Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Linur'11 Hagvöxtur og verðbólga í OECD-ríkjunum Hálfsárs breyting í %, á ársgrundvelli %, 14 12 K) :| 1. □ Neysluvöruver ■ Raunveruleg þ í sjö stærstu O i h i í OECD-rikjunum óöarframleiösla ECD-rikjunum iii. 1 1 T1 i—| ]flí r% 14 12 10 8 6 ; -2 I ■ 2 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 HevMdOeCD_________________________________________________________________________spa oeco Verðbólga er á undanhaldi í OECD-ríkjunum Hækkun neyzluvöru- verðs á fyrri árshelm- ingi 1983 um 5,4% Töluverð lækkun verðbólgu hefur átt sér stað á OECD-svæðinu að und- anfornu, eins og sjá má á línuriti 1. Á fyrra árshelmingi 1983 er talið að hækkun neysluvöruverðs í OECD- ríkjunum hafi verið um 5,4% á árs- grundvelli. Þetta er lægsta verð- bólga sem mælst hefur í OECD- ríkjunum, frá því að fyrri olíuverðs- hækkunin reið yfir á árinu 1973. Það eru einkum þrír þættir sem liggja á bak við þessa lækkun verðbólgunn- ar, þ.e. lækkun hráefnisverðs, lækk- un olíuverðs og minni launahækkan- ir. Þessar upplýsingar koma fram í Hagtölum mánaðarins fyrir júlí. Hráefnisverð án olíu lækkaði um 35% í dollurum frá hátoppi sínum seint á árinu 1980 til loka síðasta árs. Þessi lækkun bætir viðskiptakjör iðnríkjanna og dreg- ur úr verði innflutnings þeirra, en rýrir hag hráefnaframleiðsluríkja að sama skapi. Olíuverð á skyndimarkaði féll undir lok ársins 1980, og hefur verið veikt síðan, vegna mikils samdráttar eftirspurnar eftir olíu. Þessi þróun leiddi að lokum til þess að opinbert viðmiðunarverð OPEC-ríkjanna féll úr 34 dollur- um á tunnuna í 29 dollara í mars sl. Þetta er í fyrsta skipti sem við- miðunarverðið fellur síðan olíu- verðshækkanirnar hófust árið 1973. Margt bendir til að mikið og langvarandi atvinnuleysi hafi að undanförnu orðið til þess að draga úr launahækkunum í OECD- ríkjunum. Þetta hefur þó ekki orð- ið til þess að raunlaun hafi lækkað á OECD-svðinu í heild síðustu tvö árin, og í ár er búist við að þau hækki lítillega. Það hefur vegið á móti áhrifum minni launahækkana, að fram- leiðniaukning hefur verið lítil vegna efnahagssamdráttarins. Það hefur orðið til þess, að launa- kostnaður á framleidda einingu hefur vaxið meir en ella. Efna- hagsbatinn hefur í för með sér framleiðniávinning, þar sem nýt- ing vinnuafls batnar með aukinni framleiðslu. Um leið dregur úr aukningu launakostnaðar á fram- leidda einingu. Hækkun launa- kostnaðar á framleidda einingu í iðnaði var um 8,4% í sjö stærstu OECD-ríkjunum á árinu 1982, en því er spáð að hún falli niður í 3,4% á yfirstandandi ári og í 3,2% á árinu 1984. Gangi þetta eftir, er ekki að vænt verðbólguaukningar frá launahliðinni í þessum löndum næstu tvö árin. Tafla III sýnir verðbólguna í sjö stærstu OECD-ríkjunum og í OECD í heild, skv. mælingum og spám OECD. Taflan sýnir þá lækkun verðbólgunnar sem átt hefur sér stað eða úr 11% 1980 í 6% í ár á OECD-svæðinu í heild. Mest er lækkunin í Bandaríkjun- um, Japan, Bretlandi og Kanada. Verðbólgan hefur stefnt á svip- að stig í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi og Bretlandi. Aftur á móti hefur verðbólgan lækkað lít- ið í um þriðjungi OECD-landa. Þannig hefur komið fram vaxandi munur verðbólgustigs innan OECD-svæðisins. Ný stjórn Landsvirkjunar NÝTT kjörtímabil stjórnar Landsvirkjunar hófst 1. júlí sl. og var þess mynd tekin þegar stjórnin kom saman til fundar. Stjórnarformaður er Jóhannes Nordal. Fulltrúar kosnir af Alþingi eru Árni Grétar Finnsson, Baldvin Jónsson, Böðvar Bragason og Ólafur Ragnar Grímsson. Fulltrúar kosnir af borgarstjórn Reykjavíkur eru Birgir Isleifur Gunnarsson, Davíð Oddsson og Kristján Benediktsson. Þá kaus bæjarstjórn Akureyrar Val Arnþórsson fulltrúa sinn. Á myndinni eru auk stjórnarmanna, sem eru sitjandi, þeir Örn Marinósson, skrifstofustjóri tv., Halldór Jónatansson, forstjóri, Páll Flygering, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, og Jóhann Már Maríus- son, aðstoðarforstjóri. Um 28,4% alls útflutn- ings til Bandaríkjanna Viðskipti landanna íslendingum verulega í hag ÞEGAR tölur um inn- og útflutning eru skoðaðar með tiiliti til viðskipta- landa okkar kemur í Ijós, að verulega skortir á, að jöfnuður sé þar á. Mesta viðskiptaland íslendinga í útflutningi eru Bandaríkin, en fyrstu sex mánuði ársins fór 28,4% alls útflutnings þangað. Verðmæti útflutnings íslend- inga til Bandaríkjanna fyrstu sex mánuði ársins var um 2.201,5 milljónir króna, en verðmæti heildarútflutnings á þessu tíma- bili var um 7.743,0 milljónir króna. Innflutningur okkar frá Banda- ríkjunum var á umræddu tímabili að verðmæti um 771,7 milljónir króna, þannig að viðskiptin eru óneitanlega verulega íslendingum í hag. í öðru sæti sem stærsti við- skiptaaðili íslendinga í útflutningi eru Sovétmenn, en verðmæti út- flutnings til Sovétríkjanna fyrstu sex mánuði ársins var um 896,3 milljónir króna. Verðmæti inn- flutnings frá Sovétríkjunum fyrstu sex mánuðina var hins veg- ar um 574,5 milljónir króna. í þriðja sæti eru Bretar, en verðmæti útflutnings til Bret- lands fyrstu sex mánuði ársins var um 811,3 milljónir króna. Verð- mæti innflutnings frá Bretlandi var hins vegar um 687 milljónir króna. Viðskiptin við þessi þrjú lönd eru, eins og sjá má af fram- ansögðu, íslendingum í hag. Vestur-Þjóðverjar eru í fjórða sæti hvað varðar útflutning okkar, en verðmæti hans fyrstu sex mán- uðina var 763,5 milljónir króna. Verðmæti innflutnings frá Vest- ur-Þýzkalandi fyrstu sex mánuði ársins var hins vegar tæplega 1.008,7 milljónir króna og er ekki flutt meira inn frá neinu öðru landi. Portúgalir eru í fimmta sæti út- flutningsviðskiptaþjóða Islend- inga, en verðmæti útflutnings fyrstu sex mánuðina var um 493 milljónir króna. Verðmæti inn- flutnings frá Portúgal var hins vegar aðeins 138,1 milljón króna, þannig að viðskiptin eru íslend- ingum verulega í hag. Svisslendingar eru í sjötta sæti, hvað varðar útflutningsviðskipti, en verðmæti útflutnings var um 427,8 milljónir króna fyrstu sex mánuðina. Verðmæti innflutnings frá Sviss á umræddu tímabili var hins vegar aðeins 110,8 milljónir króna. þannig að viðskiptin eru í raun íslendingum verulega í hag. Loks má geta þess, að verðmæti útflutnings íslendinga til Norður- landanna var um 459,5 milljónir króna, en verðmæti innflutnings frá þeim var hins vegar hvorki meira né minna en 2.530,4 milljón- ir króna, þannig að viðskipti okkar við frændur okkar á Norðurlönd- unum eru okkur verulega í óhag. Vestur-Þýzkaland: Nýr aðalumboðsmaður fraktdeildar Flugleiða FYRIRTÆKIÐ Aeroconsolida- tion í Frankfurt hefur tekið að sér aðalsöluumboð fyrir frakt- deild Flugleiða í Vestur-Berlín og Vestur-Þýskalandi. Fyrirtæk- ið hefur vörumóttöku og af- greiðslu í Hamborg, Hannover, Diisseldorf, Köln, Stuttgart, Miinchen, Nurnberg og Bremen. Aeroconsoldation sér um a senda vörur til íslands hvort heldur er með flugi alla leið eða með bíl til Luxemborgar og þaðan áfram með Flug- leiðavélum. Flutning á landi annast dótturfyrirtækið Aero- truck og flutningabílar þess aka daglega frá ofantöldum borgum til Luxemborgar. Frá Luxemborg til íslands eru upp í þrjár ferðir á dag nú um há- annatímann, en næsta vetur verða farnar fimm ferðir á viku. Þessi nýi samningur hef- ur í för með sér hagkvæmari flutningsgjöld fyrir viðskipta- vini Flugleiða og heildarflutn- ingskostnaður á öllum stærri sendingum lækkar verulega. Helge Liihr sölustjóri Aeroconsolidation og Sigurður Matthíasson, forstöðu- maður fraktdeildar Flugleiða gengu frá hinum nýja samningi á skrifstofum Flugleiða í Reykjavík fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.