Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 21 Árið 1982, stórviðburðir í mynd- um og máli, komin út 18. árið í röð Aðstandendur árbókarinnar f sólinni á Austurvelli: Björn Jóhannsson, sem tók saman íslenzka kaflann, Hafsteinn Guðmundsson, útgefandi og hönnuður íslenzka kaflans, og Gísli Ólafsson, ritstjóri íslenzku útgáfunn- ar. Morgunbladið/ÓLK.M. ÁRBÓKIN „Árið 1982, stórvið- burðir í myndum og máli með ís- lenzkum sérkafla*' er komin út og er þetta í 18. sinn, sem bókin kem- ur á markað á íslandi. Frá upphafi befur meginefni hennar verið fréttaannáll í myndum og máli frá mánuði til mánaðar og frá degi til dags. Mikill hluti myndanna er f litum. Á síðustu árum hefur einnig verið aukið við bókina greinum um einstaka þætti í sögu og menningu samtímans. Nú eru f fyrsta skipti birt í bókinni línurit, töflur og kort með ýmsum fróðleik um verð- lagsmál, vígbúnað, atvinnumál, íbúafjölda í einstökum heimshlut- um og helztu stórborgum heims og áætlaða fjölgun fram að aldamót- um. Aðstandendur bókarinnar Mynd úr bókinni. efndu til blaðamannafundar vegna útkomu bókarinnar ný- lega. Útgefandi er Bókaútgáfan Þjóðsaga og hefur Hafsteinn Guðmundsson hannað íslenzka kaflann, sem fylgt hefur bókinni öll árin, nema hið fyrsta. Björn Jóhannsson tók saman íslenzka kaflann, en ritstjóri útgáfunnar allrar er Gísli Olafsson. Þessir þrír menn hafa unnið bókina öll þau ár, sem hún hefur komið út. Hafsteinn Guðmundsson, bókaútgefandi, sagði á blaðamannafundinum, að þegar hann hóf útgáfu bókarinnar fyrir 18 árum hafi hann ekki dreymt um að útgáfan myndi eignast svo langa sögu. íslenzka kaflann, sem hann kvað gefa bókinni mikið gildi fyrir íslenzka lesendur, kvað hann ávallt hafa veirð 32 síður, en efni hans hafi jafnan verið mjög samþjappað, enda kvað hann allt upp í 8 frétt- ir vera á hverri opnu. Hann kvað margt, sem bryddað hefði verið upp á í útliti og umbroti íslenzka kaflans hafa haft áhrif á bókina í heild og sagðist Hafsteinn vera mjög ánægður með þá þróun, sem orðið hefði á formi hennar. í fyrstu bókunum hefði texti ekki verið nægilega ítarlegur að mati íslenskra aðstandenda bókarinn- ar og hefði verið kvartað undan því. Hefðu erlendir framleiðend- ur hennar tekið tillit til þessara umkvartana. Hafsteinn sagði að þessi ár, sem árbókin hefði komið út, hefðu margir lagt hönd á plóg- inn um útvegun mynda og þakk- aði hann öllum, sem þar hefðu átt hlut að máli. Hann kvað fyrirtæki sitt nú brátt vera 30 ára og hefði árbókin verið mikill hluti í starfsemi þess síðastliðin 18 ár. Hann kvað fólk geta feng- ið bókina með afborgunum, svo sem aðra mikla bókaflokka, sem Þjóðsaga gefur út. Einnig eru flestar árbækur eldri ára til hjá forlaginu. Fyrsta prentun árbók- arinnar hefur verið 6 þúsund eintök, en endurprentun hefur verið um 2 þúsund, þannig að segja má að mikill hluti bókanna hafi verið gefinn ut í 8 þúsund eintökum. Árbókin er gefin út á 8 tungu- málum. íslenzka útgáfan var hin fyrsta, sem kom með innlendan annál, en síðan hefur sífellt færzt i vöxt að fleiri hafi tekið upp þann sið, að hafa innlendan annál í bókinni. Næstir á eftir Islendingum til þess að gera það voru ísraelar. Um 80 myndir eru í íslenzka kaflanum, sem er á 32 blaðsíðum aftast í bókinni. “HflNN WKKRÐ! EKKIEINU SINNl FVRIR SI&" Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.