Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 39 Minning: Ólína Hjartar- dóttir Skagaströnd Fædd 15. ágúst 1912 Dáin 27. júlí 1983 Lóa frænka er dáin. Það er ekki svo einfalt fyrir mig að skilja í raun hvað í þeim orðum felst. Frá bernskudögum átti ég Lóu að. Til hennar gekk ég oft og alltaf var Lóa hress í bragði og lífsspeki hennar svo sterk og laðandi, að lengi gat maður setið og hlustað og heyrt af vörum hennar þann vísdóm, sem aðeins býr í þeim sem hafa fengið að nálgast djúpa þekk- ingu á mannssálinni vegna mikill- ar lífsreynslu. Lóa var alltaf hrein og bein til orðs og æðis. Hún hirti ekki um mat líðandi stundar á þessu og hinu, því hún hafði sitt eigið gild- ismat á hlutunum og það var henni nóg. Hún tók öllum eins og þeir voru og þeir sem ekki tóku henni eins og hún var, gerðu sig seka um algert vanmat á persónu- leika hennar. Þeir sem áttu þess kost að ná inn að hjarta hennar, nutu þess upp frá því. Hún var tryggðin sjálf, vinföst og hjarta- hlý og níddist aldrei á neinu því sem henni var trúað fyrir. Þegar sótti að henni þreyta og þunglyndi, söng hún gleði í eigin sál með sinni tæru rödd. Hún lét ekki daglegt strit byrgja sálar- glugga sína. Oft barst söngur hennar um nágrennið og yljaði mönnum um hjartaræturnar og til voru þeir sem hugleiddu með sjálfum sér þá barnslegu gleði sem bjó í þessari rödd og skildu að þar söng manneskja sem lét engar að- stæður beygja sig, heldur tjáði ást sína til þess alls sem Guð hefur gefið okkur, á opinskáan og fals- lausan hátt. Hún dáðist að þvi smáa í ríki náttúrunnar og var næm á öll tilbrigði lífshörpunnar. Hún ræddi iðulega um þá snilld fullkomleikans sem felst í drátt- um sköpunarverksins og var trú- hneigð og glataði aldrei sinni barnatrú, sem reyndist henni til hinzta dags sú vonaruppspretta sem gaf henni það ótrúlega þrek Hulda K. Lilliendahl — Minningarorð Fædd 25. júlí 1907 Dáin 7. ágúst 1983 „Mér varð svo heitt um hvarma og brár og hugur flaug um liðin ár.“ (E. Ben.) t dag kveðjum við ömmu Huldu í hinsta sinn. Þó söknuðurinn sé sár, er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að og notið umhyggju hennar allt frá því við vorum börn. Við minnumst ömmu sem mikilhæfrar konu. Hún hafði yndi áf ljóðum, var tónelsk og næm, jafnt á fegurð og listir sem og alít mannlegt gildi. Hæfileikum sínum flíkaði hún ekki, en var bæði hagmælt og vel ritfær. Alls þessa fengum við að njóta og mun- um búa að um ókomna tið. Langt umfram getu hjúkraði hún afa Theódóri síðustu árin sem hann lifði, svo hann gæti sem lengst dvalið heima. Þegar hann var lagður inn á sjúkrahús var amma Hulda þrotin að kröftum og lagð- ist inn á Landspítalann í október 1981. Þar dvaldi hún fram yfir áramótin 1981—1982, en hinn 25. nóvember 1981 lést afi. I maí 1982 var hún vistuð á Reykjalundi eftir skamma dvöl heima. Þar dvaldi hún nær samfleytt þar til hún lést hinn 7. ágúst sl. Á Reykjalundi naut hún bestu umönnunar og hjúkrunar sem völ er á og flytjum við starfsfólki þar alúðarþakkir. „Og dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans og Drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans.“ (T. Guðm.) Við þökkum af heilum hug. Stína, Hulda og Teddi í dag kveðjum við með söknuði elsku Huldu ömmu. Hún var okkur svo óendanlega góð og vildi SVAR MITT eftir Billy (iraham Besta kennslubókin Vinsamlegast ráðið mér heilt, svo að ég geti orðið betri krist- inn maður og hæfari að fræða fullorðna. Hafiö þér reynt Nýja testamentið? Ég á nær öll skýringarrrit, sem til eru á ensku, í bókasafni mínu, og þau koma mér oft að gagni. En mestu hjálpina og innblásturinn fæ ég úr Biblíunni sjálfri. Ég er hræddur um, að margir kennarar reiði sig um of á hugsanir og hugmyndir annarra. Það er undursamlegt, hvernig ritningin útskýrir sjálfa sig, þegar við lesum hana og íhugum boðskap hennar. Skýringuna á tign Davíðs er að nokkru leyti að finna í þessum orðum: „Ég hugleiði lögmál þitt dag og nótt.“ Job talar um, að orð Guðs sé honum nauðsyn- legra en fæðan. Ég legg til, að þér lesið skýringarritin yðar. En hugleiðið textann, sem þér eigið að útskýra. Lesið með bæn, og ég trúi því, að þér komist að raun um, að Guð talar til yðar af blöðum hinnar helgu bókar. Hugsanir vakna, og þær koma heim við þarfir sam- tíðarinnar. Á þennan hátt styrkist yðar eigin sál og þér verðið jafnframt staðfastur og áhrifamikill kennari orðs Guðs. til sálarinnar sem hún hafði lengstum ríka þörf fyrir. Lóa var mér ákaflega góð og aldrei bar skugga á okkar vináttu. Hún sagði eitt sinn við mig — að ef hún réði einhverju um það, myndi hún ekki vera langt frá mér, eftir að hún færi úr þessu lífi, — mér fannst sú umsögn hennar gleggsti votturinn um það, að hún mat vináttu okkar og frændsemi mikils og þótti mér vænt um það sem eðlilegt er. Nú er hún dáin. Samverustundir okkar í þessu lífi að baki og minn- ingarnar einar eftir. En að þeim er fengur, þær standa fyrir sínu og varpa geislum fram á við. Við erum öll háð lögmáli lífs og dauða og eigum fyrir höndum hinztu skil. Það er trú mín, að þeir sem kveðja þetta líf eftir jafn óeigingjarna og fórnfúsa baráttu og Lóa, hljóti að eiga góða vist í vændum. Áf efnislegum verðmæt- um gaf hún af skorti sínum, en af andlegum verðmætum gaf hún af nægtum sínum. Megi minning Lóu lifa í hjörtum okkar og verða okkur til hógværrar ábendingar um það, að stilla kröfum okkar í hóf og reyna heldur að senda ein- hverja gleðigeisla á götu náung- ans. í þeirri viðleitni rís hver manneskja hæst. Nánustu ástvinum Lóu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Rúnar Kristjánsson allt fyrir okkur gera. Við systurn- ar þökkum henni alla þá um- hyggju og ást er hún veitti okkur. Við vitum, að nú líður henni vel. Góðum Guði þökkum við fyrir að hafa átt hana að og biðjum hann að blessa hana og varðveita alla tíð. Erla Ósk og Erna Huld bakhjarl... Hallarmúla 2 aími 83211. Sá sem situr rétt afkastar meiru Drabert — skrifstofustólarnir, sem eru byggðir á hinni vinsælu Relax — O — flex kenningu, fyrirbyggja þreytu með því að styöja vel viö bakiö á yður. Sannkallaðir bakhjarlar. \£KRIFSTORJHU$<g££ V Vestfrost FRYSTIK1STUR eru DÖNSKgœóavara LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DÝPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÓST pr SÓLARHRING kg. 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh. 1,2 1,4 1,6 1,9 VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- leg^ir á hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. C>-' 201 I 271 I 396 I 506 I 13.809,- 15.132,- 17.171.- 19.996,- Siðumúla 32 Simi 38000 Afsiattarverö vegna utlitsgalla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.