Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 17

Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 65 Nálægt fullbók- ad í elleftu ferð ms. Eddu EDDA fór í gærkvöldi frá Reykjavík í sína 11. ferð. 508 farþegar fóru með skipinu, og var nálægt því full- bókað í klefa skipsins. Að lokinni þessari ferð eru 5 ferðir eftir, og er t.d. fullbókað í klefa skipsins í ferðina 24.8. og fá- ir klefar eftir í næstu brottför þann 17.8. í yfirstandandi ferð er fjöldi skemmtikrafta um borð s.s. Edda Björgvins og Helga Thor- berg með sérsamið Eddu-efni. Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunnarsson, Tryggvi Hiibner og Gísli Helgason skemmta og auk þess eru Jónas Þórir Þórisson orgelleikari og Garðar Cortes með í ferðinni. Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir leikarar eru farar- stjórar í Jórvíkurferð, sem skipu- lögð er af Farskip og munu þau skemmta um borð í skipinu meðan á ferðinni stendur. Þýskur myndlista- maður, G. Helmut Plontki, sýnir grafík- myndir í Eden SENDIRÁÐ Sambandslýðveldisins Þýskalands vill vekja athygli á þýskri myndlistarsýningu í Eden, Hveragerði. Sýning þessi er á vegum þýska konsúlsins á Hellu og sendi- ráðsins, og stendur yfir dagana 2.—16. ágúst. Þýski myndlistarmað- urinn Helmut Plontke sýnir þar myndir sínar. Helmut Plontke er fæddur 29. janúar 1922 í Neunkirchen, Kreis Siegen. Eftir stúdentspróf stund- aði hann nám í hinum þekkta listaháskóla í Dusseldorf. Síðan hefur hann sýnt í ýmsum borgum og löndum, t.d. Sao Paulo, París, 30 sinnum í Brússel, Chicago, New York, Múnchen, Dússeldorf, Berl- ín, Madrid, Leningrad, Moskvu, Ósló, Karlsbad, Amsterdam, Antwerpen, Genf, Gent, Mastricht. Helmut Plontke hefur í hyggju að stofna eigin stofnun, til al- mennra styrkveitinga. Þar gætu íslenskir listamenn átt möguleika á styrkveitingu. Þér leiðist ekki með VIDEO VHS AÐEINS 8.000.-ÚT. og afganginn á 9 —12 mán. eða 5% staögr. afsláttur. ■ ■ HIÐ ÞÆGILEGA VC-7700 VERÐ KR. 49.900.- 1) Örtölvustýrt að öllu leyti. 2) Tölvustýrð klukka 7 daga fram í tímann, með 7 mismunandi dagskrárstundum. 3) Þráðlaus fjarstýring með 8 möguleikum. 4) Sjálfvirkur dagskrárleitari (APLD). 5) Rafstýrðir snertirofar. 6) Framhlaðið. 7) Gefur nákvæmlega til kynna hversu margar mínútur eru eftir óspilaðar af kassettunni. FERÐATÆKIÐ VC-2300 VERÐ KR. 43.800.- 1) Ferða-jafnt sem heimilistæki. 2) Gengur fyrir 220 v./12 v. rafhlöðum. 3) Hraðspólun á mynd. 4) 24 klst. upptaka fram í tímann. 5) 8 rásir. Þú gerir ekki betri kaup HUOMBÆR llllllllij HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portiö. Akranesi — KF Borgf. Borgarnesi — Verts. Inga, Hellissandi — Patróna, Patreksfirói — Sería, Isafiröi — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Álfhóll. Siglufiröi — Cesar, Akureyri — Radlóver. Húsavlk — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstaö — Stálbúóin. Seyöisflröi — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö. Djúpavogi — HombaBr. Hornafiröi — KF. Rang. Hvolsvelli — MM. Selfossi — Eyjabœr. Veatmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Grindavík — Fataval. Keflavík. Mest fyrir peningana! Mazda B 1800 Pickup Léttur og lipur skúffubíll, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og 1800 cc vél, sem er í senn aflmikill og sparneytinn. Ríkulegur búnaður og sæti fyrir 2 farþega auk öku- manns. Margar gerðir af léttum, lausum húsum fáanlegar. Verð aðeins kr. 221.400 gengisskr. 9.8.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Mest Mazda ET500 Pallbíll Þessi bíll hefur þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er aðeins 73 cm með skjól- borðin felld niður. Verð aðeins kr. 214.800 gengisskr. 9.8.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.