Morgunblaðið - 03.09.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
3
Margeir Pétursson, fyrirliöi íslenzku skáksveitarinnar, sigraði Gobet frá Sviss í gær og er íslenzka sveitin í öðru
sæti fyrir síðustu umferð mótsins, sem fer fram í dag. Myndin er tekin þegar ísland átti í höggi við Kína.
„Árangur íslenzku sveitarinnar
hér hefur komið mjög á óvart“
— segir Margeir Pétursson, en í gær vann hann biðskák
sína gegn Gobet og er íslenzka sveitin f öðru sæti
MARGEIR Pétursson sigraði
svissneska skákmanninn Gobet i
biðskák þeirra í 10. umferð heims-
meistaramóts skákmanna 26 ára
og yngri í Chicago í Bandaríkjun-
um. Skákin var jafnteflisleg þegar
hún fór í bið en Margeir sýndi
mikla keppnishörku, tókst að snúa
á andstæðing sinn og sigra í 76
leikjum, en þess má geta að Gobet
bar sigurorð af Hort frá Tékkó-
slóvakíu á Ólympíuskákmótinu í
Luzern síðastliðið haust. fslenzka
sveitin vann því 3Vi—V4. Jón L.
Árnason vann Trepp á 21. borði,
Jóhann Hjartarson og Zuger gerðu
jafntefli og Elvar Guðmundsson
vann Krahenbuhl. Þess má geta
allir þessir skákmenn voru í sveit
Sviss á Ólympíuskákmótinu í
Sviss.
Þar með er isienzka skáksveit-
in í 2. sæti þegar aðeins ein um-
ferð er eftir. íslenzka sveitin
teflir við þá finnsku í 11. og síð-
ustu umferð mótsins. Staðan
fyrir síðustu umferð er:
1. Sovétríkin 30 og biðskák.
2. ísland 25 xk.
3. V—Þýzkaland 24 Vz.
4. England 23 V6.
35—7. Finnland, Kína og Skot-
land 23.
8. Bandaríkin 22 V4.
Islenzku keppendurnir hafa
allir staðið sig mjög vel. Margeir
Pétursson hefur hlotið 7 vinn-
inga á 1. borði í 10 skákum, Jón
L. Árnason hefur hlotið 6V4
vinning í 9 skákum, Jóhann
Hjartarson 5 vinninga í 8 skák-
um, Karl Þorsteins hefur hlotið
3V4 vinning í 7 skákum, en þess
má geta að hann hefur oftast
verið með svart og Elvar Guð-
mundsson hefur hlotið 3V4 vinn-
ing í 6 skákum. íslenzku skák-
mennirnir hafa hlotið 16 vinn-
inga af 20 mögulegum á hvítt,
sem er frábær árangur, en 9%
vinning á svart.
„Árangur íslenzku sveitarinn-
ar hefur komið mjög á óvart hér
í Bandaríkjunum," sagði Mar-
geir Pétursson í samtali við Mbl.
í gær. „Mikill baráttuhugur hef-
ur verið meðal okkar, enda kom-
um við mjög vel undirbúnir til
mótsins. Við fórum allir á sterkt
skákmót í Júgóslavíu í sumar og
var það liður í undirbúningi
okkar, auk þess sem við telfdum
á alþjóðlegum mótum í Noregi.
Við höfum ávallt farið snemma á
fætur, borðað morgunverð og
síðan farið í göngutúr niður á
strönd, þar sem við höfum rætt
málin og skipulagt skákir dags-
ins. Síðan höfum við telft á dag-
inn og notað kvöldin til þess að
stúdera biðskákir.
En það verður þó að segjast
eins og er að fyrirfram áttum við
ekki von á því að berjast um
annað sætið í mótinu eins og
raunin hefur orðið. Árangurinn
hér hefur farið fram úr björt-
ustu vonum," sagði Margeir Pét-
ursson.
Þurfa ný lög um húsnæð-
islán að vera afturvirk?
„í MÁLI þeirra kom fram að þvflíkir
erfíðleikar séu hjá mörgum hús-
byggjendum, sem byggt hafa síðast-
liðin 3—4 ár, að spurning sé hvort
þeir geti risið undir þeim nema til
komi mjög verulega fyrirgreiðsla og
telja þeir að sú fyrirgreiðsla, sem
ráðgerð er í húsnæðismálum á næsta
ári, þurfí að vera afturvirk," sagði
Halldór Blöndal, einn nefndarm-
anna í nefnd þeirri sem félagsmála-
ráðherra, Alexander Stefánsson,
hefur sett á stofn til að endurskoða
lög um húsnæðismálastofnun ríkis-
ins, en aðilar frá Samtökum áhuga-
manna um endurbætur í húsnæð-
ismálum, sátu fund nefndarinnar í
gær.
„Þessi skoðanaskipti voru gagn-
leg. Það er augljóst að vandinn er
mjög brýnn og er aðeins eitt dæm-
ið um viðskilnað síðustu ríkis-
stjórnar. Ég veit ekki betur en
ráðherrarnir Matthías Á. Mathie-
sen og Alexander Stefánsson hafi
þessi mál til athugunar í ríkis-
stjórninni, en ljóst er að tiliögur
okkar í húsnæðismálum hljóta að
tengjast erfiðleikum húsbyggj-
enda. Nefndin mun hraða störfum
og félagsmálaráðherra stefnir að
því að Alþingi geti samþykkt ný
húsnæðislög fyrir áramót," sagði
Halldór að lokum.
Helgarferðir
til Amsterdam
Viö bjóöum nú hinar vinsælu helgarferöir til Amsterdam í 4 daga.
Brottför á föstudögum.
Verö frá aöeins kr.
11.840,-
Vikuferðir. Brottför
á föstudögum.
Verö frá aöeins kr.
13.520,-
Pantið réttu ferðina
tímanlega
Austurstrætí 17,
símar: 26611 og 24106.
Akureyri: Hafnarstræti 19,
sími 22911.
Álútflutningur hef-
ur aukizt um 78,8%
Verð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra lengi
ÁLVERÐ hefur ekki verið hærra á
heimsmarkaði um árabil, en nú fást
um 1.670 dollarar fyrir hvert tonn,
en til samanburðar fengust um 865
dollarar fyrir tonnið af áli á sama
tíma í fyrra. Verðhækkunin í dollur-
um er því um 93% milli ára.
Álfyrirtæki hafa átt við gífur-
lega rékstrarerfiðleika að etja síð-
ustu tvö árin, en nú hyllir hins
vegar undir betri tíð og sérfræð-
ingar um álmál spá því, að ástand-
ið verið orðið viðunandi i upphafi
næsta árs. Ragnar S. Halldórsson,
forstjóri ÍSAL, hefur lýst því i
Mbl., að fyrirtækið þurfi á bilinu
1.700-1.800 dollara fyrir hvert
tonn til að segja megi, að ástandið
sé viðunandi.
Á þessu ári hefur orðið mikil
aukning á útflutningi áls og ál-
melmis, sem sézt bezt á því, að á
tímabilinu janúar—júní í ár var
álútflutningurinn að verðmæti um
1.450 milljónir króna, borið saman
við 811 milljónir króna á sama
tíma í fyrra. Aukningin milli ára
er um 78,8%.
60 þús. gestir
Sextíuþúsundasti gestur iðn-
sýningar FÍI kom til sýningarinnar í
gærdag, að sögn Sigurjóns Jó-
hannssonar, blaðafulltrúa, sem
sagði gestinn hafa verið Hauk Jó-
hannsson, skipstjóra á Sjöfn VE frá
Vestmannaeyjum.
Hann fær í verðlaun 10.000
króna ávísun á vöruúttekt hjá
iðnfyrirtækjum innan FÍI.
Sigurjón sagði ljóst að sýn-
ingargestir yrðu yfir 70 þúsund,
en sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld klukkan 22.00.
KYNNIÐ YKKUR
DAIHATSU gæði
verð — kjör og þjónustu
Ármúla 23, s. 85870 — 81733.