Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 8

Morgunblaðið - 14.08.1983, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 „Þið nálgist þau mörk þar sem ekki verður aftur snúið“ — frásögn Norman Vaughan, heimskautafara, af nauðlendingarævintýri átta bandarískra flugvéla á Grænlandsjökli í seinni heimstyrjöldinni HÉR Á EFTIR fer frásögn Norman D. Vaughan, þekkts heimskautafara, á nauðlend- ingarævintýri flugvélanna átta á Grænlandsjökli í seinna stríði. Vaughan var með í leitarleiðangrinum núna í sumar, en hann tengdist málinu á sínum tíma, því hann var sendur af flugher Bandaríkjanna til nauðlendingarstaðarins, eftir að tekist hafði að bjarga mönnunum, til að ná í sprengjumiðunartæki sem flugmönnunum láðist að eyðileggja. Fór hann einn í þessa för, sem þótti mikið afrek. Vaughan tók þátt í ferðum á Suðurpólinn á árunum 1928 til ’30, og var m.a. í leiðangri Byrds árið 1929. Þrjú þúsund metra hátt fjall á Suðurpólnum er nefnt eftir honum, heitir Vaughans Mountain. Hann hefur fjórum sinnum tekið þátt í þrjú þúsund km langri hundasleðakeppni í Alaska, þar sem hann er búsettur núna. Síðast tók hann þátt í keppninni í fyrra, þá 75 ára gamall, og komst í mark. Frásögn þessa las Vaughan inn á spólu fyrir þá Helga Björnsson, Jón Sveinsson og Arngrím Hermannsson. Helgí Björnsson og Norman Vaughan spá í málin. Ned Gillette, bandarískur fréttamaður fylgist med. Ljösmynd: Arngrímur Hermannxnon. Þriðji ágúst, 1983. Nafn mitt er Norman Vaughan, ég er Bandaríkjamaður og gegndi fyrrum herþjónustu í bandaríska flughernum. Þeir sem ég tala þessi orð til eru Helgi Björnsson, Jón Sveinsson og Arngrímur Her- mannsson, en þessir þrír vísinda- menn komu til bækistöðva okkar hér á austurströnd Grænlands, Tom-cat, í þeim tilgangi að leita uppi átta flugvélar sem legið hafa grafnar undir ísnum í 42 ár. Framleiðendur Winston-vindl- inga, R.J. Reynolds-fyrirtækið, hefur styrkt þennan leiðangur fjárhagslega og gert hann þar með mögulegan. Bækistöðvunum var komið hér upp snemma í sumar, en íslensku vísindamennirnir komu hingað fyrst fyrir sjö dögum. Það vildi svo til að strax sama dag og þeir settu upp tæki sín „urðu þeir var- ir“, eins og þeir orðuðu það, með öðrum orðum, tæki þeirra greindu ójöfnu undir ísnum, sem gaf til kynna að á þessum stað kynni að leynast utanaðkomandi hlutur. Þetta eru mjög varkárir menn og vildu þeir ekkert um það segja á þessu stigi hvort þarna gæti verið um flugvél að ræða eða ekki. Síð- ari athuganir þeirra leiddu hins vegar í ljós að þessi hlutur, sem þeir urðu varir við þennan fyrsta dag, var einmitt flugvél. Hugsið ykkur það, strax fyrsta daginn sem þeir reyndu fundu þeir flug- vél. Tilgangur minn með að segja þessa sögu er sá að gera grein fyrir bakgrunni þess hvers vegna og hvernig á því stendur að þessar átta flugvélar eru hér á kafi í ís á Grænlandsjökli. Lagt af stað frá BW 8 Þann 15. júlí 1942 lögðu átta flugvélar af stað áleiðis til íslands frá Syðra-Straumsfirði, sem þá gekk undir nafninu „Blue West 8“, en þarna var önnur af tveimur herstöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi í stríðinu. Hin var nefnd „Blue West 1“ og var við Narsarssuaq. Til að skýra það fyrir ykkur hvers vegna vélarnar voru á þessari leið, verð ég að geta þess, að áður fyrr höfðu P-38 orustuvélarnar verið ferjaðar yfir Atlantshafið með birgðaskipum. En kafbátar Þjóðverja voru at- kvæðamiklir og sökktu mörgum birgðaskipum, og þar með gífur- B-17 sprengjuvélin. önnur af tveimur „fljúgandi virkjum“ sem nauðlentu á jöklinum. Myndin er tekin árið 1942. Vélin hefur 103 feta vænghaf, er 65 feta löng og stélhæðin er 18 fet. Hún vegur 25 þúsund pund, en gat borið 10 þúsund pund af sprengiefni. Hámarkshraði B-17 var 180 mflur á klukkustund og hún hafði flugþol í 10 til 12 stundir. Venjulega var tfu manna áhöfn á þessum vélum, þar af tveir flugmenn. legum fjölda þessara orustuflug- véla. Það var því ákveðið af hers- höfðingjum okkar í Pentagon að reyna að fljúga þessum vélum til Evrópu, en það var álitið mögulegt með því að vélarnar tækju elds- neyti á ýmsum áfangastöðum á leiðinni. Sá heimsfrægi hershöfð- ingi Paul Tibbett stjórnaði fyrsta ferjufluginu og honum tókst að koma fyrstu P-38 vélunum til Englands með þessum hætti. Þetta var önnur ferðín, og var hún nefnd „Bolero Tom-cat“. I ferðinni voru tvær B-17 leiðsöguvélar, svokölluð „fljúgandi virki", og sex P-38, en þær höfðu auknefnið „eld- ing“. „Snúiö aftur til Grænlands“ Þeir lögðu af stað frá BW-8 áleiðis til íslands. Á leiðinni yfir hafið reyndu flugmenn B-17 vél- anna að ná sambandi, bæði til ís- lands og BW-8-stöðvarinnar, en fengu ekkert svar. Þeir héldu Norman Vaughan sinnir skriftum við matarborðið. Þannig var hann alla áfram að kalla upp stöðvarnar, en daga, sögðu Islendingarnir. l.jósmynd: Heigi Björnsson. án árangurs. En þá fá þeir skyndi- lega eftirfarandi boð á dulmáli sem flugher Bandaríkjanna not- aði: „You are approaching the point of no return. Weather in Keflavík going down. Go back to Greenland." („Þið nálgist þau mörk þar sem ekki verður aftur snúið. Veðrið í Keflavík hefur versnað. Farið aftur til Græn- lands.“) Þannig hljóðuðu skilaboð- in og þau voru ekki undirrituð. Þegar flugmennirnir höfðu ráðið skilaboðin héldu þeir auðvitað að þau kæmu frá sínum mönnum og urðu ásáttir um að snúa aftur til Grænlands. Þegar þeir komu til Grænlands kölluðu þeir upp stöðv- arnar, bæði BW-1 og BW-8, og fengu þau boð á dulmáli um að halda til BW-1, því þar væri hægt að lenda. Þeir fljúga til BW-1, en þegar þangað er komið, kemur á daginn að lendingarskilyrði eru ekki fyrir hendi. Þeir gáfu þá frá sér allt dulmál, kölluðu upp stöðv- arnar á ensku og spurðu hvað í ósköpunum þeir ættu að gera. Og svarið sem þeir fengu var: „Farið til BW-8, því sá völlur er opinn." En til þess höfðu þeir ekki nægj- anlegt eldsneyti. Flugmennirnir sjálfir ákváðu því að fljúga aftur til austurstrandar Grænlands, þar sem var heiðskýrt nokkrum mín- útum fyrr þegar þeir flugu þar um. Lent á jöklinum Þegar þangað var komið ákvað flugmaður að nafni MacManners að hann skyldi verða fyrstur til að lenda, enda var eldsneyti hans á þrotum. Hann leit niður á ísbreið-, una og sá ekki betur en að ísinn væri harður og sléttur. Hann tók þess vegna þá ákvörðun að reyna að lenda á hjólunum. Hann bjó sig til lendingar og hafði sólina í bak- ið til að geta notað skuggann af vélinni til að áætla hæðina. Þegar skugginn féll undir vélina snertu hjólin snjóinn og hann hemlaði nokkurn veginn af helmingsafli. En þungi framhjólsins var of mik- ill, það sökk í snjóinn og vélin endasteyptist yfir sig. En aðeins einn hring. Ef hann hefði verið á meiri hraða hefði vélin sennilega farið margar kollsteypur. Honum tókst að skríða út úr vélinni, svo til ómeiddur. Flugmenn hinna vélanna gerðu sér grein fyrir því að þetta var ekki rétta leiðin til að lenda og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.