Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Minning: Guðmundur Skarp- héðinn Kristjánsson Fæddur 26. júlí 1914. Dáinn 30. júlí 1983. „Skjótt hefur sól brugðið sumri." Þessi upphafsorð á eftir- mælum Jónasar Hallgrímssonar eftir Bjarna Thorarensen komu upp í huga minn er ég stóð við dánarbeð Guðmundar Kristjáns- sonar. Vinur minn og mágur var lát- inn, því varð ekki haggað. Hann, sem fyrir örfáum mínútum hafði verið kátur og hress að tala við fjölskyldu sína, var nú allur. Jafnan er það svo þegar maður horfir á eftir góðum vini burt af þessum heimi, að það er eins og strengur taki að syngja í brjósti manns, sem ósjálfrátt leiðir hug- ann til liðinna samverustunda með hinum látna. Þannig fór með mig þennan júlídag. Ég fann að hér var góður maður genginn og að minningarnar myndu framveg- is tala máli hins látna. Guðmundur Skarphéðinn Kristjánsson var fæddur 26. júlí 1914 á Grund í Vatnsleysu- strandarhreppi. Foreldrar hans voru Kristján Hannesson og Þór- dís Símonardóttir, hún er á lífi, háöldruð. Guðmundur ólst upp á heimili foreldra sinna, fyrst á Grund og síðar í Suðurkoti á Vatnsleysu- strönd. Hann var næstelstur af átta systkinum, sem öll ólust upp saman. Af þessum systkinahópi eru nú sex á lífi, einn bróðir þeirra dó af slysförum á unga aldri. Á Vatnsleysuströnd eru flestar jarðir litlar og erfitt með ræktun. Þannig var með Suðurkotið þar sem þessi barnahópur ólst upp, að- eins fáar kindur og kannski kú til að hafa mjólk fyrir heimilið. Það var því sjórinn, sem veitti björg í bú, eins og víða annarsstaðar, en það þurfti mikið að vinna í þá daga til þess aðeins að hafa í sig og á. Guðmundur þurfti því ungur að byrja að vinna, var það jöfnum höndum við almenn landbúnað- arstörf, eða við þann fiskafla, sem úr sjó var dreginn. Má því segja að hann hafi strax í æsku lært að vinna til sjávar og sveita. Guðmundur var ágætlega vel gefinn, ekki var þó um skólalær- dóm að ræða hjá honum, fremur en mörgum öðrum vel gefnum mönnum á þeim árum, en verk- kunnáttu öðlaðist hann mikla á lífsleiðinni. Engum manni hef ég kynnst eða unnið með, sem mér hefur fundist jafn verklaginn til allra verka og Guðmundur var, sama hvort var við flökun á fiski, beitingu, vélaviðgerðir, bífreiða- akstur, vinnu með stórvirkum vél- um, eða maður tók í orfið hans þegar hann var að slá, þá var eins og ljánum væri brugðið í vatn. Allt var þetta unnið með einstakri lipurð og ljúfmennsku, sem ein- kenndi störf Guðmundar alla tíð. Þjösnaskapur eða bolabrögð voru ekki til í fari hans. Slíka menn sem Guðmund tel ég nýtustu menn þjóðarinnar. Guðmundur kvæntist 4. október 1941 Olafíu Guðmundsdóttur frá Böðmóðsstöðum í Laugardal. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru: Inga Karólína fóstra, gift Bjarna Guð- mundssyni, bólstrara. Þau eiga þrjú börn. Þórdís Kristín löggiltur endurskoðandi, Pálmar trésmiður, kvæntur Erlu Rannveigu Gunn- laugsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Guðmundur og Lóa áttu heima fyrstu þrjú búskaparárin í Hafn- arfirði. Þar stundaði hann vöru- bílaakstur á bíl, sem þau áttu. Frá Hafnarfirði fluttu þau suður í Voga í sitt eigið hús, sem þau nefndu Grund. Þar voru þau í 13 ár. Lengst af vann Guðmundur í frystihúsinu við flest þau störf er til féllu, um tíma var hann á verk- stæði í bílaviðgerðum o.fl. Einnig rak hann verzlun í Vogunum í nokkur ár ásamt öðrum manni. Árið 1958 selja Guðmundur og Lóa Grund og flytja til Reykjavík- ur, fyrstu þrjú árin eru þau i Gnoðarvogi 50, en flytja þaðan í sína eigin íbúð að Stóragerði 12 og hafa átt þar heima síðan. Þegar Guðmundur kom til Reykjavíkur hóf hann störf hjá Gunnari Guðmundssyni hf., fyrst á vél við malarmokstur, en að lok- um á verkstæði fyrirtækisins. Snemma á árinu 1982 varð hann að hætta störfum sakir heilsu- brests. Eins og gefur að skilja var það Guðmundi mikið áfall að þurfa svo snögglega að hætta vinnu, en aldrei heyrði ég hann æðrast yfir því fremur en öðru. Það er þeim sem aldrei hefur fall- ið verk úr hendi eins og Guðmundi mikil raun. Marga menn hef ég hitt, bæði vinnufélaga og einnig vinnuveitendur Guðmundar, allir bera þeir honum sama vitnisburð. Ágætur verkmaður, snyrti- mennska og stundvísi einstök, hreinlyndur og skemmtilegur fé- lagi, sem hugsaði ætíð fyrst og fremst um það að skila dagsverki sínu sem bestu. Hann hefur vaxið með hverju því verkefni, sem hon- um var falið. Mest virtur af þeim, sem hann þekktu best. Fyrir ævi sinnar starf hefur hann hlotið sín sigurlaun. Slík er góðs manns gæfa. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Þessar ljóðlínur eftir Davíð Stefánsson finnst mér falla vel inn í þá mynd, sem ég hef af Guð- mundi í faðmi sinnar fjölskyldu, allt frá fyrsta degi til dagsins í dag. Ég hef átt því láni að fagna að vera all oft með þessari fjöl- skyldu, bæði á alvöru- og gleði- stundum. í alla staði hefur mér fundist hún öðrum fjölskyldum til fyrirmyndar. Það hefur snortið mig að fylgjast með hvað einstak- ur heimilisfaðir Guðmundur var, þar féll aldrei skuggi á. Hjóna- bandið fannst mér vera eins og besta tilhugalíf alla tíð. Ég minnist þess hvað Guð- mundur var glaður þegar fjöl- skyldan var samankomin, ásamt góðum vinum á heimili hans, hversu svipur hans bar vott um mikla ást og umhyggju þegar hann leit til konu sinnar og barna. Með sinni alkunnu ljúfmennsku og festu vakti hann yfir fjölskyldu sinni hverja stund. Hann leit á það sem sína helgustu skyldu. Guðmundur hafði gaman að söng og kunni mikið af ljóðum og lögum. Það er ógleymanlegt þegar fjölskyldan sat saman á gleði- stundum og söng ljóð eftir ljóð, stundum kom þá fyrir að við þögn- uðum og hlustuðum á Guðmund syngja einan með sinni fögru rödd. Þó rödd þessi sé nú þögnuð lifir hún samt hjá okkur, sem með hon- um voru. Tengdaforeldrum sínum reynd- ist Guðmundur sem besti sonur. Það sýndi sig best þegar þeirra heilsa var þrotin, þá dvöldu þau langtímum saman á heimili hans, alltaf var það sjálfsagt frá hans hendi. Ekki taldi hann eftir sér sporin til að hjálpa þ eim og gerði allt, sem í hans valdi stóð svo þeim gæti liðið sem best. Hann hefur verið minningu þeirra .trúr alla tíð. Fyrir alla þá umhyggju erum við systkinin í mikilli þakkarskuld við Guðmund. Fyrir nokkrum árum byggðu Guðmundur og Lóa ásamt syni sínum og dóttur fallegan sumar- bústað á Guðrúnarstöðum í landi, sem þau eignuðust á Böðmóðs- stöðum. Það dettur engum í hug, sem kemur í fyrsta sinn á Guðrún- arstaði í dag og lítur yfir blettinn þeirra, hvernig umhorfs var þarna, þegar þau byrjuðu að laga til og græða. Hóllinn, sem bústað- urinn stendur nú á var að blása upp, Guðrúnartóftin að hverfa, ljótur skurðgröfuskurður með hrynjandi moldarbökkum lá þvert í gegnum lóðina. Nú er hóllinn uppgræddur og fagurgrænn, tóft- ina búið að lagfæra, skurðurinn ekki lengur skurður, heldur renn- andi lækur með snyrtilegum grasbökkum, sem hvönnin er að festa rætur í og mörg hundruð ef ekki þúsundir trjáplantna prýða blettinn. Guðmundur á stóran þátt í þessu öllu, hann hafði brennandi áhuga á að græða upp lóðina sína, hlúa að trjáplöntum og fylgjast með vexti þeirra. Það hefur þurft mörg dagsverk til að koma þessu öllu í kring, en aldrei hef ég fundið neitt nema gleði hjá Guðmundi við þessi störf. Hann átti þarna sinn unaðsreit, sem hann dvaldi á eins oft og við var komið. Þegar heilsa hans var búin og kraftar þrotnir, átti hann þá von að fá einu sinni enn að koma í bústaðinn sinn og dvelja þar með konu sinni. Sú von rættist en dvöl- in var stutt í þetta sinn, lítið meira en ein nótt, en þó nægilega löng til að geta dásamað fegurð sumarsins. Hann gekk út á ver- öndina framan við bústaðinn, að því er virtist eðlilega hress, horfði yfir landið og rómaði útsýni. Aldr- ei hefði hann séð það betur en nú, hve allt var fallegt. Það voru síð- ustu orð Guðmundar Kristjáns- sonar í þessu lífi, örfáum mínút- um síðar var hann látinn í örmum konu sinnar. Ég er þess fullviss að hann þráði það heitast úr því sem komið var að þannig fengi hann að skilja við hið jarðneska líf. Honum varð að ósk sinni. Ég votta konu hans, börnum, móður og öðrum ástvinum inni- lega samúð mína og minnar fjöl- skyldu. Árni Guðmundsson Mig langar að minnast góðs vin- ar fáeinum orðum að honum látn- um. Guðmundur Skarphéðinn Kristjánsson fæddist 26. júlí árið 1914 á Grund á Vatnsleysuströnd. Ólst Guðmundur upp á Grund og síðar á Suður-Koti á sama stað. Foreldrar Guðmundar voru Krist- ján Hannesson útvegsbóndi og Þórdís Símonardóttir, en hún lifir son sinn í hárri elli. Árið 1941 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Ólafíu Guðmundsdóttur frá Böðmóðs- stöðum í Laugardal. Eignuðust þau 3 börn. Þau eru: Inga Karólína fóstra gift Bjarna Guðmundssyni húsgagnabólstrara, þeirra börn eru Heimir, Dagný og Hafdís. Þórdís Kristín löggiltur endur- skoðandi hér í Reykjavík. Pálmar húsasmiður giftur Erlu Rannveigu Gunnlaugsdóttur, þeirra börn eru ólafía, Anna Dagrún og Guð- mundur. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir 13 árum er ég hóf störf hjá Gunnari Guðmundssyni hf., en hann hafði þá starfað þar frá því um miðjan sjötta áratuginn og vann þar síðan alveg fram til árs- ins 1982 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Guðmundur vann mestan hluta starfstíma síns hjá GG við stjórnun jarðvinnu- véla. Síðustu starfsár sín vann hann á verkstæði fyrirtækisins við ýmis viðhaldsstörf og smíðar. Var alveg sama að hvaða verki Guð- mundur gekk, hann leysti þau öll frábærlega af hendi, bar hvort- tveggja til sérstök verklagni og samviskusemi. Guðmundur hafði kennt þess sjúkdóms, sem síðar leiddi til frá- falls hans, nokkurn tíma áður en hann lét af störfum hjá okkur og var oft mjög lasinn við vinnu og jafnvel sárþjáður, en hetjulund hans og samviskusemi réðu því að áfram skyldi haldið meðan stætt var. Við nafni minn áttum margar ánægjulegar spjallstundir saman og ræddum margvísleg efni, en alltaf kom að því að umræðuefnið bærist inn á sameiginlegt áhuga- svið okkar, sem var sumarbústaðir okkar beggja austanfjalls. Það var ávallt hið fyrsta er nafni • minn spurði um er við hittumst á vinnu- stað á mánudagsmorgnum hvort ég hefði ekki farið „austur" um helgina. Það var í landi Böðmóðsstaða, fæðingarstað ólafíu, sem Guð- mundur og börn hans byggðu sumarbústað fyrir nokkrum árum, og þar var það sem Guðmundur kvaddi þennan heim hinn 30. júlí sl. Þau hjónin höfðu komið þangað austur deginum áður með Þórdísi dóttur þeirra, þar sem fjölskyldan öll ætlaði að hittast og dvelja saman yfir verslunarmannahelg- ina. Þennan laugardagsmorgun hafði Guðmundur verið óvenju hress og hlakkaði mikið til sam- verunnar með fjölskyldunni, þegar kallið kom skyndilega. Þessi helg- ardagar sem áttu að verða dagar gleði og samfagnaðar, urðu þannig dagar sorgar og saknaðar. Skarð er fyrir skildi við andlát Guðmundar Kristjánssonar. Lóa og fjölskyldan öll hefur misst mik- ið, en minningin um einstakan eiginmann, föður og afa mun verða huggun í harmi og verma um ókomin ár. Ég vil að lokum fyrir hönd sam- starsmanna Guðmundar hjá Gunnari Guðmyndssyni hf. þakka honum samfylgdina liðin ár, og fyrir hönd fyrirtækisins þakka honum einstaka trúmennsku í starfi. Hvað sjálfan mig snertir vil ég þakka vinsemd hans til mín og minnar fjölskyldu alla tíð og sér- staklega hlýleik hans til sona minna og hugulsemi í þeirra garð. Megi góður Guð vera ástvinum Guðmundar styrkur í sorg þeirra. Guðm. Aðalsteinsson Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstírr deyr aldregi / hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) í dag er til moldar borinn vinur okkar og mágur, Guðmundur Skarphéðinn Kristjánsson. Hann hafði um áratugaskeið átt í strangri baráttu við óvæginn sjúkdóm er loks lagði hann að velli, laugardaginn 30. júlí. Guð- mundur og fjölskylda hr.ns var einmitt helgi þessa austur í Laug- ardal, í sumarhúsi sínu að Guð- rúnarstöðum, í landi Böðmóðs- staða; þangað sem hugur og at- hafnaþrá Guðmundar beindist löngum, þegar tími vannst til, staður þessi var honum sérlega kær, og gott er til þess að vita að hann sofnaði svefninum langa á staðnum þar sem hann sjálfur hefði kosið að mega eiga sín síð- ustu spor á jörðu hér. Guðmundi kynntumst við fyrst er hann og systir okkar Ólafía tóku að fella hugi sama fyrir um 44 árum, þá var nú öldin önnur, og þeir unglingar sem eins er ástatt fyrir í dag gera sér tæplega grein fyrir þeim mun sem orðin er á ekki lengri tíma, þá voru bílar fáir í förum milli landshluta, vegir slæmir eða engir og því erfitt fyrir elskendur að eiga stefnumót. Hann varð sem sé að þeytast alla leiðina frá Vatnsleysuströndinni til að hitta unnustu sína er átti heima á afskekktu býli í Laugar- dal. Leiðin var alllöng, því bílar komust oftast ekki lengra en að Laugarvatni. Frá Laugarvatni að Böðmóðsstöðum voru um 14—15 km, sem Guðmundur fór gangandi á mettíma, enda þá ungur og létt- ur á fæti. Þar með hófust kynni okkar er brátt urðu til þess að ekki leyndist hvern mann piltur þessi hafði að geyma, enda varð hann fljótlega einn af fjölskyldunni. Það var oft „glatt á Hjalla" við komu Guðmundar að Böðmóðs- stöðum, því auk þess að vera glað- sinna og söngvin, bjó hann yfir ágætri og fjölþættri greind, varla er ofsagt að við systkinin, foreldr- ar okkar og Ólafía amma fögnuð- um honum af alhug, og ekki varð gleðin og kátínan minni fyrir það hversu mikið var sungið og dansað í gömlu baðstofunni á Böðmóðs- stöðum. Guðmundur var fæddur 26. júlí 1914 að Grund á Vatnsleysu- strönd. Foreldrar hans voru hjón- in Kristján Hannesson, sem er látinn, og Þórdís Símonardóttir, sem nú er öldruð kona og lúin, þó glöð og andlega hress. Guðmundur kvæntist systur okkar, Ólafíu Guðmundsdóttur frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, 4. október 1941. Hún er fædd 29. ág- úst 1921. Börn þeirra eru Inga Karólína, fóstra, gift Bjarna Guð- mundssyni, húsgagnabólstrara, Þórdís Kristín, löggiltur endur- skoðandi og Pálmar, húsgagna- og húsasmiður, kona hans er Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir. Barna börnin eru nú 6. óhætt er að full- yrða að börn þeirra hjóna og barnabörn hafa verið foreldrum sínum mikil ánægja á lífs- brautinni og í dagsins önn staðið við hlið foreldra sinna sem einn maður. Eúskap hófu Guðmundur og Lóa, eins og við systkinin köllum hana, fyrst í Hafnarfirði, eða um 3ja ára skeið. Þaðan fluttu þau hjón í Vogana á Vatnsleysuströnd og byggðu þar hús sem þau nefndu Grund, og bjuggu þar í 13 ár. Til Reykjavíkur fluttu þau frá Vogun- um árið 1958 og bjuggu að Gnoð- arvogi 50. Árið 1961 fluttust þau svo í íbúð sína að Stóragerði 12, þar sem þau hafa búið síðan. Guðmundur vann ýmiss störf, hin fyrstu við sjó- og landbúnað- arvinnu, svo vörubifreiðaakstur, hafnargerð, vinnu í frystihúsi í Vogunum og rak verslun um nokk- urt skeið á sama stað. Eftir að hjónin fluttu til Reykjavíkur starfaði hann hjá Gunnari Guð- mundssyni hf. allt til hins síðasta. Þar var Guðmundur metinn að verðleikum. Tilhlýða þykir okkur að hér komi fram þakklæti til for- ráðamanna þar fyrir drengilega framkomu og vinarhug til Guð- mundar alla tíð, en ekki síst eftir að starfsþreki hans, sakir heilsu- brests, tók að hnigna. Guðmundi var iétt um vinnu, gerði og miklar kröfur til sín, að vel væri og vand- virknislega starfað og lagfæra það sem betur mætti fara. Þegar faðir okkar barðist árum saman við sitt dauðamein og móð- ir okkar nokkrum árum síðar, voru þau Lóa og Guðmundur jafn- an reiðubúin að aðstoða þau og hjálpa þeim eins og hægt var. Viljum við bræður sérstaklega með línum þessum lýsa þakklæti til þeirra hjóna fyrir alúð, elsku- legheit, vinnu, vökur og þá fyrir- höfn sem aldrei var eftir talin. Við höldum að fullyrða megi að Guðmundur Kristjánsson kveðji heim þennan, sáttur við alla, og í veganesti trúna á allt hið göfuga og góða er græða má. Eins og áður sagði var unaðs- reitur Guðmundar, hin síðari ár, í landi hans að Guðrúnarstöðum, Laugardal, en þar lifði hann sína hinstu stund. Þar var og fjölskyld- an búin að byggja glæsilegt sumarhús og rækta fallegan gróð- urreit, er varðveitir minningu hans um ókomin ár. Þar naut hann sín við fagurt umhverfi, fal- lega fjallasýn í allar áttir, með ilm af trjágróðri og lyngi, þar undi hann sér við að hlúa að, svo öllu liði vel og fengi þroska. Þannig var líka hjónaband þeirra Lóu, hann hugsaði um hana eins og fagurt blóm, alltaf tilbúinn að vinna og fegra í kringum hana. Allmikill ávinningur hlýtur hverjum og einum að vera, að kynnast góðum dreng á lífsleið- inni. Forsjóninni þökkum við öll okkar samskipti við Guðmund Kristjánsson, með söknuði og trega kveðjum við hann nú. Lóu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.