Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 Fundur utanríkisráöherra Norðurlanda Ljósmynd AP. Fundur utanríkisráðhcrra Noröurlanda hófst í Stokkhólmi í gær. Hann sitja ráðherrar Norðurlandanna fimm og verður meðal annars rædd sameiginleg stefnumál á þingi Sameinuðu þjóðanna. Taldir frá vinstri. Sven Stray frá Noregi, Lennart Bodström frá Svíþjóð, Geir Hallgrímsson, Uffe Elleman-Jensen frá Danmörku og Paavo Váyrynen frá Finnlandi. ísland vann Finna og hafnaði í 2.—3. sæti ÍSLENSKA skáksveitin hafnaði í 2—3. sæti á heimsmeistaramóti skák- manna 26 ára og yngri, sem lauk á sunnudag. íslenska sveitin vann þá finnsku 2'/i— 1 ‘/i í 11. og síðustu umferð, en V-Þjóðverjar unnu nokkuð óvæntan stórsigur yfir Englendingum, 3Vi-‘/i og skutust upp að hlið íslend- inga. Englendingar telfdu djarft til sigurs en ofkeyröu sig og hlutu háðulega útreið. Sovétmenn sigruðu örugglega á mótinu. Margeir Pétursson tefldi við Yrjola á 1. borði og þurfti að sigra til þess að ná stórmeistaraárangri, en hann þurfti í sjöunda sinn að stýra svörtu skákmönnunum í ell- efu skákum. „Ég fékk ágæta stöðu, en lagði of mikið undir og lék af mér í tímahraki," sagði Margeir Pétursson, fyrirliði íslensku sveit- arinnar í samtali við Mbl. Jón L. Árnason tefldi lengst af mjög vel gegn Valkesalmi, en lenti í tíma- hraki. Til þess að vinna tima lék hann sömu leikjunum, en áttaði sig ekki á að sama staðan kom upp þrisvar og andstæðingur hans krafðist jafnteflis. Jóhann Hjartarson tefldi við Baavilainen á 3. borði og sigraði örugglega. Jóhann náði þar með öðrum áfanga af þremur að al- þjóðlegum meistaratitli. Elvar Guðmundsson tefldi við Kekki og sigraði einnig örugglega og því ís- lenskur sigur. „Þessi árangur hér í Chicago er mjög ánægjulegur — raunar átt- um við aldrei von á þessu," sagði Margeir Pétursson í samtali við Mbl. „Við áttum í höggi við sterkar sveitir. Sovétmenn voru með þrjá stórmeistara og þrjá al- þjóðlega meistara — sá stiga- lægsti er stigahærri en ég, en þrátt fyrir það náðum við jafntefli gegn þeim. Eins eru titilhafar á öllum borðum í sveitum Banda- ríkjanna, Englands og Þýska- lands. Sérstaklega stóðu Jóhann, Karl og Elvar sig vel — þeir sýndu enga minnimáttarkennd þegar þeir léku við sterka meistara. Sér- staklega var barátta Elvars og Karls gegn Sovétmönnum stór- kostleg. Þeir áttu alltaf á brattann að sækja en gáfu ekki sinn hlut. Karl lék laglega á andstæðing sinn og hélt jöfnu og Elvar fann ævintýralega leið til jafnteflis. Þessi frábæra barátta þeirra færði íslensku sveitinni jafntefli — slíkt hefur aldrei áður gerst gegn sovésku landsliði. Eg tel að þessi skáksveit eigi mikla framtíð fyrir sér — hópur- inn er óvenju samstilltur," sagði Margeir Pétursson. Lokastaða efstu sveita varð: 1. Sovétríkin 34. 2—3. ísland og V-Þýskaland 28. 4. Bandarikin 26%. 5—6. Kína og Bandaríkin, b-sveit 25 %. 7. Argentína 25. 8—9. Frakkland, Finnland 24%. 10—12. Skotland, England og Kanada 24. Tvítug stúlka fórst í bruna TVÍTUG stúlka, Arndís Bjarna- dóttir, til heimilis að Haukanesi 23, fórst þegar eldur kom upp í Bergstaðastræti 55 á sunnudags- morguninn. Slökkviliðinu í Reykjavik var tilkynnt að eldur logaði út um glugga á húsinu, sem er á mótum Bergstaðastrætis og Bragagötu. Eldur logaði út um glugga í kvistherbergi þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fóru þegar inn með háþrýstislöngur og slökkvi- liðsmenn hófu slökkvistarf utan frá úr körfubíl, sem notaður var. Arndís heitin var látin þegar hún fannst. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Herbergið var mikið brunnið og virðist sem eldurinn hafa kraumað lengi áð- ur en hans varð vart. Hringur Jóhannesson listmálari er með vinnustofu á hæðinni fyrir neð- an og var málverkum og skyss- um hans bjargað. Unnið við að slökkva eldinn 1 Bergstaðastræti. Arndís Björg Bjarnadóttir Arndís heitin var tvítug, fædd 15. ágúst 1963. _ ■« 1 mfstm ÚRSLIT í fyrirsætukeppninni á vegum tfskublaðsins Lffs og Elite voru gerð kunn í Þingholti í gær, en þau urðu nokkuð óvenjuleg, því sigurvegararnir urðu tveir, þær Kristína Haraldsdóttir og Heiðdís Steinsdóttir. Það vakti nokkra athygli að önnur stúlkan sem vann, Kristína, er aðeins fjórtán ára. Á myndinni eru sigurvegararnir ásamt forráðamönnum keppninnar, t.f.v. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks, Kristína Har- aldsdóttir, Heiðdís Steinsdóttir og eigandi Elite, John Casablancas. The Edinburg Festival: Viðar Eggertsson „slær í gegn“ ÞAÐ ER EKKI á hverjum degi sem ungur íslenskur listamaður baðar sig í Ijósi heimsfréttanna eða slær rækilega í gegn, eins og einhverjir kynnu að orða það. Það hefur þó nýlega gerst. I síðasta hefti Newsweek, einu virtasta fréttablaði í Bandaríkjunum, er mynd af Viðari Eggertssyni, leik- ara, eða Vidal Egg, eins og hann er nefndur í blaðinu, þar sem hann treður upp í eigin verki á leiklistar- og tónlistarhátíð í Edinborg, The Edinburg Festival. Viðari var boðið að taka þátt í hátíðinni og flytja þar leikþátt sinn „Ekki ég ... heldur ..." sem er um 15 mínútna langt ein- tal sálarinnar fyrir einn áhorf- anda! óvenjuleg leiksýning það, enda segir fréttamaður News- week í grein sinni að þeir sem vildu sjá sýningu Viðars hefðu þurft að fara snemma í biðröð- ina. Viðar er nú á leið til íslands með Eddunni og er því væntan- legur á miðvikudagskvöldið en Morgunblaðið átti stutt síma- spjall við hann í gær og spurði auðvitað fyrst hvort hann væri ekki í sjöunda himni. Hann hélt það nú. „Þetta gekk alveg stórkostlega vel og vakti mikla athygli. Þrjár sjónvarpsstöðvar og þrjár út- varpsstöðvar hafa átt við mig viðtöl vegna sýningarinnar, og ég hef spjallað við tólf blaða- menn, víðs vegar að úr heimin- um. Þetta er mikil upphefð því það eru 460 leikhópar sem sýna á þessari hátíð. Ég held að það séu einkum þrjár ástæður fyrir því að þessi sýning mín vakti svona mikla athygli. I fyrsta lagi vegna þess að ég hef aðeins einn áhorf- anda í einu, í öðru lagi vegna þess að ég er íslendingur og í þriðja lagi þá var miðaverð á sýningar mínar það hæsta á allri hátíðinni. Já, og kannski í fjórða lagi vegna þess hve margar sýn- ingar ég hélt. Þær urðu 120 á tíu Myndin sem birtist af Viðari Egg- ertssyni í síðaste hefti bandaríska vikublaðsins Newsweek. dögum. Menn voru farnir að ræða um heimsmetabók Guinn- ess! Þá má geta þess að ég fékk tilboð um að sýna á La Mana í New York og á Brighton Festival næsta sumar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Aðgerðir: