Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Vinsamlega sendið mér pöntunarlistann „La Redoute*' Verð 150 + burðargj. Nafn:. Heimilisfang: Óskalistinn, Dugguvogi 2 104 Reykjavík. Sími 31360 ÓskaJistínn Ath. Enn lækkar franski frankinn. Vönduð vara, hagstætt verð. Vetrarlistinn er kominn Húseigendur Við önnumst þakviðhald — þéttingar — viögeröir — Vatnsþéttingu steinsteypu. — Lagningu slitlaga á gólf. — Húsaklæðningar. S. Sigurðsson hf. Hafnarfirði, sími 50538, kvöld- og helgarsími 54832. Harvey skjalaskápar 2ja, 3ja, 4ra og 5 skúffu. Ennfremur skjalabúnaöur í fjölbreyttu úrvali. (5W3&CO Síöumúla 32 — Sími 38000 Mynd af Nessí? Dmmnadrochit, 9. ágúst. AP. BANIÍARÍSKI náttúrulífsljósmyndar- inn Erik Beckjord sagði í dag, að hann hefði fest á filmu þrjú „vatna- skrímsli" í Loch Ness-vatni í Skot- landi. Beckjord sagði myndina sýna þrjú fyrirbæri, sem væru öll yfir 5 m. að lengd. Ljósmyndarinn kom sl. laugardag fyrir sjónvarpstökuvél á hæð, þaðan sem sér yfir Urquhart- flóa. „Skrímslin" voru á sundi á fló- anum, en myndavélin tekur stans- laust myndir allan sólarhringinn í tíu daga. „Ég hef séð allar þær myndir, sem til eru af Nessí,“ sagði Beck- jord í samtali við blaðamenn. „En þessi er hjartatrompið. Ég vil þó ekki fullyrða, að hún sanni tilvist skrímslis í vatninu. En hún gefur a.m.k. til kynna, að þar er eitthvað grunsamlegt á ferð.“ 10 kg af heróíni gerð upptæk París, 10. ágÚNt. AP. LÖGREGLAN handtók 15 manns og lagði hald á 10 kíló af hreinu heróíni, sem talið er jafnvirði 1,75 milljóna dollara, eftir þriggja vikna eltingaleik við smyglarahóp, sem starf- ræktur er frá Austurlöndum fjær. Hinir handteknu eru flestir franskir þegnar af kam- bódískum, víetnömskum eða laotískum uppruna. Kína opnað sovéskum ferðalöngum Peking, 10. ágúnL AP. KÍNVERJAR hafa • opnað landamæri sin fyrir sovéskum túristum í fyrsta sinn í tvo áratugi, og kemur fyrsti hópur sovéskra ferðalanga þangað í október næstkomandi. Ung- verskir ferðalangar fengu að heimsækja Kína fyrr á árinu og unnið er því að opna landið fyrir túristum frá öðrum Járntjaldsríkjum. Sovétmaður á vit frelsis Vínarborjt, lO.ámÍNt. AP. SOVÉSKUR námsmaður, sem var í sumarleyfi í Ungverja- landi, klifraði yfir landamæra- girðingu skammt frá Strass- burg og flýði til Austurríkis þar sem hann bap um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hermt er að þegar ungverskir landa- mæraverðir urðu flóttans varir hafi þeir hafið skothríð á flóttamanninn. Of feitur sjóliði BakerNfield, 10. ágÚNt. AP. SJÓHERINN lagði bann við því í dag að landgönguliðinn John Terry, sem er liðþjálfi, kæmi fram í sjónvarpsþætti, þar sem hann sé sex kílóum of þungur, og myndi því gefa ranga mynd af holdafari her- manna í bandaríska flotanum. Verðbólga í Bret- landi 4,2% í júlf London, 12. ágú.st. AP. VERÐBÓLGA í Bretlandi var 4,2 prósent í júlímánuði og er þetta í fyrsta skipti síðan í febrúar að verðbólga í Bretlandi í ár fer upp úr 3,7 prósentum. Ástæðan er hækkun á olíu- verði og hækkun vaxta á hús- næðislánum. Engu að síður er verðbólga í Bretlandi með því lægsta sem gerist í löndum Éfnahagsbandalags Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.