Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 15 myndin nú heldur við smekk piltanna þriggja, James Bond. Er upp rann föstudagur, var óspart notuð sólarolía, enda höfðu sumir nokkurn sviða af sólbrunanum, en voru þó glaðbeittir og spenntir að fara á fund dýranna í Zoologisk Have. Fór hópurinn sem leið liggur i hinn heimsfræga dýragarð. Þar voru skoðaðar hinar mörgu tegundir, eða 2000 alls, lengi dags. Mest var eftir- væntingin eftir að sjá fllana og gír- affana og var staldrað lengi við girð- ingar þeirra, en í fílagirðingunni eru nokkrir ungir fílar, einn fæddur á þessu ári og gerði hann hvað mesta lukku. Þá var og spennandi að skoða apana, sem eru af allmisjöfnum stærðum og horfðu börnin á einn simpansann mála myndir af mikilli eljusemi, en til þess hefur hann sér- stakt búr eins og vinnustofu. Voru þar margir áhorfendur. Veðrið er kaldara í dag eins og áður sagði, en býflugur og vespur sækja þó mjög i sætindi og mat, og var bæði eldri og yngri þátttakendum ami að þeim. Verið er að endurnýja búr og girð- ingar hinna ýmsu dýra, og dýragarð- urinn mjög að breyta um svip við það og eru falleg gróðursvæði milli hí- býla dýranna. Nú á eftir að ljúka innkaupum í dag og klifra upp í Sívalaturn. Á morgun liggur leiðin heim aftur og kannski mun sannast hjá verðlauna- höfum Morgunblaðsins eins og svo oft áður, að úti er gott, en heima er bezt. Allir ánægöir með ferðina Þegar verðlaunahafarnir úr áskrif- endakeppni Mbl. komu i Jónshús, spjölluðum við dálítið saman. Þau voru öll mjög ánægð með ferðina og sáu ekki eftir fyrirhöfninni við að út- vega a.m.k. 10 nýja áskrifendur, en það var takmark keppninnar. Eink- um rómuðu þau fararstjórn Viktors og lipuð. Elín H. Friðriksdóttir er 10 ára og á heima í Garðinum. Mamma hennar Kristjana Óttarsdóttir er umboðs- maður Morgunblaðsins þar. Elín seg- ist bera út bæði niðurfrá og útfrá, í allt 25 blöð og er orðin þaulvön. Þeg- ar Viktor hringdi til að segja henni, að hún hefði unnið, trúði hún ekki sínum eigin eyrum né heldur mamma hennar, sem kom heim skömmu síð- ar. Mest hlakkaði Elín til að sjá Tívoli og þar á eftir að koma í Dýra- garðinn. Hún sagðist hafa þolað vel hitann í Danmörku, en hafa orðið þreytt í fótunum fyrstu dagana af að ganga alltaf á steinsteypunni, og er hún afar ánægð með ferðina. Hildur B. Aradóttir er líka aðeins 10 ára og er hún frá Þorlákshöfn. Fóst- urfaðir hennar er umboðsmaður Morgunblaðsins þar. Henni er verst við vespurnar og randaflugurnar, en segist þola hitann ágætlega. Hildur hefur áður komið til útlanda, fór þá til Noregs með mömmu sinni og það- an með skipi til Kaupmannahafnar. Hún hefur því áður komið f Tfvolf og á ýmsa staði aðra og hlakkaði mest til að sjá Bakkann. Hildur litla hefur hitt pabba sinn hér og farið víða með honum, auðvitað báðum til ánægju. Hún hlakkar samt til að koma heim til Þorlákshafnar aftur. Ríkharður Kristjánsson frá Ólafsvfk er yngstur af hópnum, 9 ára. Hann ber út Morgunblaðið i Engihlíð, Enn- isbraut, Bæjartúni og Hjarðartúni oftast gangandi. Þegar Svava um- Börnin gengu misjafnlega rösklega fram í sælgætiskaupunum og á meðan sumir Verðlaunafararnir fylgdust með er Iffverðir drottningar skiptu um vörð og hér kevptu eina dós af Mackintosh, langaði aðra f heldur meira magn. hafa þau raðað sér umhverfis einn þeirra. Á ströndinni var synt og buslað og skemmtu allir sér vel. boðsmaður hringdi og sagði fréttirn- ar, varð mikill spenningur heima hjá honum og félagar hans fylgdust lika vel með undirbúningi ferðarinnar. Ríkharði finnst dönsku krakkarnir byrja alltof snemma f skólanum, en skólinn hófst hér sl. mánudag, og öf- undar þau ekki af þvf. Hann flaug nú í fyrsta sinn og fór líka f fyrsta sinn f lest og þótti það þægilegur ferða- máti, að geta gengið um f lestinni en verra þó á fleygiferð. Eins og flest hinna hlakkaði Rfkharður mest til að koma í Tivoií, en var líka mjög spenntur að sjá Bakkann. Sigurður Erlingsson úr Kópavogi er stillilegur piltur 10 ára. Hann ber út 70 blöð og tekur þau í tveimur pok- um. Hann bar Ifka út f vetur, enda f skólanum eftir hádegi. Hann bætti 11 áskrifendum við hjá sér. Sigurður átti ekki von á að vinna frekar en þau hin og varð mjög glaður, og félagar hans kátir, þegar Viktor hringdi og sagði tfðindin. Hann er mest undr- andi á hitanum hér og hávöxnu trjánum upp úr götunum, og hafði mjög gaman af að fara f lestinni til Helsingjaeyrar. Bezt skemmti hann sér í Tfvolí og fór oftar en einu sinni í „rússibanann". Sigurður var nokkuð þreyttur f fótunum fyrstu dagana, en hefur hvflzt vel á nóttunni og hafa þeir piltarnir þrfr verið saman f herbergi. Jón Kr. Arnarson er 13 ára og eini Reykvíkingurinn í hópnum. Hann var alveg himinlifandi, þegar hann fékk fréttina um, að hann væri einn af þeim útvöldu og gat varla sofið nóttina áður en þau lögðu af stað. Þægilegt þótti Jóni að fara f lestinni norður með strönd, en þó öðruvfsi en hann hafði fmyndað sér. Tölvuspilin hér sagði hann ódýrari en heima, enda keyptu flestir ferðafélagarnir slíkan kjörgrip. Jóni finnst allt hafa gengið mjög vel, og varð hann ekki fyrir vonbrigðum með Tívoll og baðströndina, en það tvennt hlakkaði hann mest til að sjá. 1 dýragarðinum vill Jón helzt sjá fílana og apana, einkum górillu, enda segir hann, að sig langi til að eiga stóra og sterka górillu. Tvær stúlknanna eru 14 ára og heitir önnur þeirra Kolbrún Hjartar- dóttir og á heima f Vestmannaeyjum. Hún hefur áður komið til Danmerk- ur, en ekki séð nema fátt eitt af þvf, sem hún hefur skoðað nú, enda bjó hún þá með foreldrum sfnum fyrir utan borgina. Kolbrún segir skipulag ferðarinnar hafa verið prýðilegt og Viktor sé mjög góður fararstjóri. Hún bíður spennt eftir að sjá varð- mannaskiptin við höll drottningar- innar, baðströndina og Bakkann og hefur tekið þó nokkuð af myndum 1 ferðinni. í Tívolí fannst Kolbrúnu mest gaman á töfrateppinu og fór þrisvar f það tæki. Hún heldur að fáir blaðberar i Vestmannaeyjum hafi reynt að vera með f áskrifenda- keppninni, en hún útvegaði 10 nýja áskrifendur og var langhæst þar heima og hefur nú 59 blöð að bera út. Hitinn kom Kolbrúnu mest á óvart, þegar hún kom kappklædd til lands- ins. Hin 14 ára stúlkan heitir Hafdís H. Steingrfmsdóttir og á heima á Hellis- sandi. Hún og Kolbrún hafa orðið vinkonur í ferðinni, verið saman f herbergi á hótelinu og ætla að skrif- ast á þegar heim kemur. Mamma Hafdísar, Ingibjörg Óskarsdóttir, er umboðsmaður Morgunblaðsins á Hellissandi og bera þær mæðgur út öll blöðin þar, 48 talsins. Hafdfs varð hissa, þegar hún varð fyrir valinu, en vissi þó að 10 nýja þurfti til að vinna, en hélt að dregið yrði úr vinningshöf- um, en það var ekki gert, heldur öll- um boðið með. Hafdfs kom til Dan- merkur fyrir tveimur árum og heim- sótti pennavinkonu mömmu sinnar í Aabybro á Jótlandi. Hafdls hlakkar til að koma til Bellevue, þótt hún hafi áður komið á baöströnd, og er ákveð- in í að synda í sjónum. Hún segir ferðina vera alveg upplagt ritgerðar- efni í vetur og er ánægð með allt, sem hópurinn hefur komizt yfir að skoða. Svanfríóur G. Bjarnadóttir frá ísa- firði er aldursforseti ferðarinnar, en segist hafa orðið eins og barn í anda að vera með í þessum hópi, einkum þó í Tívolí, þar sem hún skemmti sér ekki síður en börnin. Hún ber út 63 Morgunblöð og útvegaði 10 nýja áskrifendur, og segir að fleiri blað- berar fyrir vestan hafi reynt að vera með i samkeppninni, en blaðberar á öllu landinu hafi fengið eyðublað til að útfylla. Systir Svanfriðar er um- boðsmaður Mbl. á ísafirði. — Svan- fríður er nú f fyrsta sinn í útlöndum og segist vera mest hissa á veðrinu og að sjá léttklætt fólk á öllum aldri hér á götunum meðan fólk heima verði að vera dúðað í 6—8 stiga hita. Henni var allt jafn mikið tilhlökkun- arefni, er hún sá dagskrá ferðarinn- ar, og segist hafa notið þess alls mjög vel. Hún bjó með yngri stúlkunum í herbergi á Park hóteli og hefur áreiðanlega verið mikill stuðningur fyrir fararstjórann að hafa Svanfrfði til aðstoðar við að gæta barnanna. Þau borðuðu morgunverð á hótelinu, snarl í hádeginu úti, en sfðan máltfð á kvöldin, m.a. einu sinni á ftölskum stað. Áhrifin hafa verið mikil eftir annasama dagana og hvfldin góð að kvöldi. Fyrir hönd þeirra allra vill Svan- fríður bera fram þakklæti fyrir frá- bært skipulag og rausn Morgun- blaðsins, og kveður að ekki hafi verið hægt að gera betur við þau eða ganga betur fram í að skemmta þeim. Allt- af hafi Viktor bætt inn í dagskrána, ef tími vannst til, og rómar hún mjög leiðsögn hans og hve vel honum hefur tekizt að leysa hvers manns vanda. G.LÁsg. „Við fórum i ströndina og syntura f sjónum," sagði Kolbrún Hjartardótt- ir, „og svo fengum við bit i leigu og keyrðum niður mann sem var i sigl- ingu i seglbretti." Hafdís H. Steingrímsdóttir sagði að tækin á Dyrehavsbakken hefðu verið miklu skemmtilegri en tækin í Tívolí og það væri svo margt sem væri öðru- vísi í Kaupmannahöfn en í Reykjavík. Að lokum var rætt við Svanfríði G. Bjarnadóttur, frá ísafirði. „Ferðin var í einu orði sagt stórkostleg," sagði Svanfríður, „það er allt svo gjörólfkt því sem maður þekkir hér. Og börnin voru svo skemmtileg þannig að ég held að mér sé óhætt að sega að ég hafi orðið barn á nýjan leik.“ * Það var komið við f Víkingaskipinu f Dyrehavsbakken og kannski að þau hafi fengið sömu tilfinningu og víkingarnir forðum er þeir sigldu um höfin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.