Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 27

Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 27
MorgngblatM/KÖE I'cssi mynd var tekin á stórmeistaraa'fingu nýlega. Ix-ngst til vinstri er Svavar Jóhannsson, einn þekkt- asti billiardspilari landsins. Við hlió hans er (íylfi Snædahl (iuómundsson, þá Jóhannes Magnússon og Stefán (iuójohnscn. Boróió sem þeir sanda við er 150 ára gamalt og hreinn kjörgripur aó sögn («ylfa. (íylfi náói í þaó í l’ortúgal, en áóur tilheyrói borðió fyrirta'ki sem lagói fyrsta sæsímakapal á milli Evr- ópu og Handaríkjanna — og var auóvitað í forstjóra- skrifstofunni. Rætt við Gylfa Snædahl Guðmundsson, framkvæmdastjóra Ballskák á Hverfisgötu „Ég veit ekkert eins afslappandi og að spila billiard. Þetta er gömul og göfug íþrótt, sem því miður hefur veriö bendluó við óreglu og drykkjuskap hér á landi og fengið á sig slæmt orð. Frá því ég byrjaði í þessum bransa hefur það verió mitt aðal- takmark að ná af billiardinum þessu leiö- inda slyðruorði. Ég hef unniö að því hörðum höndum að útiloka hér allan subbuskap og drykkju,“ sagði Gylfi Snædahl Guðmunds- son, framkvæmdastjóri billiardstofunnar Ballskák á Ilverfisgötu, í spjalli við blaða- mann Morgunblaðsins á dögunum. Ballskákin á Hverfisgötu er opnuð 12. febrúar á þessu ári og er sú stærsta sinn- ar tegundar á landinu, með níu borð. Orð- ið „ballskák" stendur kannski í einhverj- um, en það er rammíslensk þýðing á „billiard", mynduð úr orðunum „böllur", sem er bolti eða knöttur, og „skák“. í stað þess að spila billiard, þá tefla menn ballskák, og munda þá auðvitað knatt- treð, en ekki kjuðann. En þetta var útúr- dúr. Tilefni spjallsins við Gylfa var „öld- ungakeppni" í snóker, sem ballskák stendur fyrir annað kvöld, en þá leiða saman hesta sína gamlir íslandsmeistar- ar, menn sem voru fremstir í flokki í íþróttinni fyrir mörgum árum, og eru sumir enn reyndar. „Ja, ég hef nú kosið að kalla þetta stórmeistarkeppni, en ekki öldunga- keppni," segir Gylfi. „Þetta eru stór- meistarar sem þarna etja kappi, fimm menn, þeir Svavar Jóhannsson bókhald- ari, en hann hefur verið einn af okkar allra bestu spilurum um hálfrar aldar skeið, Jóhannes Magnússon, eða Nói, full- trúi hjá Útvegsbankanum, Dagbjartur Grímsson, bílstjóri, Stefán Guðjohnsen, forstjóri Málning hf. og Sigurður Sig- urðsson, skósmiður, sem betur er þekktur undir nafninu Sídó. Þessi keppni er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en meiningin er að gera þetta að árlegum viðburði hér á stofunni í framtíðinni. Hugmyndin að þessari keppni kom upp þegar við vorum að ræða saman ég og Jóhannes Magnússon. Svavar Jóhannsson barst í tal, en hann stendur nú á sjötugu. Við áttuðum okkur þá á því að það er hvergi til heimild um þennan góða spil- ara. Þá kom upp sú hugmynd að halda slíka keppni og taka hana upp á mynd- band. Ég hef þegar tekið upp æfingu með þeim félögum og mun taka keppnina upp einnig. En það er fleira sem er á döfinni hjá okkur en stórmeistarakeppnin í snóker. Dagana 22. til 24. ágúst fer fram á þessari stofu fjórðu umferð íslandsmótsins í snóker, en Islandsmótið er spilað í tíu lotum. Fyrsta lotan var í máilok, en sú síðasta verður seinni partinn í febrúar. Keppnin fer fram á fimm stöðum, þremur hér í Reykjavík, billiardstofu Akureyrar og í billiardstofunni Snóker í Hafnarfirði. Þetta er sem sagt stigakeppni, og verður sá íslandsmeistari sem er samanlagt hæstur í sex mótum. Staðan eftir þrjár lotur er sú að efstur er Guðni Magnússon með 40,5 stig úr þremur keppnum, í öðru sæti er Kjartan Kári Friðþjófsson, núver- andi Islandsmeistari, með 35 stig úr tveimur keppnum, en Ágúst Ágústsson, fyrrverandi Islandsmeistari, er í þriðja sæti með 30 stig úr þremur keppnum. Það er mest hægt að fá 36 stig út úr hverri keppni. Ég sagði áðan að það væri kappsmál mitt að reka slyðruorðið af billiardinum og það hefur ekki verið setið við orðin tóm. Nýlega var stofnað félag í kringum þessa stofu, Billiardfélag Reykjavíkur, sem hefur það að aðalmarkmiði að vinna að eflingu billiards og fá þennan leik við- urkenndan sem íþrótt. Þá hefur verið stofnað Samband knattborðsstofa, sem hefur sama markmið. Einu langar mig að bæta við. Það hefur verið lítið um það í gegnum árin að kven- fólk spilaði billiard. En þetta er að breyt- ast, sem betur fer, sérstaklega með til- komu stofunnar hér. Og þann 26. júní síðastliðinn var haldið á stofunni fyrsta kvennamótið á íslandi í billiard. Það tóku átta stelpur þátt í mótinu og sigraði Jóna Guðmundsdóttir. Hún er því fyrsti ís- landsmeistari kvenna í snóker." GPA „Gandhi“ frumsýnd í Rvík Gandhi, stórmynd Kichard Attenboroghs, var frumsýnd í Stjörnubíói í síðustu viku, en myndin hefur farið sigurfdr um heiminn frá því hún var frumsýnd í Bretlandi um síö- ustu jól. Hefur hún hlotið sæg verðlauna, m.a. átta Óskars- verólaun. Myndina tók Kristján Einarsson ljósmyndari Morgunblaðsins á boðsýn- ingu, sem haldin var á und- an frumsýningunni, en á frumsýninguna var selt inn til ágóða fyrir munaðarlaus börn á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.