Morgunblaðið - 14.08.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.08.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 73 hefði verið „svakalegt geim upp um allar gardínur". Þegar Michael hafði klippt myndina, en hann klippir allar sínar myndir sjálfur undir dul- nefninu Arnold Crust, fór hann að leita að manni til að semja tónlist- ina. Hann hefur aldrei farið troðnar slóðir í þeim efnum. Herbie Hancock samdi tónlistina við „Death Wish“ og Jimmie Page við „Death Wish 2“. Nú er röðin komin að hljómborðsleikaranum úr Genesis, honum Tony Banks. Tony hefur aldrei áður samið tón- list fyrir kvikmyndir, en Michael leikstjóri segir að Tony hafi hæfi- leika og það sé fyrir öllu. Tónlistin er leikin af áttatíu manna hljóm- sveit. Þess má geta að myndin kemur óvenju snemma hingað til lands. Hún hefur enn ekki verið sýnd í Bandaríkjunum og örfáar vikur eru liðnar síðan hún var frumsýnd í Bretlandi. HJÓ Einn leiðangursmannanna — Kurt Russell Star“, „Árásin á lögreglustöð 13“ og „Halloween". Þessar myndir þóttu vel gerðar og frumlegar, en þá komu peningamenn í spilið og næstu myndir hans urðu mun dýr- ari í framleiðslu. Það eru mynd- irnar „The Fog“, „Flóttinn frá New York“ og nú síðast „The Thing“. THE THING er endurgerð á kvikmynd sem gerð var árið 1952. Howard Hawks framleiddi en Christian Nyby leikstýrði. Myndin var byggð á stuttri skáldsögu, „Who Goes There?" sem John W. Campbell reit árið 1938. Hann þótti á sínum tíma einn besti höf- undur vísindaskáldsagna. Leikstjóri nýju myndarinnar, John Carpenter, ólst upp fyrir framan sjónvarpskassann og sá því milljón myndir í æsku. Hann hefur alla tíð metið Howard Hawks mikils og með þessari endurgerð segist hann vilja votta Howard virðingu sína. Raunar hefur hann gert það áð- ur. „Árásin á lögreglustöð 13“ var eiginlega nútíma útgáfa af mynd Howards „Rio Bravo", færð úr villta vestrinu inn í borgina. En í þessari endurgerð segist hann „kanna áhrif óttans á mannlegar verur". John Carpenter getur ekki talist ýkja frumlegur í vali leikenda, en hafi hann einu sinni fundið leik- ara, lætur hann þá leika í mynd eftir mynd. Skiljanlegt var að hann léti vini sína, konu og henn- ar vini leika í fyrstu myndunum, meðan peningar voru af skornum skammti, — úti í heimi telst John Carpenter til „klíku-leikstjór- anna“. í „The Thing" leikur Kurt Russ- ell aðalhlutverkið — það er í þriðja skiptið sem Kurt leikur í mynd eftir Smiðinn: hann lék í sjónvarpsmynd Johns um Elvis Prestley, og aðalhlutverkið* í „Flóttanum frá New York“. John Carpenter vinnur um þess- ar mundir að myndinni „Christ- ine“ sem er byggð á metsölubók hrollmeistarans Stephen Kings. Af Kurt er það helst að frétta að, hann leikur á móti ljóskunni Goldie Hawn í „Næturvaktinni" — og á einni slíkri létu þau pússa sig saman! HAIMD MEIMIMTA SKÓLI^ ÍSLANDS 27644 VIÐ BYRJUM 29. ÁGÚST Snjó- bræðslurör Höfum fyrirliggjandi snjóbræðslurör og alla tengihluti. Komiö í veg fyrir vetrarhálkuna og nýtiö frárennslisvatniö sem slysavörn! VATNSVIRKINN/U ÁRMÚLI 21 ■ REYKJAVÍK ® 86455 ' HIS Teiknistofuhúsgögn frá N NEHLTTNH Ódýra teikniborðiö hentugt til ým- issa nota — jafnt fyrir byrjendur sem fagmenn. Eigum ennfremur fimm aörar gerðir af teikniboröum. Ótrúlega góöar hirslur á teikni- stofuna eöa á heimiliö. ] . * s L J - . ■ I J C J «v —,«■* L.J I I J-....... I J I I I I I I ,V L I !J I ^ „ I =j=—J ARHWTVT Vandaöir skápar fyrir teikn- ingar allt aö AO (skúffustærö 91x126x5 cm). Skilrúm í skúffur fáanleg. Sölustaöir: Pennaviðgeröin, Ingólfsstræti 2, sími 13271. Ipsintnil ÍSKRIFSIOFU HÚSGÖGN Eigum á lager: A 1 (járn) 5 skúffu A 1 (tré) 4 skúffur. Hallarmúla 2, sími 83211.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.