Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
46
Sigurlás
þjálfar Tý
SIGURLÁS Þorleifsson hefur
verið ráðinn sem þjálfari fyrir
handknattleiksliö Týs naasta
keppnistímabil. Hann mun
jafnframt leika með liðinu.
Tvö frjáls-
íþróttamót
BIKARKEPPNI FRÍ í fjölþraut-
um fer fram í Laugardal 3. og
4. sept. Keppnin hefst kl. 13 í
dag en kl. 11 á morgun.
Skráning verður á staönum.
Meistaramót islands í öld-
ungaflokki fer fram i Laugardal
í dag, 3. september og hefst
kl. 10. Keppt veröur i flokkum
karia 35—39 ára og 40 ára og
eldri. Aldursflokkar kvenna
eru 30—34 ára og 35 ára og
eldri.
Keppnisgreinar eru eftirfar-
andi: 100 m, 800 m, 3000 m
hlaup, hástökk, langstökk,
kúluvarp, kringlukast og
spjótkast. Skráning fer fram á
mótsstaö.
Valsdagurinn
Knattspyrnufélagið Valur
kynnir starfsemi sína á fé-
lagssvæði sínu Hlíðarenda á
morgun, sunnudaginn 4.
september.
Þetta er í 16. sinn sem fé-
lagið efnir til „Valsdags“ en
Valsdagurinn hefur jafnan
verið mikill hátíðisdagur hjá
félaginu, og þá komið fjöldi
gesta á athafnasvæöi þess,
ekki síst foreldrar þeirra
ungmenna sem æfa og keppa
með félaginu.
Á þessum Valsdegi veröur
merkum áfanga í byggingu nýs
og glæsilegs íþróttamannvirk-
is fagnaö þar sem lokið er viö
aö steypa þaö upp og reisa
þakspennur. Iþróttasalurinn er
1200 ferm aö stærö eöa 8700
rúmmetrar þar sem gert er ráö
fyrir áhorfendarými fyrir
600—800 áhorfendur.
Markús Örn Antonsson, for-
seti borgarstjórnar Reykjavík-
ur, og Pétur Sveinbjarnarson,
formaður Vals, munu flytja
ávörp kl. 15.00 en dagskrá
Valsdagsins hefst kl. 14.00 og
stendur samfellt til kl. 17.00.
Meöal dagskráratriöa eru
knattspyrnuleikir, Islands-
meistarar Vals í 5. flokki sýna
knattþrautir og í íþróttahúsi
félagsins veöur keppt í körfu-
bolta, handbolta og badmin-
ton.
Valskonur veröa meö kaffi-
sölu í félagsheimilinu.
Aöalstjórn Vals vill hvetja
félagsmenn, stuöningsmenn
og velunnara Vals til aö fjöl-
menna á Hlíöarenda á Vals-
daginn. Formaöur Valsdags-
nefndar er Hrólfur Jónsson.
Atli Eövaldsson:
„Hollendingar verða
okkur mjög erfiðir“
„VIÐ Pétur komum báðir til
Hollands og leikum landsleik-
inn, það er alveg frágengiö af
okkar hálfu viö þjálfara okkar
og framkvæmdastjóra DUssel-
dorf. Ég vona bara að strákarnir
í Belgíu fái leyfi til aö leika líka,
ég veit að það hefur gengið illa
að fá þá lausa. Hollendingar eru
með sterkt liö og veröa erfiðir
við að eiga, svo okkur veitir
ekki af því aö stilla upp okkar
sterkasta liöi ef það er hægt,“
sagði Atli Eðvaldsson í spjalli
við Mbl.
„Okkur hefur gengiö ágætlega
í þeim leikjum sem viö höfum
spilaö í upphafi keppnistímablls-
ins nema í bikarleiknum. Þá datt
allt í botn. Viö vorum slegnir út.
Viö erum samt meö 6 stig út úr
fjórum fyrstu leikjum okkar í
deildinni og vonandi eigum viö
eftir aö fá stig úr næstu leikjum
sem eru gegn Frankfurt og Ham-
borg SV.
Liöið okkar er óbreytt frá því í
fyrra og viö erum því meö meiri
leikreynslu og þekkjum betur inn
á hvern annan. Þaö var æft alveg
æðislega stíft áöur en keppnis-
tímabiliö hófst hér. Hitinn hefur
verið mikill, allt upp í 37 stig, og
maöur var oft aö niðurlotum
kominn eftir æfingaleiki og stífar
æfingar sem voru oft tvisvar á
dag.“
Atli sagöist reikna meö því aö
Hamborg SV, Bayern, FC Köln,
Stuttgart og Bremen myndu
veröa í efstu sætum deildarinnar
á þessu keppnistímabili. Hann
átti ekki von á ööru en aö liöi
hans, Fortuna Dusseldorf, gengi
allvel og aö sjálfsögöu ætlar Atli
aö reyna aö bæta markaskorun
sína frá þvi í fyrra, en þá var hann
annar markahæsti maöur „Bund-
esligunnar", skoraöi 21 mark.
— ÞR.
• Jóhannes klæðist landsliös-
búningnum á nýjan leik í Gron-
ingen á miðvikudaginn kemur, en
hann lék síðast landsleik 1979
gegn Póllandi í Krakow, en leik-
urinn tapaðist, 0:2.
Tveir landsleikir gegn Hollendingum:
Jóhannes Eðvaldsson
aftur með landsliðinu
í NÆSTU viku leika íslendingar
tvo landsleiki í knattspyrnu í Evr-
ópukeppni landsliöa. Landslið 21
árs og yngri leikur í Venloen á
þriðjudaginn gegn liði Hollend-
inga kl. 18.00 að hollenskum tíma.
Þetta er síöasti leikur liðsins í
sínum riöli. Landsliöshópurinn hef-
ur veriö valinn og skipa hann eftir-
taldir leikmenn:
Stefán Jóhannsson,
Stefán Arnarson,
Kristján Jónsson,
Benedikt Guömundsson,
Guöjón Þóröarson,
Jósteinn Einarsson,
Erlingur KriStjánsson,
Stefán Halldórsson,
Siguröur Jónsson,
Aöalsteinn Aöalsteinsson,
Sigurjón Kristjánsson,
Valur Valsson,
Hlynur Stefánsson,
Óli Þór Magnússon,
Siguröur Grétarsson,
Helgi Bentsson.
Á miövikudag leika svo A-
landslið þjóöanna saman og er
þaö næstsíöasti lelkur Islands í
Evrópukeppninni aö þessu sinni.
Landsliöiö á aöeins eftir aö leika
gegn N-írum hér heima 21. sept.
næstkomandi. Landsliösnefnd KSl
hefur valiö A-landsliöshóp þann
sem mæta mun Hollendingum
• Asgeir Elíasson er aftur í
landslíðshópnum. Ásgeir á 29
landsleiki að baki.
miövikudaginn 7. sept. Liðið skipa
eftirtaldir leikmenn:
Þorsteinn Bjarnason,
Bjarni Sigurösson,
Viöar Halldórsson,
Hafþór Sveinjónsson,
Ómar Rafnsson,
Sveinbjörn Hákonarson,
Gunnar Gíslason,
Ásgeir Sigurvinsson,
Atli Eövaldsson,
Pétur Ormslev,
Jóhannes Eövaldsson,
Lárus Guömundsson,
Ragnar Margeirsson,
Siguröur Halldórsson,
Ásgeir Elíasson,
Ólafur Björnsson.
• Tennisíþróttin hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi á síðustu tveimur árum. Að vísu hefur nokkuð skort á að aöstaðan hafi
verið fyrir hendi en nú er að rætast örlítið úr því. Þrekmiðstöðin í Hafnarfirði hefur meðal annars tekið í notkun tvo tennisvelli ffyrir almenning
og hefur það verið mjög til aö auka áhugann á þessari bráðskemmtilegu íþrótt. Undanfarna daga hefur staöið yfir opiö tennismót á völlunum
og þar hefur verið hart barist af þeim 40 þátttekendum sem keppa á mótinu. Mótið er með útsláftarfyrirkomulagi og fást úrslit í því á
sunnudag. Á myndinni hér á ofan má sjá vellina tvo við þrekmiðatöðina. Tveir nýir vellir munu bætast við í haust, er TBR tekur (notkun tvo
velli í Reykjavík. Tennisíþróttin er í dag ein alvinsælasta almenningsíþróttin í heiminum fyrir konur, karla, unglinga og börn.
Morgunblaðið/ ÓI.K.M.