Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 15

Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 63 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Nú þegar blómkálið er farið að stinga upp sínum fagra kolli er tímabært að huga að blóm- kálsmatreiðslu. Hausarnir hafa nú undanfarið verið býsna smá- vaxnir, ekki að undra í þessari líka tíð, og hafa líkast til minnt á forplöntur sínar. Upphaflega urðu blómkálshöfuðin vfst ekki miklu stærri en tennisbolti, en eftir kynbætur undanfarin 200 ár eða svo hefur tekizt að efla vöxtinn mjög. Okkar ágæta veðrátta vinnur reyndar öflug- lega á móti þroska blómkálsins, en það er þó ekki öll von úti enn um að veðrið leggi plöntunum lið... Það þarf reyndar ekki að fara langt í matreiðsluhugleiðingum, þegar blómkál er annars vegar. Það er svo ágætt hrátt. Það er ljómandi forréttur, skorið í vendi og borið fram eitt sér, eða ásamt öðru grænmeti, svo hver og einn geti fengið sér að vild, e.t.v. með góðri sóSu og heima- bökuðu brauði. Brauðið má gjarnan vera volgt og e.t.v. kryddsmjör með, þá er sósa óþörf. ítalir bera grænmeti gjarnan fram hrátt í skálum með ísmolum eða ísvatni. Frísk- leg hugmynd ... Svo er hægt að sjóða kálið, annaðhvort heilt eða í vöndum. Það soðnar jafnar hlutað í vendi, en það er einkar skemmtilegt borið fram heilt. Það er tilvalið að gufusjóða blómkál og það fást víða nokk- urS konar málmkörfur, sem er hægt að setja í flesta potta, og ætlaðar til að gufusjóða í. Þá er vatn sett í pottinn og karfan ofan í, án þess þó að fljóti inn í hana. Þegar suðan kemur upp, er grænmetið sett í körfuna og lokið vel á. Það á við um blómkál eins og annað grænmeti, að það á ekki að sjóða lengur en nauðsyn kref- ur, aðeins svo það verði mjúkt í gegn, en fari ekki í mauk, og gjarnan má vera svolítil fyrir- staða innst. Blómkál er gott i sérstaka grænmetisrétti, en einnig sem meðlæti með kjöti. Ostur er afar góður með blómkáli. Nýmalaður pipar og nýrifið múskat er krydd sem er gott með blómkáli. Lítiilega soðið blómkál er afar gott í pæa. Og það á einkar vel við í pastarétti. Ef þið hyggizt sjóða heil blómkálshöfuð, er bezt að hreinsa þau með því að leggja höfuðin í kalt vatn, ásamt nokkrum msk. af ediki og láta standa í um 20 mín. Edikið sér til þess að allt kvikt skríður út úr kálinu og ætti ekki að gera ykkur lífið leitt við matborðið. Heil höfuð þurfa að sjóða í um 15—20 mín., en blómkál skorið í vendi þarf aðeins um 5 mín. suðu. En styðjizt ekki við klukk- una í blindni, heldur fylgizt með kálinu í pottinum. Hér á eftir fylgja svo blóm- kálsréttir. Góða skemmtun! Soöið blómkál meö möndlusmjöri og eggjabátum Þessi réttur er hugsaður sem forréttur, en er einnig ljómandi sem léttur málsverður. Blóm- kálshöfuð er soðið heilt eða þá skorið niður í vendi og borið fram með möndlusmjöri og harðsoðnum eggjum, skornum í fyrir með blómkálinu, þegar það er borið fram. Snöggsteikt blómkál meÖ sesamfræjum og sojasósu (Handa fjórum) Kínverjar kunna einkar vel að fara með grænmeti, eru t.d. ekk- ert að ofsteikja það. Hér er stungið upp á að snöggsteikja blómkál svona í kínverskum anda. Þessi réttur sómir sér vel sem forréttur eða léttur aðal- réttur, líkt og rétturinn hér að ofan, en hann er einnig góður sem meðiæti með kjöti, eða þá með pasta og þar hafið þið þá nokkuð matarmikinn og seðj- andi rétt. Það má sums staðar fá Blómkál báta. Þið verðið að þreifa ykkur áfram með skammtana, þeir fara eftir því hvernig rétturinn er borinn fram, þ.e. hvort eitt- hvað fer á eftir. Heimabakað brauð á einkar vel við þennan rétt. Uppskriftin að smjörinu er miðuð við fjóra. 100 gr smjör, 2 msk ólífuolía, 50 gr möndluflögur, eða gróft saxaðar möndlur, 1 hvítlauksrif, fínsaxað, nýmalaður pipar (1—2 msk fínsaxað kapers) 1 Bræðið smjörið ásamt olífuolí- unni. Látið möndluflögurnar taka lit þar í. Bætið hvítlaukn- um í og látið hann mýkjast í smjörinu, en ekki brúnast, því þá verður bragðið að honum leiðinlega biturt. Piprið smjörið, bætið kapers í, ef þið notið það, og berið það fram með sjóðandi 1 heitu kálinu. Þetta smjör getið þið reyndar einnig notað sem ídýfu fyrir hráa blómkálsvendi. Ef þið viljið hafa mikið við, getið þið borið fram fyllt egg í stað eggjabátanna. Þá skerið þið harðsoðin egg í tvennt að endi- löngu, takið rauðuna úr og hrærið hana með smjöri eða rjóma, og kryddið hana ögn með jurtum og frönsku, ósætu sinn- epi og svo pipar og gjarnan með múskati. Úr þessari blöndu getið þið svo búið til kúlur, sem eru settar þar sem rauðan var, eða sett blönduna í með skeiðum. Eggjabátunum er svo komið kínverskar núðlur, og það fer vel á að nota þær hér. Þær eru soðn- ar rétt eins og aðrar núðlur, þ.e. stutt og alls ekki of lengi í nægu vatni. Sesamfræ eru notuð hér. Þau fást sums staðar í litlum glösum innan um krydd, en það er mun betra að kaupa þau í heilsuvöru- búðum eða þar sem heilsuvörur fást, því þar er þau oft að fá í vænum pokum fyrir skikkanlegt verð. Kaupið endilega þau dökku, með hýðinu á, en ekki hvít og fægð fræ. í hýðinu eru dýrmætar trefjar og bætiefni, og eins þrána þau hvítu mun fyrr. um 700 gr blómkál, skorið í litla vendi, 2 msk matarolía, gjarnan maísolía, 2 tsk engiferduft, gjarnan nýrifið, 2 msk ekta sojasósa, ekki sósulitur (1 msk þurrt sérrí, ef vill) 2 msk ristuð sesamfræ 1 Byrjið á því að risa seamfræ á þurri pönnu, þar til þau fara að hoppa á pönnunni. Hristið pönn- una, svo þau ristist jafnt. Hellið fræjunum af pönnunni. 2 Hitið olíuna á pönnunni þar til hún er orðin vel heit. Blóm- kálsvendirnir eru nú snögg- steiktir ásamt engiferduftinu í rjúkandi heitri olíunni og hrært í pönnunni um leið. Gætið þess að blómkálið sé þurrt, annars soðnar það en stiknar ekki. Ef pannan er lítil, steikið þá kálið í fleiri en einni umferð. Galdur- inn við þessa kínversku steik- ingaraðferð er að steikja við há- an hita og hræra stanslaust í um leið. Og það á aðeins að steikja kálið stutta stund, um 2 mín. eða svo, þar til það er mjúkt í gegn, en veitir tönnunum þó enn mót- stöðu. 3 Blandið saman sojasósu og sérríi, ef þið notið það, dreypið því yfir kálið, látið það hitna augnablik, stráið fræjunum yfir og berið síðan fram. Látið rétt- inn ekki bíða, þá missir kálið þann stinnleika sem það á að hafa eftir steikinguna. Ef ykkur sýnist svo, getið þið borið sojasósu fram með kálinu, e.t.v. bætta með ögn af þurru sérríi. Blómkál með kart- öflum og osti (Handa fjórum) Ef þið eigið afganga af soðn- um kartöflum, þá er hér tilval- inn réttur til að nota þær. Ella getið þið soðið kartöflur til að nota í þennan rétt. Þetta er ljómandi réttur einn sér, sem léttur málsverður, en einnig sem meðlæti með kjöti eða fiski. um 6 soðnar kartöflur, skorn- ar í sneiðar, um 500 gr blómkál, skorið í vendi og soðið í um 3 mín. 1 dl kaffirjómi eða rjómi 200 gr rifinn ostur, t.d. jarlinn eða óðalsostur, nýmalaður pipar og nýrifið múskat. 1 Setjið ofninn á 200°, eða annan hita, ef það hentar ykkur betur. 2 Smyrjið eldfast form og raðið kartöflusneiðum og blómkáli til skiptis í fatið, hafið kartöflu- sneiðar neðst og blómkál efst. Notið svolítið af ostinum milli laga og kryddið. Hellið rjóman- um yfir, kryddið og setjið af- ganginn af rifna ostinum efst. Bakið nú réttinn í um 15—20 mín., þar til allt er vel heitt í gegn og osturinn bráðinn og gylltur. Þetta er bæði vermandi og mettandi réttur. 1 staðinn fyrir kartöflur er hægt að nota pasta, sem er þá soðið hæfilega, bland- að blómkáli, osti, rjóma og e.t.v. smjörklípu og kryddað, en að- eins bakað í um 10 mín. við 200° Handa fjórum er hæfilegt að nota um 500 gr af pasta, ef þetta er aðalréttur, en sá skammtur dugir handa um 6, ef pastað er meðlæti með t.d. kjöti. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Amerískur og um það þarf ekki fleiri orö. 6 manna lúxus bíll Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraður Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Digital klukka -Fjarstýrður hliðarspegill - Litað gler ib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.