Morgunblaðið - 14.08.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.08.1983, Qupperneq 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Einmana norsk „Þjóðverjadrós“ í Austur-Berlín gleyma því sem gerst hafði á ár- unum á undan. — Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, hefði ég ef til vill hugs- að mig um tvisvar á þeim árum. En ég var blind. Ég var svo ung og giftist manni, sem ég var hrifin af. Það var þetta sem réð örlögum mínum, segir hún og rennir aug- um yfir fjölskyldumyndir í bóka- hillunni. Myndin er frá góðum dögum undir lok fjórða áratugar- ins. „Ég valdi sjálf“ Ella og maður hennar voru á hálfgerðum flækingi fyrsta friðar- árið. í einskonar einangrunarbúð- um. Margir kölluðu þær fangabúð- ir. Ella, sem var þá þunguð, fylgdi manni sínum frá Elverum til Dombás og þaðan til Uppdala, þar sem hún ól barn sitt. Seinna var Brevik, skammt frá Skien, síðasti dvalarstaður hennar í Noregi. En þaðan skyldu afvopnaðir þýskir hermenn, fylgikonur þeirra og smábörn send til Þýskalands. Enn á Ella margar miður góðar seinna lokuðust í raun og veru all- ar útgöngudyr með „múrnum". En frá 1956 til 1961 skrapp hún til Noregs á hverju ári. — Það var þægilegt að koma í drungalegri hliðargötu í verkamannahverfi í Austur-Berlín býr, „Ella“. Hún er fædd í Noregi. Hún er svokölluð stríðsbrúður, ein af allmörgum ungum norskum konum, sem giftust þýskum hermönnum á styrjaldarárunum og eftir lok þeirra. Þær voru nefndar, þjóðverjadrósir eða þjóðverjahórur og öðrum enn verri nöfnum. „Allir“ héldu því fram að þær hefðu svikið þegar smábrotum stríðssögunnar, sorgleg saga. mest lá við. Saga „Ellu“ er eitt af Afbrot Ellu var í því fólgið að hún varð ástfangin af þýskum hermanni og giftist honum. Hún hafði engan áhuga á,stjórnmálum, en lét hjartað ráða gjörðum sín- um. Hún var seytján ára þegar styrjöldin braust út. Aðrar ástæður voru til þess að sumar norsku stúlkurnar lentu í Þýskalandi. Nokkrar þeirra voru hliðhollar nazismanum og ýmsar voru engin útvalin Guðsbörn. En sameiginlegt fyrir flestar var það að þær komu til nýs föð- urlands, þar sem allt var í rústum. Þær höfðu glatað ríkisborgara- rétti sínum og hátt á annað hundrað þeirra áttu seinna eftir að hafna austan járntjaldsins. Vera má að örlög þeirra séu eftir- tektarverðust. Og að minnsta kosti eru þau allt önnur en þeirra kvenna, sem settust að í Vestur- Þýskalandi og Austurríki. Ella var seytján ára þegar stríð- ið breiddist út til Noregs. Hún lifði sæmilegu lífi í smábæ í sunn- anverðu landinu, að vísu gat vinn- an verið eitthvað stopul og útþráin var sterk. — Osló var freistandi og á miðjum stríðstímanum réð hún sig þar í vinnu við þvotta fyrir Þjóðverja. Dvölin þar innsiglaði örlög hennar. Árið 1943 kynntist hún ungum þýskum hermanni, sem hún varð ástfangin af. Þau gengu í hjóna- band í Elverum 24. ágúst á því ári. Hann var lágt settur undirfor- ingi og hafði verið áður fallhlíf- arhermaður, að því er Ella segir. Laglegur og góður var hann líka, og fjölskyldu hennar féll einkar vel við hann þegar hún kynntist honum. Hann var frá smábæ í norðanverðu Þýskalandi. Við sitjum hjá Ellu í litlu íbúð- inni hennar í Áustur-Berlín. Hún er fremur lág vexti og útlima- grönn. Hún er rúmlega sextug og er nú mjög einmana. Fáir verða til þess að skipta sér af henni og gleðja hana. Hún dregur ekki dul á að oft langar hana aftur til Nor- egs. Við og við kyssir hún norska flaggið sem stendur á stofuborð- inu. Og síðan segir hún frá æfi Dóttir fædd í Uppdal Hún og maðurinn hennar eign- uðust dóttur. Gerður fæddist í Uppdal árið 1946. Snemma hafði Ella ákveðið að fylgja manni sín- um til Þýskalands, þrátt fyrir að þar var allt í rústum. En í heilt ár urðu þau að halda kyrru fyrir í Noregi. Lífið var enginn leikur þó að stríðinu væri lokið, en ekki ber hún mikið mál á það. Sumir gaml- ir vinir í heimabænum sneru við henni baki, en það breyttist smám saman. Og foreldrar og aðrir nán- ustu reyndust henni næsta vel. En það lifði í glóðum heitra til- finninga og haturs fyrstu árin eft- ir stríðið. Það var ekki svo auðvelt að lifa fyrir unga konu, sem hafði misstigið sig og hún var ekki upp- litsdjörf. Ella segir, að hún geti skilið þá sem áttu erfitt með að Ella hefur lítið samband við Noreg. En norska flagg- ið stendur á stofuborðinu hjá henni. Hún grípur til þess öðru hvoru og minnist síns gamla foðurlands. í þessari drungalegu götu í Austur-Berlín býr Ella, en gatan er ólík öllu því sem hún minnist frá Noregi. minningar frá „fangatíðinni". Hún man vel margar hræðilegar stundir. Hún hefur aldrei gleymt ungri ljóshærðri stúlku sem reiðir Norðmenn snoðklipptu. — Við urðum að þola mörg andstyggileg orð og hróp, segir hún. Það var erfitt að yfirgefa Noreg. Fjölskyldan stóð á bryggjunni og grét. Faðir minn bar sig bezt. — Eg man, að hann sagði við mömmu að hún yrði að muna það, að ég hefði valið sjálf. Utsala - útsala Kjólar frá 250 kr og pils frá 100 kr. Stakar buxur á 500 kr. Jogging-sett á 400 kr. Jakkar á 400 kr. og dragtir frá 800 kr. Verslumn Dalakofinn, Linnetsstíg 1, Hafnarfirði. m Metsölublað á hverjum degi! HOPFERDIR A EINKABILUM UMEVROPU F.I.B. BOÐAR TIL HOPFERÐA ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGEMDA UM SÓLRÍK S • • EVROPGLOND. Velja má um þrenns konar ferðir og þrjá brottfarar- daga. þátttakendur eru ekki bundnir við að halda hópinn meira en hverjum sýnist, - enda á eigin bílum._____________________________________________ BROTTFÖR MEÐ MS. EDDU: 17.8 (örfáir klefar lausir), 24.8 (uppselt) og 31.8 1. 2ja vikna ferð til Bretlands og Þýskalands, þátttökugjald kr. 12.900.- Innifalið: Sigling til Newcastle, gisting á hótelum í 5 nætur, sigling með ferju yfir til Hollands og sigling tíl baka með Eddu til Reykjavíkur. 2. 2ja vikna ferð til Þýskalands, þátttökugjald kr. 11.900,- Innifalið: Sigling til Bremerhaven, gistíng á hótelum í 2 nætur og sigling til baka til Reykjavíkur. 3. 2ja vikna ferð til Þýskalands, þátttökugjald kr. 10.200.- ___Innifalið: Sigling til Bremerhaven og tíl baka tíl Reykjavíkur. Hótel eða tjaldstæði ekki innifalin í verðinu. í öllum ferðum verður fararstjóri frá F.Í.B. sem leiðbeinir ökumönnum í akstri erlendis. Nánari upplýsingar, ferðalýsingar og skráning þátttakenda á Ferðaskrifstofu F.Í.B. FERÐASKRIFSTOFA FÍB BORGARTÚNI 33 SÍMI29999 FIB FIB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.