slysunum var undir 25 ára aldri.
Þrjú af hverjum fjórum slysum á
gangandi vegfarendum áttu sér
stað á akbraut en sjötta hvert slys
átti sér stað á gangbraut. I
gangbrautarslysum áttu börn
mun sjaldnar hlut að máli en hinir
fullorðnu.
Þá sagði Guðrún í erindi sínu að
Þessar myndir voru meðal þeirra sem Ferlinefnd fatlaðra sýndi á þinginu á þriðjudag.
Fyrir utan Þjóðleikhúsið hefur verið sneitt úr kanti gangstéttarinnar þar sem gangbraut er
yfir á hina gangstéttina. Eins og sjá má hefur ekki verið sneitt úr yfir alla gangstéttarbrún-
ina þangað sem gangbrautin nær. Eins hefur ekki verið gert ráð fyrir því að einstaklingur
í hjólastól þurfi að komast upp á gangstéttina hinum megin.
aðalorsök slysa á gangandi veg-
farendum væri aðallega aðgæslu-
leysi hinna gangandi, ökumann-
anna eða beggja aðila. Það kom
einnig fram í máli hennar að rúm
32% allra þeirra fullorðnu gang-
andi vegfarenda sem hefðu slasast
á þessu tímabili hefðu verið talin
undir áhrifum áfengis, en það er
ekki vitað með vissu því þeim var
ekki tekið blóð.
Á blaðamannafundi, sem haldin
var á mánudaginn, kom fram hjá
landlækni, að á meðan við íslend-
ingar værum að brýna fyrir fólki
bílbeltanotkun í framsætum bif-
reiða væru hinar Norðurlanda-
þjóðirnar að brýna fyrir fólki að
auka bílbeltanotkun í aftursæti. Á
þinginu á þriðjudag flutti svo
Inggard Lereim, frá Héraðs-
sjúkrahúsinu í Þrándheimi, erindi
um umferðarslys þar sem börn,
sem væru farþegar í bifreið slös-
uðust. Kom þar fram að í könnun
sem gerð var, að börn sem hefðu
Norræna umferðarslysaþingið:
Til að stuðla að fækkun
umferðarslysa þarf sam-
eiginlegt átak margra
Skammt frá Æfinga- og tilraunadeildinni er hins vegar þennan aðbúnað að
finna við inngang kirkju Óháða safnaðarins.
Þessar tröppur liggja að tveimur úti-
dyrum Æfinga- og tilraunadeildar
Kennaraháskóla íslands. Lftið gagn
er að handriðum þeim sem meðfram
tröppunum eru, en þau hvorki ná
alla leið niður á jafnsléttu né er gott
hald í þeim fyrir fatlaða.
notað bílbelti þegar óhappið bar
að höndum hefðu sloppið mun bet-
ur en þau sem ekki notuðu örygg-
isbelti. Kom einnig fram í erind-
inu að miklum meirihluta barn-
anna hefði mátt forða frá meiðsl-
um hefðu þau verið í bílbelti. Ein-
ungis 8% barnanna voru í örygg-
isbelti og slösuðust um 20%
þeirra. Hins vegar slösuðust um 90
þeirra 92 sem ekki voru í bílbelt-
um. Svipaðar niðurstöður hafa
einnig fengist í könnunum sem
gerðar hafa verið í Danmörku og
Svíþjóð og eins og sjá má á þess-
um niðurstðum virðist sem bíl-
beltin séu hið mesta þarfaþing.
Á þinginu á þriðjudag var einn-
ig haldin litskyggnusýning á veg-
um Ferlinefndar fatlaðra. Bar
sýningin yfirskriftina Ferð fatlaðs
manns í gegnum Reykjavík. Voru
sýndar litskyggnur víðs vegar úr
Reykjavík og mátti á þeim sjá að
víða er pottur brotinn hvað varðar
að hjálpa fötluðu fólki að komast
leiðar sinnar.
NORRÆNA umferðarslysaþinginu
lauk í gær að Hótel Esju. Þingið
sóttu rúmlega 200 fulltrúar frá Norð-
urlöndunum, 150 héðan frá íslandi
og rúmlega 50 frá hinum Norður-
löndunum.
Tryggvi Jakobsson hjá Umferðar-
ráði sagði, að sér hefði komið einna
mest á óvart hversu góðir íslensku
fyrirlestrarnir voru um þær kannan-
ir sem hér hafa verið gerðar á um-
ferðarslysum. Hann sagði einnig, að
einn erlendi þátttakandinn hefði
haft orð á því hve undirbúningur alls
hefði verið góður og fyrirlestrarnir
einnig. Kvaðst sá maður ekki hafa
átt von á miklu á þessum vettvangi
frá eyþjóðinni á íslandi.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var í gær að loknu þinginu
kom fram að það stæði til að gefa
út bók með þeim fyrirlestrum sem
haldnir voru en þeir voru alls
rúmlega 40 og tæplega helmingur
þeirra frá íslandi.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði, að meðal þess sem rætt var
á þinginu hefði verið að samræma
kröfur á Norðurlöndunum til
þeirra sem taka ökupróf. Kom
fram hjá honum að hér á íslandi
hefðu fram að þessu verið gerðar
minni kröfur til þeirra sem fengju
ökuréttindi en á hinum Norður-
löndunum.
Einnig var rætt um hámark
leyfilegs áféngismagns í blóði öku-
manna og hvort ekki væri athug-
andi að fá það magn lækkað sem
leyfilegt er.
Ólafur sagði, að þeir sem að
þessu þingi stæðu, litu á umferð-
arslys sem sjúkdóm sem ekki væri
hægt að lækna með bólusetningu
eða lyfjagjöf. Til þess að hefta út-
breiðslu hans þyrfti að koma
fleira til en framlag lækna, það
þyrfti að koma til sameiginlegs
framlags allra þeirra sem í um-
ferðinni eru og að umferðarmálum
vinna. Sagði hann að til þess að
bæta umferðarmenninguna þyrfti
að auka fræðslu og þá jafnt í skól-
um og á almennum vettvangi.
ólafur sagði, að komið hefði
fram almenn ánægja með þingið
og það hefði verið margt sem hægt
var að læra af hinum þjóðunum.
Hann sagði, að það hefði einnig
verið eftirtektarvert hvað ráð-
stefnugestir voru þaulsetnir á
fyrirlestrunum sem benti til þess
að það sem fyrirlesarar höfðu
fram að færa hefði verið athygl-
isvert. Ólafur sagði, að fyrirhugað
væri að hittast aftur á ráðstefnu
sem þessari að tveimur árum liðn-
um, en þá í einhverju öðru landi.
Þetta var í annað sinn sem Norð-
urlöndin halda ráðstefnu sem
þessa, en sú fyrri var fyrir tveim-
ur árum. Sagði Ólafur að lokum að
það hefði jafnvel komið til um-
ræðu að hittast árlega.