Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
17
Skúlptúrar Hall-
steins Sigurðssonar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Kjarvalsstaðir bjóða upp á ým-
islegt forvitnilegt um þessar
mundir. í vestri sal er úttekt á
innkaupum borgarinnar á mynd-
verkum sl. þrjú ár og kennir þar
margra grasa, — er einkum
ánægjulegt, að ekki er um neina
einstefnu að ræða á þeim vett-
vangi. í Kjarvalssal er sýning á
úrvali Þingvallamynda Kjarvals,
sem afhjúpar ljóslega hinn stemn-
ingaríka „artista". Kjarval var
aldrei neinn kortagerðarmaður í
list sinni, heldur málaði eins og
andinn bauð hverju sinni og flétt-
aði iðulega inn í myndir sínar sitt-
hvað úr eigin sálarkirnu, mynd-
efninu alls óviðkomandi.
Fyrir framan og þó einkum aft-
an húsið hefur Hallsteinn Sigurðs-
son komið fyrir nokkrum skúlpt-
úrum og er þetta sérsýning lista-
mannsins, — hin sjöunda í röðinni
hér í borg. Hallsteinn hefur jafn-
framt tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hér heima og erlendis. Þá
hefur listamaðurinn unnið að
ýmsum verkefnum fyrir opinbera
aðila. Hallsteinn Sigurðsson er
metnaðargjarn myndhöggvari og
vinnusamur með afbrigðum, —
undirstöðuna vantar hann þannig
ekki og við þetta bætist traust og
.........
^/\skriftar-
síminn er 830 33
haldgott nám heima og erlendis.
Myndverk listamannsins hafa oft
þótt hafa yfir sér nokkuð þungan
blæ, verið rammgerðar og efnis-
miklar og eru t.d. myndirnar fyrir
framan húsið „Adam og Eva“ og
„Ris“ dæmi um það. Eg fortek
ekki, að þetta kunni allteins að
vera aðal og höfuðeinkenni lista-
mannsins, en hins vegar met ég
léttleikann betur svo sem hann
kemur fram í myndverkunum á
bak við húsið. Hér þykir mér Hall-
steinn einmitt hafa höndlað þann
áreynslulausa léttleika, sem er svo
mikilvægur í allri góðri myndlist.
Einkum þykir mér hvítu myndirn-
ar „Fönsun V“, og „Fönsun VI“,
sterk og hrifmikil verk. Hér kem-
ur það vel fram, að Hallsteinn
kann einnig þá list að bregða á
leik með formin, þannig að úr
verði sannfærandi og öguð mynd-
verk. Þetta er nú einmitt galdur-
inn, sem allir miklir myndhöggv-
arar hafa meistrað til hlýtar í
hvaða efni sem þeir nú hafa unnið.
Að mínu áliti eru þessar myndir
á bak við Kjarvalsstaði einhver
öflugustu skúlptúrverk sem frá
hendi Hallsteins Sigurðssonar
hafa komið. Annað mál er að létt-
leikinn í myndunum nýtur sín
ekki til fulls á þessum stað og á
þeim sökklum, sem listamaðurinn
hefur valið þeim. Þungbúin veðr-
átta gerir Kjarvalsstaði enn
þyngslalegri en ella og mynd-
verkin hefðu notið sín ólíkt betur
úti á grænu túninu, — fjarri allri
þessari steinsteypu. Allt annað
mál er, að önnur hvíta myndin í
margfaldri stærð gæti lyft um-
hverfinu upp. Slíkar myndir í við-
unandi stærð eru einmitt vel
fallnar til að lyfta upp íslenzkri
Rímínísól
- Como og zurich í kaupbaeti
22. ág. - 4. sept.
Glæsileg hálfsmánaðar ferð, einstök blanda af baðstrandarlífi,
alparómantík og stórborgarfjöri.
22. ág. - 31. ág. Rimini
31. ág. - 01. sept. Comovatn - í ítölsku ölpunum
01. sept. - 04. sept. Ziirich - borg borganna í Sviss.
Fyrsta flokks hótel á öllum stöðum.
Verð kr.19.800.
miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Innifalið: Flug, hótelgisting m/morgunverði á Rimini, við Comovatn
og í Zúrich, rútuferð Rimini - Como - Zurich, íslensk fararstjórn.
Síðustu sætin til Rimini.
22. ágúst 1, 2 og 3 vikur uppselt
29. ágúst 2 vikur nokkur sæti laus
5. september 1 og 3 vikur nokkur sæti laus
Allar aðrar ferðir uppseldar!
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Hallsteinn Sigurðsson
grámósku í byggingarlist og veð-
urfari.
Og þar sem ég minntist á veð-
urfarið þykir mér tilvalið að vísa
til þess, að nú er einmitt kjörið
tækifæri til að koma sér í gott
skap og gerst um leið virkur
listnjótandi, með heimsókn á
Kjarvalsstaði.
Blaóburdarfólk
óskast!
JltaKgmilifiiMfe
Úthverfi
Sogavegur 1C1—212