Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 67 Þessi mynd var tekin í júní 1978, er Solzhenitsyn var veitt heiðursnafnbót við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum fyrir bókmenntaafrek sín. Dögun vonarinnar AÐEINS glötun þess æðra innsæis, sem kem- ur frá Guöi, gæti hafa fengið Vesturlönd til þess að fallast möglun- arlaust á áframhaldandi þjáningar Kússlands eftir heimsstyrjöldina fyrri, er landið var sundurtætt af hópi mannæta, eða til þess að samþykkja sams konar sundurlimun á Austur-Evrópu að síðari heimsstyrjöldinni lok- inni. Vesturlönd skynj- uðu ekki, að þetta var í rauninni upphaf langrar þróunar, sem boðar ógæfu fyrir allan heim- inn. Vesturlönd hafa meira að segja gert tals- vert til þess að flýta fyrir þessari þróun. Að- eins einu sinni á þessari öld hafa Vesturlönd sameinað krafta sína (í baráttunni gegn Hitler) en ávöxtur þess sigurs er fyrir löngu farinn for- görðum. Andspænis mannætunum hefur hin guðlausa öld okkar upp- götvað hið fullkomna deyfilyf; verzlun. Slíkt er hið átakanlega há- mark á vizku nútímans. Veröld okkar nú hefur náð því marki, að hefði henni verið lýst fyrir fyrri öldum, þá myndi hún hafa kallað fram ópið: „Þetta er dómsdagur." Samt sem áður höf- um við vanizt þessari veröld og líður meira að segja vel í henni. Dostojevsky varaði við því, „að miklir atburðir gætu gerzt, án þess að við værum andlega undir þá búin“. Það er einmitt þetta, sem hefur gerzt. Og hann spáði því, að „heiminum yrði aðeins bjargað, eftir að hann hefði verið haldinn anda hins illa“. Hvort heiminum verður bjargað í reynd, á eftir að koma í ljós. Það verður komið undir samvizku okkar, and- legri skarpskyggni, einstaklings- bundinni og sameiginlegri við- leitni okkar andspænis skelfi- legum aðstæðum. En það er þegar orðið að staðreynd, að hinn illi andi fer eins og hvirfilvindur sigri hrósandi um allar fimm heimsálf- ur jarðarinnar. Hrap niður í hyldýpið Við erum vitni að eyðileggingu heimsins, hvort sem henni er þröngvað upp á heiminn eða hann gengur sjálfviljugur henni í mót. Öll tuttugasta öldin er að sogast ofan í hringiðu guðleysis og sjálfs- eyðileggingar. Þetta hrap niður í hyldýpið hefur á sér hliðar, sem ná óvéfengjanlega til heimsins alls og eru hvorki háðar stjórn- málakerfum né efnahagslegu og menningarlegu þróunarstigi, hvað þá heldur þjóðlegum sérkennum. Og Evrópa nútímans, sem virðist svo ólík Rússlandi frá 1913, er nú á barmi sama hruns þrátt fyrir allt það, sem náðst hefur eftir öðrum leiðum. Mismunandi heimshlutar hafa farið mismunandi leiðir, en í dag nálgast þeir allir þröskuld sameiginlegs sannleika. Sú tíð var til í sögu Rússlands, að hugsjón þjóðfélagsins var hvorki frægð né auður eða efnis- legur ávinningur, heldur líf, sem mótaðist af trúnni. Rússland var þá gegnsýrt af rétttrúuðum krist- indómi, sem var trúr kirkjunni, eins og hún var á fyrstu skeiðum hennar. Rétttrúnaður þessa tíma náði að vernda þjóðina gagnvart oki erlends hernáms, sem stóð í meira en tvær aldir en gat á sama tíma hrundið af sér ranglátum sverðshöggum vestrænna kross- fara. Á þessum öldum varð rétt- trúnaðarkirkjan í landi okkar helzta fyrirmynd þjóðarinnar í hugsun og persónumótun, en einn- ig að því er snerti daglegt líf, hvaða verkefni skyldu fyrst leyst af hendi í hvaða starfi sem var, skipulagningu vikunnar og ársins í heild. Trúin var hið mótandi og sameinandi afl þjóðarinnar. Lævíst eitur En á 17. öld varð rétttrúnaðar- kirkjan í Rússlandi fyrir alvarleg- um áföllum af ógæfusömum, inn- byrðis klofningi. Á 18. öld skapað- ist ójafnvægi í landinu af völdum þeirra breytinga, sem Pétur keis- ari kom á með valdi og hentuðu efnahagslífinu, ríkinu og hernum en voru á kostnað trúarinnar og þjóðlífsins. Og samtímis þessari einhliða upplýsingastefnu Péturs keisara fann Rússland fyrir fyrsta andblæ veraldarhyggjunnar. Læ- víst eitur hennar sýrði mennta- stéttirnar er leið á 19. öldina og opnaði marxismanum braut. Er byltingin var gerð, höfðu mennta- menn í Rússlandi í raun og veru glatað allri trú og á meðal hinna ómenntuðu var styrkur hennar í hættu. Enn einu sinni var það Dostoj- evsky, sem dró þá ályktun af frönsku stjórnarbyltingunni og hinu sjóðandi hatri hennar á kirkjunni, að „bylting verður nauðsynlega að byrja með guð- leysi". Þetta er fullkomlega satt. En aldrei áður hafði heimurinn þekkt jafn skipulagt, herskátt og hatursfullt guðleysi og það, sem marxisminn boðar. Innan heim- spekikerfis Marx og Lenins og innst inni í sálarfræði þeirra er hatrið á Guði hið knýjandi afl og mikilvægara undirstöðuatriði en allar stjórnmála- og efnahags- kenningar þeirra. Herskátt guðleysi er ekki tilvilj- anakennt aukaatriði í stefnu kommúnismans heldur aðalatriði. Til þess að ná djöfullegu mark- miði sínu þarf kommúnisminn að ráða yfir fólki, sem hefur enga trúar- eða þjóðernistilfinningu og þetta hefur í för með sér, að út- rýma verður hvoru tveggja alger- lega. Kommúnistar halda báðum þessum markmiðum fram opin- skátt og koma þeim í framkvæmd jafn opinskátt. Hve mjög hinn guðlausi heimur þráir að eyði- leggja trúna, nve mjög trúin skal eyðilögð, var leitt í ljós með þeim samsærisvef, sem umlukti tilraun- ir þær til þess að myrða páfann, er gerðar voru fyrir skömmu. Píslarvottar rétttrúarinnar Þriðji áratugur 20. aldarinnar í Sovétríkjunum varð vitni að linnulausri röð fórnarlamba og píslarvotta á meðal þjóna rétt- trúnaðarkirkjunnar. Tveir erki- biskupar voru skotnir og hafði annar þeirra, Venyamin frá Pét- ursborg, verið kosinn í almennum kosningum í biskupsdæmi sínu. Tikhon yfirbiskup lenti sjálfur í höndunum á Cheka-GPU (leyni- lögreglu bolshevika) og dó við grunsamlegar kringumstæður. Fjöldi annarra biskupa lét lífið. Tugir þúsunda af prestum, munk- um og nunnum, sem reynt var að þröngva til þess að hafna trúnni, sættu pyndingum, voru skotnir í kjöllurum, sendir í fangabúðir, gerðir útlægir til hinna óbyggi- legu freðmýra lengst í norðri eða settir út á götuna á gamals aldri án húsaskjóls og viðurværis. Allir þessir kristnu píslavottar mættu dauða sínum óbugaðir fyrir trúna. Afneitanir á trúnni voru fátíðar og langt á milli þeirra. Tugmiljónum saman var leik- mönnum meinaður aðgangur að kirkjunni og þeim var bannað að ala börn sín upp í trúnni. Trúaðir foreldrar voru aðskildir frá börn- um sínum og varpað í fangelsi en börnin látin snúa baki við trúnni með hótunum og lygum. Því má með rökum halda fram, að hinni tilgangslausu eyðileggingu á land- búnaði Rússlands á árunum eftir 1930 (er kulakarnir voru reknir burt og landið þjóðnýtt, sem hafði í för með dauða 15 milljóna bænda án nokkurs efnahagslegs tilgangs) var framfylgt af slíkri grimmd fyrst og fremst í þeim tilgangi að eyðileggja þjóðlega lífshætti okkar og uppræta trúna á meðal bænda okkar. Sömu andlegu spill- ingarstefnunni var beitt alls stað- - ar í hinum herðneskjulega heimi „Gulag“-eyjaklasans, þar sem menn voru hvattir til þess að halda lífi með því að fórna lífi annarra. Takmarkalaus grimmd Og aðeins guðleysingjar sviptir allri skynsemi gætu hafa tekið ákvörðun um jafn takmarkalausa grimmd og nú er í undirbúningi í Sovétríkjunum og framin skal gegn sjálfu rússneska landinu. Áformað er að snúa við farvegi fljótanna í norðri og raska þannig lífinu í íshafinu en láta vatnið renna til suðurs í átt til lands- væða, sem þegar hefur verið stór- spillt með fyrri, álíka fífldjörfum „kommúnistískum byggingaraf- rekum“. Um stutt skeið, er Stalín þurfti á auknum styrk að halda vegna baráttunnar gegn Hitler, tók hann af óskammfeilni sinni upp vin- samlega afstöðu til kirkjunnar. Þennan blekkingarleik, sem haldið hefur verið áfram á síðari árum af Brezhnev með sýndarbókmennt- um og öðrum ytri umbúðum, hafa Vesturlönd því miður haft til- hneigingu til þess að taka sem góða og gilda vöru. Samt má dæma þá festu, sem trúarhatur kommúnismans byggist á, eftir fordæmi frjálslyndasta leiðtoga þeirra, Nikita Khrushchevs, því þótt hann hafi gert margar mikil- vægar ráðstafanir til þess að auka frelsi, þá endurvakti hann sam- tímis þá æðiskenndu áráttu Len- íns að eyðileggja trúná. Kristin hefð lifir áfram En það er eitt, sem þeir áttu ekki von á. í landi, þar sem kirkjur hafa verið jafnaðar við jörðu, þar sem sigri hrósandi guðleysi hefur hamazt óbeizlað í tvo þriðju hluta aldar, þar sem þjónar kirkjunnar hafa verið auðmýktir endalaust og sviptir sjálfstæði sínu, þar sem það, sem eftir er af kirkjunni er þolað aðeins í áróðursskyni gagn- vart Vesturlöndum, þar sem fólk er sent enn þann dag í dag í nauð- ungarvinnubúðir vegna trúar sinnar og þar sem þeim í sjálfum fangabúðunum er stungið í refsi- klefa, sem safnast saman á pásk- um til bænahalds; þeir gætu ekki átt von á því, að kristin trú megn- aði að lifa áfram í Rússlandi undir þessu oki kommúnismans. Það er satt, að milljónum samlanda okkar hefur verið spillt og þeir eyðilagðir andlega með þessu guð- leysi, sem hið opinbera hefur kom- ið á. Samt sem áður eru þar enn til milljónir trúðra manna. Það eru aðeins ytri þvinganir, sem koma í veg fyrir, að þeir tali upphátt. En eins og alltaf á tímum ofsókna og þjáninga hefur tilfinningin fyrir Guði í landi mínu öðlazt mikinn næmleika og dýpt. Það er hér, sem við sjáum dögun vonarinnar. Því hversu háskalega sem kommúnisminn hrúgar upp skriðdrekum og eldflaugum, hversu langt sem hann nær í því að leggja jörðina undir sig, þá verða örlög hans þau, að hann nær aldrei að sigra kristindóminn. Við útför rússneska skáldsins Alexanders Tvardovskys í Moskvu 1961 Tvardovsky var á meðal kunnustu Ijóðskálda Sovétríkjanna og þekktur fyrir frjálslyndi. Ekkja Tvardovskys stendur til vinstri við Solzhenitsyn á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.