Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
13
Skáld finnur Guð
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Þegar Ole Sarvig, eitt af höfuð-
skáldum módernismans í danskri
Ijóólist, sendi frá sér Salmer og be-
gyndelser til 1980’erne (1981) tók
hann nýja stefnu eða réttara sagt
leit um öxl. Danir höfðu eignast
nýtt sálmaskáld og ekki af lakara
taginu. Mystísk lífssýn Ole Sar-
vigs hafði vissulega í sér fólgna
trúarlega afstöðu, en að hann yrði
eins konar nýr Thomas Kingo í
dönskum skáldskap hafði, held ég,
engum dottið í hug.
En skáldskapur þarf endurnýj-
un, breytingu. Og nú leitaði Ole
Sarvig Guðs, hafði meira að segja
að því er virtist fundið hann og
kaus að lofsyngja hann. Angist
varð að vissu um návist Guðs. En
skyndilega var lífi Ole Sarvigs lok-
ið. Hann stytti sér aldur 4. des-
ember 1981. Byrjun nýs tímabils í
skáldskap varð um leið endaskeið.
Á skrifborði skáldsins lá handrit
að nýrri bók, nýjum sálmum og
ástarljóðum. Erik C. Lindgren
hefur búið handritið til prentunar
og úr því orðið bókin: Hör Jordens
Ráb. Salmer og kærlighedsdigte
(útg. Gyldendal).
Þessi bók er að mörgu leyti
átakanleg með örlög skáldsins í
huga. Til dæmis þetta kvæði:
Jeg er í nöd,
det drejer sig om liv og dðd
og alt, jeg havde kært,
og alt, som nær mig var.
Det drejer sig om
Dig, om Dig,
som viste mig min vej
og förte mig til Dig, til Dig,
som jeg sá inderligt begærer.
Hvad er en nærhed at begære,
uden at elske Dig.
Gud, jeg kan ikke mer’, stendur
á öðrum stað. En rödd skáldsins er
þó síður en svo tóm harmkvein,
heldur er leiðin til Guðs sama og
skilningur og þroski, það að átta
sig betur á lífinu og öðru fólki,
ekki síst ýmsum skipbrots-
mönnum tilverunnar. Guð heldur
þangað sem verdens sir er að
finna. Einkunnarorð bókarinnar,
dálítil vísa, segja töluvert um
guðsímynd skáldsins:
Ole Sarvig
áreynslulaust flóknustu tilfinn-
ingar og hugsanir. Eitt af kunn-
ustu ljóðum hans frá yngri árum
er Regnmaaleren:
Regnmaaleren
med den flade kumme
staar í juninattens blöde regn
paa sin söjle,
fyldes af vand,
men mörke popler suser
og bevæger deres grene.
Natten kan höres viden om.
Regnen gir genlyd í verden.
Der er tomt. Der er stille.
Alle skabninger sover.
Poplerne suser.
Inat er haven vaagen
og fuld af vellugt.
Ganske stille
som en flad kumme
i juniregnen
vil jeg löbe fuld
af vilje
inat.
Ole Sarvig sagði eitt sinn að líf
hvers einstaklings væri leyndar-
dómsfull ferð gegnum ytri og innri
ár. Skáldskapur hans óvenju frjór
og umfangsmikill vitnaði um slíka
ferð. Hann horfðist að lokum í
augu við örlög sín og fann Guð. En
sá fundur var honum ekki hvatn-
ing til að halda áfram ferðinni.
SENDIBILSTJORAR
Eigum fyrirliggjandi dekk
undir hinar ýmsu geröir sendibila
HAGSTÆÐ VERÐ
Fullkomin hjólbarðaþjónusta
Tölvustýrð jafnvægisstilling
Gud, för mig hjem
hvor jeg skal se lidt flere
af börn og kvinder, fædre
og forstá bedre.
Eiginlega er Hör Jordens RÁb
dæmi um skáldskap af einföldustu
gerð, skipti yfirborð, þ.e.a.s. form,
einhverju máli í mati á ljóðum. En
eins og oft gildir um skáldskap
þar sem einföld tjáning og hrein-
leiki hugsunar ráða ferð gerir les-
andinn sér grein fyrir að það hef-
ur verið skáldinu dýrkeypt að ná
slíku valdi á tungu sinni. Að baki
hinna einföldu orða er margra ára
glíma við málið og fyrst og fremst
djúp og sár reynsla.
Það þarf ekki að leita lengi í
ljóðabókum Ole Sarvigs til að
komast að raun um sérstöðu þessa
skálds sem meðal annars lýsir sér
í því að það er eins og hann túlki
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
33
aolæia
Síndaír Spectrum
Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, læra á þær,
leika þér við þær, tefla við þær, læra af þeim, vinna
með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fylgjast með
þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í
tölvutækninni, ættirðu að byija á Sinclair Spectrum.
Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K
eða 48K minni, allar nauðsynlegar skipanir
fýrir Basic fjöldi leikja-,kennslu-og viðskipta-
forrita, grafiska útfærslu talna, tengimöguleika við
prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað litinn.
Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar.
Sindair Spectrum er stórkostleg tölva .
48K tölvan kr. 8.508.- 16K tölvan kr. 6.544.-
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655