Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Á FJÖLUNUM STEINDOR HJÖRLEIFSSON Ástarpungarnir hennar Margrétar runnu Ijúflega niður með kaffínu og fiatbrauðið með hangikjöt- inu hefði getað sómt sér í konungsveislum. Steindór talar um að hann hafí allt- af forðast viðtöl; kysi helst að þurfa ekki að standa við einhverjar yfírlýsingar og hugsa upp gáfuleg svör við spurningum blaða- manna. Við sátum í eld- húsi þeirra hjóna í Garða- bænum og ræddum um eitt og annað í leikhúslíf- inu þar til Margrét þurfti að bregða sér í bæinn og við Steindór fluttum okkur uppá loft. Þegar við höfðum komið okkur þar fyrir spurði ég Steindór að gömlum og góðum íslenskum sið hvaðan hann væri af landinu. — Frá Hnífsdal í Eyrarhreppi og get enn ekki sætt mig við að þeir skyldu samþykkja að samein- ast ísafirði hér um árið. Nú heyrir maður í fjölmiðlum hnífsdælsku aflaskipin sögð vera frá ísafirði. Pabbi átti litla trillu og reri á sumrin á Djúpið með okkur strák- ana sína sem háseta. „Æskan" hét trillan og við rerum með línu aðal- lega, kolanet líka, og á haustin var smokkurinn næstum árviss. Þegar ég stækkaði var ég á stærri bát á dragnótaveiðum hjá frænda mín- um og smávegis var ég á reknetum og línu. Já, mig langaði mikið á þessum árum að verða skipstjóri en ég varð fljótlega svo asskoti nærsýnn að það voru allir búnir að koma auga á baujuna löngu á und- an mér. Það er víst ekki hægt að vera sjómaður upp á þau býti. Varstu lengi í skóla? Nei, skólaganga mín varð ekki löng. Sem unglingur var ég í Reykjanesskólanum í einn vetur, sem reyndar var ekki nema þrír mánuðir í þá daga. Þar var skóla- stjóri Aðalsteinn Eiríksson, merk- ur skólamaður og góður kennari. Svo fór ég í gagnfræðaskólann á ísafirði. Þar réði Hannibal Valdi- marsson ríkjum. Hjá honum var gott að vera og hans samvalda kennaraliði, Helga Hannessyni, Haraldi Leóssyni, Gústaf Lárus- syni og rithöfundunum, Þórleifi Bjarnsyni og Guðmundi Hagalín, til að nefna nokkra þeirra. Ég minnist þess alltaf þegar ég sé „Góða dátann Svejk" í bókaskápn- um, þegar Gústaf blessaður kom með hana í síðasta tíma fyrir jól og reyndi að lesa úr henni kafla fyrir okkur. Honum fannst hún svo skemmtileg og var svo yndis- lega hláturmildur að hann varð að hætta lestrinum fljótt. Þetta gerð- ist báða þá vetur sem ég var í skólanum og aðrir nemendur hafa sagt mér að þessa „tilraun" hafi hann að öllum líkindum gert ár- lega. Nú, eða þá bókmenntasögu- tímarnir hjá Hagalú. Og annan veturinn kenndi Helgi Hannesson okkur Esperanto. Ég sé mikið eftr því að hafa ekki haldið áfram með það tungumál. Það ku vera hægt að bjarga sér á því víða austan- tjalds. Meiningin var að fara í Mennta- skólann á Akureyri, en síldin brást um sumrið svo ekkert varð út því. Kannski var það bara gott því á þessum árum hefði ég trú- lega ekki haft kjark til þess að leggja í leiklistarnám ef ég hefði verið kominn með stúdentspróf. Mig hefur eiginlega skort þau fjörefni i sálina sem skapa sjálfstraustið finnst mér stundum. Eg var semsagt farin alvarlega að hugsa um að verða leikari á þess- um árum. Ég veit ekki hvernig það byrjaði, hafði gaman af ljóðum og las mikið, las fyrir mömmu, hún var góður hlustandi. Ég gat líka hermt dálítið eftir í þá daga; sér- staklega naði ég prestunum úr út- varpinu nokkuð vel. Mamma hló að mér og það þótti mér gott. Ég gerðist kennari í Súðavík. Þá var ég 17 ára. Ég ætlaði sðan í kenn- araskólann, því ég hafði lesið við- tal við Harald Björnsson, en hann var kennari og leikari. Auðvitað kom ekki til greina í þá daga að hafa það að fullri atvinnu að vera leikari. Hugsa sér muninn í dag að geta haft atvinnu af hobbíinu ...! Og fórstu í kennaraskólann? Nei, ég fór nú reyndar aldrei i þann skóla, en ég fór suður og fékk vinnu á eyrinni og við hitt og þetta, svona þar til ég loks fékk fast starf í Landsbankanum og komst í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Mitt fyrsta hutverk fékk ég hjá Leikfélagi Reykjavík- ur 1947. Það var ekki óalgent að leikarar væru líka bankamenn á þessum árum. Nei, nei, hjá LR voru fleiri bankamenn starfandi sem leikar- ar á kvöldin, Brynjolfur, Indriði Waage, Jón Leós og Valur Gisla- son var líka lengi bankamaður. Það var mikil spenna i leiklist- arlífinu á þessum árum enda Þjóð- leikhúsið i burðarliðnum. Þegar það hóf starfsemi sina fékk ég að vera með, lék til dæmis i öllum þremur „opnunarsýningunum" og fékk tvisvar stutt frí frá bankan- um til að æfa þar. Það var æft á daginn og leikið flest kvöld vik- unnar. Munaði ekki minnstu að Leikfé- lagið leggði upp laupana þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa? Jú, en sem betur fer gerðist það nú ekki. En 14 helstu leikarar LR réðust til Þjóðleikhússins og margir töldu örlög Leikfélagsins ráðin. Nú er Borgarleikhúsið að rísa af grunni svo við getum glaðst yfir því að LR hélt lífi og heilsu. Og þú varst um kjurt í gömlu Iðnó? Já. Ég var áfram í bankanum og svo æfðum við á kvöldin það er að ÖLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA Amsterdam flug og gisting FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 Verðfrá kr. 13-100 Höfóar til .fólks íöllum starfsgreinum! Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 ib Verö til atvinnubif.stj. 608.670. Sérstakur afsl. af árg. ’82 109.570. 499.100 6cyl. - 225 cu. in. - Sjálfskiptur - Aflstýri Aflhemlar- Styrkt fjödrun - Styrktirdemparar Electronisk kveikja JÖFUR HF MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 71 Morgunblaðid/Emilía. segja þegar ekki var leikið. Eg lenti fljótlega í stjórn LR og var þar ritari í átta ár, varaformaður í tvö og formaður í 15 ár. Þetta er aldarfjórðungur; drottinn minn!, segir Steindór og andvarpar. — Það var mikill og góður skóli finnst mér nú að fá tækifæri til að vinna með öllum þessum merku leikhúsmönnum, Lárusi Pálssyni, Indriða Waage, Haraldi Björns- syni, Amdísi Björnsdóttur, Reg- ínu Þórðardóttur, Helgu Valtýs- dóttur, Ingu Þórðardóttur, Lárusi Ingólfssyni, Lárusi Sigurbjörns- syni, Gunnari R. Hansen, Brynj- ólfi Jóhannessyni, Auróru Hall- dórsdóttur, Alfreð Andréssyni, Nínu Sveins, Gesti Pálssyni svo ég nefni aðeins þá sem ekki eru leng- ur hér á meðal okkar. Og svo vannstu hjá sjónvarpinu. Ég var dagskrárstjóri Lista- og skemmtideildar fyrstu árin. 1964 var í fyrsta skipti fastráðinn hóp- ur Ieikara hjá LR og smátt og smátt færðist starfið í það form sem í atvinnuieikhúsum tíðkast, æft á daginn og leikið a kvöldin. Þá var ég deildarstjóri í Seðla- bankanum. 1965 hafði ég æft stórt hlutverk í „Sjóleiðin til Bagdad“ eftir Jökul, hússkáld leikfélagsins, og notaður var matartíminn og tíminn eftir lokun bankans til æf- inga. Svo kom upp sú hugmynd að fá ársfrí frá bankanum en áður en það var fengið, fékk ég „tilboð" um þetta starf við sjónvarpið. Þar átti ég að byrja svona smátt og smátt eins og sagt var. Ég greip þetta og allt í einu var ég hættur að vera bankamaður eftir 19 ár og var orð- inn „prófessjónal" leikari og verð- andi sjónvarpsmaður. Saknaðir þú ekki bankastarfs- ins? Það trúir mér kannski enginn þegar ég segi að það hafi verið skemmtilegt að vinna í bankanum. Þar var mikið af góðu fólki. Það hefur verið gaman að vinna við sjónvarpið á fyrstu árum þess. Sem svar við þessu seildist Steindór í allsérstakt og grínakt- ugt blað sem kom út á 10 ára af- mæli sjónvarpsins ... Þú finnur held ég bara svar við þessu hérna, segir hann og bendir á klausu sem ber yfirskriftina, „Of seint að reka mig“. Þar segir m.a. „ ... é g var starfsmaður sjónvarpsins u.þ.b. eitt þúsund daga, kannski eitt þús- und og einn og þessi 1001 nótt og dagur var hreint ævintýri eins og sögurnar frægu. Það var örugg- lega gæfa sjónvarpsins hve ungir starfskraftar réðust þangað í upp- hafi og þeir fáu sem ekki gátu tal- ist ungir að árum voru ungir í anda. Ekki vantaði hrakspárnar, en enginn lét þær á sig fá. Þegar við Emil (Björnsson) komum að stofnuninni hafði verið ákveðið það verð sem við máttum greiða fyrir erl. dagskrárefni. Það ku hafa verið ákveðið að setja slíkan taxta að ráðum írska sjónvarps- ins. Við höfðum ekki telelx þá og ekki mátti nota símann milli landa. Byrjað var að skrifa bréf og leita fyrir sér víða um heim, en undirtektirnar voru ekki uppörv- andi. Það reyndi oft fjandi mikið á taugarnar hve erfitt var að fá frambærilegt efni fyrir þennan skítaprís. Þegar sýnishorn bárust vorum við spenntir að skoða. Oft fór ég beint úr Iðnó og upp í sjón- varp og skoðaði filmur fram undir morgun ... ekkert nema von- brigði, allt nauðaómerkilegt. Og nú minnist ég fyrstu reisu minnar til London til efniskaupa vorið ’66. Tíminn var orðinn naumur, ákveðið var þá að byrja sjónvarp í ágúst og ekkert efni hafði verið ákveðið af útvarpsráði. Hjá vinum okkar í Osló fékk ég að nota telex og gat pantað viðtöl og efnisskoðun í London hjá mörgum fyrirtækjum, oft mörgum á dag. Til London hélt ég hlaðinn ráð- leggingum og fyrirbænum, en líka með þá ferlegustu matareitrun og magapínu sem ég hef fengið á ævinni. En ég varð nauðugur vilj- ugur að fara á alla staðina og skoða og semja og prútta. 1 hverju fyrirtæki þurfti ég fyrst af öllu að komast að því, á sem minnst áber- andi hátt, hvar salernið var. Ég var með töluverðan hita og áreið- anlega landi og þjóð til stór- skammar. Ég kom heim með nokkuð af dgskrárefni, meðal ann- ars „Dýrlinginn" fræga. Útvarps- ráð velti þessari „seríu“ lengi fyrir sér, þótti hún nokkuð „töff“. það sem þeir vissu aldrei var að ég hafði þá þegar orðið að festa kaup á 39 þáttum hjá Kaufmann (sölu- stjóri hjá ITC) bara til að komast sem fyrst á klósettið. Það var komið kvöld og með kvöldinu kom rigningin, sem þetta sumar verður frægt fyrir í annál- um. Steindór fylgdi mér til dyra og þar sem við stóðum í forstof- unni og kvöddumst, læddust inn um bréfalúguna skattseðlar heim- ilisfólksins og ég var ekki seinn á mér að segja, bless. — ai. lllllllPanasonic sssvs//s///s/f//wí ittHitnm i < < t i i *i m ÍMfawW UNVNMMlwNl.léirfuN Panasonk. p ) ■ c n * Vktec C*w«« tteconíer NV-333 OuwW 0 m ‘ ' , « mmt *- « w « mm-'Vtx Panasonic nv-333 Nýtt tœki á betra veröi meö f leiri möguleikum Hér eru nokkrir góðir punktar: • Quarts stýrður beindrifinn mótor. • Quarts klukka. • Myndskerpustilling. Nýtt. • 14 daga upptökuminni. • 8 stöðvaminni. • Skyndi tímaupptaka OTR frá 30-120 mín. Nýtt. • Fín editering (Tengir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni). Sjálfvirk fínstilling á móttakara. Góð kyrrmynd. Myndleitari. Hraðspólun með mynd, afturábak og áfram Sjálfvirk bakspólun. Rakaskynjari. 8 liða fjarstýring fáanleg. § aöe^ .. sté*: KAUPFELAG umBUÐIN HÉRAÐSBÚA KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA STRANDGÖTU 28 ð ISAFIRÐI JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 MUSIKOG MYNDIR AKUREYRI SEYÐISFIRÐI/REYÐARFIRÐI VESTMANNAEYJUM Djúpivogur: Kaupfélag Berufjarðar. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Tálknafjörður: Bjarnarbúð. Hella: Mosfell. Akranes: Studioval. Borgarnes: Kaupfélagið. Hornafjörður: Radioþjónustan. lllllllPanasonic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.