Morgunblaðið - 11.08.1983, Qupperneq 48
BILLINN
BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KGRAVO"'1
plK>íTi0WM®^l^
/\uy]ý.singa-
síminn er 2 24 80
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
Garðabær:
Hundar gera
bréfberum
lífið leitt
„ÞAÐ ER búið að bíta alla bréfbera
Pósts og síma í Garðabte — fimm
talsins, nema mig og í morgun réðst
lítill loðinn puddle-hundur að mér
fjórum sinnum og reyndi að bíta mig.
Eg átti fótum mínum fjör að launa og
komst inn í bifreið,“ sagði Ólöf Sig-
urðardóttir, bréfberi í Garðabæ í sam-
tali við Mbi., en hún kærði atburðinn
til lögreglunnar í Hafnarfirði í gær.
„Ég hef áður orðið fyrir áreitni
þessa hunds. Ástandið hér í Garða-
bæ er vægast sagt afleitt. Þannig
má nefna, að fyrir skömmu var
bréfberi bitinn þrisvar í lærið. Svo
er nú komið, að í hverfum þar sem
ég veit af varasömum hundum, þá
fer ég ekki að húsum heldur flauta
fyrir utan og ef enginn kemur til
þess að sækja póstinn, þá held ég
leiðar minnar," sagði ólöf.
Slys á gangandi
vegfarendum:
32% þeirra
trúlega und-
ir áhrifum
í KÖNNUN sem gerð var á slysum
þar sem gangandi vegfarendur áttu
hlut að máli kora fram að rúmlega
32% þeirra hafa verið grunaðir um
ölvun.
Það var Guðrún R. Briem, þjóð-
félagsfræðingur, sem skýrði frá
þessum niðurstöðum könnunar
sem hún gerði á þeim slysum sem
lögreglan í Reykjavík skráði á ár-
unum 1981 og 1982 þar sem gang-
andi vegfarendur áttu hlut að
máli. Kemur þar m.a. fram, að
helmingur þeirra sem slasaðist í
þessum óhöppum var yngri en 20
ára og nær helmingur þeirra öku-
manna sem áttu þátt í slysunum
var yngri en 25 ára.
Nánar er sagt frá þinginu
á miðopnu.
Sovétmenn tregir
ræðna um kaup
Hættuleg samkeppni vegna sfldarsölu nágrannaþjóðanna
um borð í sovésk verksmiðjuskip, segir Gunnar Flóvenz
SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hafa Sovétmenn
tilkynnt, að þeir muni ekki verða til viðræðna um kaup á nema í Jiæsta lagi
75.000 tunnum af saltsíld á komandi síldarvertíð. Það mun vera um þriðjung-
ur þess magns, sem óskað hefur verið eftir að selja þeim og innan við
helmingur þess, sem tókst að selja til þeirra á vertíðinni í fyrra. Auk þess
hafa þeir tilkynnt, aö ef til sfldarkaupa komi, verði að lækka saltmagnið í
sfldinni langt niður fyrir þau mörk, sem forsvaranleg eru talin.
Morgunblaðið bar þessar fréttir
undir Gunnar Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd-
ar. Hann kvaðst ekki telja hyggi-
legt að tíunda í einstökum atrið-
um það, sem farið hefði á milli
aðila enda væri verið að leita eftir
viðræðum um fyrirframsamninga
um það magn, sem ónotað væri af
þessa árs kvóta samkvæmt við-
skiptasamningi og sömuleiðis um
það magn, sem unnt ætti að vera
að selja samkvæmt kvóta ársins
1984, en reiknað væri með að
mestur hluti síldarinnar yrði af-
greiddur á fyrsta ársfjórðungi
eins og venjulega.
„Við óskuðum snemma í vor eft-
ir því við Sovétmenn, að viðræður
um fyrirframsölu yrðu teknar upp
sem allra fyrst vegna undirbún-
ings vertíðar, en til þessa hafa
þeir ekki talið sig reiðubúna til
viðræðna," sagði Gunnar Flóvenz.
„Hins vegar er það rétt, að Sov-
étmenn tilkynntu okkur í lok maí-
mánaðar, að ef til samninga
kæmi, yrði að lækka saltmagnið í
síldinni niður í 7%—10%, sem ís-
lenzkir sérfræðingar telja hættu-
lega lágt og nánast óframkvæm-
anlegt miðað við islenzkar aðstæð-
ur og ástand íslenzku sumargots-
síldarinnar."
Gunnar sagði, að til að reyna að
koma í veg fyrir að þetta
saltvandamál tefði samninga-
viðræður hefði það, að ósk íslend-
inga, verið rætt á sérstökum fund-
um sérfróðra manna frá báðum
löndunum í Moskvu í júní. Varð-
andi sölumagnið sagði Gunnar
Ftóvenz, að Síldarútvegsnefnd
til við-
á síld
myndi halda fast við það magn,
sem árlegir kvótar í viðskipta-
samningi heimila. Hann sagði, að
síldarsaltendur og samtök út-
vegsmanna og sjómanna hefðu
fengið að fylgjast með öllu þvl,
sem gerzt hefði i þessum málum
og þar að auki skipuðu þessir aðil-
ar meirhluta í stjórn SUN.
Gunnar Flóvenz var að lokum
að því spurður, hvort áhugi Sov-
étmanna á síldarkaupum frá ís-
landi hefði minnkað eftir að ná-
grannaþjóðirnar fóru að bjóða
þeim fersksíldina beint úr veiði-
skipum til söltunar um borð í sov-
ézkum verksmiðjuskipum í höfn-
um í Bretlandi og víðar, eins og
áður hefur komið fram í fréttum.
Gunnar kvaðst ekkert geta fullyrt
í því efni, en ekki færi milli mála,
að hér væri um hættulega sam-
keppni að ræða.
Flest video-
tæki á íslandi
Osló, 10. ájpjNt Frá fréttaritara
Morgunbladsin.s, Jan Erik Lauré.
Á ÍSLANDI eru hlutfallslega flest
myndbönd á Norðurlöndunum, sam-
kvæmt rannsókn sem lögð var fram á
ráðstefnu um fjölmiðlarannsóknir í
Noregi í dag. 20% húseigenda á ís-
landi hafa myndbönd á heimili sfnu,
10% Norðmanna, en fæst eru tækin
hlutfallslega í Finnlandi.
f rannsókninni kemur einnig fram
að Norðmenn nota myndbönd öðru-
vísi en hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Miklu meira er um það i Noregi, að
menn leigi sér kvikmyndir og horfi á
þær í heimahúsum, en á hinum
Norðurlöndunum taka menn fremur
upp sjónvarpsefni-
Tún á Suður- og Vesturlandi eru vfða orðin ófær yflrferðar vegna rigninganna að undanförnu. Guðjón Birgisson Ijósmyndari Mbl. ték þessa mynd af
túni stórskemmdu eftir dráttarvélar við Hamar skammt frá Borgarnesi.
Hálfur heyfengur og
niðurskurður í haust?
„MÉR sýnist að aðeins náist hálf-
ur heyfengur í sumar miðaö við
venjulegt sumar og verða þau hey
sem nást örugglega með lélegt fóð-
urgildi. Ég get ekki séð annað en
bændur almennt verði að skera
niður hjá sér,“ sagði Auðunn
Pálsson, bóndi á Borg í Mikla-
holtshreppi, í samtali við Mbl. í
gær.
Auðunn sagði að flestir bænd-
ur þar um slóðir væru ekki
hálfnaðir með heyskapinn og
margir ekki byrjaðir, sérstak-
lega þeir sem treystu eingöngu á
þurrheyskapinn. Sagði hann að
heyskapur væri um mánuði á
eftir og síðan hægt var að hefja
slátt hefði aðeins komið einn
þurrkdagur. Hann hefði dugað
þeim sem góða súgþurrkun
hefðu til að ná nokkru inn en
þeir sem ekki hafa súgþurrkun
hefðu ekkert gagn getað haft af
þessum eina þurrkdegi. Auðunn
sagði að grasið væri farið að
spretta úr sér og skemmast —
það væri þegar farið að fúna í
rótina og skríða og við þetta
minnkaði fóðurgildið til muna
en grasið sprytti ekkert meira úr
þessu.
Auðunn sagði að tún væru
víða orðin ófær yfirferðar eftir
230 mm úrk. í júlí og 14—19 mm
úrk. undanfarna sólarhringa,
sérstaklega mýrlend tún og heilu
tjarnirnar væru á túnunum.
Þegar farið væri með vélar yfir
túnin sykki allt og eyðilegði þau.
Margra daga þurrk þyrfti til að
vatn næði að síga úr túnum og
hægt verði að byrja að þurrka
hey. Sagði Auðunn að ástandið
væri orðið alvarlegt og mögu-
leikarnir til að ná miklu upp á
stuttum tíma, þó einhvern þurrk
gerði, færu minnkandi eftir því
sem á mánuðinn liði, því þá byrj-
aði aðalvinnukrafturinn, skóla-
fólkið, að tínast í burtu í skól-
ana.
Mikið kal er í túnum á sunn-
anverðu Snæfellsnesi og á Mýr-
um og sagði Auðunn að heyfeng-
urinn ódrýgðist mikið við það
enda væri sumstaðar dautt I
mestöllum gróðri á heilu túnun-
um og mjög víða væru skellur i
túnunum, og arfi og annað ill-
gresi komið uppúr. Sagði hann
að þó tún hefðu sumstaðar verið
svört í vor eftir svellalög vetrar-
ins hefðu menn verið að vona að
þetta lifnaði við og lagaðist en
síðan hefði komið í ljós að þessir
blettir væru alveg dauðir.