Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 55 Sjá frásögn Norman D. Vaugham á næstu opnu Leitarmennimir í sjónvarpsviðtali við heimkomuna. Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður ræðir við þá Helga Björnsson (lengst til hægri), Arngrím Hermannsson (í miðið) og Jón Sveinsson. að leita þessara véla á Grænlandi. Við gerðum okkur grein fyrir möguleikum tækisins þegar tor- kennileg merki sáust á skjánum við jöklarannsóknir á Bárðar- bungu á Vatnajökli fyrir nokkrum árum. Við athugun kom í ljós að sennilega höfðum við fundið flugvélina Geysi, sem þarna fórst árið 1950. Arngrímur fylgdist vel með leiðangri Bandaríkjamann- anna í sumar, og þegar hann heyrði Friðrik Theódórsson, um- boðsmann þeirra hér á landi, lýsa því í sjónvarpsviðtali að illa gengi að finna vélarnar, setti hann sig í sambandi við Friðrik og vakti at- hygli hans á því að líklega væri íssjáin rétta tækið til þessa verks. Ég var þá í sumarfríi norður í landi, en féllst þó á eftir nokkra umhugsun að gera þessa tilraun." — Þú hefur verið bjartsýnn á að íssjáin stæði fyrir sínu? „Ég hefði ekki lagt í þessa ferð annars. Það eina sem ég óttaðist var að upplýsingarnar um svæðið, sem vélarnar áttu að vera á, væru ófullkomnar. Ég var vongóður um að finna vélarnar ef við værum á annað borð að leita á réttum stað. Þessi trú á íssjána byggist bæði á því að hún hefur sýnt og sannað að hún getur fundið hluti sem grafnir eru í ís, samanber dæmið sem ég nefndi um Geysi, og ég gæti nefnt önnur — og eins eru aðstæðurnar á þessu svæði í Grænlandi mjög svipaðar því sem við eigum að venjast hér. Þetta er í 800 km hæð, og þeim stað á Grænlandi þar sem úrkoma er hvað mest. Með öðrum orðum, hér er um þíðjökul að ræða.“ — Það hafði verið leitað í nokk- uð langan tíma þegar þið komuð á vettvang. Skipti íssjáin sköpum við leitina? „Þeir byrjuðu að leita með há- tíðniradar og voru að síðustu þrjár vikurnar í júlí. En reynslan hefur einfaldlega sýnt að slíkt tæki hentar ekki við þessar að- stæður. Þá var kafbátaleitarflug- vél frá Keflavíkurflugvelli, P-3, fengin til að fljúga yfir svæðið. Leitarmenn í flugvélinni töldu sig hafa orðið varir við hluti sem væru nærri yfirborði jökulsins og gáfu upp staðsetningar á því svæði. Éinnig hafði radarflugvél frá danska flughernum flogið yfir og orðið vör við endurkast á nokkrum stöðum. Það má segja að þessar upplýsingar hafi gefið nægilega góðar upplýsingar um það á hvaða svæði á jöklinum vél- arnar leyndust, og þar með hvar best væri fyrir okkur að leita. Og reyndar fundust vélarnar á þessu svæði þótt staðarákvarðanir flugvélanna, sem yfir flugu, hefðu ekki reynst fullnægjandi. Eins Jón Sveinsson rafmagnstæknifræðingur hugar að rafmagnsútbúnaði íssjár- innar. Helgi Björnsson fylgist með. hafði Jón Jónsson jarðfræðingur unnið þarna að segulmælingum, sem munu hafa reynst gagnlegar við leit að hollenska skipinu á Skeiðarársandi, en þær gáfu ekki árangur við þessa leit.“ — En þið funduð vél strax fyrsta daginn sem þið reynduð? „Það er nú of djúpt í árinni tek- ið. En það er rétt, við urðum varir við grunsamlegt endurkast strax fyrsta daginn, en það var hæpið að draga of miklar ályktanir af því. Við áttum eftir að stilla tækin al- mennilega, mæla heildarendur- kast frá botninum og ýmislegt fleira. Þetta var þann 27. júlí. En að kvöldi 1. ágúst erum við end- anlega búnir að staðsetja tvær vélar og þá kom í ljós að þær voru einmitt á þessum stað þar sem við fundum endurkastið fyrst. Að kvöldi 3. ágúst höfðum við svo fundið allar vélarnar. Það tók sem sagt rúma viku.“ — Á hvaða dýpi eru þær? Er nokkur leið að segja til um það? „Þótt íssjáin geti staðsett mjög nákvæmlega þann stað á yfirborð- inu það sem hlutur leynist undir, er hún ekki nægilega nákvæmur dýptarmælir til þess að byggja á ákvörðun um hvernig eigi að ná vélunum upp. Við slíkt mat geta nokkrir metrar til eða frá ráðið úrslitum. En menn hafa verið að giska á að þær gætu legið á 25 til 30 metra dýpi og eru þessar ágisk- Ljósmynd: Arngrímur Hermannsson. anir byggðar á mati á þykkt snjó- laga á hverju ári. Þetta eru vanga- veltur sem óþarfi er að treysta á, því það er til mjög einföld og áreiðanleg aðferð til að ganga úr skugga um dýpið. Einfaldlega að bora niður á vélarnar." — Var þetta góð ferð? „Já, hún Var það. Bæði skemmtileg og ekki síður gagnleg. Þessi leit okkar ýtir undir hug- myndir um hugsanleg ný svið við nýtingu íssjárinnar við jökla- rannsóknir í framtíðinni, til dæm- is við að fylgjast með því hvernig hlutir eða öskulög hreyfast í jökl- um, hve hratt þeir grafast niður, og svo framvegis. Það gæti gefið vísbendingar um hreyfingu jökla og ákomu. Það er því óhætt að segja að það hafi verið vísinda- legur ávinningur af ferðinni." Þess má geta að sennilega verð- ur því frestað til næsta sumars að grafa vélarnar upp úr jöklinum. Russel Rajani og menn hans hafa einkarétt á sex vélanna, en danska flugminjasafnið fær tvær þeirra, eina af hvorri gerð. Vélarnar eru mjög verðmiklar, sérstaklega P-38-orustuvélarnar, en verðmæti einnar slíkrar er talið vera um 200 þúsund Bandaríkjadala. Áætlað verði á Boeing-17-vél er um 75 þúsund dalir. Aðeins fimm vélar af hvorri gerð eru til í heiminum í flughæfu ástandi. GPA ŒHLHNT A- EIGENDUR MITSUBISHI Vlö bjóöum aðeins gæðavöru, vlöurkennda af M.M.C. verksmiðjunum, meö ábyrgö. L, 0 H Kl ji 170 LAHF Ijj -172 Sími 21240 BIFREIÐA vegna hagstæöra innkaupa hefur okkur tekist að ná verulegri verðlækkun á vara- hlutum í Mitsubishl bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.