Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 40
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIOJUVEGI 4 KÖAAVCTI ______Trékappar í mlklu úrvali „ömmustangir" og spennustanqir. _________ útsQlustaðir-____ __ Álnabær - Síöumúla S Gardínubrautir Kópavogi - sími 77900 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 I MorgunbUAiA KÖE. Stýrið læstist og bfllinn hafnaði f garðinum ÍBÚAR einbýlishúss við Laugarásveg fengu heldur óskemmtilegan „gest“ í garðinn á laugardagskvöldið — nýlega japanska fólksbifreið. Þrír unglingar, tveir piltar og stúlka, óku eftir Laugarásvegi. Ekki höfðu þau hugann við aksturinn sem skyldi, heldur brugðu á leik í bílnum og tók farþegi kveikjulykilinn úr bílnum. Drapst þá á bifreiðinni og læstist stýrið. Við þetta fataðist ökumanninum og hafnaði bifreiðin í garðinum; ruddist yfir limgerði og valt fram af mannhæðarháum kanti. Sáralitlar skemmdir urðu á bifreiðinni, þó ótrúlegt megi virðast. Kranabifreið var fengin til þess að lyfta bifreiðinni upp úr garðinum og óku unglingarnir leiðar sinnar. Framfærsluvísitalan hækkar um 21,45% — Verðbólguhraðinn nú 117% miðað við heilt ár KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byrjun ágúst 1983 og reyndist hækkunin frá maíbyrjun vera 21,45%. Framfærsluvísitalan er 362,52 stig miðað við grunntölu 100 í ársbyrjun 1981, en hún var 298,5 stig í maíbyrjun í ár. Samkvæmt þessu mælist verðbólguhraðinn miðað við heilt ár liðlega 117%. Laun hækka um 4% 1. október næstkomandi. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í gær að þessi niður- staða væri í samræmi við það sem forystumenn ASÍ hefðu gert ráð fyrir. Þó færi hækkun fram- færsluvísitölunnar fram úr áætl- unum ASf og réði hækkun á opinberri þjónustu 1. ágúst mestu um. Hann sagði að þessi hækkun hefði líklega haft í för með sér liðlega 20% kauphækkun ef farið hefði verið að samningum. Ekki væri þó unnt að segja nákvæmlega hver kauphækkunin hefði orðið vegna þess að viðskiptakjaravísi- talan lægi ekki fyrir. „Að öllu samanlögðu vantar trúlega 35—36% upp á að kaupið verði eins og um var samið um næstu mánaðamót ef lögin standa óbreytt. Ég held það sé skýrara en nokkuð annað um það hversu al- varlegt ástandið er orðið í þjóðfé- laginu. Kaupið hefur ekki fengið að hækka en verðlagið æðir áfram," sagði Ásmundur Stef- ánsson. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, sagði spár um að verðbólg- an verði komin niður í 30% um áramótin því miður of bjartsýnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beindust einvörðungu að launun- um og myndu ekki leysa neinn vanda til langframa. Ekki væru sjáanlegar neinar aðgerðir gegn öðrum þáttum sem snertu verð- bólguna eins og t.d. vaxtabyrði fyrirtækjanna og almennt skipu- lagsleysi í fjárfestingu hér á landi. Þá vísaði Björn til samþykktar ASÍ og BSRB þar sem bent var á að til þess að stuðla að framtíðar- lausn þessara mála þyrfti að taka á efnahagsvandanum í heild sinni. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að hækkun framfærsluvísitölunnar nú væri í samræmi við það sem gert hefði verið ráð fyrir þegar til aðgerða var gripið síðastliðið vor. Hann sagðist telja, að líkur á lækkun verðbólgu hefðu aukist. hætta auglýsingasamstarfi við Velti hf., sem verið hafði frjáls- íþróttahreyfingunni mjög hag- stætt og kvaðalaust, auk þess sem það gaf meira í aðra hönd. Ég vil taka fram að ég tel ekkert óðlilegt að gera auglýsingasamn- ing við SÍS, en alls ekki með þeim skilyrðum, sem þarna áttu sér stað. Það læðist að manni sá grun- ur að hér hafi samvinnuhreyfing- in verið að notfæra sér neyð íþrótta- hreyfingarinnar í annarlegum tilgangi," sagði Ágúst. Á miðopnu eru birtar athugasemdir SÍS, Samvinnuferða og ritstj. Mbl. „Samningurinn aldrei kynntur í stjórn FRÍ — segir einn stjórnarmanna 66 „SAMNINGURINN um íþróttastyrk SÍS var ekki kynntur í stjórn FRÍ áður en skrifað var undir og reyndar ekki heldur eftir á, og við stóðum í þeirri trú að um kvaðalausa styrkveit- ingu til menningarmála væri að ræða, enda var jafnan gefið i skyn að svo væri. Ég hefði lagst harkalega gegn því að gengið yrði til samninga með þessum kvöðum," sagði Ágúst Ásgeirsson, stjórnarmaður í Frjáls- íþróttasamhandi íslands (FRÍ) í til- efni frétta Morgunblaðsins um samninga SÍS og FRÍ um íþrótta- styrk SIS, en ()rn Eiðsson, formaður FRÍ, sagði í Mbl. sl. laugardag að stjórn FRÍ hefði samþykkt samn- ingsuppkast áður en gengið var til samninga við SÍS. „Hið eina rétta er að samþykkt var að sækja um styrkinn í fyrra- sumar, enda var þá með öllu óljóst hvaða skilyrði voru fyrir styrk- veitingunni. En þegar samningur- inn við SÍS er skoðaður, kemur í ljós að hér er ekkert um annað að ræða en úttektarheimild og það sem verst í þessu er að til að fá þetta viðskiptalán, urðum við að Erlendir flugdrekamenn í hrakningum TVEIR félagar úr hópnum „Iceland break-through“, sem er á leið yfir há- lendið á bátum og flugdrekum, nauð- lentu flugdreka sínum á Fljótsdals- heiði á laugardagskvöldið. Þá sakaði ekki, en (lugdrekinn skemmdist tals- vert, að sögn lögreglunnar á Seyðis- firði. Þeim félögum tókst að gera við flugdrekann, en vegna veðurs tókst þeim ekki að koma honum á loft aft- ur. Þeir gripu því til þess ráðs að ganga niður að bæjum í Fljótsdal og náðu þeir þangað í gærdag. Þar var lögreglunni gert viðvart og sótti hún mennina. Sagði Óskar Sigurpálsson, lögreglumaður á Seyðisfirði, menn- ina hafa verið ómeidda en talsvert hrakta eftir útivistina og gönguna. Gallað frí- merki í seríu Leifs heppna í VOR fannst í pakka, sem ekki hafði verið opnaður frá því á ár- inu 1938, gallað frímerki í serí- unni af Leifi heppna. Serían var gefin út 9. október 1938. Frí- merkið er rautt að lit og hefur liturinn færst til vinstri og þann- ig yfir takka frímerkisins. „Frímerkið komst í mínar hendur á frímerkjasýningu í Málmey í febrúar síðastliðn- um,“ sagði Magni Magnússon, frímerkjasali, í samtali við Mbl. „Sænskur kaupmaður fann frímerkið í pakka, sem ekki hafði verið opnaður síðan 1938. Ég keypti merkið af hon- um, þar sem ég taldi það tví- mælalaust best varðveitt hér á landi. Það mun verða á sýn- ingu, sem fyrirhuguð er hér á landi á næsta ári. Fyrirspurn- ir hafa borist frá Bandaríkj- unum, en ég vil helst selja það innlendum aðila," sagði Magni, sem verðmetur merkið á um 15 þúsund krónur. Þá sagði Magni að í fyrra hefði hann fundið gölluð merki frá árinu 1973. í tilefni 100 ára afmælis frímerkisins hér á landi var gefið út 20 króna merki og prýddi togari merkið. Á einni örkinni er togarinn „bókstaflega strand- aður“. I stað þess að sigla lygn- an sjó, hefur togarinn færst til á einni örk og „siglt í strand — hafnað á Islandi". LEIFI ISLAND K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.