Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
HARÐUR árekstur varö á gatnamótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar aðfaranótt fostudagsins. Þar skullu
harkalega saman leigubifreið, sem ekið var í vesturátt eftir Suðurlandsbraut, og Volkswagen-bifreið, sem ekið
var eftir Kringlumýrarbraut. Volkswagen-bifreiðin valt, en ekki urðu slys á fólki. Gul Ijós blikkuðu á gatnamót-
unum þegar slysið átti sér stað. Morgvnbi»*i»/Jáifiis.
Athugun VSÍ á þróun framfærsluvísitölunnar 1983 og 1984:
Um 7% hækkun frá upp-
hafi til loka árs 1984
- Miöaö er viö fastgengisstefnu, hallalaus fjárlög og að viðskiptahalla sé eytt
Vinnuveitendasambandið hefur
gert athugun á því hver þróun fram-
færsluvísitölunnar verður á þessu
ári og því næsta, miðað við þær for-
sendur, sem stjórnvöld hafa gefið í
skyn að fylgt verði, þ.e. að framfylgt
verði fastgengisstefnu, fjárlög verði
hallalaus og að viðskiptahalla verði
eytt.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði að miðað við þess-
ar forsendur yrði hækkun fram-
færsluvísitölunnar frá upphafi til
loka þessa árs um 79%. Hækkun
hennar frá upphafi til loka árs
1984 yrði hins vegar um 7%.
Magnús gat þess, að ennfremur
væri gert ráð fyrir því, að engar
launahækkanir kæmu til á tíma-
bilinu.
„Við teljum, að ef þessi niður-
staða næst muni verðbólga hér á
landi verða komin niður fyrir 15%
fyrir lok næsta árs. Það myndi
ennfremur hafa í för með sér
lækkun vaxta samhliða, auk þess
sem almennur stöðugleiki myndi
aukast í þjóðarbúinu, sem er í
raun bráðnauðsynlegur,“ sagði
Magnús Gunnarsson.
Magnús Gunnarsson sagði að-
spurður, að útreikningar vikurits-
ins Vísbendingar væru verðbólgu-
leikur miðaður við ákveðnar for-
sendur, en miðað við forsendur
ritsins verður verðbólga frá upp-
hafi til loka næsta árs á bilinu
50-55%.
„Það kemur í raun skýrt fram í
ritinu að innistæðulausar launa-
hækkanir eru í raun bein ávísun á
mismunandi mikla óðaverðbólgu.
Þetta hlýtur að brýna stjórnvöld
og landsmenn alla til baráttu við
verðbólguna. Það er okkur í raun
bráðnauðsynlegt að ráða niðurlög-
um hennar til þess að eðlilegt
ástand skapist að nýju í þjóðfélag-
inu,“ sagði Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, að síð-
ustu.
INNLENT
Bandaríski þingmaðurinn
var kvæntur íslenskri konu
Lawrence McDonald
BANDARÍSKI fulltrúadeildarþing
maðurinn Lawrence McDonald, sera
lést er Sovétmenn skutu niður
s-kóreönsku farþegaflugvélina, var
kvæntur íslenskri konu, Önnu
Tryggvadóttur, dóttur Tryggva
Ófeigssonar, útgerðarmanns.
Þau kynntust er hann gegndi
herskyldu hjá varnarliðinu hér á
landi, en hann var læknir að
mennt, og kvæntust 1959. Tvö
fyrstu árin bjuggu þau hér á landi,
en í ársbyrjun 1961, fluttust þau
til Atlanta í Georgíu í Bandaríkj-
unum. Þau eignuðust þrjú börn,
einn pilt og tvær stúlkur, sem nú
eru á aldrinum 17—22 ára, og
fæddist þeim fyrsta barn sitt hér
á landi. Þau skildu á áttunda ára-
tugnum og býr Anna Tryggvadótt-
ir ásamt börnum sínum í Atlanta í
Georgíu.
Lawrence McDonald var fæddur
1. apríl 1935.
Sýningu Braga
Ásgeirssonar á
Akureyri ad ljúka
Akureyri, 2. september.
Sýningu Braga Ásgeirssonar
listmálara, sem staðið hefur yfir í
sal Myndlistarskólans á Akureyri,
lýkur nk. sunnudag. Aðsókn hefur
verið mjög góð og þegar hafa á
fjórða tug mynda selzt. Myndir
þær sem Bragi sýnir að þessu
sinni eru mismunandi að aldri.
Þær elztu frá því um 1950 og þær
nýjustu frá þessu ári. Sýningar-
gestir hafa allir lokið upp einum
rómi um að þetta sé með fallegri
og betri sýningum, sem sézt hafa á
Akureyri.
Ljósmynd Mbl. G.Berg
Aldrei jafnfáir
sólskinsdagar
SÓLIN brosti ekki við Reykvíking-
um í ágúst þó gærdagurinn hafi
verið með besta móti. Sólskins-
stundir í ágúst mældust liðlega 60
og er það hið minnsta frá því mæl-
ingar hófust árið 1923. Rign-
ingarsumarið 1955 mældust sól-
skinsstundir í ágúst 73 og var það
lágmarkið þar til nú.
Úrkoma mældist 116 millimetr-
ar í ágúst, en sama mánuð 1939
mældist úrkoma 165 millimetrar.
í ágúst 1976 og 1980 mældist úr-
koma 116 millimetrar.
Hafnarverkamenn vilja hafa
Skúla áfram hjá Dagsbrún:
„Ástæður uppsagn-
ar minnar alls ekki
óbreytanlegar"
— segir Skúli Thoroddsen
HAFNARVERKAMENN í verka-
mannafélaginu Dagsbrún, 205 tals-
ins, komu fram með áskorun á
stjórn félagsins á almennum félags-
fundi, sem haldinn var í Iðnó á
fimmtudagskvöld um að hún gerði
þaö sem í hennar valdi stæði til þess
að Skúli Thoroddsen, sem verið hef-
ur starfsmaður félagsins undanfarin
2 ár, haldi áfram störfum hjá félag-
inu en eins og kunnugt er af fréttum
sagði Skúli upp störfum hjá félaginu
frá og með 1. september og sendi
stjórninni bréf þess efnis.
„Ég hef ekki dregið uppsögn
mína til baka, en ég mun ræða
þessi mál við stjórnina og ástæður
uppsagnar minnar eru alls ekki
óbreytanlegar," sagði Skúli Thor-
oddsen í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Þessi góði stuðningur
hafnarverkamanna við mig og mín
störf hjá félaginu, sem mér þykir
afar vænt um, er til þess að ég
hlýt að íhuga stöðu mina vand-
lega, en málið er enn í höndum
stjórnar félagsins. Ég geri ráð
fyrir að ég ræði við hana um stöðu
mína hjá félaginu að afloknu
sumarleyfi," sagði Skúli.
Ég mótmæli þess-
um morðum á sak-
lausum borgurum
„Ég mótmæli, sem alþjóðlegur
ríkisborgari, þessum morðum á
saklausu fólki. Og ég er reið og
hrædd fyrir hönd alls heimsins
við þjóð, sem finnst hún geta
skotið saklausa borgara og held-
ur að vopn hennar séu mikilvæg-
ari en líf mannsins."
Þetta sagði Lynn Costelli en
hún mótmælti í gær fyrir fram-
an sovéska sendiráðið þeim at-
burði er Sovétmenn skutu niður
s-kóreanska farþegaþotu með
269 manns innanborðs yfir Jap-
anshafi, en þotan hafði villst inn
í sovéska landhelgi.
„Ég vil taka það fram, að ég er
ópólitísk, en þegar ég heyrði af
þessum morðum á saklausu
fólki, því þetta eru ekkert annað
en kaldrifjuð morð, þá gat ég
ekki annað en mótmælt,“ sagði
Lynn ennfremur, en hún býr hér
á landi.