Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
29
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrifl-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Blaðamanna-
fundir til sölu!
Iljós hefur komið að SÍS
hefur keypt blaðamanna-
fundi hjá forystu sérsam-
banda innan ÍSÍ, þannig að
þeir eiga öðrum þræði að vera
auglýsinga- og áróðursfundir
fyrir auðfélagið og starfsemi
þess. Af samtali hér í blaðinu
á föstudag má sjá að formað-
ur Knattspyrnusambands ís-
lands sá við agninu, en bæði
formaður Handknattleiks-
sambandsins og Frjáls-
íþróttasambandsins ginu við
því og þykir það gómsætara
en góðu hófi gegnir ef marka
má samtöl við þá einnig hér í
blaðinu. Þeir hafa ekkert út á
nauðungarsamningana við
SÍS að setja, þvert á móti.
Formaður Handknattleiks-
sambandsins reynir jafvel að
snupra Morgunblaðið fyrir að
auglýsa hneykslið, sem kennt
er við menningarstyrk Sam-
bandsins til íþróttahreyf-
ingarinnar. Mbl. veit ekki til
þess að slík mál hafi komið
upp hér áður, að blaðamanna-
fundir gangi kaupum og söl-
um. Sú var tíðin að talið var
að Sambandið styrkti dag-
blaðið Tímann með svipuðum
hætti, en aldrei var vitað til
þess að reynt væri að komast
inn á önnur blöð með vafa-
sömum hætti. Þetta atriði er
þó aðeins einn þáttur í samn-
ingshneykslinu öllu.
Morgunblaðið hefur lýst því
yfir, að það muni ekki eiga
fulltrúa á fundum þeirra sér-
sambanda sem hafa gengist
undir að veita fulltrúa SÍS að-
gang að blaðamannafundum
sínum í því skyni að trana þar
fram áróðri fyrir starfsemi
sína. Blaðið hefur bent Blaða-
mannafélagi íslands á að láta
málið til sín taka, svo einstakt
sem það er. Vonandi verður
það gert, en það hlýtur að
stinga í augu, að enginn fjöl-
miðill annar en Morgunblaðið
virðist hafa áhuga á þessu al-
varlega máli, að minnsta kosti
höfum við ekki séð þess merki
enn sem komið er. Eru fjöl-
miðlar á íslandi orðnir svo
langt leiddir, að þeir leggja
kollhúfur þótt fréttaefni
þeirra gangi kaupum og sölum
í skjóli valds og fjármagns
voldugra fyrirtækja? Hvar er
nú hin frjálsa blaðamennska?
Hvar er nú hin óháða blaða-
mennska? Hvar er nú aðhald-
ið og rannsóknarblaða-
mennskan? Eru einhverjir
hagsmunir í húfi? Við skulum
vona að svo sé ekki — og að
Eyjólfur hressist. Þá geta
fjölmiðlar aftur farið að guma
af frelsi sínu og fréttamenn-
irnir talið sér trú um að þeir
séu annað og meira en persón-
ur í grátbroslegri skáldsögu
eftir Cervantes.
Staða kristindóms
í kommúnistaríki
egar rússneski skáldjöf-
urinn Solzhenitsyn veitti
Tempelton-verðlaununum
móttöku í Edinborg í maí-
mánuði sl. lauk hann ræðu
sinni á þessum orðum um
stöðu kristinsdóms í Sovét-
ríkjunum:
„En það er eitt sem þeir
áttu ekki von á. í landi, þar
sem kirkjur hafa verið jafnað-
ar við jörðu, þar sem sigri
hrósandi guðleysi hefur ham-
ast óbeislað í tvo þriðju hluta
aldar, þar sem þjónar kirkj-
unnar hafa verið auðmýktir
endalaust og sviptir sjálfstæði
sínu, þar sem það sem eftir er
af kirkjunni er þolað aðeins í
áróðursskyni gagnvart Vest-
urlöndum, þar sem fólk er
sent enn þann dag í dag í
þrælkunarbúðir vegna trúar
sinnar og þar sem þeim í
sjálfum fangabúðunum er
stungið í refsiklefa fyrir að
safnast saman á páskum til
bænahalds; þeir gætu ekki átt
von á því að kristin trú megn-
aði að lifa áfram í Rússlandi
undir oki kommúnismans. Það
er satt, að milljónum sam-
landa okkar hefur verið spillt
og þeir eyðilagðir andlega
með þessu guðleysi, sem hið
opinbera hefur komið á. Samt
sem áður eru þar enn til millj-
ónir trúaðra manna. Það eru
aðeins ytri þvinganir sem
koma í veg fyrir að þeir tali
upphátt. En eins og alltaf á
tímum ofsókna og þjáninga
hefur tilfinningin fyrir Guði í
landi mínu öðlast mikinn
næmleika og dýpt.
Það er hér sem við sjáum
dögun vonarinnar. Því hversu
háskalega sem kommúnism-
inn hrúgar upp skriðdrekum
og eldflaugum, hversu langt
sem hann nær í því að leggja
jörðina undir sig, þá verða ör-
lög hans þau, að hann nær
aldrei að sigra kristindóm-
inn.“
Á Vesturlöndum leita
talsmenn alþjóðlegs kommún-
isma samstarfs við kirkju-
hreyfingar, þegar og ef slíkt
þjónar áróðurslegum mark-
miðum þeirra, svo sem í þeim
tilgangi að veikja varnar-
samstöðu lýðræðisþjóða, sem
betur fer með naumum
árangri. Þar sem kommún-
isminn deilir og drottnar sæt-
ir kristin kirkja hinsvegar af-
arkostum þar sem best lætur,
en beinum ofsóknum víðast
hvar.
SÍS-styrkir til íþrótta gegn þjónustu og viðskiptum
Samvinnuferðir-Landsýn hf.:
íslenska íþróttahreyfingu
um samstarf S-L viö sérsamböndin svarað
Athugasemdir frá SIS
Samvinnuferóir - Landsýn
I SAMSTARFSSAMNINGUR SAMVXNNUFERÐA-LANDSÝWAR HF.OG FRJÁLS tÞRðTTASAWBANPS ISL.
SAMNINGSTÍMABIL: Ol.MAI 1983 - 31.APRIL 1984.
Ofangraindir aðilar taka að sér eftirfarandi skuldbindingar:
1. Kaupir farseðla fyrir þau landslið sem erlendis fara á vegum F.R.l.
svo fremi sem Samvinnuferðir-Landsýn hf. séu að ðllu leiti samkeppnisf*rir.
2. Forráðamenn F.R.l. hvetjL f.
félaqa til að beina
iðskiptum í áetlun og leiguflugi til Samvinnuferða-Landsýnar~hf.
3. F.R.l. latur Samvinnuferðir-Landsýn hf. i té eina heiisiðuauglýsingu i
þeim leikskrám sem sambandið geíur út á samningstímabilinu.
4. Eftir frekari samkomulagi reyni F.R.l. og Samvinnuferðir-Landsýn hf.
að hafa samvinnu i auglýsinga- cg Xynningarmálum almennt.
Samvinnuferðir-Landsýn hf.
Samvinnuferðir-Landíýn hf. skuldbindur sig til að leggja fram ef tir f arandi :j
1) 12 flugfarseðla i leiguflugi til Tromsð i júli 1983
tf 2r.» •• »
2) 2 sólarlandaferðir að verðmæti kr. 50.000.- i leiguflugi
Samvirnuferða-Landsýnar hf. sem F.R.l. getur ráðstafað til þjálfara eða
einst »kra félagsmanna. Auk þessa býðst F.R.l. 10% afsláttur frá verð-
listaverði á þessari umrmddu ferð.
^*"j 4 happdr«ttivinningar hver að verðmet^ hr. 10.000.- til notkunar
i fjárðflunarskini fyrir F.R.Í.
4) 10 farseðlar i vikulegu leiguflugi Samvinnuferða-Landsýnar hf. til
Kaupmannahafnar sumariö 1983 eða 1984. ^ t
Gert er ráð fyrir að viðskiptaúttekt F.R.l. hjá Samvinnuferðum-Landsýn hf.
sé gerð upp um leið og þjónustan er notuð. Þó skulu leyfðar einstaka
•undantekningar ef sýnt er að af sérstökum aðsteðum þurfi að koma til
greiðslufrestur.
Samningur þessi er uppsegjanlegur með eins (1) mánaða fyrirvarh af becgja
hálfu séu ákveði hans ekki haidin.
Samvinjiuferða-Landsýnar hf.
Helgi jóhanfisson.
Vegna vanstilltra skrifa Morgun-
blaðsins f sl. viku óskast eftirfar-
andi birt varðandi fþróttastyrk
Sambandsins:
a) Upphaf styrkveitingarinnar
mun að rekja til umsóknar
Körfuknattleikssambands Is-
lands haustið 1979, en um málið
er gerð svofelld bókun 1 fram-
kvæmdastjórn Sambandsins,
fimmtudaginn 8. nóvember það
ár: „5. Málaleitun körfubolta-
landsliðsins hefur borist Sam-
bandinu. Samþykkt að vísa mál-
inu til félagsfulitrúa Sambands-
ins til umsagnar."
b) Þegar umsögn félagsfulltrúa lá
fyrir var málið aftur á dagskrá í
framkvæmdastjórninni þann 18.
mars 1980 og þá gerð svofelld
bókun: „Samþykkt var að veita
körfuknattleiksliði íslands fjár-
styrk að fjárhæð 5—6 millj.
króna og skyldi þessi viðurkenn-
ing veitt á blaðamannafundi
sem Sambandið boðaði til af því
tilefni. Þessi styrkur skyldi
gilda í eitt ár, en jafnframt féllu
niður aðrir hliðstæðir styrkir,
sem Sambandið hefir veitt á
sviði íþróttamála. Samþykktin
næði þó ekki til þegar gefinna
loforða á þessum vettvangi. Ef
þessi styrkveiting gefst vel, að
áliti Sambandsins, er áformað
að skipta um að ári og veita þá
annarri íþróttagrein styrkinn
fyrir það ár.“
c) Þar sem styrkurinn fyrir árið
1980 tæmdist körfuboltalands-
liðinu nokkuð seint var ákveðið
að það skyldi valið á ný úr hópi
umsækjenda um styrkinn fyrir
árið 1981. Var það bókað á fram-
kvæmdastjórnarfundi í Sam-
bandinu, þriðjudaginn 27. janú-
ar 1981 og var styrkurinn að
fjárhæð 90 þúsund krónur (þ.e. 9
milljónir g.króna).
d) I framhaldi af þessari styrk-
úthlutun var málið tekið fyrir i
stjórn Sambandsins, miðviku-
daginn 4. mars 1981, og þar sam-
þykktar eftirfarandi reglur:
Reglur um veitingu fþrótta-
styrks Sambands íslenskra
samvinnufélaga:
1. gr. Tilgangur með veitingu
íþróttastyrks Sambandsins
er að efla íþróttastarfsemi í
landinu, sem ein af menning-
arþáttum þjóðfélagsins, og
auka þekkingu ísl. íþrótta-
fólks á samvinnumálum og
samvinnustarfi.
2. gr. íþróttastyrk Sambandsins
geta hlotið sérsambönd
og/eða landssambönd er
starfa að íþróttamálum.
3. gr. fþróttastyrkur Sambandsins
er veittur til eins árs í senn
og er styrktartíminn alman-
aksárið.
4. gr. Að jafnaði skal einn aðili
hljóta styrkinn hverju sinni,
en heimilt er þó að skipta
styrkfjárhæð á milli fleiri að-
ila.
5. gr. Árlega verður auglýst eftir
umsóknum um íþróttastyrk
Sambandsins. Umsóknir
þurfa að hafa borist Sam-
bandinu (framkvæmdastjóra
Skipulags- og fræðsludeildar)
fyrir 1. ágúst. í september ár
hvert verður tilkynnt hvaða
aðili hlýtur íþróttastyrk
Sambandsins á (komandi)
næsta ári.
6. gr. Framkvæmdastjórn Sam-
bandsins tekur ákvörðun um
styrkfjárhæð og úthlutar
íþróttastyrk Sambandsins.
7. gr. Styrkveiting veitir Samband-
inu heimild til að virkja
starfsemi viðkomandi
íþróttagreinar til upplýsinga
um samvinnuhreyfinguna
eftir nánara samkomulagi
við /iðkomandi aðila."
e) Á framkvæmdastjórnarfundi
þann 29. september 1981 var
ákveðið að Handknattleikssam-
band íslands skyldi valið úr hópi
umsækjenda um styrkinn fyrir
árið 1982 og nam fjárhæðin 150
þúsund krónum. Og enn var á
fundi framkvæmdastjórnarinn-
ar þann 5. október 1982 úthlutað
íþróttastyrk Sambandsins fyrir
árið 1983 og nú, með vísan til 4.
greinar reglugerðarinnar, var
fjárhæðinni skipt á milli tveggja
sambanda þ.e. til Handknatt-
leikssambands íslands 150 þús.
krónur og til Frjálsíþróttasam-
bands fslands 75 þús. krónur.
f) f öllum áminnstum tilvikum hef-
ir afhending íþróttastyrks Sam-
bandsins farið fram á blaða-
mannafundum, en þar hafa
blaðamönnum verið afhent
kynningarorð um styrkúthlut-
unina og fleira. Þar gafst þeim
líka tækifæri til að spyrja aðila
spjörunum úr, enda engu að
leyna eins og Morgunblaðið, því
miður, vænir þó hlutaðeigandi
um. Um þetta geta blaðamenn
Morgunblaðsins borið, þeir sem
komið hafa til umræddra styrk-
úthlutana.
g) í sérstökum framkvæmdasamn-
ingi Sambandsins við FRf segir
svo í 3. grein:
„Frjálsíþróttasambandið
heimilar Sambandinu að nota
starfsemi og aðstöðu FRÍ og um-
svif frjálsíþróttalandsliðanna,
bæði heima og erlendis, til aug-
lýsinga og fræðslu um sam-
vinnuhreyfinguna á hvern þann
hátt sem Sambandið óskar og
eðlilegt getur talist. Er þá miðað
við þann hátt sem almennt tíðkast
og fellur að gildandi lögum og
reglum íþróttahreyfingarinnar um
auglýsingar íþróttamanna.
Það er öllum kunnugt að ekki
er sama með hvaða hugarfari
lesinn er texti ritaðs máls, en
vegna þeirra áþéttisorða sem
koma fram í leiðaraskrifum
Morgunblaðsins, laugardaginn
12. þ.m., er skorað á blaðið að
finna dylgjum sinum stað um
misnotkun Sambandsins á þeim
sem íþróttastyrksins hafa notið,
eða aðila annars staðar í
íþróttahreyfingunni, vefjist
fyrir blaðinu að finna sök hjá
Sambandinu við fyrrgreinda að-
ila.
h) Þau skrif sem Morgunblaðið
hefir ástundað í garð Sambands-
ins um íþróttamál munu ekki
hafa áhrif á áframhaldandi
velvilja þess í garð íþróttahreyf-
ingarinnar og er þess vænst að
aðrir velviljaðir aðilar láti held-
ur ekki stóryrðin hræða sig frá
að hlúa að æsku landsins, sem
líklega á sér hvergi betri sama-
stað en íþróttahreyfinguna, að
heimili og skóla undanskildum.
Nær væri að fá þá sem svona
skrif ástunda til samstarfs við
íþróttahreyfinguna svo þeim
verði fullljóst það mikla starf
sem þar er unnið og reki ekki
fleyg á milli hennar og þeirra
sem vilja styrkja hana og efla.
i) Hermt er m.a. eftir fyrrverandi
formanni HSf að íþróttasam-
böndum sé nauðsyn á að „selja
sig“. Vonandi er hér rangt haft
eftir, en sé svo ekki harmar
Sambandið slíkt gáleysi í orða-
vali, telur þessi ummæli ómak-
leg og betur ósögð.
j) Ef einhvers staðar er í ákvæðum
eða orðavali þau atriði sem
íþróttahreyfingin vill breyta eða
skoða nánar er Sambandið ekki
svo „fhaldssamt" að það bifist
ekki við rökum eða óskum við-
semjenda, — en helst vill það
láta verk sín og athafnir skýra
velvilja sinn í öllum góðum mál-
um. Þess er vænst að Morgun-
blaðið geti orðið samvinnuhreyf-
ingunni samstiga á þeim ferli.
Með þökk fyrir birtinguna,
f.h. Sambands ísl. samvinnufélaga,
Kjartan P. Kjartansson.
Styðjum
Skrifum Mbl.
Á baksíðu Morgunblaðsins sl.
föstudag er viðskiptum þriggja sér-
sambanda innan ISf við Samvinnu-
ferðir-Landsýn slegið upp í myndar-
lega frétt. Eins og svo oft áður þegar
Morgunblaðið skrifar um ferðamál er
því miður einskis látið ófreistað til
þess að gera viðskipti SL sem tor-
tryggilegust. í laugardagsblaðinu er
síðan haldið fram á sömu braut á
baksíðu, í miðopnu og í leiðara blaðs-
ins. Verður ekki hjá því komist eina
ferðina enn að reka helstu rangfærsl-
ur Mbl. til baka og varpa réttu ljósi á
óvéfengjanlegar staðreyndir þessa
máls. Verður fróðlegt að sjá hvort
Morgunblaðið telur sjónarmið Sam-
vinnuferða-Landsýnar í þessu máli
það merk að þessari greinargerð
verði valinn ámóta merkilegur staður
i blaðinu og þau skrif, sem hingað til
hafa verið birt um stuðning
Samvinnuferða-Landsýn við íslenska
íþróttahreyfingu.
Okkar stuðningur við
íþróttahreyfinguna
Samvinnuferðir-Landsýn hefur
gert sína eigin sérsamninga við
íþróttahreyfinguna. Þeir samningar
eru með öllu óháðir Sambandinu og
koma íþróttastyrk þess ekkert við.
Samvinnuferðir-Landsýn er ferða-
skrifstofa ýmissa fjöldasamtaka í
landinu og rekur starfsemi sína fyrir
ótal verkalýðsfélög og aðildarfélög á
sjálfstæðum grundvelli.
Morgunblaðið gefur hins vegar
berlega í skyn að KKf, HSÍ, og FRf
hafi undirritað samninga við SL
vegna þrýstings frá Sambandinu.
Þetta er alrangt. Hið sanna er að
KKÍ hefur í mörg ár átt föst viðskipti
vð SL, HSf hefur starfað með ferða-
skrifstofunni á annað ár og FRÍ
bættist síðan í hópinn í ár. KKf er
ekki handhafi íþróttastyrks Sam-
bandsins lengur og var það ekki er
samningar við SL voru gerðir.
íþróttastyrkur Samvinnuhreyfingar-
innar er greiddur í peningum og
skyldar sérsamböndin á engan hátt
til viðskipta við Samvinnuferðir-
Landsýn.
Samvinnuferðir-Landsýn styrkir
hins vegar þessi þrjú sambönd á ýms-
an hátt, óháð Sambandsstyrknum á
allan hátt. f samstarfssamningi
okkar við sérsamböndin er þeim
tryggður myndarlegur stuðningur
gegn því einu, að þau beini viðskipt-
um sínum til Samvinnuferða-
Landsýnar svo fremi sem ferftaskrif-
stofan sé í einu og öllu samkeppnisfær I
vcrði og gæðum þjónustunnar. Sé svo
ekki, er þeim frjálst að kaupa ferða-
þjónustu hvar sem betur er boðið, án
þess að það hafi nokkur áhrif á
áframhaldandi samstarf við SL.
Samvinnuferðir-Landsýn verður ein-
faldlega að standast allar samkeppn-
iskröfur og stuðning á ýmsan hátt.
Hér er því um verulega búbót fyrir
íþróttahreyfinguna að ræða og Sam-
vinnuferðum-Landsýn þykir vænt um
að geta á þennan einfalda og látlausa
hátt stutt við bakið á öflugu íþrótta-
starfi í landinu.
Útsýn þarf að æfa betur!
Engum kemur á óvart að Morgun-
blaðið skuli síðan í laugardagsblað-
inu leita til ferðaskrifstofunnar Út-
sýn til þess að fá álit þaðan á samn-
ingum Samvinnuferða-Landsýnar.
Auðvitað hvarflaði ekki að Mbl. að
eðlilegra væri að ræða við þá ferða-
skrifstofu sem hlut á að máli og úr
herbúðum Útsýnar kom ekki minni
yfirlýsing en sú, að kjarnorkustríð
væri hjóm eitt miðað við samkeppn-
ina frá Samvinnuferðum-Landsýn!
Verður síst reynt hér að fá eðlilegt
samhengi í þessa samlíkingu, en
heldur finnst okkur hún samt
ósmekkleg.
Örn Steinsen, hjá Útsýn, rekur f
þessu makalausa viðtali raunir sínar
vegna Samvinnuferða-Landsýnar og
klifar á viðskiptaskyldu sérsamband-
anna vegna Sambandsstyrksins, sem
KKf t.d .nýtur raunar ekki lengur.
Þessum ósannindum hefur nú þegar
verið visað á bug með því að upplýsa
og sanna að SL fær engin viðskipti
nema ferðaskrifstofan sé á allan hátt
samkeppnisfær í verði og þjónustu.
Á sama hátt er allt tal Útsýnar um
verndarvæng Sambandsins og við-
skipti þaðan á silfurfati út í hött. All-
ar slíkar upphrópanir eru innantóm
slagorð og fálmkenndar tilraunir til
þess að afsaka stöðugt undanhald Út-
sýnar fyrir öflugri og heiðarlegri
samkeppni.
Hið rétta er að Útsýn getur fengið
öll þau viðskipti við íþróttahreyfing-
una sem hún kærir sig um — en eðli-
lega með því einu móti að bjóða betur
en keppinautarnir. f þeim efnum
leggur Samvinnuferðir-Landsýn að
sjálfsögðu allt í sölurnar og fer þar
saman gagnkvæmur hagur skrifstof-
unnar og viðskiptavinarins, sem fær
hagstæðara verð en ella, og SL fær
um leið viðskiptin.
Örn Steinsen lýsir því yfir að Sam-
vinnuferðir-Landsýn þurfi ekkert að
hafa fyrir viðskiptunum við íþrótta-
hreyfinguna og á engan hátt að
vanda til tilboða sinna. fSf fargjald
Flugleiða sé það eina sem unnt sé að
bjóða og meira þurfi SL ekki að gera
til þess að tryggja sér viöskiptin. Hér
er greinilegt að Útsýn er farið að
förlast. íslensk íþróttahreyfing í öll-
um sínum fjárhagskröggum þarf á
miklu meiri útsjónarsemi að halda.
Dæmi um vinnu SL fyrir íslensk
íþróttalandslið er nýafstaðin Kalott-
keppni í Noregi. Mótið var haldið í
Tromsö, langt frá Aáfangastöðum
Flugleiða og ljóst var að þrátt fyrir
hagstætt fSf fargjald yrði ferða-
kostnaður í Noregi FRf algjörlega
ofviða. SL setti þá upp sérstakt leigu-
flug beint til Tromsö og til þess að
nýta sætin í bakaleiðinni var efnt til
íslandsferðar fyrir Norðmenn. Og þó
að ekki tækist að ná fullri sæta-
nýtingu í báðar áttir, varð fargjaldið
samt sem áður aðeins brot af þeim
kostnaði sem annars hefði þurft að
greiða. Þannig þarf ávallt að leita
leiða til þess að létta á ferðakostnaði
og á þennan hátt er unnt að spara
hundruð þúsunda króna á hverju ári.
Geti Útsýn aðeins boðið ÍSI-
fargjald fyrir íslenskt íþróttafólk, er
greinilegt að ferðaskrifstofan er að
detta úr allri æfingu og þarf að taka
sig verulega á til þess að geta mætt
erfiðum fjárhag íþróttahreyfingar-
innar með því að gjörnýta hverja
krónu sem í ferðakostnað er látin.
Afstaða Morgunblaðsins
Erfitt er að skilja hvað Morgun-
blaðinu gengur til með þessum
hlutdræga fréttaflutningi af sam-
starfi SL við íþróttahreyfinguna. í
leiðara blaðsins og greinaskrifum
dugar ekkert minna en upphrópanir á
borð við mútur, einokunarstarfsemi,
nauðungarsamninga, hagsmunapot
oggræðgi.
Samt sem áður segist Morgunblað-
ið ekki geta tekið endanlega afstöðu
til samninganna við Samvinnuferð-
ir-Landsýn, þar eð það hefur slíka
samninga ekki undir höndum. Um
leið og þessi grein er send Morgun-
blaðinu til birtingar hefur ritstjórum
blaðsins verið sent afrit af öllum
þessum samningum og er hér með
skorað á blaðið að taka sína endan-
legu afstöðu og þá um leið gífuryrðin
til baka eða rökstyðja þau ella.
Hitt ætti Morgunblaðið einnig að
hafa í huga, að haldi það áfram á
sömu braut, munu skrif blaðsins
fyrst og fremst koma sér illa fyrir
íslenska íþróttahreyfingu.
Helgi Jóhannsson,
sölustjóri.
Sjá einnig grein eftir
Gunnstein Karlsson
á næstu síðu
Jútfus HaTstein:
„íþróttahreyfingin á ekki ann-
arra kosta völ en að selja sig ^
IUMNINGUI ■* «• eeninunupi*-*
llnfmein • ■*
, _____________tum o( SlS »r nft I
Til tnkn M fr»" •* knupn »i« n*nU*u á iþrAttnmA.um F
"i'—• -t grrn «vonn vi®- k.noinikium Samninaur ní 1
sa:...p—r
m “ KRl. nllnvmm I mArum dréii
S/i.-'Ærsrti fi.iLtrr.rjri: —
Sveinn Bjömmon:
Stiórn ÍSÍ ekki kunnugt um inni
hald samninga sérsambanda“
#~mlm~U.n..»tfr—s~..» Bjnmnmm. (or«tl I»I
'"LJJ ” « u. »- - — *" ,i‘l'
in StS fyrir IW«» **r H ■**»■* 1
Samningur FRÍ og Sambandsms
tr“:l tS.IÍEi.lfirúS
'C mbtlZ KRl «C nmmif
n, fr-*.l. .1 —V
hmrfin«u«» » *■*•»
é hmnnrl «rrh.r.tinæ. Rnm
fr>éin*r*ttnf*lkn nnn
m *éU«félh. "t Umn»lé»
/, | tnnanlum rié Mntnmnnnn
|j» lil þnm. MUr MMmj^«
Tfi._KRl é énnn
iæxjzrt r
hudt rté nmti Viéhuréi hmrjn
T thTnm
fíiu hnfn"kyn»r»»r*ó«fnllint»
^fdma • : t w » h.æ, ■ --
V#runn«ltnin(»r é ln*>
dnlnrrili (frjéln*réttnmlUn
- Knypt nndfinc á tnur
r. nnm 1 bl Snmr.«mlr«.r .u»tfmn«nr
ttmz
hujmrndum nénýtly j
o« mé«nlnikum é frnmkrmmd
þmrrn hu«mrnd»
Aths. ritstj.
1) Hér á síðunni er samankomið mikið efni
frá forystu SfS og dótturfélagi þess. Mbl. vísar
til samnings milli SfS og FRI, sem birtur var í
blaöinu síðastliðinn föstudag, svo og til „áætl-
unar um samstarf“ þessara aðila, sem birt var í
sama blaði. Blaðið vísar einnig til forystugrein-
ar sinnar sl. laugardag svo og til forystugreinar
í dag, þar sem nauðungarsamningurinn er harð-
lega gagnrýndur, og stendur við hvert einasta
orð, sem sagt er í þessum forystugreinum. Svör
SfS-forystunnar breyta þar engu um. Það er
m.a. rangt, að samningurinn sé ekki einsdæmi.
Með hann var farið af fyllstu leynd, þótt annað
sé fullyrt og er það skiljanlegt!! Það er t.a.m.
ekki á hverjum degi, sem viðskiptaaðilar selja
blaðamannafundi! Þá ber að mótmæla þvf harð-
lega, að nauðungarsamningar séu „hagkvæm
viðskipti".
Fyrrverandi formaður HSÍ, Júlíus Hafstein,
fullyrðir í samtali við Mbl., sl. föstudag, að
íþróttahreyfingin verði „að selja sig“ og núver-
andi formaður KSÍ, Ellert B. Schram, segir sl.
laugardag, að knattspyrnusambandið hafi ekki
sótt um styrk SÍS vegna þess að þeir vissu „af
þessum kvöðum“, eins og hann segir. „Styrkn-
um“ fylgja sem sagt kvaðir að dómi formanns
KSf, enda er það hárrétt og KSÍ til sóma að
hafa gert sér grein fyrir því og gangast ekki
undir slíkar kvaðir. Aftur á móti gein formaður
HSÍ, Friðrik Guðmundsson, við agninu og rugl-
ar saman styrkjum og viðskiptasamningum f
samtali hér í biaðinu sl. laugardag.
2) Það er ekki Mbl., sem hefur gert viðskipti
Samvinnuferða-Landsýnar tortryggileg, heldur
samstarfssamningur SÍS og iþróttaforystunnar,
enda er hann hneyksli. Það er eina „rétta ljósið"
í þessu máli. Fullyrðingar um „rangfærslur"
Mbl. eru út í hött og innan um venjulegan
skammt af útúrsnúningi þeirra, sem eiga vond-
an málstað að verja. Sú fullyrðing, að sam-
vinnufyrirtæki, eins og nefnd ferðaskrifstofa, sé
óháð SfS er ekki svaraverð. Hún er eins og hver
önnur skrítla. Samstarfssamningur Samvinnu-
ferða-Landsýnar um viðskiptaáróður meðal
íþróttamanna fyrir ferðaskrifstofuna sýnir
svart á hvítu tengslin við SÍS-samninginn.
Þetta er sama tóbakið. Tónninn er sleginn í
samstarfssamningi SÍS við FRf. Um annan út-
úrsnúning eins og kjarnorkustríð verður ekki
rætt hér af augljósum ástæðum. Deilum Útsýn-
ar og Samvinnuferða er vísað til föðurhúsanna.
f samstarfssamningi Samvinnuferða-Land-
sýnar og frjálsíþróttasambandsins (sjá 2. lið),
sem fylgir yfirlýsingu ferðaskrifstofunnar, og er
í gildi fram til 31. apríl 1984, kemur í ljós, að
„forráðamenn FRÍ hvetji forráðamenn sinna fé-
laga til að beina viðskiptum í áætlun og leiguflugi
til Samvinnuferða-Landsýnar hf.“ Sama gilti um
HSÍ og KKf, en þeir samningar eru útrunnir.
Nú er það sem sagt einnig staðfest frá fyrstu
hendi, að Samvinnuferðir hafa notfært sér ákvaeði
samnings SÍS og FRÍ um þjónustu og vörukaup
íþróttamanna hjá Sambandinu og dótturfyrirtækj-
um þess. Þetta er sami áróðurinn, sami andinn
og í samningi SÍS við FRÍ varðandi „styrk“ SÍS
til frjálsíþróttasambandsins. Full ástæða er því
til þess, að endurtaka orð Mbl. um einokunar-
starfsemi, nauðungarsamninga og hagsmuna-
pot. Mútur eru annarra orð en Mbl. Yfirlýsingar
Mbl. eru réttar og hafa nú verið staðfestar enn
rækilegar en áður með birtingu samstarfssamn-
ings Samvinnuferða og FRf, sem birtur er hér
ásamt öðru efni frá SÍS-mönnum.
3) I yfirlýsingu SÍS er tíundað, hvernig
íþróttastyrkur fyrirtækisins varð til. Það kemur
þessu máli ekkert við, hvað gerðist 1981. Samn-
ingur SÍS og FRÍ, sem birtur var í Mbl. síðast-
liðinn föstudag, skiptir hér einn máli. Það verð-
ur aldrei of oft ítrekað, að hann er hneyksli, eins
og lesendur blaðsins hafa séð. Blaðamenn Mbl.,
sem komið hafa á styrkveitingafundi, hafa verið
þar í góðri trú. En nú er komið í ljós, að SÍS
hefur keypt þessa fundi og mun Mbl. ekki senda
blaðamenn oftar á þá eða aðra slíka fundi, nema
fyrir liggi að nauðungarsamningarnir séu úr
gildi og að fundirnir verði ekki notaðir í áróð-
ursskyni fyrir SfS og dótturfyrirtæki þess. Það
skiptir ekki máli, með hvaða hugarfari samn-
ingur SÍS og FRÍ er lesinn, heldur með hvaða
hugarfari hann er gerður. Mbl. hefur bent ræki-
lega á það og stendur við hvert orð sem það
hefur sagt. Fullyrðingum SÍS um dylgjur Mbl.
er vísað til föðurhúsanna. Um „íhaldssemi“ SÍS
verður ekki fjölyrt hér, en hitt fullyrt, að SÍS er
a.m.k. ekki „íhaldssamt" í gerð nauðungarsamn-
inga við forystu íþróttahreyfingarinnar. Þar er
SÍS róttækur og óviðjafnanlegur brautryðjandi!!
Um hug Mbl. til íþróttahreyfingarinnar þurfa
SÍS og dótturfyrirtæki þess ekki að ganga í
grafgötur, þótt reynt sé að gera blaðið tor-
tryggilegt. í forystugrein Mbl. síðastliðinn
föstudag segir m.a. svo:
„Morgunblaðið hvetur alla þá aðila, sem
bolmagn hafa til að rétta íþróttahreyfingunni
hjálparhönd, sem hún getur stuðst við í erfiðri
stöðu og baráttu sinni fyrir hagsmunum íþrótta,
að láta slíka aðstoð í té — án annarlegra krafna
og skilyrða eða nauðungar. Morgunblaðið hefur
og mun veita íþróttahreyfingunni þann stuðn-
ing og þá þjónustu sem það getur. Og þó það
muni ekki mæta á seldum blaðamannafundum
er það stefna þess að styðja við bakið á íþrótta-
hreyfingunni og hún hefur ekki og mun ekki
breytast.
Ungu fólki eru ekki aðrir vegir þroskavæn-
legri en þeir, sem íþróttahreyfingin býður. Ekki
sízt þessvegna ætti hugsjón þeirrar hreyfingar
ekki að ganga kaupum og sölum og verða gróða-
sjónarmiðum að bráð.“
Að lokum, lesendum til glöggvunar, skulu hér
tilfærð helztu atriði úr samningi FRÍ og Sam-
bandsins, sem fram komu i Morgunblaðinu sl.
föstudag. Þar segir, að frjálsíþróttasambandið
noti „þetta fé (þ.e. „styrk“ SÍS) eins og því er unnt
til kaupa á þjónustu og vörum hjá Sambandinu,
kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum þessara
aðilja“. Þá segir ennfremur: „Frjálsíþróttasam-
bandið heimilar Sambandinu að nota starfsemi
og aðstöðu FRÍ og umsvif frjálsíþróttalandslið-
anna bæði heima og erlendis til auglýsinga og
fræðslu um samvinnuhreyfinguna á hvern þann
hátt, sem Sambandið óskar og eðlilegt getur
talist.“
Þá segir í samningnum um íþróttastyrk Sam-
bandsins, að FRÍ skuli, svo sem kostur er, vekja
athygli á þessari styrkveitingu hjá fjölmiðlum
og meðal frjálsíþróttafólks, annars íþróttafólks
og almennings. Þá segir í 6. grein samningsins:
„Fulltrúi frá Sambandinu skal eiga kost á því að
sitja alla fréttamannafundi FRÍ á árinu og skýra
þar frá þætti samvinnuhreyfingarinnar í sambandi
vió næstu vióburði hverju sinni. Frjálsíþróttasam-
bandið býður fulltrúa frá Sambandinu að sitja
ársþing FRí sem gestur þess.“
Að endingu skulu hér tilfærð nokkur atriði úr
„áætlun um“ samstarf FRÍ og Sambandsins.
Þar segir m.a.: „Forystumenn samvinnuhreyf-
ingarinnar verði heióursgestir FRÍ á ákveðnum
stórmótum hérlendis og erlendis." Um fræðslu-
starf segir: „a. Fræðslu- og kynningarbækling-
um um samvinnuhreyfinguna verði dreift í möpp-
um þátttakenda á námskeiðum FRÍ og einnig á
ársþingi þess og stærri fundum." Loks segir um
blaðamannafundi: „Fulltrúi frá Sambandinu eigi
kost á því að sitja alla blaðamannafundi FRÍ og
skýra þar frá þætti samvinnuhreyfingarinnar í sam-
bandi við mót og önnur mál, sem þar er fjallað um
hverju sinni.“