Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
44
^v/eis-tu Y\vo2> mcuyir i/erðct -íyifir'
eld/Vigu íx ^n'P"
... að hjálpa honum að
komast á flot.
TM Rm U.S. Pat. Otf.-aN rlghts resafved
• 1981 Los Angeles Times Syndícate
Það er ekki til neins að spyrja
hvort ég sé Gvendur. Hann er í
fyrsta lagi sofnaður og í öðru lagi
hefur hann ekki símann!
HÖGNI HREKKVÍSI
„\JlP HÖFPUM EKKERT SéfZSTAKT UFF ÚK KtZAFStHO
NEMA FteifZX 5ANNAMIR X (SAMtA MANN>NN."
Úr Húsinu
íslenskar kvikmyndir
Ævar R. Kvaran skrifar:
Kæri Velvakandi!
Aðeins nokkrar línur til þess að
þakka hinum ágætu og snjöllu
kvikmyndagerðarmönnum, sem
við höfum eignast. Það er blátt
áfram ótrúlegt að fylgjast með
þeim öru framförum, sem við höf-
um orðið sjónarvottar að undan-
farin ár. Það er stórkostlegt. Fram
kemur hver kvikmyndin annari
betri. Það sem ég undrast þó mest
er það, hvernig hægt er að gera
þessar ágætu kvikmyndir án þess
að kollsigla fjárhagslega. Hvernig
í ósköpunum á til dæmis kvik-
mynd, sem áætlað er að kosti
a.m.k. 10 milljónir, að bera sig á
okkar þrönga markaði? En svo
mikið er víst, að hinir djörfu
kvikmyndasmiðir hafa ekki látið
neina svartsýni draga úr sér
kjarkinn. Það eina sem við þakk-
látir áhorfendur getum gert er að
vanrækja ekki að styðja þessa
menningar-starfsemi með því að
greiða verð eins eða fleiri að-
göngumiða, þótt í hærra lagi þurfi
eðlilega stundum að vera. Það ætti
engum að vera nein þrekraun.
Eg sé að nú undanfarið hefur
Laugarásbíó tekið upp að nýju
sýningar á HÚSINU. Þar er til
dæmis um kvikmynd að ræða, sem
býr yfir svo mörgum kostum að
ótrúlegt má teljast, þegar haft er í
huga, hve tiltölulega skammt er
síðan að menn tóku að reyna að
sýna alvarleg kunnáttubrögð við
kvikmyndagerð. Þessi kvikmynd
er svo góð, borin saman við allan
þann þorra erlendra kvikmynda,
sem hér eru jafnan sýndar, að hún
stendur bestu kvikmyndum fylli-
lega á sporði, hvar sem er í heim-
inum. Það sem alveg sérstaklega
er athyglisvert við þessa kvik-
mynd, HÚSIÐ, er það, hve jöfn
gæði hennar eru á bókstaflega öll-
um sviðum: Handritið er af-
bragðsgott, leikstjórn með ágæt-
um og Ieikur yfirleitt mjög góður,
þótt þar beri af leikur hinnar
ungu leikkonu Lilju Þórisdóttur í
hinu afarerfiða aðalhlutverki.
Kvikmynd þessi er greinilegur
persónulegur sigur fyrir hana.
Ég trúi ekki öðru, en að þessi
mynd geti gefið af sér nokkrar
tekjur af sýningum erlendis, því
efni hennar er sammannlegt þótt
atburðir gerist að mestu hér
heima á fslandi. Það ætti reyndar
að vera henni stuðningur í heimi
þar sem fæstir bíógestir vita
nokkurn skapaðan hlut um þessa
eyju norður við Dumbshaf og fólk-
ið sem þar býr.
Ég hvet hiklaust alla, sem enn
hafa ekki séð þessa ágætu kvik-
mynd HÚSIÐ, til þess að láta
þetta tækifæri í Laugarásbíó ekki
renna sér úr greipum og sjá hana
nú. Þeir sem að þessari íslensku
kvikmynd standa eiga fyllilega
skilið stuðning okkar hinna fyrir
þetta afrek, sem ég leyfi mér að
kalla svo.
Sökum áhuga míns á starfsemi
islenskra kvikmyndagerðar-
manna, þótti mér allforvitnilegt
að frétta, að nú væri til sýningar
hjá kvikmyndahúsinu Regnbogan-
um ný sænsk mynd, ANDRA
DANSEN, leikstýrt af íslendingi,
Lárusi Ými Óskarssyni.
Þessi kvikmynd er efnislega
eins gjörólík HÚSINU og hægt er
að ímynda sér. f HÚSINU er hröð
og nokkuð flókin atburðarás, mjög
spennandi á köflum, sem leyst er á
snilldarlegan hátt, eins og í
spennusögu. f ANDRA DANSEN
er hins vegar aðeins fjallað um
brot úr lífi tveggja kvenna, ferða-
sögu sem þær af tilviljun eiga
sameiginlega.
Sú eldri er eins konar flæking-
ur, sem virðist vinna fyrir sér með
vændi og þjófnaði þegar því er að
skipta. Þessi kona lifir frá degi til
dags, eins og fiðrildi, en er þó mun
hættulegri umhverfi sínu. Hún
sníkir far hjá ungri stúlku, sem
einnig virðist á heldur tilgangs-
lausu ferðalagi. Sennilega i leit að
ævintýrum. Þetta virðist vera
heiðarleg og óspillt stúlka, sem
vitanlega verður nokkuð forviða á
ósvífni og tiltækjum farþega síns,
en þær lenda í ýmsu.
Efnið virðist því í sjálfu sér ekki
sérlega áhugavekjandi. En það eru
tökin á þessu ómerkilega efni sem
gera gæfumuninn. Höfundi þess-
arar kvikmyndar tekst nefnilega
að gera hana athyglisverða engu
að síður.
Sannast hér, eins og oft áður, að
veldur hver á heldur. Þessi ungi
leikstjóri, Lárus Ýmir, fer mjög
frumlega með þetta þvælda efni
og gerir úr því athyglisverða
kvikmynd. Það gefur myndinni af-
armikið gildi, að hann hefur valið
sér gott skáld til að gera handrit-
ið, því það er víða dásamlega ljóð-
rænt og fagurt. Þá er kvikmynda-
takan afbragðsgóð og tökustaðir
valdir af listrænum smekk oft á
tíðum, svo stundum fer fallega
saman ljóðræn mynd og texti. Með
öðrum orðum, hér er fram kominn
enn einn ágætur leikstjóri, sem ég
tel að mikils megi af vænta. Ég
get ekki sagt, að ég hafi verið
neinn sérstakur aðdáandi sænskra
kvikmynda lengi vel, er þarna
kemur þó ungur maður íslenskur,
sem tekst að gera mjög góða
kvikmynd úr tiltölulega litlu efni,
sem er einmitt laus við að vera
„sænsk" í meðferð, þótt hún sé
gerð í Svíþjóð og gerist þar. Þetta
ber vott um frumleik og sköpun-
argáfu, sem vert er að gefa gaum.
Ég óska þessum unga leikstjóra
allra heilla í framtíðinni.
Þessir hringdu . .
Hólmfríður Jónsdóttir hringdi.
Alveg finnst mér blóðugt að
það skuli kosta á þriðja þúsund
að flytja síma, þó allt sé fyrir
hendi og einungis þurfi að skipta
um innstungu. Sérstaklega er
það slæmt, því það eru jú aðal-
lega þeir ungu og efnaminnstu
sem oftast þurfa að flytja. Nú er
Landssiminn búinn að setja upp
söludeild, eins konar símtóla-
verslun ríkisins. Væri gaman að
vita hvað þeir selja mörg símtól
á mánuði og hvort þessi sölu-
deild er ekki bara óþarfa bruðl.
Hvers vegna eru símtól ekki seld
í verslunum á almennum mark-
aði, eins og eðlilegt er, en ekki
með svona einokun?
BJ. hringdi.
Ágæti Velvakandi!
Ég treysti þér best til að fá
birtan þann mælikvarða sem
stjórnmálamenn nota er þeir
tala um lækkun verðbólgu, allt
niður í 30%, á sama tíma og hver
einasti maður í þjóðfélaginu sem
handleikur peninga mætir enda-
lausum hækkunum í hvert sinn
sem buddan er opnuð. Ég treysti
því að fá fróma menn, ekki of
háfleyga, til þess að sýna okkur
á prenti kvarðann sem þeir nota
á svo auðveldan hátt, að hin
unga skólaæska geti skilið þenn-
an töfrakvarða. Hvernig er verð-
bólga reiknuð? Tæki sem allir
nota og þekkja nefnist tommu-
stokkur, en hann er einnig ann-
ars vegar metrakvarði og munar
allmiklu hvoru megin á hann er
mælt.