Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
37
Landbúnaður í Sovét:
Ekki einu sinni
kindarlegur
Hið dularfulla mál Mariiskaya
sauðfjárbúsins er ágætis dæmi um
gloppumynstur sovézks landbún-
aðar. Þegar bú þetta var fyrst sett
á laggirnar í suðurhluta Úralfjalla
fyrir fimm árum, var það blásið
upp sem byltingarkennd hug-
mynd, sem mundi margfalda
framleiðslu. Hugmyndin var ein-
föld: Með því að nota verksmiðju-
aðferðir nautabúa í sauðfjárrækt,
fengist hraðari þynging og fleiri
lömb. Nú hefur Pravda, málgagn
sovézka kommúnistaflokksins,
sent fréttamenn sína til Mariisk-
aya til að meta árangurinn. Mat
þeirra á fyrirtækinu kemst fyrir í
einu orði: þrotabú.
Af þeim 32.000 kindum, sem
mynduðu hinn upphaflega bústofn
og komið var fyrir í hinum risa-
stóru steyptu hlöðum búsins, hef-
ur meira en 20.000 drepizt, aðal-
lega vegna útbreiðslu sjúkdóma
meðal hinna parrökuðu dýra.
Bústjórarnir hafa af biturri
reynslu lært hluti, sem sérfræð-
ingar hefðu getað sagt þeim strax
í byrjun; ef sauðfé er haldið of
lengi í húsi verður það niðurdregið
og vesældarlegt, étur illa og er
hættara við sjúkdómum. Fréttin í
Prövdu sýnir hvernig framafúsum
forsvarsmönnum í landbúnaði
hættir til að henda á lofti óreynd-
ar hugmyndir, sem síðan valda
stórfelldu tjóni.
Pravda lét hjá líða að segja les-
endum sínum frá því, að Izvestia,
dagblað ríkisstjórnarinnar, réðst
Lýsandi dæmi
um ógöngur rík-
iseinokunar
segir í ályktun SFU
um hækkunarbeiðni
Ríkisútvarpsins
„Hækkunarbeiðni Ríkisútvarpsins
á afnotagjöldum er lýsandi dæmi um
ógöngur sem rfkiseinokun á rekstri
útvarps og sjónvarps er komin í,“ seg-
ir í ályktun sem gerð var hjá stjórn
Samtaka um frjálsan útvarpsrekstur
10. ágúst. í ályktuninni segir að Ríkis-
útvarpið hafi hækkað auglýsingar
langt umfram verðlag síðustu tvö ár
og ætli nú að gera það sama með
afnotagjöldin. „Rekstur þessarar
stofnunar kostar sífellt meira og
meira án þess að neytendur finni
breytingu til hins betra í dagskránni,"
segir í ályktuninni.
Þá segir í ályktun SFU:
„Ríkisútvarpinu er illa stjórnað
og það geldur þess að vera einokun-
arfyrirtæki. Ríkisútvarpið skortir
alla heilbrigða samkeppni — sam-
keppni sem yrði til aukinnar hag-
sýni í rekstri stofnunarinnar sam-
fara bættri dagskrá í samræmi við
hinar fjölbreyttu þarfir almenn-
ings.
Eina leiðin til að létta okinu af
Ríkisútvarpinu er að gefa útvarps-
rekstur frjálsan. Stjórn Samtaka
um frjálsan útvarpsrekstur telur
óþolandi að Ríkisútvarpið fái i
skjóli einokunar að hlaupa með út-
gjöld sín upp úr öllu valdi."
Leiðrétting
FORSTÖÐUMAÐUR tilraunabús-
ins í Laugardælum heitir Gunnar
Guðmundsson en ekki Guðmundur
Gunnarsson, eins og brenglaðist í
grein Jóns Á. Gissurarsonar í
blaðinu sl. laugardag. Er hann
beðinn velvirðingar á þessu.
harkalega á þetta sama bú á síð-
asta ári, en forheimskan Mari-
iskaya-ævintýrisins gekk svo fram
af þeim síðarnefndu, að þeir lögðu
heila blaðsíðu undir gagnrýni
sína. Andstætt Prövdu hafði Iz-
vestia ekki stutt hugmyndina í
upphafi.
Þótt búreksturinn hafi verið
miðaður við lömb til aflags vegna
kjötsins, var samt valið í bústofn-
inn Romanov-sauðfé, en það er af-
brigði, sem venjulega er ræktað
vegna ullarinnar og gæranna.
Romanov-sauðfé verður aldrei
verulega feitt jafnvel ekki við
beztu aðstæður. Aðstæðurnar við
Mariiskaya eru hins vegar slíkar,
að féð sem leitt er til slátrunar er
ekkert nema skinn og bein. Niður-
staðan er sú, að meðaleldiskostn-
aður er 170 rúblur á dýr (£153 á
hinu opinbera gengi eða 6470.- ísl.
kr.), en meðalandvirði er hins veg-
ar 90 rúblur á skrokk (£82 eða
3470.- ísl. kr.). Mismuninn verður
að borga með niðurgreiðslum úr
ríkissjóði.
Við Mariiskaya verður að henda
gærunum vegna lítilla gæða, en
þær eru venjulega verðmætasti
hluturinn af Romanov-sauðfé. Á
sama tíma nær gæruverksmiðja í
Kirov, sem ekki er víðs fjarri, að-
eins hluta afkastagetu sinnar
vegna skorts á gærum. Önnur
verksmiðja á sama svæði, sem
mun geta annað 500.000 gærum á
ári, er nú nær fullsmíðuð. Sú verk-
smiðja var sett á stofn af annarri
áætlanadeild, sem ekki gerði sér
grein fyrir því, að Romanov-
sauðféð væri dæmt til þess að
verða smám saman aldauða í kerfi
steinsteyptra byrgja. Það sem enn
er meira, síðan Izvestia hamaðist
gegn Mariiskaya-búinu, hefur
ekkert verið gert til að taka í
taumana. Þvert á móti, unnið er
kappsamlega að nýbyggingum til
að stækka búið.
Menn höfðu alltaf gert ráð fyrir
þvi, að jafnvel í hinu skrifvædda
Sovétkerfi væri nægilegt að tvö
stór blöð beindu geirum sínum að
einhverjum augljósum mistökum
til þess að ráðamenn flýttu sér að
kippa hlutunum í lag. Þetta mál
sýnir hins vegar, að sauðslegar
áætlanir geta verið ónæmar fyrir
gagnrýni jafnvel frá æðstu stöð-
um.
VERÐLÆKKUN
A
AÐUR FRÁ KR. 332.900
NÚ FRÁ KR. 269.000
(Cengi: 5.8.831
l»ýtt úr The Economist,
hefti frá 16.—22. júlí 1983.
SHF.
AÆSIERMUBÍL
LMELRÓFU
JLULEIÐ
óvæntum au/okostnadi
Bílaleigubíllinn í Amsterdam er einstaklega
þægilegur og ódýr til ökuferðar vítt og breytt um
Evrópu. Borgin er miðsvæðis, flugið ódýrt og
billinn á frábæru verði - ekki sist með tilliti til
þess að innifalinn er allur sá aukakostnaður sem
annars þarf að greiða með dýrmætum gjaldeyri
þegar til útlanda er komið.
Dæmi um verö: kr. 10.832
miðaö við fjóra farþega i bil af B-flokki í eina viku.
Innifalið: Flug, bilaleigubill, allar nauðsynlegar bila- og
farþegatryggingar, söluskattur og ótakmarkaður akstur án
nokkurs viðbótarkostnaöar.
VIÐ REIKNUM AMSTERDAM- BÍLINN A RÉTTU
VERÐI - HJÁ OKKUR ER ALLTINNIFALIÐ
Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs
eða feröaskrifstofanna. «
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7. slmi 84477