Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 . . . verdur sýnd á næstunni. . . Hefðarfrúin „hin illa“ Kvenmenn leika sér á „svip“-legan hátt. Vonda hefðarfrúin (The Wicked Lady) er byggð á ævintýralegri *vi Lafði Kathleen Ferrers, sem var goðsögn í iifanda lífi. Hennar tími var öldin átjánda; óðal hennar stendur enn, blóðblettir fyrirfinnast enn, draugur hennar sést oft ríðandi á hestbaki um akrana. Austurbæj- arbíó hefur tekið myndina til sýn- ingar. Nýlega lauk Michael Winner við kvikmynd um ævi þessarar konu, sem þoldi ekki tilbreytingarlaust lífið á óðalinu og byrjaði að ríða dulbúin um skógana og myrða fólk. Myndin er byggð á bókinni „The Life and Death of the Wicked Lady Skelton" sem Magd- alen King-Hall reit um miðjan þriðja áratuginn. Leslie Arliss gerði árið 1945 mynd um þessa sömu persónu fyrir Gainsbor- ough-fyrirtækið (byggða á áður- nefndri bók), en aðalhlutverkin voru í höndum Margaret Lock- wood og James Mason. I nýju kvikmyndinni leikur Faye Dunaway aðalhlutverkið, en aðrir leikendur eru Alan Bates, Sir John Guilgud, Denholm Elliott og Oli- ver Tobias. Eitthvað ósiðsamt! Það er eins og dularfullt sam- band sé á milli kvikmyndaeftir- litsins og Vondu hefðarfrúarinn- ar. Gamla myndin þótti heldur djörf, hvarvetna sem hún var sýnd, enda hlaut hún metaðsókn. Klippa varð nokkur atriði burt og taka á ný, svo siðapostularnir gætu andað eðlilega. Tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er fátt sem kemur fólki í opna skjöldu. Mönnum hættir ekki lengur til að hneykslast yfir ber- um rassi eða einni geirvörtu kvenkyns og fátt gleður leikstjór- ann Michael Winner meir. Michael var tíu ára hnokki þeg- ar hann sá gömlu myndina árið 1945 og varla hefur hann rennt í grun að tæpum fjörutíu árum síð- ar ætti fyrir honum að liggja að endurgera söguna. „Gamla myndin var talin æs- andi og djörf," segir Michael, „en í dag er hún barnaleikur. En það góða við Vondu hefðarfrúna er að sagan er góð. Það er alltaf eitt- hvað að gerast, aldrei dauður kafli. Sagan er sautjándu aldar sápuópera, nokkurs konar kross milli „Bonny og Clyde" og „Tom Jones“. Ég vona að myndin faili áhorfendum í geð.“ A staðnum Ég skýt hér inní kafla sem blaðamaðurinn breski John Fras- er reit, en hann fylgdist með kvik- myndatökunni: „Heiðarnar kringum Sheffield voru auðar og hráslagalegar. Klukkan var sex þennan sumar- morgun. En fljótt skipast veður á lofti. Skammt frá kastalanum standa stór tjöld, handmáluð og merkt hestar, aukaleikarar. Þrjú þúsund manns eru á svæð- inu, klædd 18. aldar fatnaði. Þenn- an dag á að taka viðamesta atriði myndarinnar. Svartur bíll rennur í hlað og út úr honum stígur Michael Winner. „Hér virðist allt vera stjórnlaust," segir hann, en byrjar strax að skipa fyrir. „Þið haldið að þið skemmtið ykkur hér,“ hrópar hann í gjallarhorn, „en ég kem fljótt í veg fyrir það“ og fólkið hlær. Winner úrskýrir atriðið sem á að taka: Þegar ég segi ykkur að hreyfa ykkur, þá hlýðið mér. Aldrei að horfa á næsta mann, ekki hafa úrin á ykkur, takið niður gleraugun, hendið tyggigúminu, myndavélarnar mínar sex gætu verið að horfa á þig. Faye Dunaway situr á vagni sínum í stórum kjól. Alan Bates gengur um svæðið, og sjónvarps- fréttamönnum er skipað að vera ekki fyrir. Michael segist hafa sent skila- boð til fólks á svæðinu í kring og beðið það að vera viðstatt kvik- myndatökuna. Ég sagði þeim frá atriðinu í smáatriðum, hve dagur- inn yrði langur, hve kaupið yrði lágt en samt hefði ég getað fengið 20.000 manns. Þá mundi ég að þetta atriði var svipu-atriðið, en Faye lemur eina konuna með svipu. Þar sem fórnarlambið þurfti að fækka örlítið klæðum, sendi ég fólkinu önnur skilaboð, því ég vildi ekki að fólkið dæi úr hræðslu á upptökustað. En enginn lét svipuna og berbrjósta konu aftra sér.“ Frægt fólk Eins og venjulega hefur Michael Winner laðað að sér fjölmarga stórleikara, en þekktust eru auð- vitað þau Faye Dunaway (Mommie Dearest), Alan Bates (Grikkinn Zorba) og Sir John Guilgud, aldni unglingurinn. Faye leikur lafðina með andlitin tvö: háttprýðin uppmáluð á dag- inn, brókarheitur stigamaður á næturnar. — Alan leikur Jerry, stigamanninn sem lafðin elskar og svíkur. — Guilgud leikur þjóninn Hogarth, sem kemst að tvöfeldni lafðinnar og hefði betur sleppt því. Þegar kvikmyndatökunni lauk, sagði Faye í blaðaviðtali að hún hefði aldrei fyrr notið leiks í jafn ríkum mæli og í þessari mynd. Al- an Bates sagði umboðsmanni sín- um að finna handrit eins og Vondu hefðarfrúna á hverju ári, annars yrði hann vondur. John gamli Guilgud sagði að kvikmyndatakan MAN IS THE WARMEST PLACE T0 HIDE. Nýjasta mynd hrollmeistarans John Carpenters í Laugarásbíói gervi? Og ef hún getur það, hver er þá dómbær um hverjir mann- anna í rannsóknarstöðinni séu ekki eftirlíkingar og svo framveg- is? Þegar svo er komið, er leitað til tölvu rannsóknarstöðvarinnar og fyrir hana lögð sú spurning hvern- ig færi ef lífvera þessi undarlega berist til hinna þéttbýlu svæða heimsins. Svar tölvunnar er að skrímslið gæti smitað alla heims- byggðina á hvorki færri né fleiri en 27.000 klukkustundum. Já, nú er úr mjög svo vöndu að ráða, hvernig skal hindra að þessi ugg- vænlega þróun geti orðið? John Carpenter Eitthvað á þessa leið hlióðar söguþráðurinn í myndinni „Isald- arskrímslið" (The Thing) sem Laugarásbíó sýnir á næstunni. Myndin er gerð af spennu- og hrollmeistaranum John Carpent- er, sem varð frægur fyrir nokkr- um árum þegar hann gerði magn- aðar og vandaðar myndir fyrir ör- fáar krónur, myndir eins og „Dark „Hver fer þar?“ Amerískur rannsóknarleiðang- ur, búinn fullkomnustu tækum, er að störfum á Suðurskautslandinu. Þar skammt frá er einnig norskur leiðangur, enda hafa Norðmenn löngum haft mikinn áhuga á rann- sóknum á heimskautasvæðunum. Við rannsóknir sínar verða Bandaríkjamenn varir við ein- hverja annarlega lífveru, sem er engu lík því, sem þeir hafa fundið þar syðra. Verður fljótlega ljóst, að vera þessi er ekki aðeins lífseig, heldur er hún einnig gædd ýmsum eiginleikum, sem ekki hafa þekkst áður. Eitt af því, sem þessi lífvera getur, er að bregða sér í líki ann- arra lífsforma, sem' eru í grennd við hana — gerast eftirlíking þeirra. Þannig veitist henni auð- velt að taka á sig gervi hunda, sem þarna eru, svo og gerist ein þeirra könguló og annað af svipuðu tagi. Mennirnir fara auðvitað að bollaleggja um það, hvaðan lífvera þessi muni upp runnin, og ein til- gátan er að hún muni hafa borist utan úr geimnum endur fyrir löngu. En brátt kemur upp mjög mikilvæg spurning meðal vísinda- mannanna: ef þessi skepna er líf- vera, hvað er þá því til fyrirstöðu að hún geti breytt sér í mannlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.