Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 59 Michail Botwinnik Paul Morphy Adolf Anderssen Francois André Philidor Siegbert Tarrasch Aaron Nimzowizsch exander Aljechin átti erfitt með að stjórna sjálfum sér, og átti í miklum erfiðleikum með að um- gangast áfengi. Nr. 5 Bobby Fischer (1943) — The Killer. Fischer, sem er sonur þýsks eðlisfræðings, varð skák- meistari Bandaríkjanna aðeins 14 ára gamall og ári seinna tókst honum að ná stórmeistaratitli. 1972 varð hann heimsmeistari í einvígi aldarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann sigraði þar Bor- is Spasský 7:3. Hann neitaði að verja heimsmeistaratitilinn, þar sem Alþjóðaskáksambandið neit- aði að fara að kröfum hans um breytt fyrirkomulag á heims- meistaraeinviginu. Hann var sviptur heimsmeistaratitlinum ár- ið 1975. Fischer lagði skák- mennsku algjörlega á hilluna og gerðist meðlimur í sértrúarflokki. Einn þeirra rithöfunda sem hafa skrifað um Fischer lýsir honum svo: „Maður finnur hversu með- aumkunarlaus Fischer er þegar harkan skín úr svip hans.“ Nr. 6 Anatolij Karpov (1951) — hinn nýi Capablanca. Hinn ríkjandi heimsmeistari í skák hefur um langan tíma verið besti skákmað- ur heims. Enginn núlifandi stór- meistara getur státað af jafn góð- um árangri á stórmótum (alþjóð- legum). Sjaldan sjást hjá stór- meistaranum flóknar leikfléttur, en aftur á móti, eins og hjá Capa- blanca, hárnákvæm taflmennska. Karpov, sem er fæddur í Zlatours, hefur varið titil sinn tvisvar gegn hinum landflótta Kortschnoi (1978/1981) og telst til heldri borgara Sovétríkjanna. „Mér er tvennt kært,“ segir Karpov „skák- in og marxisminn." Samt sem áð- ur ekur Karpov um á Mercedes og á ekki minna en 1,5 milljónir doll- ara í peningum og frímerkjum á reikningi sínum í Sviss! Nr. 7 Michail Botwinnik (1911) — vls- indamaðurinn. Botwinnik, fyrrum heimsmeistari í skák, fyrst 1948 til 1956 og svo 1957 til 1963, er fæddur í Leningrad. Hann er eini heimsmeistarinn eftir stríð sem ekki einungis helgaði sig skáklist- inni heldur sinnti einnig starfi sínu. Hann þróaði fyrsta skákpró- grammið fyrir tölvur. Auk þess vann hann að vísindalegum að- ferðum skákþjálfunar. Hann upp- götvaði Karpov og kenndi Gary Kasparov, sem er talinn munu taka við heimsmeistaratitlinum af Karpov. Allir sem Botwinnik þekkja telja hann afburða gáfaðan einstakling. Nr. 8 Paul Morphy (1837) — fyrsti skáksnillingurinn. Morphy, sem er fæddur í New Orleans og var lögfræðingur að mennt, lét sér nægja að einbeita sér að skákinni í eitt ár! 1858 til 1859 ferðaðist hann um gjörvalla Evrópu og gjörsigraði alla sterkustu skák- menn á þeim tíma af miklu öryggi. Hin svokallaða klassíska skák réði þá ríkjum og kom hann fram með mörg afbrigði sem enn eru í fullu gildi. Hann varð sinnisveikur (1869) sem margir telja tilkomna vegna þess að þegar hann tefldi gegn mörgum meisturum lék hann á sama tíma við aðra í huganum. Hann lést árið 1884. Nr. 9 Adolf Anderssen (1818) — hinn sígildi skákmaður. Úm miðja síð- ustu öld lagði hann alla stórmeist- ara Evrópu að velli við skákborðið. Hann lærði tafl af föður sínum 9 ára að aldri, en fyrst 21 ári seinna tók hann þátt í alvöru keppni. Fram að þeim tíma menntaði hann sig sem best í stærðfræði og heimspeki. Skákin varð aldrei í fyrirrúmi hjá honum. f 12 ár var Anderssen óopinber heimsmeist- ari í skák. Hann lést í heimaborg sinni, Breslau, 1879. Eins og Morphy var hann óvenjulega hug- myndaríkur og margar skákflétt- ur hans voru stórskemmtilegar. Nr. 10 Francois André Philidor (1726) — byltingarmaður. Hann telst upphafsmaður frönsku „gaman- óperunnar“, léttra ópera. A „Café de la Regence" í París tefldi hann við frönsku heimspekingana Voltaire og Rousseau. Hann tefldi einnig við Robespierre í tvennum skilningi, á taflborðinu og í póli- tík. Hann flutti til Englands vegna frönsku byltingarinnar (og lést þar árið 1795). Hann gerði til- kall til heimsmeistaratitilsins frá 1747 og var að mörgu leyti bylt- ingarmaður í skákinni, sérstak- lega hvað varðaði nákvæmar „sundurgreiningar". Frægasta setning hans er án efa: „Peðin eru sálirnar í leiknum." Nr. 11 Siegbert Tarrasch (1862) — uppeldisfræðingurinn. A árunum 1885 til 1914 náði hann bestum árangri á stórmótum allra skák- manna er uppi voru á þeim tíma. Hann vann fullan vinnudag sem læknir rétt við Nurnberg. Tarr- asch, sem fæddurer í Breslau, er þó betur þekktur fyrir bók- menntaverk sín en afrek í skák- inni. Stuttu fyrir andlát sitt sagði hann: „Af bókum mínum hefur öll kynslóðin lært betri skák.“ Tækni hans var mikil, en honum tókst aldrei að verða heimsmeistari. Emanuel Lasker sagði um Tarr- asch: „Skákkenningar virðast mik- ilvægari fyrir hann en baráttan við taflborðið." Nr. 12 Aaron Nimzowitzsch (1886) — nýrómantíkerinn. Hann fæddist í Riga, en bjó í Danmörku. Á árun- um 1925 til 1929 náði hann frá- bærum árangri á stórmótum. Hann er þekktastur fyrir þær um- breytingar sem hann gerði og nefndar hefa verið nýrómantík. Nimzowitzsch lést árið 1935. And- stæðingar hans kvörtuðu oft sáran yfir hversu vel hann sá alltaf við þeim með snjöllum leikjum. Bók hans „Mitt kerfi" er af mörgum talið eitt besta verk skákbók- menrtanna. verö frá kr. 6.950.- Gíralaust — 2ja gíra — 3ja gíra — 5 gíra — 10 gíra og 12 gíra. D.B.S. reiöhjól hafa margsannað yfirburði sína viö íslenskar aöstæður. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.