Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
+
Útför systkinanna
ÁGÚSTU GRÓU SKÚLADÓTTUR,
Víöimel 23,
og
ÞÓRHALLS ELLERTS SKULASONAR,
Álfheimum 30,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. sept. kl. 1.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast þeirra er
bent á Krabbameinsfélagiö.
Jóhannes Sigurbjörnsson,
Oddný Sigurbjörnsdóttir
og börn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
JÓN ÞÓRARINSSON,
Vföilundi 2, Akureyri,
andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. ágúst sl. Útförin
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. sept. kl. 13.30. Blóm
og kransar afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Eydfs Einarsdóttir
og synír.
+
Maöurinn minn,
ÞORVARÐUR KJERÚLF ÞORSTEINSSON,
fyrrv. sýslumaður,
er látinn. Jarðarförin auglýst síðar.
Magdalena Thoroddsen.
+
Jarðarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSTU JÓNSDÓTTUR,
fró Eiösstööum, Túngötu 43,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 5. september
kl. 13.30.
Arni Kr. Þorsteinsson,
Þórunn S. Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn J. Þorsteinsson,
Garöar Þorsteinsson,
Gyöa Þorsteinsdóttir,
Sigríöur A. Sigurðardóttir,
Friörik Jörgensen,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Christel Þorsteinsson,
Póll Sigurösson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
frá Bjarmalandi í Sandgeröi,
verður jarösungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 3. sept. kl. 2.
Helga Kristofersdóttir, Gfsli Júlíusson,
Oliver G. Kristofersson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Guölaug Kristofersdóttir Guöjón Arni Guðmundsson,
Guörún Andrea Guömundsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir öllum er auösýndu okkur samúö og vlnarhug viö
andlát og útför bróöur okkar,
PÁLS KR. SIGURÐSSONAR
frá Laxamýri,
Sörlaskjólí 13.
Systkinin.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin
konu minnar,
JÓNU ADALBJÖRNSDÓTTUR,
Hverfisgötu 3, Siglufirói.
Þorsteinn Gottskálksson,
börn og tengdabörn.
Þuríður Gísla-
döttir - Minning
Fædd 3. júlí 1900.
Dáin 21. ágúst 1983.
í dag verður jarðsett Þuríður
Gísladóttir frá Bjarmalandi í
Sandgerði. Hún andaðist þann 21.
sl. eftir erfið veikindi. Því miður
urðu okkar kynni styttri en ég
hefði óskað eftir. Mig langar með
þessum fáu orðum til þess að
minnast Þuríðar og þakka þessari
elskulegu konu fyrir okkar góðu
samverustundir og hve vel hún
ávallt tók á móti mér og sonum
mínum. Ég óska öllum aðstand-
endum innilegrar samúðar.
Blessuð sé minning hennar.
Kallift er komift,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er aft minnast,
margt er hér aft þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er aft minnast,
margs er aö sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Áslaug Gísladóttir
í dag er til moldar borin frá
Hvaisnesskirkju tengdamóðir
mín, Þuríður Gísladóttir frá
Bjarmalandi, sem lézt sunnudag-
inn 21. þessa mánaðar.
Af því tilefni langar mig til að
minnast hennar í nokkrum orðum.
Hún varð ung að sjá á bak foreldr-
um sínum, en var svo lánsöm að
lenda hjá góðu fólki.
Ég ætla ékki að rekja hér ættir
hennar og læt það eftir mér fróð-
ari mönnum, en vil minnast góðr-
ar og mikilhæfrar konu, sem vildi
öllum gott og vann verk sín í kyrr-
þey-
Þura frá Bjarmalandi var mjög
trúuð og setti allt sitt traust á guð.
Hún mátti ekkert aumt sjá og var
ávallt boðin og búin að rétta
náunganum hjálparhönd, eins og
mörg dæmi sanna. Hún unni
Hvalsnesskirkju og voru þau mörg
sporin hennar þangað og mörg
handarverkin hennar, til dæmis í
kirkjugarðinum, sem hún annað-
ist um á sumrin í mörg ár allt
fram á efri ár, er hún fluttist burt
frá Sandgerði með miklum sökn-
uði. Það er löng leið frá Bjarma-
landi suður að Hvalsnesi fyrir
þann, sem ekki hefur yfir bíl að
ráða.
Hún var formaður sóknarnefnd-
ar um árabil og söng í kirkjukórn-
um enda með ágæta söngrödd.
Iðulega var kallað í hana, þegar
sitja þurfti við dánarbeð eða til-
kynna lát, því að hún átti ávallt
huggunarorð.
Frá Sandgerði hefur löngum
verið stunduð sjósókn, og áttu
margir um sárt binda vegna þess.
Hún fór ekki varhluta af því, því
að hún missti tvo syni á bezta
aldri í sjóinn, auk þess að missa
kornunga dóttur, en aldrei heyrð-
ist hún æðrast.
Hún hafði mikið yndi af blóm-
um og öllum gróðri, og bar heimili
hennar, og ekki sízt garðurinn í
kringum húsið hennar, þess glöggt
vitni. Þegar hún flutti upp á Akra-
nes var það hennar fyrsta verk að
gera fallegan garð í kringum litla
húsið sitt á Skaganum. Báðir stað-
ir hafa verið álitnir erfiðir til
ræktunar.
Þrátt fyrir þetta vanrækti hún
ekki heimili sitt, sem hún annaðist
af myndarbrag. Börnin voru fimm
og eiginmaðurinn á sjónum,
barnabörn voru hjá henni í mörg
ár og fleiri.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka henni fyrir okkar
góðu kynni og bið henni guðsbless-
unar.
Þuríður fæddist aldamótaárið á
Rosmhvalanesi, en svo nefndist
landsvæðið milli Reykjaness og
Garðsskaga. Og á þeim slóðum
ólst hún upp og bjó þar lengst ævi
sinnar. Foreldrar Þuríðar voru
ekki giftir, þó að sú muni hafa
verið ætlun þeirra, og fylgdi Þur-
íður föður sínum Gísla Markús-
syni, ættuðum úr Hrunasókn í Ár-
nessýslu, en móðir hennar var
Helga Gísladóttir ættuð af Mið-
nesi. Gísli og hin unga dóttir hans
voru til heimilis að býlinu Báru-
gerði hjá Guðlaugu og Jóni ábú-
endum þar. Lífinu í sjávarplássum
á íslandi hefur löngum verið lifað
í nábýli við dauða og slysfarir og
Þuríður fékk kornung að reyna
það. Hinn 11. apríl 1903 fórst faðir
hennar í róðri, og nú stóð litla
stúlkan uppi forsjárlaus því að
móðir hennar hafði ekki tök á að
taka hana til sín. Þá var aðeins
einn kostur eftir og hann var sá,
að koma henni fyrir hjá góðu
fólki, en á sveitarkostnað. Svo vel
tókst til, að hjónin í Bárugerði
gátu tekið Þuríði að sér og veit ég
að henni þótti alla tfð mjög vænt
um Bárugerðisfólkið, en vfst er að
hlutskipti sveitarómagans hefur
Þuríði sviðið, líkt og öllum þeim
sem það hafa mátt reyna. Móðir
Þuríðar fluttist síðan austur á
Vopnafjörð og dó þar í hárri elli.
Þuríður átti nokkur hálfsystkini,
að föðurnum átti hún hálfbróður
er Vilhjálmur Ottó hét og dó ung-
ur, en að móðurinni átti hún bróð-
urinn Lórens Karlsson og systur
tvær, Sæmundu Jónsd. Fjeldsted,
sem nú er látin, og Maríu Guð-
mundsdóttur, sem býr í Keflavík.
Svo undarlegur er vefur örlaganna
að þær hálfsystur, Þuríður og
María, misstu feður sína í sama
róðri.
Þuríður ólst upp í Bárugerði og
vann hörðum höndum eins og fólk
gerði á þeim tímum, hún var
stálvel gefin en átti ekki þess kost
að ganga í skóla umfram þá
barnafræðslu, sem veitt var á
þessum tíma, en sjálfmenntuð var
hún vel eins og margir jafnaldrar
hennar úr alþýðustétt.
Ung að árum giftist hún Kristó-
fer Oliverssyni frá Stöðulkoti í
Sandgerði. Kristófer var harðdug-
legur sjósóknari, sem vann sig upp
úr fátækt í það að verða skipstjóri
og útgerðarmaður. Þuríður og
Kristófer bjuggu á ýmsum stöðum
í Sandgerði, lengst á Bjarmalandi,
en slitu síðar samvistum.
Börn Þuríðar og Kristófers
voru: Kristinn Sveinbjörn fæddur
1920, hann fórst árið 1943 á þýsku
skipi, er rakst á tundurdufl í
Eystrasalti, árið 1926 misstu þau
dóttur óskírða, og annan son
misstu þau uppkominn, Helga
skipstjóra á Hólmari sem fórst
með áhöfn sinni hinn 29.11 1963,
aðeins 26 ára. Helgi átti fimm
börn, fjóra syni og eina dóttur,
hann var kvæntur Guðrúnu Andr-
eu Guðmundsdóttur. Þrjú barna
Þuríðar eru á lífi: Helga í Reykja-
vík, hún á fimm börn og er gift
Gísla Júlíussyni verkfræðingi,
Oliver bókhaldari á Akranesi,
kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur og
eiga þau þrjú börn; og Guðlaug
íþróttakennari í Reykjavík, gift
Guðjóni Árna Guðmundssyni,
byggingameistara, en börn þeirra
eru tvö.
Eins og áður sagði bjó Þuríður
lengstan hluta ævi sinnar í Sand-
gerði, þar vann hún auk heimil-
isstarfa og barnauppeldis við úr-
vinnslu sjvarafla, bæði á reitum
og í fyrstihúsum, og má með sanni
segja, að hún hafi verið einn
þeirra þjóðfélagsþegna, sem ís-
lenskt samfélag byggir tilveru
sína á. Þuríður sat lengi í sóknar-
nefnd og annaðist um langan ald-
ur kirkjuna og kirkjugarðinn á
Hvalsnesi, þar sem henni er nú
búinn legstaður.
Á árunum 1969 til 1979 bjó Þur-
íður á Akranesi og hefur henni án
efa verið í huga að dvelja um sinn
návistum við son sinn Oliver, sem
ólst upp á Akranesi frá 6 ára aldri
og hún saknaði mjög. Eftir það
dvaldi hún um sinn hjá dætrum
sínum í Reykjavík og loks á elli-
heimili, en lést í Borgarspítalan-
um þann 21. ágúst sl. Banamein
hennar var krabbamein. Þuríður
var orðin roskin kona þegar ég
kynntist henni og bar merki mik-
illar lífreynslu og ekki fór milli
mála að þar fór kona mikillar
gerðar og er mér þökk á að hafa
kynnst henni.
Mér kom Þuríður Gísladóttir
þannig fyrir sjónir:
Hún var fríð kona sem skipti vel
litum, fremur há og fönguleg. í
dagfari virtist hún hæglát og jafn-
vel fáskiptin en vingjarnleg í við-
móti, var sem hún hefði svo mikla
lífsfullnægju í eigin viðfangsefn-
um að þörf hennar fyrir aðra yrði
ekki eins mikil. Þuríður var mjög
vel greind og bar þess merki að
reynsla langrar ævi hafði veitt
henni lífsvisku og skilning á
mannlegu eðli, fremur mörgum
öðrum sem ég hef kynnst. Þuríður
var mikil blómakona og naut þess
að sjá allt grænka og gróa í kring-
um sig. Mikla nautn hafði hún af
lestri góðra bóka og var fjölfróð.
Trúkona var hún. Af öllum þess-
um fjársjóðum sínum: fróðleikn-
um, trúnni og gleðinni yfir gróðri
og ást sinni á landinu, var henni
gleði að veita vinum, ættingjum
og ekki síst barnabörnum sínum.
Ástvinum og ættingjum Þuríðar
sendi ég samúðarkveðjur og henni
sjálfri þakka ég góð kynni.
Guörún Halldórsdóttir
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
Gísli Júlfusson