Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
Breskur kven-
dávaldur skemmt-
ir í Háskólabíói
KVENDÁVALDUR frá Bretlandi,
Gail Gordon að nafni, skemmtir ís-
lendingum í Háskólabíói um helg-
ina. Gordon, sem er 26 ára gömul,
hefur stundað dáleiðslu á sviði um
firam ára skeið, og er hún eini
kvendávaldurinn í Bretlandi sem
hefur leyfi til slíkra skemmtana.
Hún er menntuð í „hypno-therapy“,
eða dáleiöslulækningum, og starfar
við það í heimalandi sínu ásamt því
aö skemmta.
Breski dávaldurinn, sem skemmtir f
Háskólabíói um helgina.
MorgunbladiðEmilíi
Gordon spjallaði við fréttamenn
í gærmorgun um þessa list sína.
Sagðist hún hafa fengið áhuga
fyrir dáleiðslu mjög ung og það
hefði kostað hana margra ára
þrotlausa þjálfun að ná góðum
tökum á dáleiðslulistinni, ef það
er rétta orðið yfir þessa iðju. Hún
æfir á hverjum degi, klukkutfma á
dag, til að halda sér í þjálfun. í
Bretlandi eru starfandi samtök
dávalda sem hafa það megin
markmið að koma í veg fyrir að
dáleiðsla sé misnotuð. Er Gordon
meðlimur þessara samtaka og
sagði hún að það kæmi aldrei fyrir
að félagar í þessum samtökum
létu fólk gera hluti sem gætu
stangast á við siðferðiskennd
þeirra. Áherslan væri lögð á
græskulaust gaman og fólk þyrfti
alls ekki að bera kinnroða fyrir
það er látið gera á sviði í leiðslu-
ástandi.
Fyrsta skemmtunin fór fram f
gærkvöldi, en síðan verður
skemmtun í kvöld klukkan tíu og
aftur á sunnudaginn klukkan
fimm. Með Gordon í förinni er að-
stoðarmaður hennar, Tod Cody, en
Gísli Rúnar Jónsson, leikari,
kynnir Gordon og túlkar það sem
hún segir. Einnig flytur Gísli
stuttan leikþátt áður en dávaldur-
inn tekur til starfa.
Flugvirkjafélagið:
Mótmælir uppsögn-
um hjá Flugleiðum
Flugvirkjafélagið mótmælir harð-
lega þessum uppsögnum og það mun
berjast fyrir þvf að viðkomandi menn
þurfi ekki að missa vinnuna með því
að benda á fjölmörg verkefni, sem
hagkvæmt er að vinna hérlendis, en
ennþá er fjöldi tækja og hluta sendur
úr landi til eftirlits og endurnýjunar,"
segir m.a. í frétt Flugvirkjafélags Is-
lands, vegna uppsagnar 6 flugvirkja
hjá Flugleiðum.
„Við viljum þó í þessu sambandi
benda á hina stórhættulegu þróun
eða stefnuleysi stjómvalda í flug-
málum, að útdeila flugrekstrarleyf-
um til millilandaflugs til aðila sem
hafa mjög takmarkaða möguleika
til þess að koma sér upp eigin við-
haldsþjónustu, en neyðast þess í
stað til þess að kaupa hana erlendis
frá. Svo virðist sem stjórnvöld geri
engar kröfur um annað, en flug-
rekstraraðili geti einhvern vegin
útvegað sér flugvél, án þess að hann
þurfi að sýna fram á að hann geti
rekið hana með íslensku starfsliði,
hvorki frá tæknilegu né fjármála-
legu sjónarmiði.
Viðhaldsþjónusta flugvéla krefst
mikils sérhæfðs búnaðar og tækja-
kosts, og það hefur sýnt sig að stór-
ar einingar í því efni eru hag-
kvæmastar.
Uppbygging viðhaldsþjónustu
Arnarflugs, vegna leiguflugvélar,
sem notuð er í millilandsflugi, er
mjög hæg, eða engin; enda tækni-
legur rekstur hennar á ábyrgð út-
lendinga.
Þess má geta í þessu sambandi,
að þar sem nú er rætt um að af-
henda Flugskóla Helga Jónssonar
áætlunarflugréttinn til Grænlands,
þá mun sú flugvél, sem hann hyggst
nota á þeirri flugleið, vera ( við-
haldsþjónustu i Danmörku. Ef svo
fer, sem horfur eru á, munu þar
tapast nokkur atvinnutækifæri ís-
lenskra flugvirkja. Það mun svo
væntanlega leiða til frekari upp-
sagna flugvirkja hjá Flugleiðum, en
eins og öllum er kunnugt um, hafa
Flugleiðir séð um áætlunarflugið til
Grænlands í áratugavís.
Flugleiðir eru langstærsti vinnu-
veitandi flugvirkja; nú eru við störf
í tæknideild þeirra 97 flugvirkjar.
Hjá tæknideild Arnarflugs eru 13,
en hjá Flugskóla Helga Jónssonar
er enginn flugvirki í föstu starfi,"
segir í frétt Flugvirkjafélags Is-
lands.
„Ástæðan er einfald-
lega minni verkefni“
— segir fréttafulltrúi Flugleiða
„ÁSTÆÐAN fyrir þessum uppsögnum
er einfaldlega sú, að verkefni við-
haldsdeildar félagsins eru minni, en
þau hafa verið undanfarna mánuði,“
sagði Sæmundur Guðvinsson, frétta-
fulltrúi Flugleiða, er hann var inntur
eftir ástæðum uppsagnanna.
„Það má reyndar í þessu sam-
bandi benda á, að aldrei hafa verið
fleiri flugvirkjar í starfi hjá félag-
inu, en einmitt á þessu ári, eða 97 í
viðhaldsdeild og 40 flugvélstjórar á
flugvélunum, en þeir eru í Flug-
virkjafélaginu," sagði Sæmundur
ennfremur.
Sæmundur sagði félagið hafa
verið með Twin Otter vél á leigu frá
Flugfélagi Norðurlands og hefði
viðhaldsdeild félagsins séð um við-
hald hennar. Þessari vél hefði nú
verið skilað. „Þá hefur viðhalds-
deild Arnarflugs nú tekið yfir við-
hald á tveimur Twin Otter vélum
þeirra, auk þess sem viðhaldsdeild
Flugleiða var með Fokker-vél frá
Finnair í mikilli skoðun í vor. Þessi
verkefni eru einfaldlega ekki lengur
fyrir hendi og því var ekki um ann-
að að ræða, en fækka starfsmönn-
um,“ sagði Sæmundur.
Sæmundur Guðvinsson tók sér-
staklega fram, að allt viðhald véla
félagsins væri innt af hendi í við-
haldsdeild þess. , .
Frumkvöðlar bændahálparinnar, f.v. Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, Ómar Friðþjófsson,
erindreki Rauða krossins, Stefán Magnússon frá FÍB, Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Keykjavíkurdeildar
Rauða krossins og FÍB, og Sigurður Magnússon, fulltrúi Rauða krossins.
„Hagur allra landsmanna
að brugðist verdi vel viðu
Rauði krossinn, Búnaðarsambandið og FIB skipu-
leggja sjálfboðastarf til aðstoðar bændum
„ÞETTA ER glöggt dæmi um víð-
tæka starfsemi Rauða krossins, á
sama tíma og við erum að hefja
hjálparstarfs við fólk á þurrka-
svæðum Afríku aðstoðum við ís-
lenska bændur á óþurrkasvæðun-
um á Suður- og Vesturlandi," sagði
Jón Amgrímsson, framkvæmda-
stjóri Rauða kross íslands á blaða-
mannafundi sem haldinn var í
gær. Rauði kross íslands hefur
ákveðið, í samráði við Búnaðarfé-
lag fslands og Félag íslenskra bif-
reiðaeiganda, að skipuleggja hjálp-
arstarf við þá bændur sem verst
hafa orðið úti vegna vætutíðarinn-
ar í sumar.
Bændahjálpin hefst í dag og
verður á þann veg að íbúum í
Reykjavík og nágrenni er gefinn
kostur á að láta skrá sig á
skrifstofu Rauða krossins í sjálf-
boðastörf við heyvinnu í einn
dag eða lengur og hjálpa þannig
bændum við að koma heyi í hús.
Einnig geta menn, utan Reykja-
víkur látið skrá sig hjá formönn-
um Rauða kross-deilda byggð-
arlaganna. Skiptir þar litlu um
hvort sjálboðaliðarnir eru vanir
heyvinnu, nú ríður á að bændur
fái alla þá hjálp sem möguleg er.
Skráning sjálfboðaliða fer fram
á skrifstofu Rauða Krossins og
verður svarað þar í síma á milli
kl.10.00 — 12.00 í dag og á morg-
un. Þá hefur FÍB skorað á alla
bifreiðareigendur að leggja
bændum lið og aka sjálfboðalið-
um. Þeir bændur sem telja sig
þurfa hjálp sjálfboðaliðanna eru
síðan beðnir um að hafa sam-
band við búnaðarráðunauta sína,
sem síðan láta skrifstofu Búnað-
arfélagsins vita, en milli hennar
og skrifstofu Rauða krossins er
náin samvinna. Hafa nokkrir
bændur þegar óskað eftir aðstoð.
Þannig ætti fljótlega að vera til
skrá yfir þá sem þurfa hjálp og
þá sem eru reiðubúnir að að-
stoða við heybjörgun.
„Við erum bjartsýnir á að
margir leggi okkur lið og miklu
verði hægt að bjarga," sagði Sig-
urður Magnússon, formaður FIB
og Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins. „Enda er hér ekki ein-
ungis um að ræða hag bænda,
það er hagur okkar landsmanna
allra að brugðist verði vel við.
Eins er þetta tækifæri fyrir fólk
til að gefa hluta af sjálfu sér til
góðra starfa og eyða góðviðris-
degi við heyskap. Þá vil ég beina
því til ættingja og vina bænda,
að fara og aðstoða þá, hvort sem
er á eigin vegum, eða í sjálfboða-
starfi Rauða krossins. Aðstoðin
verður vel þegin, þó fæstir
bændur munu biðja um hana, en
þiggja með þökkum. Því viljum
við biðja alla þá sem vita af
sveitaheimilum þar sem hjálpar
er þörf, að veita þeim aðstoð í
dag eða næstu daga.“
Eins og áður segir verða veitt-
ar upplýsingar og sjálfboðaliðar
skráðir á skrifstofu Rauða
krossins í dag og á morgun. Þá
verður og hægt að láta skrá sig
nk. mánudagsmorgun vegna
hugsanlegra þurrkadaga síðar.
Heitir Rauði krossinn á alla vel-
unnara sína að veita hjálp til
heybjargar.
Aðstæður til jarð-
gangagerðar kannaðar
— segja fulltrúar Fjórðungssambands Vestfjarða
Sem kunnugt er var Fjórðungs-
þing Vestfirðinga haldið nýlega á
Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Var
þar mikið rætt um atvinnumál og
önnur mál sem tengjast byggð á
Vestfjörðum og viðhaldi hennar.
Samgöngur voru einnig til um-
ræðu, enda eru Vestfirðir sá lands-
hluti sem hvað mesta erfiðleika
hefur átt í þeim málum vegna
snjóþyngsla og vetrarhörku.
í framsöguerindi sem Bjarni
Einarsson flutti undir yfir-
skriftinni „Vestfirðir í framtíð-
arþjóðfélaginu" sagði hann m.a.
að svo virtist sem Vestfirðir
stæðu verst að vígi gagnvart
stóriðju- og iðnaðarþróun og
benti á „staðarvalstilhneiging-
una“ og væntanlega uppbygg-
ingu .iðnaðar. við£yjafjörð og á
mmm
Austfjörðum máli sínu til stuðn-
ings. Sagði hann litlar líkur á að
stórar virkjunarframkvæmdir
eða orkufrekur iðnaður kæmi á
Vestfirði í bráð, en minnti á að
grundvallarskilyrði fyrir áfram-
haldandi byggð væri að íbúarnir
fyndu að framfarir á heimaslóð-
um þeirra væru í samræmi við
það sem gerist í öðrum lands-
hlutum.
Þá vék Bjarni að samgöngu-
málum og sagði það skoðun sína
að á íslandi væru skilyrði ekki
verri til jarðgangnagerðar en í
Færeyjum. Hefðu athuganir á
vegum Orkustofnunar farið
fram í sumar vegna þessa. „Ef
unnt væri að búa til 6.000
manna Vesturborg á Vestfjörð-
um úr Flateyri, Suðureyri, Bol-
ungarvík, Isafirði og Súðavík
með því sem næst öruggum
heilsárssamgöngum á milli
þessara staða, er til orðinn
nægilega öflugur kjarni til að
gera öra þjónustuuppbyggingu
og auðvelda almenna iðnþróun
verulega. Við þetta vil ég bæta,“
sagði Bjarni í ræðu sinni, „að sú
reynsla sem nú er fengin af
notkun mjög stórvirkra tækja
við vegagerð, undan ólafsvíkur-
enni, bendir til þess að vegagerð
sú sem er yfir Dýrafjörð sé mun
ódýrari en talið hefur verið.“
Þá kom einnig fram í ræðum
annarra fundarmanna að
ástæða þætti til að athuga náið
aðstæður til jarðgangnagerðar á
Vestfjörðum.