Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
32
sA
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
CHOBE-FLJÓTS
Pétur Björnsson segir frá ævintýraferö
til Botswana
SAMKVÆMT GÓOUM
HEIMILDUM
— blaöamenn, dagblöö og heimildir
þeirra
TRÚIN ER GUÐSGJÖF,
ÓVERÐSKULDUÐ
— Rætt viö séra Úlfar Guömundsson á
Eyrarbakka
KÓREUSTRÍÐIÐ
— 30 árum seinna
HLJÓP í KRINGUM HEIM-
INN Á 7V2 SEKÚNDU
— Rætt viö Norman Vaughan, kunnan
heimskautafara
HESTARNIR BJÖRGUÐU
LÍFI ÞEIRRA
— Úr slitinni, svartri dagbók
ÚR HEIMI KVIKMYND-
ANNA, VERÐUR SÝND Á
NÆSTUNNI, JÁRNSÍDAN,
BÍLAÞÁTTUR OG MARGT
FLEIRA
Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans
lætur best, að prjóna eins og
villtur foli í listinni að lifa.
— á.j.
Hér fer á eftir ræða Örlygs
Sigurðssonar stjórnarformanns
Storksins í 30 ára afmælishófi
Storksins í gær, en blaða-
mönnum var boðið í hófið:
„Mörg góð konan, sem gifzt
hefir listamanni, á ekki alltaf sjö
dagana sæla efnahagslega. Þeir
eru sumir dýrir í rekstri, já,
sannkölluð lúxuseign líkt og
Rolls Royce með afborgunum,
eða skemmtiferð til tunglsins á
ógreiddum farseðli. Margir eru
heimtufrekir og hortugir. Útgerð
slíkra skrautfugla er stundum
dýr, rétt eins og að gera út heil-
an skuttogara, sem sjaldan dreg-
ur bein úr sjó. Fáir starfsbræður
mínir eru jafn stálheppnir og ég,
sem eignaðist hina „ídíölu" lista-
mannseiginkonu fyrir tæpum 40
árum. Þá var „Mamma" fegursta
stúlkan í Reykjavík, hið „ljósa
man“, sem ótal glæsimenni
þráðu. Allir urðu furðu lostnir
nema ég, þegar hún gekk í sitt
stormasama, en vel heppnaða
hjónaband, þar sem lognmollan
Storkurinn 30 ára
Stork, stork lange ben. Sig mig hvad du dringer.
Gemmer du en lille een, under dine vinger?
Örlygur Sigurðsson, listmálari,
skáld og stjórnarformaður verzlun-
arinnar Storksins, fór á slíkum
kostum í tilþrifum og ræðu-
mennsku í afmaélishófí Storksins
að svipur heimsmenningarinnar
varð meiri. Þessi stórútvegsbóndi
íslenzkrar menningar og gaman-
semi prjónaði með slíkri fími heim-
spekilegar kenningar úr hvers-
dagsleikanum að Sókrates gamli
hefði ugglaust þakkað fyrir að vera
horfínn á vit feðra sinna.
Unnur, eiginkona Örlygs, hef-
ur staðið við stýri Storksins í 30
ár, en eins og eiginmaðurinn
orðaði það, er hann eigandi eig-
anda Storksins og sækir sína
daglegu glassúrsnúða í rekstrar-
afgang þessarar rómuðu verzl-
unar. Það fer vel á því að Stork-
urinn bjóði upp á innlent prjóna-
garn sem erlent, því það er í stíl
við stjórnarformanninn sem er
eitt af náttúruundrum íslands
um leið og allir merkilegustu
straumar heimskúltúrsins eiga
farveg í líkama hans og
hugsanafossum.
Unnur er hin tæra og fagra
bláa bára í lífi listamannsins,
hið óræða haf sem skapar ævin-
týrinu fótfestu. örlygur er svan-
urinn sem hvergi unir sér betur
en á báru fjallavatnsins og
ávallt kemur hann aftur þótt
grípi til flugsins á nasavængjum
þöndum.
Að prjóna vel skiptir öllu máli,
hvort sem prjónað er úr garni
Storksins, úr lífinu sjálfu eða
eins og stjórnarformanninum
náði aldrei að slíta það band eins
og svo víða.
Listamenn hafa löngum verið
lítils metnir, lifandi í þessu
landi, þar sem tekjuöflun ræður
oft úrslitum um mat á mann-
gildinu. Þegar harðnaði á daln-
um brá hún sér, blessunin, beint
út í lífsbaráttuna og stofnaði
verzlunina Storkinn fyrir 30 ár-
um í dag. Hver var að segja að
konur skorti tækifæri til að
njóta sín? Mín dyggðuga og allt-
of góða kona hefir svo sannar-
lega látið að sér kveða, enda hef-
ir hún að mestu verið laus við
hysterýjuköst, eins og margar
hinna svokölluðu velgiftu
kvenna, sem fátt hafa annað
fyrir stafni en punta sig og dedú-
era við sjálfa sig. Hún hóf höndl-
Þetta sigurstranglega lið efndi tii hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra og söfnuðu nær 300 krónum. Krakkarnir heita Borghild-
ur Guðmundsdóttir, Elínborg Björnsdóttir, Stefán Lárusson og Margrét
Edda Stefánsdóttir.
Raufarhöfn:
Þyrill dreginn
til hafnar
Kaufarhöfn, 31. ágúst.
FLUTNINGASKIPIÐ Þyrill var
dreginn hingað inn um miðnætti í
gærkvöldi með báðar hjálparvélar
skipsins voru bilaðar. Vegna þess
var ekki hægt að keyra aðalvél
skipsins, þar sem hjálparvélarnar
framleiða til dæmis rafmagn fyrir
kælidælur aðalvélar.
Beiðni barst frá Þyrli milli 5 og
6 í gærkvöld og fór Viðar ÞH, sem
er 19 tonna bátur, út á móti skip-
inu sem statt var um 8 mílur
hérna úti fyrir.
Þessar vinkonur efndu til hlutaveltu fyrir nokkru til ágóða fyrir Hundavina-
félagið. Þær söfnuð 820 krónum. Og þær heita Maríanna Þorgilsdóttir,
Helga S. Eiríksdóttir, Ásta Ágústsdóttir og Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir.
Seint og illa gekk að koma Þyrli
til lands, þar eð Viðar er miklu
smærra skip. Lá við að illa færi í
innsiglingunni, en Þyrill snerist
þversum í henni. Allt fór þó vel, en
eins og fyrr sagði var komið inn
um miðnættið. Skipstjóri á Þyrli
er Sigurður Markússon, en á Við-
ari Helgi Hólmsteinsson.
Unnið er að viðgerð á hjálpar-
vél, en senda þurfti eftir varahlut-
um til Reykjavíkur. Þeir eru vænt-
anlegir hingað um miðjan dag á
morgun.
Þyrill var að koma frá Vopna-
firði frá því að lesta lýsi, á leið til
Bolungarvíkur, þar sem einnig
átti að lesta lýsi.
______ _______ Helgi.