Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
+
Faöir okkar,
EDVARD FRÍMANNSSON,
fyrrv. kaupmaöur og leiösögumaöur,
til heimilis aö Hringbraut 48, Rvk.,
lést laugardaginn 13. ágúst.
Jón Gunnar Edvardsson,
Birgir Edvardsson,
Elín Lára Edvardsdóttir.
t
Bróöir okkar,
PÁLL KR. SIGUROSSON,
Sörlaskjóli 13,
lést i Landspítalanum 15. ágúst.
Systkinin.
Maöurinn minn,
er látinn.
+
HARALDURBJÖRNSSON,
fyrrv. skipherra,
Karen Olgeirsdóttir.
+
Faðir okkar og afi,
ÞORKELL BERGSSON,
Miðtuni 16, Selfossi,
andaöist aö morgni 13. ágúst í Sjúkrahúsi Suöurlands.
Börn og barnabörn.
+
Móöir min, tengdamóðir og amma okkar,
MATTHILDUR HALLOÓRSDÓTTIR,
Austurbrún 2,
andaöist að heimili sínu þann 15. ágúst.
Fyrir hönd aöstandenda.
Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir,
Hildur Haröardóttir, Bjarni Haróarson,
Halldóra Haröardóttir.
+
Útför eiginmanns míns,
GUÐMUNDAR I. VILHJÁLMSSONAR,
Bergstaóastræti 6C,
fer fram frá Fríklrkjunni í Reykjavík, miövikudaginn 17. ágúst kl.
15.
Þórný Jónsdóttir.
+
Faöir okkar og bróöir,
BJARNI ÞÓR MAGNÚSSON,
frá Vattarnesi viö Reyóarfjörð,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu á morgun, miövikudag 17.
ágúst, kl. 13.30.
Birna Bjarnadóttir,
Þorbjörg Rós Bjarnadóttir
og syatkini hins látna.
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
GUÐMUNDUR VERNHARDSSON,
fyrrverandi kennari,
Neöstutröö 4,
veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikudaginn 17. ágúst
kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Guörún Guömundsdóttir,
Jóna A. Guómundsdóttir, Sigfús Lárusson,
Guósteinn V. Guömundsson, Fanney Jónasdóttir,
Harpa Guömundsdóttir, Ragnar Sigurjónsson,
Aöalheiöur H. Guömundadóttir,
og barnabörn.
Minning:
Karl Hjálmars-
son stöðvarstjóri
Fæddur: 28. desember 1912.
Dáinn: 6. ágúst 1983.
Einn af trúustu þjónum þessar-
ar þjóðar, Karl vinur minn Hjálm-
arsson, hefur kvatt þetta jarðlíf
eftir mikinn og erilsaman dag.
Snemma gekk hann póstþjónust-
unni á hönd og ævistarf hans var
síðan að sjá um rekstur pósts og
síðar síma og verða góður tengilið-
ur milli manna. Árvökull i sínu
starfi og trúr var hann alla tíð. Ég
man fyrst eftir honum sem póst-
meistara á Esjunni gömlu þegar
hún var í strandferðum. Þar var
þá opið pósthús meðan dvalið var í
höfn hvort sem það var á nótt eða
degi og kom þetta sér ákaflega vel
á Austfjörðum. Því kynntist ég vel
á þeim árum og var einn af þeim
sem mat þessa þjónustu. Karl sá
um að allur póstur kæmist til
skila og setti jafnan metnað sinn í
að menn hefðu gott samband.
Þetta leit hann ekki á sem sér-
stakan dugnað sinn, heldur
skyldu. Og það var alltaf auka-
atriði hvort þar kæmi til auka-
greiðsla eða ei. Ábyggilegri mann
í stöðu held ég að vart hafi um
getið, og svo hitt hversu alltaf var
gott að leita til hans, bera sig
saman eins og kallað var og fá
upplýsingar. Þær dugðu mér oft
vel. Og þá skal ekki gleyma heim-
ilisföðurnum og húsbóndanum,
Karli Hjálmarssyni, hversu kært
var ætíð að heimsækja hann og
ekki þurfti að gera boð á undan
sér. Já, hvað skyldu þeir hafa ver-
ið margir sem leituðu til þeirra
hjóna og heimsóttu, þeir eru
ábyggilega óteljandi. Þar naut
hann sinnar góðu konu, sem
byggði með honum traust heimili.
Á leið til Reykjavíkur og heim.
Ósköp var nú notalegt að geta
brugðið sér í eldhúsið til þeirra
Fríðu og Karls meðan rútan
stoppaði í Borgarnesi. Þær stundir
gleymast ekki og eru þakkarefni
þessara fáu orða, þegar ég nú sé á
eftir góðum samstarfsmanni og
traustum vini úr hópnum um
skeið. Ég hefi svo mikið að þakka
þeim hjónum og minnast. Karli
var þannig farið að hann var dug-
legur verkamaður, athugull og
skoðaði vandlega hvern hlut. Þá
braut hann mikið heilann um það
hvernig þjónustan gæti gengið lið-
ugar og fljótar. Var jafnvel til með
að koma með ný áform sem sýndu
að það var alltaf hægt að bæta um
og gera betur og aldrei var hann
ánægðari, en þegar hann gat létt
störfin og gert mönnum góða
þjónustu. Stundvísi mat hann
mikils og taldi hana til stórra
dyggða. Að því leyti var hann
maður hins gamla og góða tfma
þegar menn gáfu sér tíma til að
vanda sem best sín verk.
Ég á allar minningar um Karl
og hans nánustu, skýrar og
ánægjulegar. Hvort sem ég mætti
honum á fundum, í fagnaði, á götu
eða á heimili, þá var hann jafnan
sami trausti maðurinn. Allar hans
skoðanir voru grundvallaðar á
heiðarleika. Heiður mat hann
mikils. Því er mér í huga mikill
söknuður nú þegar ég sé ekki Karl
lengur á braut. En minningin lifir
traust og einlæg.
Árni Helgason
Víða mun það hafa tíðkast hér á
landi, að knúið var dyra hjá
póstmanni eða símakonu utan
venjulegs skrifstofutíma og beðið
um afgreiðslu. Sveitamenn og aðr-
ir, sem leið áttu framhjá, létu
oftlega undan þeirri löngun sinni
að spara sér spor eða tíma næsta
dag. Og ekki sjáldan enduðu þess-
ar heimsóknir með veitingum hjá
þessu gestrisna og góðviljaða
fólki.
Þannig var þetta jafnan í Borg-
arnesi þau ár, sem höfundur þess-
arar greinar átti heimili þar f
nágrenni. Þangað var oft sóttur
póstur að kvöldi dags og á eftir
setið við kaffi og kökur góða stund
frameftir kvöldi. Til Borgarness
var oft hringt og beðið um sfma-
viðtöl, þegar nauðsyn bar til,
löngu eftir að venjulegur símatfmi
var útrunninn.
Hvorri tveggja þessara óska var
fullnægt með jafnaðargeði og góð-
vild, eins og slíkar beiðnir væru
eðlilegar og sjálfsagðar.
Þannig var þetta t.d. meðan
póstmeistarahjónin Karl Hjálm-
arsson og Friðbjörg Davíðsdóttir
réðu þar ríkjum í 23 ár.
Karl var Austfirðingur, fæddur
i Nesi f Loðmundarfirði og var
faðir hans, Hjálmar Guðjónsson,
yfirfiskmatsmaður á Austurlandi.
Hann var fæddur á Litlu-Laugum
í S.-Þingeyjarsýslu. Móðir Karls
var Kristbjörg Elísabet Baldins-
dóttir frá Stakkahlíð í Loðmund-
arfirði.
Foreldrar Karls fluttust til
Seyðisfjarðar og þar ólst hann upp
í hópi 7 alsystkina. Af þeim er að-
eins ein systir á lífi, Áróra, svo og
hálfbróðir, Haraldur Hjálmars-
son.
Karl ólst upp á Seyðisfirði til 16
ára aldurs, en fór þá í simavinnu á
sumrin, en í Samvinnuskólann
veturna 1930—1931 og 1931—1932
og útskrifaðist þaðan með góðum
vitnisburði.
Ekki var skólaganga Karls
lengri, því að strax eftir Sam-
vinnuskólanámið byrjaði hann
vinnu í pósthúsinu í Reykjavfk og
vann að póst- og símamálum alla
starfsævi sína, um 50 ára skeið.
I fyrstu var Karl póstberi og við
skrifstofustörf, en 1953—1958 var
hann fulltrúi hjá Pósti og síma. Á
þeim árum var það eitt aðalstarf
hans að endurskoða bókhald hjá
starfsmönnum Pósts og sfma,
einkum út um land og setja ný-
skipaða menn inn í embætti. Var
þetta vandasamt verk þar sem
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
THEODÓRS SIGURGEIRSSONAR,
frá Brennistööum, Flókadal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraöra í Borgarnesi
og Sjúkrahúss Akraness.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
nauðsyn var að beita nákvæmni og
sanngirni og var ekki öðrum trúað
fyrir slíku starfi en þeim sem nutu
trausts hjá yfirmönnum þessarar
stofnunar.
Áður hafði Karl verið póstmað-
ur á strandferðaskipinu Ésju. Var
hann það aðeins yfir veturinn
1936—1938. Var það hlutverk hans
að koma pósti til skila á höfnum.
Var það ónæðissamt og kostaði oft
vökunætur. f einni slíkri ferð slas-
aðist hann alvarlega á fæti og beið
þess aldrei bætur. Lá hann á
sjúkrahúsum á ísafirði og í
Reykjavík alls tæp 2 ár og gekk
nokkuð haltur alla tíð siðan.
Karl kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Friðbjörgu Davíðsdóttur,
16. jan. 1943, en hún var fædd í
Flatey á Breiðafirði 31. okt. 1913.
Foreldrar hennar voru Davíð Ein-
arsson verslunarmaður og Sigríð-
ur Eyjólfsdóttir. Bjuggu þau
lengst af í Flatey, en síðar í
Ólafsvik.
Börn þeirra Karls og Friðbjarg-
ar voru þessi: Hjálmar, andaðist
tvítugur að aldri. Sigríður hús-
móðir í Reykjavík, gift Skarphéðni
Bjarnasyni flugumferðarstjóra.
Birgir kennari kvæntur Þórunni
Harðardóttur. Kolbrún húsmóðir í
Reykjavík gift Gísla Ragnarssyni
kennara.
Á heimili þeirra hjóna ólst upp
Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, en
hana átti Friðbjörg fyrir giftingu,
svo og íris Elísabet systurdóttir
Karls.
Hinn 1. mars 1958 var Karl
skipaður stöðvarstjóri Pósts og
síma í Borgarnesi og gegndi því
starfi til 1. sept. 1981 og var þá
nær 69 ára gamall.
Þau Karl og Fríða hófu búskap
sinn í Reykjavík og bjuggu lengst
af á Hringbraut 43, og þangað
fluttu þau aftur, er leiðin lá frá
Borgarnesi 1981.
Karl var mjög félagslyndur
maður og kom það víða fram í
starfi hans. Hann var formaður
Póstmannafélagsins 1950—1952, í
stjórn Byggingarsamvinnufélags
póstmanna um árabil.
Hann varð meðlimur Rotary-
klúbbs Borgarness 1958 og forseti
þar 1962—1963. Hann gekk í
Oddfellowstúkuna nr. 8 Egill á
Akranesi 1960. Var hann áhuga-
mikill og góður félagi á báðum
þeim stöðum. Hann var um árabil
formaður Norræna félagsins I
Borgarnesi og greiddi götu
margra erlendra ferðamanna,
einkum frá Norðurlöndum, þegar
þeir áttu leið um Borgarfjörð.
Enda þótt skólaganga Karls
væri ekki löng að árum var hann
þó menntaður. Hann var vel
heima í störfum sínum, víðlesinn
og minnugur. Félagsstörfin veittu
honum þroska. Til útlanda fór
hann aðeins einu sinni, en það var
til Noregs og Færeyja 1976. Eigi
að síður var hann fróður um lönd
og þjóðir og vissi oft meira á því
sviði en aðrir, sem höfðu dvalið
erlendis eða ferðast þar um.
Karl átti eitt áhugamál utan
heimilis- eða embættisstarfa, sem
hann unni, en það var frímerkja-
söfnun. Notaði hann frístundir
sínar til frímerkjanna og hóf
vinnu við þau strax og hann lét af
störfum í Borgarnesi. Var hann
mjög fróður og gjörhugull í þeim
efnum.
Karl var góður og lipur hús-
bóndi, heiðarlegur í starfi og
framkomu, lét sér mjög annt um
rekstur pósthússins í Borgarnesi
og önnur störf, sem honum voru
falin. Honum auðnaðist jafnan að
hafa gott starfsfólk á Pósti og
síma og ekki sjaldan voru í þeim
hópi börn og eiginkona.
Þau Fríða og Karl voru ákaflega
gestrisin og skemmtileg heim að
sækja. Eigum við vinir þeirra það-
an margar ánægjustundir, sem
ekki gleymast. Hún var hjúkrun-
arkona að mennt og vann við þau
störf á sjúkrahúsi nokkur ár áður
en þau giftust. Hún er ljúf í lund,
en ákveðin og sterk, og veitti
manni sínum styrk, þegar eitthvað
amaði að, en Karl átti stundum
við nokkra vanheilsu að stríða.
Innileg samúð fylgir þessum
línum til Fríðu og barnanna með
þökk fyrir langa og trygga vináttu
og ósk um gæfu í framtíð.
Guðmundur Jónsson
frá Hvanneyri.