Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 >W\Jah viltu mer, -vor’bstjóri Tég a. mjög annr'iki Ást er... ... að gera aldrei lítið hvort úr öðru. TM Req. U S. Pat. Off.—alNkjhts reserved ©1983 Los Angeles Times\Syndicate Með morgunkaffinu Guð má vita hvernig ég hefði ráð á því að ganga sæmilega til fara ef þú værir ekki í reikningi í tísku- markaðinum? Réttlæti Guðs Adelfos skrifar: Áður en ég byrjaði á þessari grein komu mér í hug tveir máls- hættir. Annar var „þögn er gulli betri" en hinn „þögn er sama og samþykki". En spurningin var: Hvenær á hinn fyrri við og hve- nær sá síðari? Hugsum okkur tvo bræður sem greinir á. Hvað eiga þeir að gera? Sé um að ræða óvild á milli þeirra álít ég fyrri málsháttinn eiga best við. Hvorugur mun geta virt sjón- armið hins. Þyki þeim hins vegar vænt hvorum um annan og taki sundurlyndið nærri sér er betra að tala út og reyna að skilja hinn að- ilann. Kristnir bræður eiga að geta látið í ljós öndverðar skoðan- ir sín á milli. Og það var einmitt það sem ég vildi gera í sambandi við hugvekju sem birtist hér í blaðinu 10. júlí sl. undir yfirskrift- inni „Réttlæti Guðs“. Hugvekjan tekur til meðferðar „verkarétt- læti“ og langaði mig að fjalla ögn nánar um það mál og vona að höf- undurinn taki það ekki illa upp. Ef til vill vefst fyrir einhverjum yfirskrift greinarinnar — af hverju heitir hún „réttlæti guðs“? Orðin eru úr Rómverjabréfinu 1,17. Þegar Lúther átti- í sínu mikla sálarstríði í klaustrinu forð- um var það vegna þess að þrátt fyrir þrotlausa viðleitni til verka- réttlætis og stöðugar — oft dag- legar skriftir, leiddi það hann ekki til hins „miskunnsama Guðs“. Svo dag einn rakst hann á eftirfarandi setningu í Róm. 1,17, sem varð honum sem opinberun: „Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar eins og ritað er: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.““ — Réttlæti Guðs þýddi miskunn- semi Guðs. Nú var hann hólpinn. Verkin réttlættu ekki, aðeins trú. Og gegn- um tíðina hefur lúterska og kaþ- ólska einmitt ósjaldan greint á um — „verkaréttlæti". Snúum okkur þá að hugvekj- unni. Þar er í upphafi vitnað í Matt. 5,20: „Ég segi yður: Ef rétt- læti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea komist þér aldrei í himnaríki." En hvað er þá athugavert við réttlæti þeirra síðarnefndu? Höf- undur hugvekjunnar segir: „Rétt- lætiskennd þeirra var mikil og maður skyldi ætla að einmitt þeir hefðu fallið undir skilgreiningu Jesú á réttlætinu. Nú er því aftur á móti svo farið að Jesús fordæmir réttlæti þessara góðu borgara. Hann segir berum orðum að þeir iðki verkaréttlæti sem alls ekki gildi fyrir augliti Guðs.“ Höfundurinn kallar faríseana góða borgara. Jesús kallar þá hræsnara, blinda leiðtoga, blinda heimskingja. f Matt. 23. stendur: „Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálf- ir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. — Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar, þér gjaldið tíund af myntu anís og kúmeni en hirðið ekki um það sem mikilvæg- ast er í lögmálinu, réttlæti, mis- kunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.“ (Matt. 23,23.) Ásetningur faríseanna með verkum sínum var einnig rangur. Markmið þeirra var ekki dýrð Guðs heldur eiginn heiður: „Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkund- um, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum." (Matt. 23,5.) í hugvekjunni segir ennfremur: „Með þessum orðum er Jesús ekki að segja að við þurfum að vera miklu betri en farísearnir til þess að eignast eilíft líf.“ Þessu get ég alls ekki samsinnt. Jesús sagði nákvæmlega að við þyrftum að vera miklu betri en farísearnir. Og hann aðvarar okkur: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: „Herra, herra,“ ganga inn í himnaríki, heldur sá einn er gjörir vilja föður míns.“ (Matt. 7,21.) Höfundurinn heldur áfram: „Jesús er að opna augu okkar fyrir því að leið verkaréttlætisins er vonlaus. Við getum aldrei í eigin krafti gert okkur hæf fyrir Guðs ríkið.“ Hver heldur slíku fram? En það er mismunur á því að segja að við getum ekki gert okkur hæf í eigin krafti og að við getum það ekki með hjálp Jesú. Hvað sagði Jesús? Hann sagði ekki: „Þér getið alls ekkert gjört." Hann sagði: „Án mín getið þér alls ekkert gjört." Á þessu tvennu er reginmunur. í Galatabréfinu segir: „Trú starfar í kærleika." (Gal. 5,6.) Og í Jakobsbréfi stendur: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og ein- hver yðar segði við þau: „Farið í friði, vermið yður og mettið," en þér gefið þeim ekki það sem lík- aminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfu sér, vanti hana verkin." (Jak. 2,14.) Að lokum þetta, kristnir bræð- ur: Við eigum að gera verk okkar fyrst og fremst Guði til dýrðar, eins og Páll postuli segir í Kor. 10,31: „Hvað sem þér gjörið þá gjörið það allt Guði til dýrðar." HÖGNI HREKKVÍSI /BRTU EKKI AÐ FARA AE> KOMA?" ekki sundrung Samstöðu Erla Kristjánsdóttir og Jenný Sig- urðardóttir skrifa: „Við lifum á öld framfara og tækni og heyrum nær daglega um nýjar uppgötvanir. Sumar eru til bóta, en sumar leiða því miður til hins verra. Þar má nefna vopna- framleiðsluna. Öllum kemur saman um að nauðsynlegt er að koma á friði í heiminum, en greinir á um leiðir til þess. Þetta aðkallandi mál verður því deiluefni og veldur oftar sundrungu en samstöðu. Hvað er hægt að gera? Ef eitt- hvert ráð er til, er það þá ekki þess vert að reyna? Hvernig væri að við reyndum að skilja ofbeldið f sjálfum okkur og reyndum fyrst að vinna bug á því, ætli samband okkar við aðra færi þá ekki batn- andi? Samvinna tæki við af sam- keppni, samhugur af sundurlyndi, samstaða af sundrungu. Myndum við þá ekki standa saman og koma mörgum góðum málum áfram? Svo er þetta með uppeldið. Kannski er það sterkasta vopnið til þess að bjarga heiminum. Hvernig fólk viljum við að börnin okkar verði? Viljum við raunveru- lega að þau taki tölvur fram yfir mannleg samskipti og láti jafnvel tölvurnar um að svæfa börnin sín? Nei, varla. En erum við ekki sofn- uð á verðinum? Forsetinn okkar sér fram í tím- ann. Með bókmenntaverðlaunun- um vill hann lyfta þjóðinni yfir þessa lágkúru sem hún er að falla í. Hann hvetur þjóðina til að skapa menningarverðmæti og síð- ast en ekki síst vill hann auka virðingu fyrir góðum bókmennt- um og lestri góðra bóka. Með þetta í huga skiljum við að verðlaun eru ekki takmark í sjálfu sér, heldur hvatning. Þess vegna mega þau ekki verða deiluefni. Við skulum vera þakklát fyrir að eiga slíkan þjóðhöfðingja sem alls staðar er þjóð sinni til sóma. Með ósk um bjarta framtíð í friði, krafti og gleði." Myndi gleyma hrakspá Orwells llalldór Hauksson skrifar: „Velvakandi! Ég er sammála mönnunum tveimur, sem skrifað hafa til þín og óskað eftir því að fá bresku hljómsveitina Queen til landsins á listahátíð 1984. Queen er ein besta rokk- hljómsveit heims og hefur verið það í mörg ár. Því til sönnunar nægir að nefna lagið Bohemian Rhapsody, sem er eitt besta rokklag, sem samið hefur verið. Flestar þær hljómsveitir, sem nefndar hafa verið í sambandi við listahátíð, eru uppáhald sér- staks aldurshóps. En svo er ekki með Queen. Ég þekki til dæmis bæði börn, unglinga og fullorðið fólk sem heldur upp á Queen. Fyrir mitt leyti get ég næstum fullyrt það, að ég myndi gleyma hrakspám Orwells, ef ég fengi tækifæri til að sjá tónleika með Queen á því herrans ári 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.