Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
25
24
Skagamenn gerðu
það sem þeir þurftu
AKURNESINGAR tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á
laugardaginn er þeir lóku gegn Vestmanneyingum á Skipaskaga.
Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, og voru þau úrslit sanngjörn miðað við
gang leiksins. Er einni umferð er ólokiö í 1. deildinni hafa Skagamenn
hlotið 23 stig og ekkert hinna liðanna getur náð þeim að stigum.
Árangur Akranesliðsins í sumar hefur verið með ólíkindum góður.
Það hefur ekki gerzt síðan árið 1976, aö lið vinni bæði deild og bikar.
Þá varö gullaldarlið Vals tvöfaldur sigurvegari, en nú náöu Skagamenn
þessum glæsilega árangri (fyrsta skipti.
Og hvers vegna eru Skagamenn svo sterkir í sumar sem raun ber
vitnil Svörin við því eru efiaust fleiri en eitt og fleiri en tvö. Sterk
samstaða leikmanna og góð samvinna þeirra og þjálfara vega þar þó
örugglega þungt. Hitt skemmir ekki heldur, að Skagamenn byggja á
góðum grunni í knattspyrnunni og stuðningsmenn þeirra eru ótrúlega
háværir ef því er að skipta, ekki sízt á útivöHum.
I liöi Akraness eru yngri leik-
menn, sem eiga framtíðina fyrir
sér, menn eins og Siguröur Jóns-
son og Ólafur Þórðarson, reynslu-
ríkir knattspyrnumenn eins og Sig-
uröur Lárusson, Guöjón Þóröar-
son og Árni Sveinsson. Síöan eru
menn eins og Sigþór Ómarsson,
Guöbjörn Tryggvason, Hörður Jó-
hannesson og Sveinbjörn Hákon-
arson, sem í sumar hafa átt sitt
bezta sumar í íþróttinni. Jón Ás-
kelsson, Guöjón Þóröarson, Bjarni
Sigurösson og Siguröur Halldórs-
son hafa hvergi brugðist og þessir
leikmenn, auk þeirra sem minna
hafa veriö í sviösljósinu, skapa þá
keöju, sem fæsta veika hlekki hef-
ur veriö aö finna í á þessu keppnis-
tímabili.
Höröur Helgason hefur unniö vel
úr þeim efniviö, sem hann haföi til
aö móta liö sitt úr. Eftir sitt fyrsta
keppnistímabil sem þjálfari í 1.
deild stendur hann eftir meö tvo
eftirsóttustu gripi, sem um er
keppt í þeirri grein íþrótta sem
vinsælust er hór á landi. Er hægt
aö krefjast betri árangurs?
Forysta ÍA
glæsimark Ómars
Leikur ÍA og ÍBV á Akranesi á
laugardag mótaöist mjög af kring-
umstæðunum. Þaö er þeirri staö-
reynd, aö liö ÍBV var eina liöiö,
sem átti fræöilegan möguleika á
aö ná ÍA aö stigum, en var samt
sem áöur í fallbaráttu. Knatt-
spyrnulega hafa bæöi liö leikiö
betur í sumar. En Skagamenn
geröu þaö sem þeir þurftu í leikn-
um, tóku annaö stigiö, og ef þeir
heföu verið heppnir heföu þeir
geta tekiö þau bæöi.
Akurnesingar byrjuöu leikinn af
krafti og áttu möguleika á aö skora
í upphafi leiksins. Tómas Pálsson
ógnaöi hinum megin og mikil bar-
átta var í leiknum. Skagamenn
náöu ekki upp sínum skemmtilega
samleik og skiptingum. Langsend-
ingar Vestmanneyinga báru yfir-
leitt ekki árangur og arkitektinn í
ÍA — ÍBV 1:1
liöi þeirra, Ómar Jóhannsson, náöi
sér ekki á strik í uppbyggingunni.
Nokkur færi áttu bæöi liö, en fyrri
hálfleikurinn leiö án þess aö mark
væri skorað.
Skagamenn byrjuöu seinni hálf-
leikinn vel, en er leiö á hann virtust
Eyjamenn vera aö ná tökum á
leiknum. Þaö voru þó Akurnes-
ingar, sem voru fyrri til aö skora.
Hornspyrna Sveinbjörns Hákon-
arsonar á 38. mínútu kom á nær-
stöng og Guöbjörn Tryggvason
sigldi þar inn í eyðu og skallaöi
knöttinn glæsilega í markiö. Gott
mark Skagamanna, er illa valdaö
af hálfu Eyjamanna, svipaö og í
bikarkeppninni
Vestmanneyingar voru ekki á
því aö gefast upp og á markamín-
útunni, þeirri 43., skoraöi Ómar
Jóhannsson gullfallegt mark fyrir
Eyjamenn. ÍBV sótti upp hægri
kantinn og gefin var há sending
rir markið. Boltinn barst til
mars, sem gaf sér góöan tíma
áöur en hann skaut viöstööulaust
af um 20 metra færi. i netið fór
knötturinn upp undir slá, nálægt
samskeytum. Þau eru oröin mörg
þessi „mörk ársins", en mark
Ómars Jóhannssonar hlýtur aö
koma til álita, sem eitt af þeim.
Úrslit leiksins uröu 1:1. Báöir
aöilar mega vel viö þau úrslit una.
Beztu menn liöanna voru Siguröur
Halldórsson, Árni Sveinsson og
Guöbjörn Tryggvason hjá ÍA og
Viöar Elíasson, Þóröur Hallgríms-
son og Sveinn Sveinsson hjá ÍBV.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín og
stóó hann sig vel ef á heildina er
litiö.
i stuttu máli: islandsmótiö 1. deild,
Akranesvöllur, 3. september.
ÍA — ÍBV 1:1 (0:0)
Mark ÍA: Guöbjörn Tryggvason á 83. mínútu.
Mark ÍBV: Ómar Jóhannsson á 88. mínútu.
Gul spjöld. Guöbjörn Tryggvason og Þóröur
Hallgrímsson.
Áhorfendur: 1705.
• í byrjun leiksin* var dæmd óbein aukaspyrna á Eyjamenn á markteigslfnu, þar sam Aðalsteinn mark-
vöröur haföi haldið knattinum of lengi. Allir leikmenn ÍBV röðuðu sár á marklínu og Skagamönnum tókst
ekki að koma knettinum (gegnum múrinn. Morgunbia«M/Friöt>|ófur.
• Loftbardagi. Siguröur Jónsson og Sveinn Sveinsson berjast hár um boltann í leiknum á Skaganum á laugardag. MorgunMaöM/Frieiófur Haigaeon
Pkq Aiilficl Innniti^ on iQlanrlctitli
rrd ppMUidoi LUUUlll dU lOldllUOllIII
Það var kátt á Skaganum að
loknum leiknum við ÍBV á laug-
ardaginn. Tvöfaldur meistaratitill
var í höfn og 1700 áhorfendur
fögnuðu knattspyrnuhetjunum
innilega. Veður var eins og bezt
varö á kosiö og þaö var aöeins
eitt sem vantaöi. Sjálfan meist-
arabikarinn. Hann fá Skagamenn
að loknum leiknum við Þrótt
næstkomandi sunnudag og þá
verður sjálfsagt framhald á
veizluhöldunum á Akranesi,
þriöju helgina í röö. Þaö má ekki
minna vera.
Þann 9. júlí í sumar töpuöu Ak-
urnesingar fyrir Þór í 1. deildinni
og þaö á Skipaskaga. Aö leiknum
loknum settust menn niöur og
ræddu málin. Að þeim fundi lokn-
um tókust menn i hendur sammála
um eitt — þaö aö lið ÍA skyldi ekki
tapa fleiri leikjum í sumar. Viö þaö
hafa Skagamennirnir staöiö til
þessa. Fjölskylduferð leikmanna
meistaraflokks, þjálfara og stjórn-
ar knattspyrnuráös sömu helgi í
sumarbústaö viö Gufuá í Borgar-
firöi, sem leikmenn kalla reyndar
Aulastaöi, treysti böndin og jók
samstillinguna.
Frá því í 11. umferö, eöa frá
leiknum gegn Víkingi í Reykjavík
15. júlí, hafa Skagamenn ekki tap-
aö leik og fengiö 12 stig í sjö síö-
ustu leikjum sínum, hafa unniö
fimm leiki og gert tvö jafntefli. (
bikarkeppninni léku þeir fjóra leiki
og unnu þá alla. Glæsilegur árang-
ur.
Akurnesingar hafa átt mörg
gullaldarliöin, nægir þar aö nefna
„gullaldarliöiö" eina og sanna, sem
geröi garðinn frægan upp úr 1950
meö Rikharð Jónsson i broddi
fylkingar, og gullaldarliö Skaga-
manna á árunum 1974 og 1975. í
báöum þessum liöum voru frábær-
ir knattspyrnumenn, ef til vill betri
en þeir sem skipa liö ÍA í dag, en
allur slíkur samanburður er óraun-
hæfur. Þessi liö náöu þó ekki þeim
árangri aö sigra tvöfalt, þaö er
bæöi deild og bikar.
Frá því aö bikarkeppnin var sett
á laggirnar áriö 1960 hefur þaö aö-
eins þrívegis gerzt aö liö hafi unnið
deild og bikar sama áriö. KR-ingar
léku þennan leik áriö 1961 og 1963
og Valsmenn unnu afrekiö áriö
1976. Nú var komiö aö Akurnes-
ingum og ekki skemmir þaö, aö
meö árunum hefur vegur bikar-
keppninnar stööugt orðið meiri og
árangurinn því glæstari en ella.
Á Akranesi segja menn aö
knattspyrnan gangi í erfðir og víst
er aö margir snjallir leikmenn ÍA
hér á árum áöur eiga nú stráka t
Skagaliöinu eöa í atvinnumennsku
suöur ( Frakklandi. Meöal leik-
manna Skagaliösins nú má nefna
Jón Leó Ríkharösson, son Rík-
harös Jónssonar. Pilturinn sá hef-
ur aö vísu ekki fengiö aö spreyta
sig í 1. deildinni ennþá, en hefur
setiö á varamannabekknum í
nokkrum leikjum og hans tími
kemur. Talandi um kynslóöir þá
var þaö athyglisvert í leik ÍA og ÍBV
á laugardaginn, aö yngsti maöur-
inn á vellinum, Siguröur Jónsson,
er aöeins 17 ára, en í liöi ÍBV var
aö finna aldursforsetann í is-
landsmótinu, Pál Pálmason, sem
kominn er fast aö fertugu. Páll var
því rúmlega tvítugur er Siguröur
Jónsson kom í þennan heim.
Menn geröu sér aö sjálfsögóu
dagamun á Skaganum á laugar-
daginn og buöu þau hjón Rúnar
Pétursson og Guöný Jónsdóttir
öllum leikmönnum Skagaliösins,
stjórnarmönnum og fleirum í
glæsilega veizlu á heimili sínu. Þar
var boöiö upp á mat og drykk eins
og hver vildi og til aö krydda sam-
kvæmiö skemmti Hermann Gunn-
arsson, sá hinn sami og hrelldi
Skagamenn um árabil á leikvellin-
um, viö mikinn fögnuö í þrjá stund-
arfjóröunga. Annar gamall is-
landsmeistari, Rúnar Júlíusson úr
Keflavík, stjórnaöi síöan hljóm-
sveitinni Geimsteini á dansleik á
hótelinu frá miöri nóttu fram undir
birtingu.
Skagamönnum bárust árnaöar-
óskir úr ýmsum áttum. Karl Þórð-
arson fylgdist greinilega grannt
meö sínum gömlu félögum og
skömmu eftir aö leiknum gegn ÍBV
lauk voru komnar fjórar kampa-
vínsflöskur frá Kalla Þóröar, sem
nú leikur meö Laval í Frakklandi.
Fórnir þurftu ýmsir aö færa til aö
standa viö gefin loforö. Árni
Sveinsson mátti gjöra svo vel og
kveöja myndarlegt yfirskeggiö, því
haföi veriö lofaö ef bæöi deild og
bikar ynnust.
— áij.
• Guöbjörn Tryggvason (nr. 10) skorar mark Skagamanna.
iA: Bjarni Sigurösson 7, Guöjón Þóröarson 7,
Jón Askelsson 7, Björn H. Bjarnason 7, Sig-
uröur Halldórsson 8, Höröur Jóhannesson 7,
Sveinbjörn Hákonarson 6, Siguröur Jónsson
7, Guöbjörn Tryggvason 7, Sigþór Ómarsson
6, Arni Sveinsson 8. Július Ingólfsson (lék of
sfutt).
ÍBV: Aöalsteinn Jóhannsson 7, Tómas Páisson
7. Snorri Rútsson 6, Viöar Elíasson 7, Þóröur
Hallgrímsson 7, Valþór Sigþórsson 7, Sveinn
Sveinsson 7. Jóhann Georgsson 6, Hlynur
Stefánsson 7, Þórarinn Þórhallsson 6, Ómar
Jóhannesson 6. Sigurjón Kristinsson (vm) 7,
Bergur Agústsson (vm) lék of stutt. — áij.
Hörður fékk
armbandsúr
í sigurveislunni eftir leik ÍA og
ÍBV, þegar íslandsmeistaratitill-
inn var í höfn, tók Haraldur Stur-
laugsson til máls og þakkaöi
þeim fjölmörgu, sem lagt höfðu
sitt af mörkum til aö gera árangur
Skagaliðsins jafn glæsilegan og
raun bar vitni.
Haraldur ávarpaöi sérstaklega
Hörö Helgason þjálfara og Sigrúnu
konu hans. Hann færöi Sigrúnu
ilmvatn aö gjöf og Heröi forláta
armbandsúr. Sagöi hann aö úriö
heföi hann keypt um mitt sumar og
átti þaö aö afhendast þegar Skag-
inn heföi unnið tvöfalt, fyrr ekki!
• Herði Helgasyni voru færð bióm (lok leiksins gegn fBV og sannarlega haföi hann
unniö fyrir rósunum. MorgunbteéU/FrMþjófur.
„Kærkomiö
— reyndar
meiriháttar“
HÖRÐUR Helgason þjálfari íslands- og
bikarmeistara Akraness hált ró sinni eins
og venjulega er meistaratitillinn var í
höfn á laugardaginn. Hann var að sjálf-
sögöu ánægður og tiikynnti leikmönnum
að engin æfing yröi daginn eftir, en óhætt
er aö segja aö hann hafi haldið sig við
jörðina þó að ótrúlega glæsilegur árangur
væri í höfn. Hörður var spuröur hverju
hann þakkaði fyrst og fremst árangur
sumarsins og hvert markmiðið heföi ver-
ið í upphafi Islandsmótsins.
„Ég mat stööuna þannig, aö 4—5 lið
yröu í toppbaráttunni t sumar og vissi aö
viö hefðum alla buröi til aö vera á toppin-
um. Ég taldi aö nokkur smáatriöi myndu
gera útslagiö og þau hafa veriö okkur
hliöholl. Eftir tapleikinn gegn Þór sagöi ég
viö strákana, aö eina iiöiö, sem viö þyrftum
aö óttast væri liö ÍA. Eftir að menn geröu
sér þaö Ijóst, aö við yröum aö vinna fyrir
þessu sjálfir fór þetta aö ganga.
Viö höfum reynt aö hugsa ekki nema um
einn leik í einu, en þaö hefur aö vísu veriö
erfitt þar sem fólk er fyrir löngu fariö aö
tala um aö viö vinnum tvöfalt. Undir þeirri
pressu hefur veriö erfitt aö vinna, en þetta
tókst allt. Mannskapurinn hefur allur tekiö
þátt í þessu, ekki bara þeir 11, sem veriö
hafa inni á vellinum hverju sinni, heldur allir
í 22 manna hópnum, knattspyrnuráöiö og
frábærir áhorfendur. Varöandi þaö sem
menn hafa sagt um að viö æfum minna
heldur en hin liðin, vii ég aöeins segja þaö,
aö viö höfum greinilega æft nóg,“ sagöi
Höröur Helgason.
Fyrirliöi í mikilvægum leikjum
Meðan Sigurður Lárusson, fyrirliöi Ak-
urnesinga, stóð meöal áhorfenda og nag-
aöi neglur sínar ( angist þegar Eyjamenn
komust fram fyrir miöju, baröist Jón Ás-
kelsson eins og herforingi inni á vellin-
um. í leikbanni Sigurðar var Jón fyrirliöi
ÍA og því hlutverki hefur hann áöur gegnt
þegar mikið hefur legið við.
„Jú, þaö er rétt," sagöi Jón Áskelsson.
„Áriö 1977 var óg fyrirliði einn leik er Jón
Alfreðsson var í leikbanni. Þá unnum viö
Fram, 4:1, og nánast tryggöum okkur is-
landsmeistaratitilinn. Áriö 1978 var ég síö-
an fyrirliöi mest af keppnistímabilinu og þá
uröum viö bikarmeistarar.
í þessum leik á móti ÍBV í dag ákváöum
viö aö taka enga áhættu í vörninni þar sem
jafntefli var í raun sigur fyrir okkur. i liöinu
hefur náöst frábær stemmning, sem er aö-
al liðsins og menn hafa unnið hver fyrir
annan af ósérhlífni," sagöi Jón Áskelsson.
„Þetta var kærkomiö, já reyndar meiri-
háttar,“ sagöi Guöbjörn Tryggvason, einn
drýgsti leikmaöur Skagaliösins í sumar, er
hann var tekinn taii aö loknum leiknum á
laugardaginn. í leiknum viö ÍBV var öll
pressan á okkur, en þrátt fyrir mikilvægi
leiksins fannst mér þetta bara nokkuö góö-
ur leikur. Þetta hefur veriö mjög skemmti-
legt sumar hjá okkur. i fyrsta lagi er árang-
urinn einstakur og i ööru lagi hef óg leikiö
sem tengiliöur í sumar og líkað þaö mjög
vel. Hópurinn er mjög samstilltur, þjálfarlnn
góöur, knattspyrnuráöiö traust og áhorf-
endur ótrúlegir. Þess vegna erum viö
meistarar. Nú eru þaö Evrópuleikirnir gegn
Aberdeen og þar ætlum viö aö standa
okkur,” sagði Guöbjörg Tryggvason.
• „Bakvaröasveitin“, eiginkonur leikmanna, þjálfara og stjórnarformanna, var að
sjálfsögöu mætt til veizlunnar með eiginmönnunum til þess aö halda upp á daginn.