Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 4

Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Rennilásinn — greip um sig á meöal fólks, ef svo má að orði kveöa, fyrir 60 árum og enn eru möguleikar hans ókannaöir Rennilásinn er að finna á mörgum mannanna hlutum, allt frá feröatöskum til buxna og kjóla og það væri óvenjulegt fyrir hvern sem er í hinum vestræna heimi, ef hann kæmist hjá því að reka augun i rennilás í eina dagstund eða svo. En þó rennilásinn sé svo algengt og áreiöanlegt tæki sem raun ber vitni í daglega lífinu, virðist sem lítill áhugi sé fyrir því hvaðan hann er upprunninn og hvernig hann hefur þróast fram á þennan dag. Það er lítið um upplýsingar um rennilásinn í alfræði-1 orðabókum, sumar þær nýjustu fjalla um hann í nokkrum línum; enginn þeirral inniheldur ítarlega greinargerð um hann. Uppruni og þróun rennilássins er því* nokkuð sem fáir vita um, jafnvel í þeim fyrirtækjum sem rennilásinn framleiða. Svoleiöis er um fleiri tæki, sem við erum með fyrir framan nefið á okkur dag eftir dag. Þaö er eins og fáir hafi áhuga á hvaðan þau eru fengin. Áriö 1943 hélt Frank B. Jewett, stjórnarfor- maöur rannsóknastofnunar Bell-símafélagsins og formaöur Vísindaakademtu Bandaríkjanna, ræöu viö háskólann í New York, sem bar yfir- skriftina, „Loforð tæknifræöinnar". Þar sagöi hann aö „hinar raunverulega skapandi hug- myndir" ættu uppruna sinn aö rekja til hugmyndaríkra einstaklinga og aö enginn gæti sagt fyrir hverjar þær yröu eöa hvar þær birtust. Hann sagöi: „Sem dæmi um hversu ómögulegt þaö er, jafnvel hvaö varöar einfalda hluti, aö segja fyrir um framtíöina, hef ég oft velt því fyrir mér hve óendanlega litlir möguleikar heföu ver- iö á því aö maöur eöa hópur manna, nema sá sem átti hugmyndina að rennilásnum í raun, heföu einhverntíma sest niður til aö finna upp rennilásinn." Sá sem átti hugmyndina aö rennilásnum, hét Elias Howe, sem er kannski betur þekktur fyrir framlag sitt til uppfinningar saumavélarinnar. Áriö 1851 fékk hann einkaleyfi á sjálfvirkum fatalokara. Hann lýsti fyrirbærinu á eftirfarandi hátt: „Uppfinning mín byggist á röö af krækjum, sem tengdar eru viö samliggjandi strengi fest- um viö klæðin og rennur eftir grind eöa teinum." Þessi uppfinning Howes haföi í sér marga þætti nútíma renniláss, en af ástæðum sem eru óþekktar setti hann aldrei hugmynd sína á markaö. Þess vegna er þaö Whitcomb L. Judson, sem iöulega hlýtur heiöurinn af því aö hafa fundið upp rennilásinn, en árið 1893 fékk hann tvö einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir sjálfvirkt lokun- artæki, sem virkaöi með rennibúnaöi. Hvort Judson hefur haft takmarkaöar hugmyndir um hvernig tæki hans yröi notaö eöa hvort hann einfaldlega hefur viljaö marka þaö skýrt í um- sókn sinni um einkaleyfiö er ekki vitaö, en fyrsta einkaleyfi hans á búnaöinum bar nafniö „Clasp Locker or Unlocker for Shoes,“ sem gæti út- lagst, sem smellulokari eöa opnari fyrir skó. Áriö 1894 komu Judson og Lewis A. Walker á fót Universal Fastener Company-inu til aö koma á framfæri rennilás Judsons. Walker þessi var lögfræðingur, sem áhuga haföi fyrir samvinnu- fyrirtækjum. Þaö hóf aö framleiöa eina tegund rennilása undir nafninu Universal áriö 1896. Salan var léleg, aö hluta til vegna þess aö lás- m i ö sm r i r rEJ II :: r j II, \JS arnir áttu þaö til aö rifna upp undan álagi og vegna þess aö þeir voru heldur skarpir og rifu fatnað. Átta árum seinna var nafni fyrirtækisins breytt í Automatic Hook and Eye Company og bauð þaö upp á betrumbætta gerð rennilása undir nafninu, C-Curity. (Slagoröið var, „Togiö og þaö er búið.“) Fyrirtækiö haföi þá komið sér upp vélabúnaöi, sem Judson hannaöi til aö smíöa rennilása, sem áöur höföu veriö gerðir i höndunum. Þá kom þaö fyrirtækinu einnig til góöa aö Gideon nokkur Sundback réöst til starfa hjá því, en hann var verkfræöingur, sem á nokkrum árum endurbætti rennilásinn til mikilla muna. Um þetta leyti höföu aörir uppfinningamenn unniö aö endurbótum á rennilásnum, en þaö er eins og þeir hafi verið alltof langt á undan sínum tíma, því rennilásinn þeirra varö aldrei merkileg söluvara. Áriö 1913 var P.A. Aronson starfs- manni viö fyrirtæki þeirra Judsons og Walkers veitt einkaleyfi fyrir rennilás, sem er í frumatriö- um eins og sá sem nú er viö líði; rennilás, sem opnast í báöa enda. En salan var enn dræm, svo ekki sé sterkara aö oröi kveðiö, og fyrirtæk- ið stóö á barmi gjaldþrots. Þá var þaö árið 1917 aö verkfræðingurinn Sundback hannaöi renni- lás úr járni, sem er eins og sá sem viö notum i dag. Þetta var svo merkilegt skref í gerö renni- lása aö fyrirtækið breytti um nafn, sem lagaö var aö hinum nýja búnaöi. Walker jók fjármagn- iö og umturnaöi fyrirtækinu og geröi sig aö for- stjóra, stööu sem hann hélt fram til 1938 þegar hann dó. Meö þessum auknu framförum kom loks aö því aö rennilásinn varö aö góöri söluvöru. Fyrsti hluturinn, sem framleiddur var í einhverju magni meö rennilás, var peningabelti, sem hannaö var af klæöskera í New York. Beltið var mjög vin- sælt meðal sjómanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Mestur hluti þeirra 24.000 rennilása sem fyrir- tækiö framleiddi þetta ár, 1917, voru í þessum beltum. Ariö eftir voru framleiddir 10.000 renni- lásar í fatnaö fyrir herinn. Fljótlega eftir fyrri heimstyrjöldina kynntist almenningur rennilásn- um meö því aö hann var þá kominn á hanska og tóbakspunga. Sennilega hefur þó rennilásinn fyrst fariö aö njóta sín og oröið vinsæll þegar hann var settur á skóhlífar nokkrum árum eftir stríöiö því fljótlega upp úr því jukust vinsældir hans um allan helming. Rennilásinn flaug nú um heimsbyggöina meö gífurlegum hraöa. Fyrir- tækiö, Hookless Fastener, sem var eina fyrir- tækið, sem framleiddi rennilása á árunum 1917 til 1926 sá framleiösluna aukast úr 24.000 lás- um í meira en 60 milljón stykki áriö 1938. Á þeim tíma haföi fyrirtækiö breytt nafni sínu í Talon. Fyrir tíu árum voru um 2,3 milljaröar rennilása framleiddir í Bandaríkjunum. Síöan hefur framleiöslan minnkaö niöur í 1,8 milljaröa stykkja vegna samkeppni erlendis frá. Menn gætu haldiö að þaö væri lítiö hægt aö þróa rennilásinn meira en oröið er. Þó eru í sjónmáli þó nokkrir möguleikar, sem enn hafa ekki veriö nýttir sem skyldi, sérstaklega hvaö varðar plastrennilása. Hægt væri aö framleiöa stærri og minni rennilása en þá sem nú fást á markaöinum. Stærri lásarnir væru þá settir á fyrirferöarmeiri hluti sem festa þarf, til dæmis tjöld sem þilja stóra sali þannig aö unnt sé aö halda aöskiljanlega fundi í þeim. Minni rennilás- arnir yröu þá nothæfir í framleiöslu, sem nú hefur minnkaö eins og hulstur utan yfir „Walkman“-feröaútvarpstæki svo eitthvaö sé nefnt. Annar möguleiki er ódýr gerö af rennilás sem notaöur væri á pappírsgræjum ýmiss kon- ar, sem geröar væru til aö nota einu sinni og svo hent. Þá er hægt aö ímynda sér rennilás sem væri sterkur, loftþéttur og þó sæmilega meö- færilegur til aö hægt sé aö hafa hann á geimfarabúningum. Ef slíkur rennilás yröi ein- hverntíma geröur, myndi hann eflaust vera notaöur í fleira sem vel nýtti þessa byggingu hans. Siöasta dæmiö sem vert er aö nefna er nokk- uö sem enn bíöur eftir róttri tegund renniláss. I skurölækningum er þörf á loftþóttum og efna- fræöilega áfestum rennilás, sem væri notaöur í staö sauma á skuröum sem gæti þurft aö opna aftur stuttu eftir aögerö. Margir skurölæknar hafa lýst yfir áhuga sínum á slíkum búnaði. Hönnun hans og gerð yröi stórkostleg áskorun fyrir rannsakendur í læknisfræöinni og renni- lásaiönaöinum. Þýð. - ai.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.