Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
19
Morgunbladið/ Kristján Einarsson
SUersta togvinda sem vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. hefur fram-
leitt er til sýnis á iðnsýningunni í Laugardaishöll. Með vindunni stóru á
myndinni eru, frá vinstri talið, Sigurþór Jónsson, framkvæmdastjóri, Sigurð-
ur Sveinbjörnsson, forstjóri, Sveinbjörn Þormar, aðstoðarmaður á sýningu
og Þórir Ingvason, tæknifræðingur.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson hf.:
Lægð í vindu-
framleiðslunni
- segir forstjórinn, Sigurður Sveinbjörnsson
Á iðnsýningunni í Laugardalshöll
sýnir Vélaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar hf. stærstu togvindu
sem fyrirtækið hefur framleitt hing-
að til, en verkstæðið hefur framleitt
togvindur og annan vindubúnað í á
fjórða hundrað íslensk fiskiskip á
stærðarbilinu 12 til 300 rúmlestir.
Forstjórinn, Sigurður Svein-
björnsson, sagði við blaðamann
Mbl. að nokkur lægð hefði verið í
vinduframleiðslunni undanfarin
ár, sem rekja mætti til slæmrar
stöðu útgerðarinnar. Og Sigurður
bætti við:
„Fyrir þremur árum var sett af
stað raðsmíðaverkefni á fiskiskip-
um. Þá skildist okkur að þetta
ætti að verða íslenskt iðnþróunar-
verkefni, enda áttu stjórnvöld í
iðnaði hlut að máli. Við reiknuð-
um með því að eiga góða mögu-
leika á vindusmíðinni í skipin. Var
unnið ötullega að þessu hjá okkur,
til að geta boðið jafngóða eða betri
vöru en innflutta, enda fengum við
staðfest að okkar tilboð væru
fyllilega samkeppnisfær við er-
lendu tilboðin, bæði verð og gæði.
Ekkert hefur þó enn verið pantað
og er ástæðan sú að stöðvarnar
gátu fengið mjög hagstætt norskt
lán að því tilskildu að þær keyptu
öll tæki í skipin frá Noregi."
Ástæða til að
athuga aðstæður
til jarðgangnagerðar
Kom fram á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga
Sem kunnugt er var Fjórðungs-
þing Vestfirðinga haldið nýlega á
Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Var
þar mikið rætt um atvinnumál og
önnur sem tengjast byggð á Vest-
fjöröum og viðhaldi hennar. Sam-
göngur voru einnig til umræðu, enda
eru Vestfírðir sá landshluti sem
hvað mesta erfiðleika hefur átt í
þeim málum vegna snjóþyngsla og
vetrarhörku.
í framsöguerindi sem Bjarni
Einarsson flutti undir yfirskrift-
inni „Vestfirðir í framtíðarþjóðfé-
laginu" sagði hann m.a. að svo
virtist sem Vestfirðir stæðu verst
að vígi gagnvart stóriðju- og iðn-
aðarþróun og benti á „staðar-
valstilhneiginguna" og væntan-
lega uppbyggingu iðnaðar við
Eyjafjörð og á Austfjörðum máli
sínu til stuðnings. Sagði hann litl-
ar líkur á að stórar virkjunar-
framkvæmdir eða orkufrekur iðn-
aður kæmi á Vestfirði í bráð, en
minnti á að grundvallarskilyrði
fyrir áframhaldandi byggð væri
að íbúarnir finndu að framfarir á
heimaslóðum þeirra væru í sam-
ræmi við það sem gerist í öðrum
landshlutum.
Þá vék Bjarni að samgöngumál-
um og sagði það skoðun sína að á
íslandi væru skilyrði ekki verri til
jarðgangagerðar en í Færeyjum.
Hefðu athuganir á vegum Orku-
stofnunar farið fram í sumar
vegna þessa. „Ef unnt væri að búa
til 6.000 manna Vesturborg á
Vestfjörðum úr Flateyri, Suður-
eyri, Bolungarvík, lsafirði og
Súðavík með því sem næst örugg-
um heilsárssamgöngum á milli
þessara staða er til orðinn nægi-
íega öflugur kjarni til að gera öra
þjónustuuppbyggingu og auðvelda
almenna iðnþróun verulega. Við
þetta vil ég bæta við,“ sagði Bjarni
í ræðu sinni, „að sú reynsla sem
nú er fengin af notkun mjög stór-
virkra tækja við vegagerð, undan
Ölafsvíkurenni, bendir til þess að
vegagerð slík sem er yfir Dýra-
fjörð sé mun ódýrari en talið hef-
ur verið."
Þá kom einnig fram í ræðum
annarra fundarmanna að ástæða
þætti til að athuga náið aðstæður
til jarðgangnagerðar á Vestfjörð-
um.
« Gódan daginn!
-------------*-------.JUl I- IHB,-' S,till 1.'. •fTT-Tr
Gerpla — Gerpla — Gerpla — Gerpla — Gerpla
Kvennaleikfimi
Þjálfun
slökun
jass
gufa
Ijós
Þriöjudaga kl. 19.30 og 20.30
Fimmtudaga kl. 19.30 og 20.30
Morguntímar
Karlaleikfimi
Þjálfun
slökun
Ijós
gufa
Mánudaga kl. 20.30
Miövikudaga kl. 20.30.
Gleymið ekki laugardögunum!
Kvenna-afslöppun laugardaga kl. 13.00.
Karla-upphitun laugardaga kl. 14.30
Innritun í Gerpluhúsi s: 74925 — 74907
TlZKUBLAÐ — FASHION MAGAZINE
ARMULA 18
105 REYKJAVIK SIMI 82300
er ekki tími
til kominn,
að þú gerist
áskrifandi?
líf er svolítið öðruvísi