Morgunblaðið - 03.09.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
TÓNLISTARSKÓLI
HAFNARFJARÐAR
Innritun fer fram á skrifstofu skólans, mánudaginn
5. til föstudagsins 9. sept. kl. 1—5.
Skólastjóri.
Blaðburöarfólk
óskast!
Kópavogur —
Austurbær
Álfhólsvegur frá 54—135
Grenigrund
Kópavogur—
Vesturbær
Skjólbraut
Úthverfi
Nökkvavogur
Langholtsvegur frá 110—150
Gnoöarvogur frá 14—42
Gnoöarvogur frá 44—88
Barðavogur
Skeiðarvogur
Austurbær
Lindargata frá 40—63A
JWof'fuwlíWili
Tvær
Amsterdam - París
Vikuferð 30. sept.
Nú sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin-
landsins og kynnumst því besta sem hvor um sig hefur upp á að bjóða.
Verðkr. 16.550.-
miðað við gistingu í 2ja manna herbergi.
Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í 3 næturá Victoriahóteli
i Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í París, skoðunarferðir um
París og til Versala, rútuferð Amsterdam-París-Amsterdam og
íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000.-
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
ll
Málari frá Akureyri
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Listsýningar norðlenzkra
myndlistarmanna eru frekar
fátíðar hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Á ég þá við þá, sem búsettir
eru á Akureyri, eða annars stað-
ar nyrðra en kenna sig ekki ein-
vörðungu við þessa staði, þótt
fluttir séu á höfuðborgarsvæðið
fyrir áratugum og villa þannig á
sér heimildir að vissu marki.
Aðalsteinn Vestmann, sem
þessa dagana sýnir í Gallerý
Lækjartorg er hreinræktaður
Akrueyringur, málarameistari
að iðn en lauk einnig teiknikenn-
araprófi við Handíða- og mynd-
listaskólanum hér í borg (nú
Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands) árið 1951. Starfar nú sem
teiknikennari við Barnaskóla
Akureyrar og hefur gert í tvo
tugi ára.
Myndverkin í Gallerý Lækjar-
torg bera að sjálfsögðu merki
þess, að menntun Aðalsteins á
myndlistarvettvangi er mjög af
skornum skammti þótt hæfileik-
ar og upplag séu fyrir hendi. Ég
minnist þess hve fær og hug-
myndaríkur Aðalsteinn var í
Handíðaskólanum, en hann var
þar samtíða mér um tíma. Þess
konar skopmyndir teljast einnig
til myndlistar þótt vanmetnar
væru af ýmsum listpáfum hér á
hjara veraldar. Ég hef oft
minnst á þetta áður og vil minna
á það reglulega. Minni einnig á
að meistari Daumier var van-
metinn af sinni samtíð.
Myndirnar á sýningu Aðal-
steins eru æði misjafnar að gæð-
um og þannig þykir mér akryl-
myndin „Morgunstund í stiga-
gangi“ (I) bera af öðrum mynd-
um í þeirri tækni hvað uppbygg-
ingu og litrænt samræmi snert-
ir.
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru unnar í vatnslit og þar
þykir mér myndin „Gamli
Kaldbakur" einna sterkust í
byggingu, einnig myndirnar „Við
bryggjupollann" (26) og „Við
Torfunesbryggju" (9). I ofan-
greindum myndum þykir mér
Aðalsteinn leggja mesta ein-
lægni og gefa mest af sjálfum
sér. Landslagsmyndirnar eru
sýnu daufari í útfærslu en þar
má þó sjá ágæt tilþrif í myndum
eins og „Haustdagur" (14),
„Klappabyggðin" (18) og „Sól-
skin í hrauni“ (23).
í heild virkar þetta ekki sterk
sýning en vafalítið er það nokk-
ur lífsreynsla fyrir listamanninn
að sýna hér syðra, sem hann hef-
ur ávinning af í áframhaldandi
vinnu, og þá er tilganginum náð.
Allt er fyrst...
Sverðfiskurinn
eftir Osman Necmi Giirmen
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Osman Necmi Giirmen:
S\erðfiskurinn
Norsk þýðing eftir
Kjell Olaf Jensen
Útg. H. Ashehough & Co.
Það er ekki ýkja oft að tyrkn-
eskar skáldsögur rekur á fjörur
okkar, en það mega frændur okkar
í Noregi og Danmörku eiga að þeir
eru iðnir við að sinna því að þýða
þekkta erlenda höfunda yfir á
Norðurlandamál.
Osman Necmi Gíirmen er fædd-
ur 1927, í Istanbul, en nú búsettur
í París. Ekki er ýkja Iangt síðan
hann sendi frá sér fyrstu bók sína,
eða árið 1976, og síðan hefur hann
skrifað þrjár bækur. Eftir því sem
mér skilst er þetta fyrsta bók hans
sem kertiur út á Norðurlandamál-
um, en bækur hans njóta hylli í
Frakklandi.
Hér segir frá Tyrkjanum Kani
sem er fjárbóndi og Grikkjanum
Yanni sem er fiskimaður. Þeir búa
í þorpinu sínu og milli þeirra er
vinátta og gagnkvæmt trúnað-
artraust, sem er lýst á verulega
fallegan og ljóðrænan hátt. Sverð-
fiskurinn — hin tæra fegurð —
sefur í vatnsskorpunni og er tákn
eyjarinnar þeirra, Kýpur, sem er
að vísu aldrei nefnd. En þetta
Ijúfa og einfalda líf tekur endi.
Nýr tími er að renna upp og börn
þeirra beggja láta hrífast með af
gróðasjónarmiðum og braski, nú-
tímatækni og stjórnmálum sem er
þeim Kani og Yanni svo framandi
og í þeirra augum er nýi tíminn
fráhrindandi og það sem honum
fylgir beinlínis til þess fallið að
spilla og eyðileggja gömul og gild
verðmæti.
Bókin dregur upp mynd af
bræðraþeli Grikkja og Tyrkja þeg-
ar það getur bezt verið — og eins
og það var á norðurhluta Kýpur
fyrir innrásina 1974. Það eru ekki
litlu mennirnir í þjóðfélaginu, sem
skapa fólki vond örlög, þar kemur
til makk og hagsmunastreita úr
efri byggðum og þeir fá þar engu
ráðið.
í þessari bók er mikið sagt á
einfaldan og Iátlausan hátt. Og
hlýtur að vekja forvitni lesanda að
kynnast fleiri bókum Gurmens.
Einu sinni var - en
lengur er það ekki
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Stuðmenn
Grái fiðringurinn
Bjarmaland hf.
Ég man að einn vinur minn
sagði við mig að lítið væri hann
hrifin af þeirri hugmynd að
endurvekja Stuðmenn. Hanr>
vildi halda því fram að þeir
hefðu lifað sína tíð og vanda-
samt væri að taka upp þráðinn.
En saman urðu við sammála um,
að vel hefði tekist til eftir út-
komu plötunnar „Með allt á
hreinu". Hástemmt lof, frábærar
viðtökur, þokkaleg kvikmynd og
afbragðs plata.
En þetta gat ekki verið svona
gott og o.k. Það hlaut að koma að
því að ímyndinni yrði nauðgað
og nafnið skrumskælt. Þetta og
ekkert annað hefur gerst með út-
komu nýju sex laga plötunnar,
„Grái fiðringurinn". Þrátt fyrir
að lögin séu aðeins sex er hér
ruglingslegt samansafn af léleg-
um lögum, sem virðast hafa
þann einn tilgang að eiga að selj-
ast. Eða er það rangt að leggja
saman tvo og tvo og sjá í gegnum
Blindfullan rétt fyrir verslun-
armannahelgi?
Það er ekkert hægt að því að
finna, að hljómlistarmenn reyni
að haga hlutunum þannig að
j>eir höfði til fjöldans, en þegar
það er gert undir fölsku flaggi og
með glataðri hugsjón, þá ættu
menn að setja sig af.
Eftir nokkra hlustun voru
fyrstu lög beggja hliða orðin svo
leiðinleg að yfir þau var hlaupið
þegar platan var sett á. Annars
er platan unnin af mikilli kost-
gæfni, sándið er gott og sem fyrr
afbragðs hljóðfæraleikur. En
það sem allt eyðileggur er laga-
valið og að mínu viti tilgangur
þeirra.
Einu sinni sagði íslenskur
hljómlistamaður að annar
hljómlistamaður væri tónlist-
armella, vegna þess að hann
semdi sölutónlist, en hefði áður
gert annað. Þessi orð hafa
gleymst og kannski er óþægilegt
að rifja þau upp. Hinsvegar er
ekki hægt að komast hjá því þeg-
ar borin er saman sú tónlist sem
Stuðmenn sendu frá sér einu
sinni og þá sem rennur í gegn á
nýju plötunni.
Sem betur fer er platan bara
sex laga og megi hún gleymast
sem fyrst. Það var erfitt að taka
upp þráðinn í fyrra, svo vel væri
en það tókst. Og eitthvað stór-
kostlegt má gerast, ef takast á
að bæta fyrir hræðilegan gráan
fiðring.
FM/AM