Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI ir. 182. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óljós framtíð bíður Nkomos Ilarare, 15. ágúst. AP. JOSHUA NKOMO, leidtogi stjórnarandstöðunnar í Zim- babwe, er á heimleið úr fimm mánaða útlegð í Lundúnum, en pólitisk framtíð hans er óviss. Handtökuskipun á hendur Nkomo var numin úr gildi í dag og skýrt var frá að lögregl- an hygðist ekki grípa til neinna aðgerða gegn honum. Nkomo er sagður munu taka þátt í þingfundi á miðvikudag, þar sem fjallað verður um hvort svipta skuli hann sæti sínu í þinginu, þar sem hann hefur verið fjarverandi meira en 21 þingfund. Nkomo, sem leiddi skæru- hernaðinn gegn stjórn hvítra ásamt Mugabe á árunum 1972 til 1979, flýði Zimbabwe 13. marz síðastliðinn. Hann sagði hersveitir Mugabes ætla ráða sig af dögum, og flýði land um Botswana eftir árás á heimili hans. Tvisvar á síðustu dögum hef- ur stjórn Mugabe mistekist að fá tilskilinn þingmeirihluta til að gera Nkomo brottrækan af þingi. í kjölfar þess rétti Mugabe út sáttahönd, en Nkomo sagði aðspurður í dag að þeir Mugabe hefðu ekki gert neitt samkomulag varðandi heimkomu sína. Jóhannes Páll páfi II blessar mannfjölda, sem safnaðist saman við helgistað í Lourdes í suðurhluta Frakklands í gærdag, við upphaf útimessu. Talið er að 150 þúsund pflagrímar hafi verið viðstaddir messuna á seinni degi heimsóknar páfa til Lourdes. Sjá nánari frétt um heimsókn páfa til Lourdes á bls. 18. AP/Símamjnd Bardagahlé í Chad við aukinn vígbúnað Frakka N’Djamena, 15. ágúsl. AP. STJÖRN Hissene Habre forseta ítrekaði þá kröfu sína að Frakk- landsher hæfi beina þátttöku í bar- dögunum gegn innrás Líbýumanna, og var það helzta umræðuefnið á fundi Soumaila Mahamat, upplýs- ingaráðherra Chad, og Guy Penne að- alráðgjafa Mitterrands Frakklands- forseta í málefnum Afríku, en Penne er nú komin til Cameroon eftir sól- arhrings viðdvöl í Chad. Á sama tíma var frá því skýrt að hafnar væru tilraunir eftir diplóm- atískum leiðum að stilla til friðar í Chad. Franskir og líbýskir diplóm- atar ræddust við um helgina í þessu skyni og Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði að Líbýumenn hefðu reynt að þreifa fyrir sér í Bandaríkjunum um leiðir til að stuðla að friði í Chad, en verið ráð- lagt að setja sig í samband við Habre. Bardagar lágu niðri um helgina i Chad og þakkaði Mahamat upplýs- ingaráðherra það viðbúnaði Frakka á þremur stöðum í landinu að upp- reisnarmenn hafa hætt sókn sinni suður á bóginn í bili. Kvað hann Walesa styður leyninefndina Varsjá, 15. ágúst. AP. LECH Walesa veitti samþykki sitt fyrir því i sinni fyrstu opinberu ræðu frá því herlögum var aflétt í Póllandi að efnt verði til mótmælaaðgerða í landinu í næstu viku ef yfirvöld fall- ast ekki á viðræður um að endurlífga óháð verkalýðsfélög. Walesa hélt ræðu sína við aðal- innganginn í Lenin-skipasmíða- stöðinni í Gdansk, eftir að hafa lagt blómsveig að minnisvarða um verkamenn sem féllu í átökum í Gdansk 1970, í tilefni þess að þrjú ár eru frá upphafi verkfalla í Gdansk sem leiddu til stofnunar Samstöðu, samtaka óháðu verka- lýðsfélaganna, sem bönnuð var með herlögum. „Yfirvöld hafa ekki svarað kröf- um leyninefndarinnar," sagði Wal- esa. Hann hvatti nokkur hundruð verkamenn, sem söfnuðust saman við minnisvarðann, að gefa gaum að tilmælum lögreglu um að slíta fundi. „Við skulum hverfa, sjáumst 22. ágúst,“ sagði Walesa, en þann dag hefur verið hvatt til mótmæla í Póllandi ef stjórnvöld fallast ekki á viðræður um endurreisn Samstöðu. Átta ára útlegð og þrælkun Stokkhólmi, 15. ágúst. AP. LKITNESK kona, Lidija Doron- ina, sem er félagi í sértrúarflokki mótmælenda, hefur verið dæmd til fimm ára vistar í þrælkunarbúðum og þriggja ára útlegðar, að sögn lettneskra útlaga í Stokkhólmi. Er hér um að ræða eina hörð- ustu refsingu sem Letti hlýtur fyrir ólöglega stjórnmálastarf- semi, en Doronina hlaut dóm sinn fyrir „aðgerðir er beindust gegn ríkinu". Af hálfu ákæruvaldsins var því haldið fram að á heimili Dor- oninu hafi fundist skjöl sem til- heyrðu hinni ólöglegu friðar- hreyfingu í Sovétríkjunum, sem aðsetur hefur í Moskvu. Doronina var tekin föst í janú- ar og á sama tíma voru tveir sænskir ferðamenn teknir fastir í Lettlandi og reynt að fá þá til að bendla Doroninu við samtök lettneskra útlaga í Svíþjóð. Doronina var fangelsuð í tvö ár fyrir rúmum áratug fyrir að dreifa verkum Alexanders Solzh- enytsin. Hún var ásamt fjöl- skyldu sinni gerð útlæg frá Lettlandi i miklum fjöldahand- tökum 1948, en sneri til sinna fyrri heimkynna 1959. aðstoð Frakka þó ekki duga til að hrekja innrásarsveitirnar til baka, ef Khadafy valdsherra í Líbýu fyrirskipaði nýja sókn suður á bóg- inn. Sagði Mahamat stjórnarherinn undirbúa „frelsun" norðurhérað- anna. Frakkar hafa fjölgað fallhlífa- hermönnum sínum í Chad í a.m.k. 700 og fjórar jagúar-orrustuþotur eru í viðbragðsstöðu á herflugvelli í Mið-Afríkulýðveldinu, tilbúnar að skerast í leikinn. Á sunnudag bætt- ist stjórnarhernum einnig liðsauki frá Zaire, er bandariskar herflutn- ingaflugvélar fluttu 700 sérþjálfaða fallhlífahermenn, en þá eru 2.500 hermenn frá Zaire í Chad til að- stoðar Habre. Frönsku hermennirnir hafa búist til varnar í Salal, sem er 350 km norður af N’Djamena, N’Djamena, Abeche, og í Ati, sem er mitt á milli höfuðborgarinnar og Abeche. Um helgina dró stjórnarherinn sig til baka aftur fyrir víglínu sem liggur milli Salal og Biltine, en lýbískar orrustuþotur ná ekki það langt suð- ur í Chad. Vestrænar heimildir herma að Líbýumenn hafi enn í dag flutt hergögn og liðsauka til Faya- Largaeu. Þá hafa nokkrar sveitir Sukhoi og Mig-22 árásarflugvéla og Mirage-orrustuflugvéla verið stað- settar á herstöð, sem Líbýumenn reistu í borginni Aozou í norður- hluta Chad, sem Khadafy innlimaði í ríki sitt 1973. Talið er að Khadafy hafi fyrir- skipað hlé á bardögum um helgina til að forðast bein átök við franska herliðið í Chad, en Mitterrand for- seti gerði sér vonir um það í upp- hafi að vera herliðsins yrði til þess að halda aftur af Líbýumönnum í Chad. Jarðfræðingur flýr Rússland ()slót 15. áfníst. Frá frétUriUra Mbl. SOVÉZKUR jarðfræðingur leitaði á náðir æðsta yfirvalds Norðmanna á Svalbarða ura helgina og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður í Noregi. Var flogið með hann til Óslóar. Jarðfræðingurinn hefur verið yfirheyrður af löggjafarvaldinu á Svalbarða og er við því búist að hann óski þess þegar fram líða stundir að fá að flytjast til ein- hvers annars vestræns ríkis, jafn- vel Bandaríkjanna. Sovézka konsúlnum á Svalbarða var tvívegis veitt heimild til að ræða við jarðfræðinginn, sem lét þó ekki telja sér hughvarf. Hann kvaðst ekki vilja fara aftur til Sovétríkjanna. Jarðfræðingurinn var í hópi sovézkra vísindamanna, sem stunduðu rannóknir skammt frá bækistöð Sovétmanna í Barents- burg. Reyndu félagar hans ekki að hindra hann í að flýja með norskri þyrlu, sem lenti skammt frá stöð þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.