Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 35 Janúar-júní: 1.718 litsjón- varpstæki flutt inn til landsins A sama tíma í fyrra voru flutt inn 3.156 tæki VERULEGA hefur dregið úr inn- flutningi á ýmiskonar svokölluðum „lúxusvarningi" á þessu ári. í því sambandi má nefna, að fyrstu sex mánuði ársins voru flutt inn 1.718 litsjónvarpstæki, borið saman við 3.156 á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning þessa inn- flutnings milli ára er aðeins tæp- lega 2,7%, eða tæplega ll,7 millj- ónir króna á móti tæplega 11,4 milljónum króna. Þá má nefna, að innflutningur á hljóðvarpstækjum dróst saman á umræddu tímabili um liðlega 52%, þegar inn voru flutt 7.150 tæki, en til samanburðar 14.900 tæki á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings á hljóð- varpstækjum fyrstu sex mánuði ársins var um 8,77 milljónir, en til samanburðar tæplega 10,5 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmætasamdrátturinn er því liðlega 16,5% á milli ára. Tóbaksinnflutn- ingur jókst um 15,8% á tímabil- inu janúar-júní Tóbaksinnflutningur jókst um 15,8% í magni talið fyrstu sex mán- uði ársins, samkvæmt upplýsingum í Hagtíðindum. Þar kemur fram, að fyrstu sex mánuðina voru flutt inn samtals um 330,7 tonn af tóbaki, borið saman við 285,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er liðlega 177,6%, eða 112 milljón- ir króna fyrstu sex mánuðina í ár, borið saman við liðlega 40,3 millj- ónir króna á sama tima í fyrra. Ef litið er á innflutning á vindl- ingum kemur í ljós, að innflutn- ingur á þeim jókst um 18,5% fyrstu sex mánuðina, þegar inn voru flutt liðlega 278,5 tonn, borið saman við 235,1 tonn á sama tíma í fyrra. Innflutningur á svokölluðu öðru tóbaki jókst á umræddu tímabili um tæplega 3,6%, þegar inn voru flutt samtals 52,2 tonn, borið sam- an við liðlega 50,4 tonn á sama tíma í fyrra. Sviss: Bflasala dróst saman tímabilið janúar-júlí BÍLASALA dróst saman í Sviss um 3,2% fyrstu sex raánuði ársins borið saman við sama tímabil í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum samtaka bíla- innflytjenda þar í landi, en markað- urinn í Sviss er talinn einhver sá harðasti í veröldinni. Mestur samdráttur var í sölu á ítölskum og frönskum bílum. Alls var samdrátturinn í sölu á frönsk- um bílum um 13,6% og um 11% samdráttur varð í sölu á ítölskum bílkum. Sala japanskra bíla jókst lítils háttar, en hins vegar varð nokkur aukning í sölu á vestur-þýzkum bílum, sérstaklega var um að ræða mikla aukningu hjá Audi og Ford. Það kom fram hjá talsmanni samtaka bílainnflytjenda, að markaðshlutdeild vestur-þýzkra bíla hefði vaxið úr 40,2% í 42,1% og hlutdeild þeirra japönsku hefði vaxið úr 27,3% í 28,4% fyrstu sjö mánuði ársins. Kreditkort - greiðslukort Blaðinu hefur borist eftirfarandi frá Kreditkorti sf.: Fyrir nokkrum vikum gerði Árni Böðvarsson, umsjónarmaður þáttarins Daglegt mál orðið kre- ditkort að umtalsefni og sagði m.a.: „Ég er illa sáttur við þetta orð — kreditkort — vegna þess að fyrri hlutinn er framandlegur í málinu — kre og dit, nú eða kred og it. Er eiginlega hér um að ræða greiðslufrestskort, kort sem veita kaupandanum tiltekinn frest að greiða upphæðina, sem hann var að kaupa fyrir. Mörg fyrirtæki veita viðskiptavinum sínum slíka þjónustu, en ég held að þau ættu að sjá sóma sinn í því að nota betra og íslenskulegra orð en kre- ditkort, og þá veit ég ekkert annað betra en greiðslukort, enda mun það hafa verið tíðkað þó að t.d. lánakort hefði eins komið til greina. Hins vegar kann það að hafa haft sitt að segja að fyrir nokkru var stofnað hér fyrirtæki með nafninu „Kreditkort", einmitt í þeim tilgangi að auðvelda fólki þessa þjónustu. Mér þykir verr farið, að erlenda orðið skuli hafa orðið ofan á í nafngiftinni." Það mun hverjum manni eigin- legt að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að honum er veist, og enda þótt ádrepan sé borin fram af hógværð og að mörgu leyti rétt- mæt skal þess nú freistað að færa nokkur rök fyrir að nafnið kre- ditkort hafi verið skásti kosturinn þegar fyrirtæki okkar var gefið nafn. Eins og Árni bendir rétti- lega á er orðið kredit ekki af ís- lenskum stofni. Á hitt má þó kannski benda að það er tekið upp í Orðabók Menningarsjóðs — sem Árni Böðvarsson ritstýrði — án þess að þar sé á neinn hátt gefið til kynna að það sé varasamt eða háskalegt orð. Einnig má um það deila hversu góð íslenska er að nota síðari liðinn — kort; sbr. ým- islegt annað af svipuðu tagi, svo sem nafnskírteini, ökuskírteini, bókasafnsskírteini, nafnspjald o.fl. Þetta var okkur fullljóst. En hins vegar vafðist fyrir okkur að finna tæknilegt íslenskt orð. Árni Böðvarsson leggur til að nota orð- ið greiðslukort „enda mun það hafa verið tíðkað". Okkur fannst sá kostur ekki viðunandi; því að orðió greiöslukort er alls ekki sömu merkingar og kreditkort. Það er ekki greitt með kortinu, heldur er það skilríki um að eiganda þess megi veita greiðslufrest. Hins veg- ar er naumast hægt að kalla þetta greiðslufrestskort, einfaldlega vegna þess að orðið er allt of langt og óþjált; og borin von að það mundi nokkurn tíma ná neinni út- breiðslu. Eftir heilmikla leit að ís- lensku nýyrði gáfumst við upp og ákváðum að nota tökuorðið kre- ditkort í nafni fyrirtækisins; álit- um það betra en að nota annað hvort kauðalegt eða þá villandi heiti. Þá bendum við á, að latn- esku orðin debit og credit hafa lengi verið notuð í bókhaldi hér á landi, eins og raunar um allan heim. Má segja að þau hafi unnið sér þegnrétt í flestum tungumál- um. Kreditkort sf. hefur umboð á ís- landi fyrir erlenda fyrirtækið Eurocard, sem er í samvinnu við MasterCard í Bandaríkjunum og Access í Bretlandi. í áðurnefndum þætti um dag- legt mál leggur Árni Böðvarsson til að nota orðið Evrókort í stað Eurocard. Þarna gætir nokkurs misskilnings hjá íslenskufræð- ingnum. Eurocard er nafn á fyrir- tæki, er vörumerki eins og Hus- quarna eða Chevrolet, og því út í hött að fara að íslenska það. Það er von okkar að þessar línur skýri málstað okkar og sýni að nafn fyrirtækisins ber alls ekki að skoða sem tilræði við íslenska tungu. Við völdum einfaldlega þann kostinn sem okkur fannst bestur. Því að eitthvað varð barn- ið að heita. Stjórn Kreditkorts sf. Verð frá kr. 4.950.- 3ja gíra — 5 gíra — 10 gíra — 12 gfra ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 GARÐASTÁL Þrautreynt efni í hæsta gæðaflokki á þök og veggi utan sem innan. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi einnig slétt efni. Sérsmíði eftir óskum. Hringið, komið eða skrifið og fáið ókeypis ráðgjöf ntr kostnaðaráætlun. SÖLUSÍMI 5 29 22 hringir hringir Sumarhús og Tívolí á sama stao . . F ^ 23. og 30. ágúst (Mögulegt aö framlengja) Bráðskemmtileg nýjung fyrir fjölskylduna sem vill stanslaust Tivolí- fjör í sumarleyfinu án aukakostnaðar. Gist verður i sumarhúsum við Pony Park, einn stærsta Tivoligarð Hollands. Innifalinn í verði ferðarinnar erfrjálsaðganguraðöllum tækjum, leikjum og sýningum í Pony Park og bílaleigubíll að auki! Verðdæmi: 4 saman i husi kr.10.600.- Barnaafsláttur kr. 4.000,- Heildarverð fyrir 4ra manna fjölskyldu aðeins kr. 34.000.- Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í sumarhúsi og ókeypis aðgangur að Pony Park, bílaleigubíll af A-flokki í viku, ótakmarkaður kilómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar og söluskattur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.