Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Flokkur af „Þjóðverjadrósum“ og „kvenkvistlingum" á leið til réttarhalda við stríðslok 1945. Ella hlaut svipuð örlög og margar þeirra, á árunum eftir stríðið. Flutningaskipið var með fjögur þúsund manns um borð. Farþeg- unum var staflað saman eins og síld í tunnu, á þilfari og í lest. Það hélt úr höfn 1. júlí. Einn daginn man Ella sérlega vel. M.a. spurði ungur norskur læknir hana, hvort hún vildi ekki verða eftir í Noregi með barnið þangað til það yrði tveggja ára. Þýskaland væri ekki vænlegt til uppvaxtar fyrir ung börn. Að sjálfsögðu iðrar nú þessa rosknu konu að hún tók orð lækn- isins ekki til greina. Framtíðin varð öll önnur en hún hafði hugs- að sér. Sá hluti Þýskalands, sem Ella kom til hafði ekki orðið sérlega illa úti í stríðinu. f stórum drátt- um hafði stríðsvélin farið rólega framhjá þessum smábæ norðar- lega í Þýskalandi, þar sem Ella átti að eiga heima. Tengdafaðir hennar átti litla trésmiðju og eig- inmaður hennar fékk þar strax vinnu. „Gott að koma heim“ Ella man það, að matur var af skornum skammti fyrstu árin, en yfirleitt komst þó fjölskyldan sæmilega af. Henni varð ljóst að aðrir bjuggu við miklum mun lak- ari kjör þegar hún kom til Berlín- ar árið 1947. Hún fékk næstum taugaáfall. Hvarvetna haugar af rústum og hungrað fólk. Þá kom það Ellu ekki í hug að þarna ætti hún að eiga heima í framtíðinni. Örlögin voru allhliðholl fyrstu árin í Þýskalandi. Hún kunni vel við sig eftir að hafa lært málið. Árið 1947 ól hún aðra telpu. Brýrnar til gamla landsins voru ekki með öllu brenndar. Ella komst aftur í fyrsta sinn til Nor- egs 1956, eftir „krókaleiðum", að því er hún segir. Nokkrum árum heim. Það hafði enginn framar horn í síðu minni. Mér var tekið opnum örmum. Við skulum nú hlaupa yfir nokk- ur ár. Nú er Ella einsömul í smá- íbúð í Austur-Berlín. Hún er mjög einmana og lífið færir henni litla gleði. Sex ár eru liðin frá því að hún flutti frá friðsæla smábænum í Norður-Þýskalandi. Maður hennar hefur tekið saman við aðra konu en þó hefur löglegur skilnaður ekki farið fram. Ella flutti til Berlínar af því að önnur dóttirin, Gerður, bjó þar. En hún dó 6. nóv- ember 1982. Ella er bitur. Dauði dótturinnar hefur lagst þungt á hana. Henni finnst lífið svo tilgangslaust. Það er svo erfitt að sætta sig við þá hugsun að dóttirin er horfin henni fyrir fullt og allt. „Ekki vegna þín“ Gerður var yndisleg og góð stúlka, segir Ella og tárin falla niður vanga hennar. — Hún var of góð fyrir þennan heim, og lífið fór ekki alltof vel með hana. Gerður giftist Þjóðverja og eignaðist stúlkubarn með honum, Inger að nafni, sem er nú að verða fimmtán ára. — Hún er komin út á hættulega braut í Vestur- Þýskalandi, og ég, amman, get ekki hjálpað henni. Hjónabandinu lauk með skiln- aði fyrir fáum árum. Gerður tók saman við Júgóslava og giftist honum. Hann bjó í Vestur-Þýska- landi. Eftir langvarandi baráttu og þref fékk Ella leyfi stjórnvalda í alþýðulýðveldinu til að taka Ing- er með sér til Vestur-Berlínar. Gerður var mjög veik. Hún var haldin asma sem ágerðist og hafði aðra sjúkdóma í för með sér. Berl- ín, sem er full af reyk er ekki heppilegur staður fyrir þá sem þjást af asma. Gerður varð veikari og veikari og hlaut því oft að dvelja á sjúkra- húsi, segir Ella. En ég fékk aldrei leyfi til þess að heimsækja hana og ekki heldur fyrir andlátið, bæt- ir hún við lágum rómi. Þung var reynslan. Hún varð ör- væntingarfull og til einskis gagns. Hún bjó aðeins nokkra kilómetra þaðan sem dóttirin lá fyrir dauð- anum, en fékk hreint nei við því að skreppa snöggvast vestur fyrir járntjaldið. Ég hljóp frá einni skrifstofu til annarrar. Fólk yppti bara öxlum. Eina skýringin sem ég fékk var þessi: Það er ekki þér að kenna að þú færð ekki brottfararleyfi! Eins og það væri nokkur hugg- un. Það var hræðilegur tími fyrir þessa örvingluðu konu. í grennd lá dóttir hennar á banabeði, en hún gat enga huggun eða hjálp veitt henni. „Varð næstum vitstola" Síminn var eini tengiliðurinn við sjúkrahúsið. Allan daginn þeyttist Ella fram og aftur frá einum símaklefanum til annars, til þess að fá fréttir hjá læknum og hjúkrunarkonum um líðan dóttur sinnar. Ella brestur í grát við tilhugs- unina um það sem gerst hefur. Þegar dóttirin var að dauða komin sögðu systurnar á sjúkrahúsinu að hún væri alltaf að kalla á mömmu sína. — Ég var að því komin að verða vitstola, segir hún og and- varpar þungan. Nú ásakar hún sjálfa sig fyrir að hafa ekki verið enn harðari við yfirvöldin. Hún hafði hvort sem var engu að tapa. — Mér var neit- að og ég sætti mig við það. Ég er nú einu sinni þannig upp alin, seg- ir Ella. Seinasta kvöldið man hún ljóst. Að venju símaði Ella til sjúkra- hússins handan múrsins. Þá var 61 henni sagt, að dóttir hennar væri dáin fyrir stundarfjórðungi. Ekki gáfu yfirvöldin Ellu heldur leyfi til þess að vera við greftrun- ina. Yfirmaðurinn á vinnustað hennar samþykkti fyrir sitt leyti að hún fengi að fara, en lögreglan harðneitaði. Fyrir skömmu fékk fjölskyldan leyfi til að flytja öskuna til smá- bæjarins í Norður-Þýskalandi, þar sem Gerður ólst upp. Það er þó nokkur bót í máli eftir allt sem á undan er gengið. — Ég hef ekki verið með sjálfri mér á þessum erfiðu tímum, og mér finnst að nú líði mér eitthvað betur, segir Ella. En tíma vandamálanna er ekki lokið. í Vestur-Berlín er dóttur- dóttirin komin á hála braut. Hún hefur strokið hvað eftir annað frá barnaheimilinu þar sem hún býr. Og nú sem stendur veit enginn hvar hún heldur sig. Vesalings Inger, hún fékk því miður slæmt uppeldi. Þegar hún var þrettán ára, var henni nauðgað af fóstur- föður sínum. „Það er gott að hitta aðra Norðmenn" Það sem er allra erfiðast fyrir Ellu er að vita að barnabarnið er á villustigum, án þess að eiga mögu- leika á því að hjálpa henni. — Mér hefur oft liðið illa. En ég er orðin vön því að harka af mér, segir Ella. — Það er gaman að hitta Norðmenn. Við vorum einmana árum saman og fáar fengu tæki- færi að hitta gamla landa sína. Á 17. maí hátíð fyrir tveim árum rakst ég á norska konu. Og þá kom það í ljós, að hún bjó í nágrenni við mig og hafði gert það lengi. — Stundum hefur mig langað til að hafa í höndum norska bók til að lesa í, en það er stranglega bannað að fá lesefni frá Noregi. Ég á Björnson á þýsku, en það er mér ekki nóg. Mér finnst ég ein- mana og sit hérna dag eftir dag. Þuríður, annað barnabarn mitt, er mér til gleði. Hún er eini sólar- geislinn minn. Ella stendur á svölunum, þegar ég held heiman frá henni. Hún veifar hendinni og hrópar, „Auf Wiedersehen". Hún lokar hurðinni á eftir sér og hverfur aftur inn til sín. Inn til hugsana sinna. Auglýsing um frekari frestun á greiðslum af verótryggöum lánum ÚR BYGGINGARSJÓÐI RÍKISINS OG BYGGINGARSJÓÐI VERKAMANNA Samkvæmt bráðabi rgðalögum nr. 57 frá 27. maí 1983 Ákveðið hefur verið að framlengja til og með 1. september nk. frest þann, sem auglýst var hinn 22. júní sl. að veittur yrði þeim einstaklingum, sem tekið hafa verðtryggð lán úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. júlí 1974 og úr Byggingarsjóði verkamanna frá 1. júlí 1980. Athygli er vakin á því, að viðbótarfrestur þessi nær aðeins til þeirra lána, sem voru á gjalddaga hinn 1. maí sl. Að öðru leyti eru óbreyttar og í fullu gildi reglur þær um frestun á greiðslum af verðtryggðum lánum stofnunarinnar, sem fram komu í auglýsingu hennar hinn 22. júní sl. Reykjavík, 11. ágúst 1983. c§3 Húsnæðisstofnun ríkisins Hvítt er ekki bara hvítt. Við bjóðum hvíta liti, beinhvítt, hrímhvítt, antikhvítt, hvítt og vaxhvítt Látid Hörpu gefa tóninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.