Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 1
Sunnudagur 14. ágúst - Bls. 49-84 TEXTI: JAKOB F. ÁSGEIRSSON Einkaviðtal Morgunblaðsins við fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna Dean Rusk er mikils metinn af samferðamönnum sín- um. Liggur nærri að hann sé helgur maður í munni sveit- unga hans, Georgíu-manna. Hvar sem hann er nefndur á nafn, verða menn andaktugir og taka upp há- leitt tal um mannkosti hans. Hann situr í skrifstofu sinni í háskóla- bænum Aþena, Georgíu, þar sem hann er nú prófessor í lögum, krossleggur fætur og strýkur skallann og heldur áfram ræðu sinni um útsker nokkurt: Mér þótti ævinlega varið í að koma til Islands. Ég kom þangað nokkrum sinnum á 7da áratugn- um — og einu sinni í herlegri veislu, deildi ég hart á íslenska ráðamenn fyrir útþenslustefnu! Þeir tóku því ekkert mjög illa, enda var hún þá að myndast, litla eyjan suður af landinu ykkar. Surtsey, já. Svo minnist ég þess að þegar Bíafra-stríðið skall á, þá misstuð þið íslendingar um skeið ykkar besta skreiðarmarkað — og þegar við sendum matföng til sveltandi fólksins í Bíafra, sáum við svo um að nokkuð yrði keypt af íslenskri skreið. Hann fæddist í Cherokeehér- aði í Georgíuríki árið 1909. Faðir hans var snauður smábóndi er fékkst nokkuð við kennslu. Var Rusk fjórði í röð fimm barna. Allur uppvöxtur hans var eins og tíðkaðist með alþýðu- fólki til sveita í þann tíð; barátta, en aldrei svo aumt að sultur lægi fyrir dyrum. Rusk segir: Faðir minn skar hár okkar og sneið skóna á fætur okkar og móð- ir mín gerði öll okkar klæði. Það kom snemma á daginn að Rusk var harðvítugur námsmaður, og skólamenn tóku hann uppá arma sína og styrktu til náms. Hann flaug í gegnum alla mögu- lega skóla og lenti á endanum i Oxford, Englandi, þar sem hann lauk prófi í lögum árið 1934. Það var mér mikils virði að komast til Evrópu ungur maður, segir Rusk. I fyrsta sinni á ævinni þurfti ég ekki að vinna dag og nótt í námsfríum og gat því gefið mér góðan tíma til að líta í kringum mig. Þá var nú ekki fallegt um að litast í heiminum; heimskreppa, Morgunblaðið/ J.F.Á. Það hlýtur að vera til Ijót kona á íslandi — en ég hef aldrei séð hana! segir Dean Rusk, og hlær hjartanlega. Ég man það svo vel þegar ég dvaldi á Hótel Sögu um árið, að maður mátti ekki snúa sér við öðruvísi en ganga í flasið á fegurðardís. Þetta er meira landið! segir gamli maðurinn og hristir höfuðið, brosandi út að eyrum. Thor Thors átti líka þessa Ijómandi konu. Mikill maður, Thor. Dáður af öllum sem með honum störfuðu. Það var hans verk, að * það var hlustað á rödd Islands á alþjóðavettvangi — en alla jafna hefur svona lítil þjóð ekki marga áheyrendur í heimi stórþjóða. Glæsilegur fulltrúi lands síns, Thor Thors. Með afbrigðum stjórnkænn maður. Stalín í blóði drifnu Rússlandi, Japanir höfðu ráðist inn í Mansj- úríu og Hitler sölsandi undir sig völdin í Þýskalandi. Þá tíðkaðist að sýna stuttar fréttamyndir í kvikmyndahúsum og ég gleymi því aldrei þegar ég sá Wellington Koo beiðast hjálpar heimsins í einni slíkri mynd. Skömmu síðar var Haile Selassie sýndur í sömu er- indagjörðum; biðjandi um hjálp sem aldrei barst. Þessi ár í Oxford voru mér mikil þroskaár. Rusk dvaldi líka um skeið í Þýskalandi. Já, það var þar sem ég lét stela frá mér bátnum, segir hann. Ég var eitt sinn á ferðalagi og leigði mér bátkríli en vissi svo ekki fyrr til en báturinn var á bak og burt. honum hafði verið stolið. Mitt fyrsta verk var náttúrlega að til- kynna lögreglunni stuldinn og von bráðar hafðist uppá þjófnum. Hann var tugthúsaður, eins og lög gera ráð fyrir, en ég var hins veg- ar sektaður um fimm mörk! Þýsk- ur lagabókstafur sagði að ég hefði gerst sekur um þann glæp að freista þjófa! Ég hef aldrei gleymt þessari lexíu þýskra: styrjaldir hefjast nefnilega af sömu ástæðu. Rusk sneri heim og gerðist próf- essor í Kaliforníu. Hann þjónaði landi sínu í stríðinu og þegar Marshall hershöfðingi varð utan- rikisráðherra 1947 skipaði hann Rusk í ábyrgðarmikið embætti í utanríkisráðuneytinu, þar sem Rusk efldist fljótt til mikilla met- orða. Marshall var að minni hyggju mestur Bandaríkjamaður á sinni tíð, segir Rusk. Ráðvendni hans og réttsýni var alger, að manni virt- ist; hann var greindur vel og hugs- unin frábærlega skýr. Mikill kenn- ari, Marshall, og hollur. Ég hef lengi ætlað mér að minnast hans sem kennara í geinarstúf. Ég spyr Rusk um Truman for- seta. Harry Truman var mjög heppi- legt slys i amrískri sögu, segir hann. Ég kalla það slys, að þessi litli maður frá Missouri, sem vissi allt sem yfirleitt var hægt að vita um Bandaríkjaforseta, skyldi einn daginn verða forseti sjálfur! Ég hef aldrei komist í færi við mann sem vissi meir um forsetaembætt- ið, og þá sem því gegndu, en Harry Truman. Hann var maður sem átti ákaf- lega létt með að taka ákvörðun. Hann kom jafnan strax auga á kjarnann í hinum flóknustu mál- um og tók ákvörðun á nokkurra vífilengja. Hann lagðist aldrei í hugarvíl eftir ákvarðanatöku og hann batt ekki hendur sínar í nefndir áður en hann tók ákvörð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.