Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 ÁSTA HRÖNN OG FINNBOGI Það tekur á að vera trommari Lítið eitt um góða hljómsveit Betra er seint en aldrei, segir máltækið. Upphaflega áttu þessi skrif að birtast fyrir nokkru síðan, en á því varð töf og þar sem mál- tækið útskýrir málið þá látum við hana koma núna. Hljómleikaskrif verða vonandi að föstum lið hér í Blöndungnum og eftir því sem hermt er þá virð- ast þau vera vel þegin. Að minnsta kosti er alltof lítið gert af því að gefa þessum hlutum gaum. Safarí hefur verið sá staður sem fremst- ur hefur farið í þessum efnum og eftir bestu heimildum þá virðist einhver gróska vera á unglinga- staðnum D-14, en frá honum og starfseminni þar verður sagt síð- ar. Nokkuð hefur verið um að nýjar hljómsveitir hafi spreytt sig í Saf- arí og er ein þeirra hljómsveit Einars Jónssonar, Tíví. Ekki varð betur heyrt á leik þeirra en að hér fari afbragðsgott band, þrátt fyrir að ýmsir smáhlutir megi betur fara. Það sem gerir Tíví að frekar óvenjulegri hljómsveit er að í henni eru tveir kvenmenn. Önnur sér um söng á móti Einari og hin styður fingrum á hljómborð af mikilli leikni. Aðrir félagar eru Bjarni bassi og óviðjafnanlegur Siggi Reynis á trommur. Lögin sem bandið spilaði eru flest á upptökum sem hún hefur nú gert. Þessar upptökur hefur Blöndungur fengið að heyra og satt best að segja fer þar ansi gott efni. Ekki er nein ástæða til annars en að óska Einari til hamingju og vonandi gefur hann fleirum tæki- færi til að heyra á hljómsveitina. FM/AM Svarar þú heidarlega þegar vinkona spyr þig hvernig þér lítist á nýja kærastann? JA Það gleður mig þegar einhver treystir mér og tekur mark á því sem ég er að segja. Það er nú bara einu sinni svo að maður gerir sér ekki eins vel grein fyrir hlutunum þegar maður er ástfanginn. Fjög- ur augu sjá líka betur en tvö. Eg myndi segja mína meiningu á nýja félaganum en varlega. Ef ég kynni vel við hann (hana) væri þetta ekkert vandamál, ef ég kynni ekki við hann (hana) myndi ég skýra það út hvað færi í taugarnar á mér. Þannig gæti ég líka kannski hjálpað. Ég hef það á tilfinning- unni að ef ég væri spurð þá væri sem vinkona mín gæti ekki alveg gert sér sjálf grein fyrir því hvernig strákurinn væri, vegna rósrauðra skýja. Ég myndi líka ætlast til þess að vinkona mín svaraði mér af heilum hug, ef ég spyrði hana hvernig henni litist á nýja félagann minn. Anna Sigga. NEI Mér finnst tilgangslaust að æt'a að svara þessari spurningu heið- arlega. Annað hvort er vinkona mín að leita eftir hrósi eða þá að hún er ekki viss í sinni sök. Ég vil heldur ekki hafa nein áhrif á hana með því að segja af eða á. Seinna, þegar sambandið hefur farið á annan veg en hún ætlaði, segir hún kannski ásakandi: „Og þér sem leist svo vel á hann.“ Hvað svo ef mér líkar ekki við manninn, til hvers myndi það þá leiða að ég færi að ota að minni skoðun. Vin- konan sem sér allt í gegnum rós- rauð gleraugu finnst ég smásálar- leg, jafnvel afbrýðisöm, það gæti skaða vináttuna illa og það vildi ég ekki. Fyrir utan þetta allt sam- an þá er tæknilega ekki hægt að gefa skýrslu um einhvern sem maður varla þekkir. Jóhanna G. Nýtt og tímabært blað Blöð og tímarit hafa alla tíð ver- ið (að minnsta kosti síðan dag- blöðin fóru af stað hér áður fyrr) stór hluti af flest öllum? Flest þessara blaða flytja efni almenns eðlis til lesandans, en einnig eru til, og það engin smá fjöldi þegar að er gáð, sérrit sem fjalla einung- is um eitt einskorðað efni eða eitthvað örlítið meira. Á erlendum tungumálum eru til þvílík ósköp af þessum blöðum að erfitt er fyrir ókunnugan að átta sig á þeim. En maðurinn er misjafn og það vita ritstjórar blaðanna. Þrátt fyrir að öll þessi sérrit gangi vel hér í sölu þá hefur ekki mikið bor- ið á að framtaksamir íslendingar kíli á útgáfu einhverra sérrita. Samt, sem betur fer hefur örlítið líf verið að færast í þetta og þá má nefna sérrit íþróttamanna og kvikmyndablaðið. Og fyrir stuttu bættist í hópinn nýtt blað. Það heitir Rafeindin og er sérrit um allskyns rafeindaiðnað, og hljómtæki, myndbönd, tölvur og íslenskan rafeindaiðnað. Ekki þarf að efa að þau mörgu áhuga- sömu ungmenni sem unna hljóm- tækjum og góðri tónlist fagna þessu nýja blaði. Að minnsta kosti er timi til kominn að allur sá fjöldi ungmenna sem áhuga hefur á ofangreindu fá lærdóm sinn og upplýsingar einhvers staðar ann- ars staðar frá en sölumönnum og vina tali. í fyrsta tölublaði Rafeindarinn- ar er að finna nokkrar góðar greinar og þá meðal annars hlutdræga grein um laser-spilar- ann, grein um staðsetningu hátal- aranna, hljómplötugagnrýni og grein um ritvinnslu með tölvu. Frá sjónarhóli Blöndunga ættu allir að finna eitthvert efni í blað- inu við sitt hæfi, svo lengi sem þeir láta umhverfið sig einhverju varða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.