Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 29 SMtogtmlilfifrUÞ Útgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Þolgæði og hugrekki Leitin að gullskipinu er fyrir löngu orðin annað og meira en leit að hollenzku Indíafari með kopar og dem- anta innanborðs. Hún er orð- in tákn um þrautseigju, djörfung og dug nokkurra einstaklinga, sem í aldar- fjórðung hafa lagt fram ótalda fjármuni úr eigin vasa, tíma og mannafla til þess að leita uppi mikil menningarsöguleg verðmæti. Hvað rekur þá til þessa verks? Tæplega hagnaðar- vonin ein. Allir hefðu þeir sjálfsagt geta hagnast vel á því að verja þeim fjármun- um og þeirri vinnu, sem leit- in að gullskipinu hefur kraf- izt, með öðrum hætti. Frem- ur má ætla að sú hugmynd að grafa upp úr sandinum gömul verðmæti, minningar um liðna tíð, hafi heillað þá og orðið þeim slík hvatning, sem dugað hefur til þess að halda þessari leit uppi í ára- tugi. Vonir manna um að gull- skipið væri fundið, hafa brugðizt, en ljóst er af við- brögðum leitarmanna, að þeir munu ekki gefast upp, heldur halda áfram. Hingað til hafa þeir ekki fengið eyri úr opinberum sjóðum, þótt fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi ekki verið lengi að gefa annað í skyn, ranglega. Það fer bezt á því, að þessi ævin- týralega leit verði áfram í höndum einstaklinga. Ekki er ólíklegt, að margir verði til þess að leggja hönd á plóginn, þegar hér er komið sögu. Þolgæði og hugrekki leitarmanna hefur kallað fram vilja og löngun margra einkaframtaksmanna til þess að sýna hvers einstakl- ingurinn er megnugur. Þjóðfélaginu er illa stjórnað Ummæli Haraldar Stur- laugssonar, útgerðar- manns á Akranesi, í Morg- unblaðinu í fyrradag um skipakaup fyrirtækis hans eru íhugunarefni. Hann seg- ir: „Fjárhagslega er þetta al- veg glórulaust dæmi, eins og það lítur út í dag, en það verður ekki hjá því komizt að við endurnýjum skipakost- inn, vegna þess að við viljum horfa fram á við.“ í viðtalinu kemur ennfremur fram, að Haraldur Böðvarsson og co., sem á sér langa og merka sögu og Haraldur Sturlaugs- son stýrir nú, hafi jafnan gætt þess að endurnýja skip- akost sinn reglulega. Og út- gerðarmaðurinn segir: „Ef íslenzk útgerðarfyrirtæki gæta slíks ekki, má alveg eins leggja þau niður." Margir útgerðarmenn og fiskverkendur standa fram- mi fyrir sama vanda og Har- aldur Sturlaugsson. Þeir vilja endurnýja og telja það nauðsynlegt fyrirtækjanna og atvinnulífsins vegna, en þeir vita að fjárhagslega er endurnýjunin „glórulaust dæmi". Ef þeir endurnýja ekki, ganga skipin smátt og smátt úr sér og verða ónot- hæf. En er það ekki einmitt það, sem við þurfum á að halda, að hluti fiskiskipanna verði ónothæfur, svo þeim verði lagt og rekstur þeirra, sem eftir verða við veiðarn- ar, verði arðbær? En hvar á sú úrelding að verða? Á hún að verða hjá Akurnesingum eða Reykvíkingum, ísfirðing- um eða Akureyringum? Þetta er vandinn. Engin ríkisstjórn hefur tekizt á við hann. Við lifum á fiski, en þannig er á málum haldið, að við högnumst ekki lengur á fiskveiðunum. Ungir útgerð- armenn eins og Haraldur Sturlaugsson og fleiri, sem vilja endurnýja sín skip standa frammi fyrir því, að endurnýi þeir, er dæmið svo fjárhagslega glórulaust, að það hlýtur að vera mikil spurning, hvort fyrirtækin lifi af. Endurnýi þeir ekki, ber það dauðann með sér að lokum fyrir fyrirtækin. Þjóð- hagslega séð er ekkert vit í því að endurnýja hvert skip, en jafnmikið óvit að endur- nýja engin skip. Þessi að- staða, sem atvinnulífinu er búin, sýnir í hnotskurn hvað íslenzku þjóðfélagi er illa stjórnað. Hollenzki sjóminjafrKöingurinn Gys van Gortel kemnr upp á yfirborftið eftir að hafa kannað flakið í þili leitarmanna í Skeiðarársandi í gær, en van Gortel, sem er frá Sjóminjasafninu í Amsterdam, sagði flakið vera járnskip, líklega togara frá síðustu aldamótum. Ljósmynd Hbl. RAX Þórir og Guðmundur kranamaður I baksýn. „Skipid er í sandinum, og það má til að finna það“ Rætt við „gullskipsmenn“ á Skeiðarársandi „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur, en það er ákveðinn hugur I mannskapnum að halda áfram, það má til, skipið er í sandinum og það má til að finna það,“ sagði Bergur Lárus- son frá Klaustri, upphafsmaður leitar- manna, en hann hóf fyrst leit að gull- skipinu fyrir 30 árum ásamt félögum sfnum. „Það þýðir ekki að gefast upp þótt dapurleg staðreynd blasi við eftir sumarvinnuna og vísindin hafi brugð- ist hroðalega, en þá er þeim mun meiri ástæða til þess að reyna áfram á þolinmæðina og þrekið, ná áttum á ný.“ Undirbúa smíði farartækis til leitar „Við erum ákveðnir að gefast ekki upp og erum þegar farnir að velta fyrir okkur farartæki fyrir leit á næsta ári, en það farartæki verður að vera sambland af flugvél, báti og bil og ég reikna með að það verði tómstundavinna hjá okkur í vetur á sunnudögum að smíða slíkt tæki,“ sagði Kristinn Guðbrandsson stjórnandi leitarmanna á Skeiðar- ársandi. „Slíkt tæki gæti þróast upp í björgunartæki fyrir björgunarfé- lög, en auk þess reikna ég með að við munum fijótlega ræða við Helga Björnsson um möguleika á smíði leitartækis fyrir okkur.“ Hríngurinn hlýtur að þrengjast Þórir Davíðsson, einn leitar- manna undanfarin 20 ár, kvað framtíðarhorfurnar án nokkurs vafa að halda skyldi áfram leit. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórir, „hljótum við að halda áfram, hringurinn hlýtur að þrengjast og við höfum lært mikið af þessu. Við verðum að vera örugg- ir af eigin raun næst áður en við leggjum út í dýra framkvæmd, en vissulega hefur margt stritið verið í kring um þetta, vonin um árangur, en minningar bæði daprar og góðar eins og gengur.“ Líður ekki langt fram á næsta ár Magnús Sigurlásson, bóndi í Þykkvabæ, er einn af hinum lang- reyndu leitarmönnum: „Staðan er núll eins og stendur," sagði hann, „en hitt er annað mál að það er eng- in uppgjöf í okkur og það verður ekki liðið langt fram á næsta ár þegar við förum af stað aftur.“ Ný tæki, meiri tækni „Það er ekkert annað að gera en halda áfram að leita, einhvern tíma kemur að því að við finnum það sem að er leitað. Kostnaðurinn er orðinn mikill og við verðum að reyna að ná upp 1 þann kostnað með því að ná árangri,“ sagði Jóhann Wolfram, einn leitarmanna, í samtali við Mbl. „Rannsóknirnar sem gáfu vísbend- ingu sem við treystum á, brugðust hrapallega og við því er svo sem ekkert að segja, en við látum það ekki valda því að við gefum mark- miðið upp á bátinn. Ný tæki, meiri tækni og áframhaldandi þolinmæði er næsta skref okkar í málinu.“ Járnskip frá síð- ustu aldamótum „Ég sá fiak af járnskipi, líklega togara frá síðustu aldamótum,” sagði Gys van Gortel, sjóminja- fræðingur frá Hollandi, en hann kafaði niður á fiak skipsins í þili leitarmanna á Skeiðarársandi í gær að viðstöddum 11 hollenskum blaða- mönnum m.a. „Það var tré á þilfar- inu og ég komst að vél skipsins, sem er gufuvél, en það er fyllilega ljóst að þarna er ekki um að ræða tré- skip. Um skipið er það að segja að það er ekki í góðu ásigkomulagi, en mér virðist það vera um 27 metra langt, án þess þó að ég hefði nægan tíma til að kanna það til hlítar, því það gruggaðist skjótt vatnið þegar ég snerti sandinn sem huldi fiakið að hluta.“ Van Gortel kvaðst dáðst að þreki og áræði leitarmanna, Het Wapen væri ákafiega merkilegt skip, en van Gortel er einn helzti sérfræð- ingur Hollendinga í sjóminjum og hefur mikið sinnt slíkum verkum um ævina. Evrópumót ísl. hestaeigenda: íslendingar unnu fjóra Evrópumeistaratitla Aðalsteinn Aðalsteinsson á hestinum Baldri fri Sandhólum. Áðalsteinn vann til tveggja gullverðlauna á Evrópumeistaramóti ísl. hestaeigenda í Þýskalandi um helgina. Næsta Evrópumót haldið í Svíþjóð Frá Valdimar Kristinssyni, blaóamanni Morgunblaósins á Kvrópumeistaramóti í»- lenskra hestaeigenda í Roderath í Vestur l>ýskalandi. ENN Á NÝ koma íslendingar hlaðnir verðlaunum frá Evrópu- móti ísl. hcstaeigenda, og þrátt fyrir gott gengi fram að þessu má fullyrða að árangur okkar manna nú er sá lang besti frá upphafi. Fjórir Evrópumeistaratitlar unnust nú og allir íslendingarnir í keppn- inni komust í verðlaunasæti. Það voru þeir Aðalsteinn Að- alsteinsson, sem keppti á Baldri frá Sandhólum, og Tómas Ragn- arsson á Fjölni frá Kvíabekk, sem unnu þessa fjóra titla. Aðal- steinn sigraði á fimmgangi og í gæðingaskeiði og varð auk þess þriðji í 250 m skeiði. Tómas sigr- aði í samanlagðri keppni og í 250 m skeiði. Hann varð einnig ann- ar í fimmgangi eftir tvísýna keppni við Aðalstein. Eyjólfur ísólfsson, sem keppti á Krák, varð annar í samanlögðu á eftir Tómasi, í 6.-7. sæti í tölti, 5. í fimmgangi og 4. í gæðingaskeiði, og jafnframt náði hann bestum árangri ísl. keppendanna í hlýðnikeppni, þar varð hann 10. Reynir Aðalsteinsson varð í 3.-4. sæti í fimmgangi, annar í 250 m skeiði, annar í gæðinga- skeiði og 11. í hlýðniæfingum. Gunnar Árnason á Galsa frá Sólheimatungu varð 5. í saman- lögðu, í 10. sæti í 250 m skeiði, 8. i gæðingaskeiði og í 10. sæti í fimmgangi. í tölti varð Gunnar í 11.—13. sæti ásamt tveimur öðr- um íslendingum. Lárus Sig- mundsson, sem keppti á Bjarma frá Kirkjubæ, varð í 9. sæti í tölti og 10. sæti í fjórgangi. Olil Amble, sem keppti á Blika, varð í 7. sæti í fjórgangi og 11. til 13. sæti í tölti, í 19. sæti í hlýðni- keppni og 5. í víðavangshlaupi. I keppni um stigahæsta keppand- ann á fjórgangshestum varð Olil í 2. sæti. Af þessu má sjá að þetta eru betri úrslit en jafnvel hinir bjartsýnustu þorðu að vona, en sérstaklega kom frammistaða Lárusar og Olil á óvart, en þau kepptu sem áður segir á fjór- gangshestum, þar sem við höfum staðið mjög höllum fæti áður. — Eins og áður hefur komið fram í frettum var Carl Ziemsen frá Þýskalandi dæmdur úr leik vegna gruns um að hestur hans hefði verið undir áhrifum lyfja í keppninni, en hann hefði vafa- laust blandað sér í keppnina um efstu sætin í fimmgangi og gæð- ingaskeiði, og jafnvel í keppni í samanlögðu. Mótið tókst með miklum ágæt- um. öll aðstaða hér var góð hvað varðar velli og aðstöðu fyrir áhorfendur. Þó hefðu áhorfenda- stæði við skeiðbrautina mátt vera betri. Framkvæmd mótsins var greinilega í góðum höndum, og stóðust tímasetningar nær allar. Það olli nokkrum von- brigðum, ekki hvað síst meðal íslendinganna, að alla mótsdag- ana var veður heldur leiðinlegt, rok og rigning, þó alltaf lygndi og birti inn á milli. Feiknagóð stemmning ríkti hér á mótinu, ekki hvað síst meðal íslend- inganna, því aldrei hefur ís- lenski þjóðsöngurinn verið leik- inn jafn oft og nú við verðlauna- afhendingu á Evrópumóti ísl. hestaeigenda. Voru margir áhorfenda klökkir af hrifningu og stolti yfir okkar mönnum. — I dag, mánudag, eru menn óðum að hverfa brott af mótsstað, en eigendur og forráðamenn hesta ísiensku keppendanna, standa í ströngu við sölu hestanna, sem ekki voru þegar seldir fyrir mót- ið. Nú í dag bárust þær fréttir, að á aðalfundi FEIF, Félags eig- enda íslenskra hesta í Evrópu, sem haldinn var hér í dag, að ákveðið hafi verið að halda næsta Evrópumót í Svíþjóð að tveimur árum liðnum. Aður en endanleg ákvörðun verður tekin þarf þó að ganga frá nokkrum málum í Svíþjóð. — Tillaga kom fram um ísland sem næsta Evr- ópumótsland, en þeirri tillögu var hafnað en rætt um hugsan- legt alþjóðamót í tengslum við landsmót hestamanna á íslandi síðar. Nánar verður skýrt frá úrslit- um í öllum greinum Evrópu- mótsins í Morgunblaðinu síðar. Ragnheiður Guðnadóttir og María Ósk Birgisdóttir: Frímínúturnar eru skemmti- legastar. „Það er alltaf eitthvað A, B, C, D“ Spjallað við hressa krakka í Hólabrekkuskóla I gær voru settir grunnskólar í Reykjavík, og var mikil eftivænting hjá krökkunum er þau mættu prúðbú- in til að sækja stundatöllur sínar. Flest voru farin að hlakka til að hitta skólasystkin sín eftir rigningarsumar- ið mikla, og endurnýja vinskapinn. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgun- blaðsins mættu líka í skóla í gær og töluðu við nokkra krakka sem léku sér úti á skólalóðinni við Hólabrekku- skóla. Það fór ekki hjá því að við vekt- um nokkra athygli þarna og spurning- um rigndi yfir okkun Afhverju ertu með tvær myndavélar? Hvað eruði að skrifa um? Kemur þetta í Mogganum á morgun? Er þetta aðdráttarlinsa? Loks tókst okkur þó að koma okkar spurningum að. — Ragnheiður Guðnadóttir og María Osk Birgisdóttir (10 ára) voru ekki lengi að svara spurningu blm. um hvað væri skemmtilegasta fagið í skólanum. „Það skemmtilegasta í skólanum er eiginlega að fara í frfminútur. Svo er líka ágætt að skrifa, ljóð og svona. Við höfum verið í Hóla- brekkuskóla alveg síðan við vorum sex ára og alltaf verið saman í bekk, líka núna. Það er bara gaman f þessum skóla, en hann er svolitið stór.“ — Harpa Arnórsdóttir var ekki með neina stundatöfiu í hendinni svo við héldum að hún væri kannski ekki ennþá komin á skólaaldurinn. „Jú, jú, ég er sjö ára,“ sagði Harpa. „Ég er bara ekki búin að fara til kennarans ennþá, en ég á að mæta núna klukkan þrjú. Ég er bú- in að vera eitt ár í þessum skóla, og ég hlakka mikið til vetrarins. Samt Harpa Arnóradóttlr 7 ára. var mjög gaman í sumar, ég fór til dæmis að tína skeljar með mömmu. En það var alltaf svolítil rigning. Ég ætla að fara að kaupa fyrir skólann á eftir, það stendur allt á blaði sem kennarinn lætur okkur fá.“ — Guðni Már Egilsson (9 ára). „Ég er með svo skemmtilegan kenn- ara núna að það verður örugglega gaman í skólanum í vetur. Þegar ég er ekki í skólanum er ég heima að læra. Uppáhaldsfagið mitt er stærð- Guðni Már Egilsson fræði og það er gaman að læra heima ef það er eitthvað létt. Ann- ars er ég úti, það er hægt að vera í fótbolta á malbikinu og líka hjóla. Ég var í sveit hjá fólki í sumar, og vaknaði alltaf eldsnemma til að geta hjálpað til í fjósinu. Það var svo gaman. Svo fékk ég að vera á hestbaki, en ég fékk ekki að keyra traktor. Ég geri það kannski þegar ég verð stór, mig langar svolítið að verða bóndi.“ — Loga Ólafsson og Guðmund Björnsson fengum við að tefja augnablik, á leið þeirra upp þak- rennuna, en þeir ætluðu að rann- saka þak skólans lítillega. „Við erum báðir sjö ára, og erum vinir,“ sögðu Logi og Guðmundur. „Við eigum nefnilega heima rétt hjá hvor öðrum í sömu raðhúsaröðinni. Við vorum lika saman í sex ára bekknum í fyrra. Það var gaman og við höfðum alveg ágætan kennara. Hann æsti sig nú samt stundum en það var bara þegar við vorum eitt- hvað óþekkir." „Lestur er allavega leiðinlegast- ur,“ sögðu vinirnir einróma þegar blm. spurði þá hvað þeim þætti skemmtilegast að læra í skólanum. „Það er alltaf eitthvað A, B, C, D. Svo eru bækurnar svo erfiðar, mað- ur þarf að nota stækkunargler til að sjá stafina í þeim, þeir eru svo litlir. Við kunnum ekki nærri því að lesa ennþá. Ekki nema smá.“ me Logi Ólafsson og Guðmundur Björnsson: Við erum báðir sjö ára. Ljósmyndir Emilia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.