Morgunblaðið - 11.08.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
35
„Brýnt að hrossum
verði fækkað um allt
að helming sem fyrst“
— segir Andrés Arnalds, gróðureftirlitsmaöur Landgræðslu ríkisins
„ÉG HEF verið á skoðunarferðum
um landið til að aðstoða bændur
og gróðurvarnarnefndir við
ákvörðun upprekstrartíma búfén-
aðar í afréttir. I framhaldi af
þessum ferðum og eftir því sem ég
hef fregnað annars staðar virðist
mér sem gróður á hálendi landsins
sé allt að þrem til fjórum vikum á
eftir því sem gerist í meðalári,"
sagði Andrés Arnalds, gróðureft-
irlitsmaður Landgræðslu ríkisins,
þegar Mbl. innti hann eftir
ástandi gróðursins á hálendi
landsins eftir þá ótíð sem hér hef-
ur verið undanfarið.
„Þetta er 5. harða árið sem kem-
ur í röð og þetta versnandi árferði
sem hófst 1979 leiðir til þess að
gróður er víða á undanhaldi. Ég
tel að beitarþol landsins nú sé um
30—50% minna en það var fyrir
þann tíma.
Þetta leiðir til þess að á mörg-
um afréttum er hrikaleg ofbeit en
slíkt er líka að finna víða í heima-
löndum. Ástand gróðurs hefur lík-
lega ekki verið svona slæmt í
marga áratugi og það er greini-
lega mörg hnignunarmerki að sjá
á mörgum þeim svæðum sem voru
talin vera í góðu ástandi til
skamms tíma.
Til dæmis heyrði ég það frá
manni sem hafði farið inn á Mið-
fjarðarafrétt á hverju ári um 40
ára skeið að hann hefði ekki fyrr
séð afréttinn jafn gróðurlausan og
nú.
Mér sýnist að miðað við þetta
harða árferði sem verið hefur und-
anfarin ár vanti allmikið uppá að
nægur gróður sé fyrir hendi fyrir
það sauðfé og hross sem nú eru í
högum landsins. Það hefur reynd-
ar mikið áunnist við að koma betri
stjórnun á beitarmálin en náttúr-
an hefur hins vegar unnið illilega
á móti okkur með þessari árferð-
issveiflu sem ekki er enn séð fyrir
endann á. Ástand gróðurs er víða
orðið svo veikt að það tæki mörg
ár að komast í samt lag aftur þótt
batnaði í ári.
Ef þarf að fækka búfé vegna
minnkandi beitarþols landsins þá
sýnist mér að eðlilegra sé að reyna
að fækka hrossum en sauðfé sé lit-
ið á málið með tilliti til gróður-
verndarsjónarmiða. Hrossin eru
miklu hættulegri beitigripir.
Hrossin geta gengið miklu nær
gróðri en sauðfé og þau fara verr
með land.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt
fram á skaðsemi hrossabeitarinn-
ar en einnig má þetta vera hverj-
um þeim ljóst sem ekur um þjóð-
vegi landsins og horfir á hrossa-
girðingar á leið sinni.
Hrossum hefur fjölgað mjög f
landinu undanfarin ár og hafa þau
aldrei verið jafn mörg og nú. Á
tímabilinu 1970—1983 fjölgaði
hrossum úr 34.000 í 54.000 eða um
20.000. Fyrir 1970 sveifiaðist
hrossafjöldinn um langt bil í
kringum 30.000.
Hross og sauðfé hafa mjög svip-
Andrés Arnalds, gróðureftirlitsmað-
ur Landgræðslu ríkisins.
að plöntuval og lenda því í harðri
samkeppni um besta landið og
bestu plönturnar þar sem þeim er
beitt saman. Þessi harða sam-
keppni sem hrossin veita sauðfénu
um takmarkaðan gróður var sér-
staklega áberandi f vor. Hrossin
höfðu víða nagað heimalönd alveg
niður í rót í vetur og hirtu svo
gróðurnálina jafnóðum og hún
kom upp. Hið mikla álag sem af
þessu hlaust hefur orðið til þess að
seinka sprettu í úthaga verulega.
Einnig varð þetta til þess að
bændur losnuðu seinna við fé af
túnum en eðlilegt hefði verið.
Þetta leiðir svo aftur til þess að
slætti seinkar og það dregur úr
heyuppskeru auk þess sem dregur
úr vaxtarhraða sauðfjár þar sem
beitt er á ónógan gróður.
Þessi óhóflegi fjöldi hrossa í
landinu verður til þess að draga
stórlega úr arði í hrossaræktinni.
Þar sem hross eru ræktuð til kjöt-
framleiðslu eins og víða á Norð-
vesturlandi leiðir ofbeitin sem af
þessum hrossafjölda hlýst til þess
að fallþungi folalda verður óeðli-
lega lítill.
Þar sem rúmt er í högum er
fallþungi oftast á bilinu 90—100
kíló en nú virðist hann vera um 20
kílóum minni en hann var fyrir 15
árum.
Hið mikla beitarálag leiðir
einnig til minni frjósemi og
þroska folalda og trippa. Hrossin
taka jafnmikið fóður í úthaga og
afréttum eins og allt sauðfé í land-
inu en það er nú um 750 þúsund
talsins. Þetta er ansi hár tollur
sem hrossin taka af takmörkuðum
gróðri og það er fróðlegt að bera
saman arðsemi þessara tveggja
búgreina.
Staðreyndin er að sauðféð skilar
38% af heildarverðmæti búvöru-
framleiðslunnar er hrossin ekki
nema um 1,5% heildarframleiðsl-
unnar. Sauðféð skilar því um 25
sinnum meira en hrossin.
Verulegrar offramleiðslu gætir
að vfsu f háðum búgreinum og þá
ekki síður í hrossaræktinni en í
sauðfjárræktinni.
Ég held að óhætt sé að segja að
róttækra aðgerða sé þörf ef ekki
eiga að verð stórfelldar gróður-
skemmdir í kjölfar hnignandi ár-
ferðis. Það er alveg ljóst að fjöldi
hrossa í landinu er kominn upp
fyrir öll skynsamleg mörk og þá
ekki síður í ljósi hagfræði en gróð-
urverndar. Eg tel í rauninni ákaf-
lega brýnt að hrossum verði fækk-
að um allt að helming sem fyrst og
að sem mest af þeirri fækkun gæti
orðið í haust. Hugmyndir um að-
gerðir til fækkunar hrossa eru nú
til umræðu hjá Landgræðslu rík-
isins og Búnaðarfélagi íslands.
Ég tel þessa fækkun vera nauð-
synlega ef á að viðhalda gróðri
landsins og sú fækkun er ekki síst
bændunum sjálfum í hag,“ sagði
Andrés Arnalds, góðureftirlits-
maður, að lokum.
Vinstra megin girðingarinnar er land, sem hefur verið ræktað, en hægra
megin er land sem ekki hefur verið hlúð að. Þegar hafist var handa við þessa
uppgræðslu var jafnmikill gróður báðum megin, en hægra megin fékk bú-
fénaður að ganga um óáreittur.
GHLRNT
STATION
Verö frá kr. 325.700
(Qangi 5.8. ’83)
Paó borgar sig
Viö eigum óseld 2 Camper-hús, svipuö myndinni og
bjóöum 10—20% afslátt (eftir greiösluskilmálum).
Einnig óseldir 2 Camp-let-tjaldvagnar og innrétt-
ingar i sendibila.
Gísli Jónsson & Co hf.
Sundaborg 41. Sími 86644.
Blaöburöarfólk
óskast!
Austurbær
Bergstaöastræti
Sigtún
Austurgeröi
Efstasund 2—59
Vesturbær
Fálkagata
Boðagrandi
Frostaskjól
Seilugrandi
Hringbraut II