Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 9

Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 57 renndu sér því niður með hjólin upp. Það tókst með ágætum og þeir 25 menn sem í vélunum voru kom- ust allir lífs af, ómeiddir að mestu. B-17-vélarnar voru síðastar til að lenda, þær höfðu mest bensín, og notuðu flugmenn þeirra tímann á meðan til að hafa samband við bækistöðvarnar og tilkynna um nauðlendinguna. Björgunarleiðangur á hundasleðum Tveimur dögum seinna var flog- ið yfir nauðlendingarsvæðið og sleppt niður svefnpokum, mat, læknisvörum og öðru sem að gagni mætti koma. Mennirnir voru him- inlifandi yfir þessari sendingu, en ennþá höfðu þeir enga hugmynd um það hvernig þeir kæmust úr prísundinni. Flugherinn reyndi þrotlaust að útvega flugvél sem gæti lent á ísnum og sótt þá, en tókst ekki að finna flugvél með snjóiendingarskíðum, sem hafði nægjanlegt flugþol til að fljúga frá strandstöðvunum til nauðlend- ingarstaðarins og til baka aftur. Það varð því úr að flokkur manna á hundasleðum var gerður út í björgunarleiðangur, þótt flugher- inn væri vantrúaður á að tækist að bjarga mönnunum á þann hátt. En það tókst. Hundasleðaflokkur- inn náði til mannanna níu dögum eftir nauðlendinguna og tókst að koma þeim heilum á húfi til strandarinnar og ferja þá þaðan á litlum báti yfir í strandgæsluskip sem beið þeirra fyrir utan. Björg- unin hafði heppnast fullkomlega og mennirnir voru fluttir til BW-l-stöðvarinnar. sem flugmennirnir fengu frá eigin stöðvum þegar þeir sneru aftur til Græniands. Öll samskipti við stöðvai'nar fóru fram á dulmáli, en af öryggisástæðum var breytt um dulmál á hverjum degi og höfðu flugmennirnir sérstakt túlkunarkort fyrir hvern dag. Þeg- ar flugvélarnar sneru aftur til Grænlands var kominn nýr dagur og áttu flugmennirnir því að nota túlkunarkort þessa nýja dags. Það láðist þeim hins vegar að gera og túlkuðu veðurlýsinguna með dulmálslykli gærdagsins. Með öðr- um orðum, veðurlýsingin sem þeir fengu var rétt, hún sagði þeim að völlurinn á BW-1 væri lokaður, en flugmennirnir túlkuðu boðin skakkt og flugu til BW-1. Ef flugmönnunum hefði ekki orðið á þessi mistök og þeir flogið strax áleiöis til BW-8, hefði nauðlend- ingarævintýrið aldrei gerst. Miðunartækið mátti ekki komast í hendur Þjóðverja Og þá er komið að þriðja mikil- væga atriðinu sem kom í ljós þeg- ar málið var rannsakað. í B-17-vélunum voru nýuppfundin sprengjumiðunartæki, mjög ná- kvæm, sem Þjóðverjar höfðu ekki yfir að ráða. í flugvélunum var sérstakur útbúnaður til að eyði- leggja þessi miðunartæki ef til þess kæmi að flugmennirnir þyrftu að yfirgefa vélarnar. Þetta var mjög mikilvæg öryggisráð- stöfun til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar kæmust yfir þessa nýju tækni. En seinna uppgötvað- ist að láðst hafði að eyðileggja Ein P-38 vélanna á jöklinum. Myndin er tekin skömmu eftir lendingu og sjást lendingarförin enn í snjónum. P-38 hefur 52 feta vænghaf, er um 40 fet á lengd og 6 feta há, án hjóla. Hún gat hraðast flogið á 380 mflna hraða á klukkustund og hafði flugþol í 6 stundir með því að losa sig við eldsneytist- ank. Aðeins einn flugmaður flaug þessum vélum. Boðin komu frá þýskum kafbáti Við rannsókn málsins eftirá komu margir athyglisverðir hlutir í dagsljósið. í fyrsta lagi, að óund- irrituðu boðin sem vélunum bár- ust, þess efnis að snúa aftur til Grænlands, höfðu ekki verið send af flugher okkar, þau komu hvorki frá BW-1 eða BW-8, heldur frá þýskum kafbáti við austurströnd Grænlands. Þetta var í fyrsta skipti sem Þjóðverjar afhjúpuðu þá staðreynd að þeim hefði tekist að ráða dulmál okkar. Með einni orðsendingu tókst þeim, í þessu tilfelli, að gera átta flugvélar bandamanna óvirkar allt stríðið. Og það er ekki fyrr en í dag, þann 3. ágúst 1983, að þeim vísinda- mönnum sem ég beini þessum orð- um mínum til, hefur tekist að finna og staðsetja nákvæmlega allar flugvélarnar átta, þar sem þær liggja grafnar undir snjónum. Rangur dulmálslykill Annað mikilvægt atriði sem fram kom við rannsókn málsins var í tengslum við veðurlýsinguna, miðunartækin í annarri B-17-vél- inni. Og nú er komið að mínum þætti í þessu máli, en mér var fal- ið það verkefni að fara aftur á nauðlendingarstaðinn og sækja miðunartækin áður en þau kæm- ust í hendur Þjóðverja. Ég var á þessum tíma við skyldustörf í Boston, og þaðan flaug ég til Grænlands með hundana mína sex og tókst mér að komast hingað á þennan stað sem við erum nú á, ná í miðunartækin og færa þau yfir- mönnum mínum. Það var ekki nóg að eyðileggja tækin, ég varð að fara með þau aftur til baka, sem sönnun þess að mér hefði tekist að leysa verkefnið af hendi. Ég var nefnilega einn í ferðinni. Fyrir mig er þessi dagur, 3. ág- úst 1983, stórkostlegur dagur. Það eru 14.906 dagar frá því að flugvél- arnar nauðlentu hér, en nú hefur þessum þremur nákvæmu og gætnu vísindamönnum tekist að segja nákvæmlega fyrir um stað- setningu allra vélanna. Það er mér mikill heiður og forréttindi að til- einka ykkur, Helgi, Jón og Arn- grímur, þessa frásögn. Þakka ykk- ur fyrir." Þýtt/ GPA Cathiodermie? Cathiodermie er þekkt húömeöferö upprunnin í Frakklandi. Meöferöin hefur náö mikilli útbreiöslu í t.d. Frakklandi, Bretlandi og USA. Cathiodermie bæði mýkir og hreinsar húðina. Cathiodermie hentar öllum húögeröum, því notuö eru sérstaklega útbúin gel fyrir hverja húögerö. PATHIODERMIE: Djúphreinsar, örvar efnaskipti húöarinnar þannig aö endurnýjun húðfruma veröur hraðari, húðin veröur því sléttari og mýkri. Við meðferöina er notaö sérstakt CATHIODERMIE tæki frá RENÉ GUINOT ásamt tilheyrandi geli og vökvum. RENÉ GUINOT snyrtivörurnar eru afar mildar og aö mestu unnar úr jurtum. Fólki meö viökvæma ofnæmis- húö viljum viö benda á aö viö höfum fullkomnar upplýs- ingar um öll innihaldsefni vörunnar. RENÉ GUINOT framleiöa fjölbreytt úrval snyrtivara fyrir allar húögeröir. Útsölustaðir: Reykjavík: Snyrtistofan Ásýnd, Garðastræti 4. Akureyri: Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23. Einkaumboð fyrir RENÉ GUINOT á Islandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.