Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 40
Veist þú um einhverja góða frett? H ringdu þá í 10100 fK juglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 Kristinn Guðbrandsson með jirn úr flakinu i Skeiðarirsandi, öryggisventil út gufuvél og jirn úr skrokk skipsins. Gullskipsmenn ætla að halda ótrauðir áfram Gullskipsmenn hafa ikveðið að halda áfram leitinni að Het Wapen van Amsterdam næsta vor þrátt fyrir óvænta niðurstöðu starfs þeirra í sumar er í Ijós kom að togari úr járni reyndist vera í sand- inum en ekki Het Wapen. Jafn- framt hafa leitarmenn ákveðið að láta búðirnar á sandinum standa í vetur, en þeir hafa nú frestað því að losa stálþilið og flytja af sandin- um. Skipafornleifafræðingur frá Scheepvaart Museum í Amster- dam, Gys van Gortel, kafaði í gær niður á flakið innan þilsins og komst að sömu niðurstöðu og ieit- armenn þótt þeir hefðu ekki litið flakið berum augum. Kvað van Gortel Ijóst að um togara úr járni væri að ræða, líklega frá því um síðustu aldamót, en flakið kvað hann vera mikið skemmt. Van Gortel kafaði niður á 8,5 m dýpi niður á þilfar skipsins og tók upp með sér sýnishorn af járni úr skip- inu. Kvað van Gortel Ijóst að vél skipsins væri gufuvél. Tvær ástæður eru fyrir því að þilið á sandinum verður ekki tekið upp að sinni. Hugsanlega verður flakið innan þilsins kann- að betur, en einnig er talið auð- veldara að ná upp þilinu aftur með því að fylla rammann aftur af sandi. Auðveldast er að láta vindinn gera það í vetur og taka þilið þá upp næsta vor um svipað leyti og leitarmenn hefja leit að nýju á sandinum. Kristinn Guðbrandsson kvað leitarmenn hafa ákveðið að smíða í vetur farartæki til leitar næsta vor, en það farartæki yrði að vera búið eiginleikum bíls, flugvélar og báts, eins konar svifnökkva, sem þó væri ekki of háður vindi. Þá kvað Kristinn leitarmenn hafa ákveðið að kanna möguleika á samvinnu við aðila hérlendis sem hefðu að undanförnu verið að þróa upp leitartækni við sérstæðar að- stæður og nefndi hann árangur Helga Björnssonar og félaga á Grænlandsjökli. Eins og fram hefur komið byggðu leitarmenn framkvæmd- ir í sumar á vísindalegum niður- stöðum og miklum líkum, ald- ursgreiningu á tré í Svíþjóð og greiningu á tjöru í Hollandi. C- 14 greiningaraðferðin á tré byggist á höggnum við sem er hættur að vaxa og ákveðin frá- vik geta verið á niðurstöðum, en mat sérfræðinga var sú að viður- inn væri frá miðri 17. öld, þótt mun erfiðara sé að aldursgreina ungan við en gamlan frá því fyrir 1400. Niðurstöður þekkts rannsóknaraðila í Hollandi voru þær að tjaran sem fannst í flak- inu í þéttingu timburs hafi verið frá því fyrir aldamótin 1700. Gullskipsmenn stefna að því að ganga frá á sandinum á næstu dögum og koma sér síðan til byggða þar til vorar á ný. Sjá nánar á mióopnu. Álviðræðurnar hefjast í dag VIÐRÆÐUR íslenskra stjórnvalda og fulltrúa Alusuisse, sem hefjast áttu í Ziirich í gærdag var frestað þar til seinnipartinn í dag, að sögn Ragnars S. Halldórssonar, forstjóra íslenska álfélagsins. Gert er ráð fyrir, að samninga- nefndir aðila hittist seinnipartinn í dag, og síðan verði haldið áfram á miðvikudag, ef þurfa þykir. Hluti islensku sendinefndarinn- ar kom við í Osló á leið sinni til Sviss, þar sem íslendingarnir hittu fulltrúa Elkem-samsteyp- unnar, sem er eignaraðili á móti íslenska ríkinu í íslenska járn- blendifélaginu. Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðu- neytinu, sagði í samtali við Mbl., að á fundinum með fulltrúum Elkem hefði verið rætt almennt um reksturinn á Grundartanga, en ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir umn breytingar á hon- Eyjatogarar með fullfermi Þrír bátar á spærlingsveiðum VeHtmannaeyjar, 5. september. BERGEY, hinn nýi skuttogari Vestmanneyinga, sem áður hét Lárus Sveinsson og var nýlega keyptur hingað frá Olafsvík, kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð í gær. Skipið var með fullfermi, 135 tonn, eftir viku veiðiferð. Skipstjóri á Bergey er Sverrir Gunnlaugsson. Nú eru fimm skuttogarar gerð- ir hér út frá Vestmannaeyjum og hafa þeir fært góðan afla á land að undanförnu. í síðustu viku landaði Breki 208 tonnum, Vest- manney 120 tonnum og SindH 130 tonnum. Vegna þessa mikla afla hefur orðið að grípa til þess ráðs að senda Klakk í söluferð til Þýskalands og á hann söludag i næstu viku. Skipið hefur aflað mjög vel síðustu daga og var komið með fullfermi, um 200 tonn, eftir 8 daga á veiðum. Klakkur varð því að koma inn í dag og landa elsta fiskinum, 50 tonnum, en heldur síðan áfram veiðum í 4 daga áður en siglt verður. Nokkur áhugi er hjá útgerðar- mönnum hér á spærlingsveiðum og hafa 3 bátar þegar hafið veið- ar og fleiri bátar munu bætast í hópinn á næstunni. Huginn land- aði 75 tonnum eftir 2 daga á veið- um og í dag er Bergur að landa 80 tonnum. Spærlingurinn fer til bræðslu en verðlagsráð hefur enn ekki ákveðið verð á spærl- ingi. Lóðað hefur á mikið magn af spærlingi út af suðurströnd- inni, en ekki eru sjómenn mjög ánægðir með afrakstur þessara fyrstu veiðiferða, en vonast er til að úr rætist. Afli togaranna er blandaður, mest ufsi og karfi og fékkst hann víða fyrir sunnan land. hkj SH lækkar ekki verð á frystum fiskflökum „EFTIR ÍTARLEGA umræðu á stjórnarfundi Solumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna síðastliðinn föstudag, þar sem Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater, var meðal annars staddur, varð niðurstaðan sú, að lækka ekki verð á 5 pundapakkningum eins og mál standa nú. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir það að fyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, Iceland Sea- food Corporation, hafi lækkað verð sitt fyrir skömmu,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH, í samtali við Morgunblaðið. „Það er mat manna að láta enn frekar reyna á það hvort verð okkar geti ekki haldist og ekki verði um samdrátt í sölu vegna þess,“ sagði Guðmundur. Er Guð- mundur var inntur eftir því hvort á fundinum hefði verið rætt um að hætta að selja frystan fisk fyrir Færeyinga, sagði hann, að ekkert hefði verið rætt um breytt fyrirkomulag á samstarfi Færey- inga og Coldwater. Aðspurður sagði hann, að undanfarin ár hefði Coldwater greitt framleið- endum fyrir fiskinn svo til við móttöku, en síðustu vikurnar hefði greiðslum seinkað nokkuð á hluta afskipana. Þá mætti geta þess, að í síðustu viku hefði ms. Hofsjökull haldið utan til Banda- ríkjanna með um 4.000 lestir af frystum fiski og ms. Stuðlafoss væri nú að lesta frystan fisk á Austurlandi. Að lokum gat Guðmundur þess, að ekki hefði náðst samkomulag við Sovétmenn um kaup á viðbót- armagni af frystum fiski á þessu ári. Vonir stæðu hins vegar til að viðræður um sölu fisks á næsta ári gætu hafizt í byrjun nóvem- ber. Rannsóknir á jurta- lífi í Surtsey: 20 tegundir hafa numið land á 20 árum FYLGZT hefur verið meó gróðri í Surtsey allt frá því er fyrstu æðri plönturnar tóku að vaxa þar árið 1965, og er dr. Sturla Friðriksson nýkominn þaðan úr könnunar- leiðangri. Hann sagði að í 20 ára sögu eyjunnar hefðu fundizt um 20 tegundir æðri plantna. Fjöru- arfi er nú orðinn allútbreiddur um austurhluta hraunsins á eynni. Dr. Sturla sagði, að telja mætti markvert, að víða væri að myndast samfélag melgresis og fjöruarfa og kvað hann fróðlegt að sjá, hvernig sandurinn fyki að þessum plöntum og myndaði smám saman sandhóla. Þarna er unnt að skoða þessa þróun frá byrjun. Á Surtsey hefur verið hægt að kanna, hvernig plöntur ber- ast til afskekktra eyja, hvernig landnám plantna á sér stað og hvernig plöntur breiðast út og hvernig þær mynda samfélög. Einnig kvað dr. Sturla Frið- riksson fróðlegt að fylgjast þar með samspili plantna og dýra. Sýnt hefur verið fram á hvern- ig fuglar bera fræ til Surtseyj- ar og hvernig þeir nýta plöntur sem hreiðurstæði og skjól fyrir unga, og hvernig þeir um leið dreifa áburði á þessar plöntur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Aðgerðir: